Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður GuðnýPálsdóttir fædd- ist á Ólafsfirði 6. mars 1932. Hún and- aðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 24. ágúst síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Páls Sigurðssonar kenn- ara í Ólafsfirði, f. 20. júní 1899, d. 20. jan. 1986 og Vilborgar Sigurðardóttur, f. 15. júní 1901, d. 17. jan. 1996. Páll var alinn upp á Merkigili í Eyjafirði, sonur Sigurðar Sigurðssonar bónda þar og konu hans Guðrúnar Rósu Pálsdóttur. Vilborg var alin upp í Brekkugerði í Fljótsdal, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar og Kristrúnar Þorláksdóttur. Sigríð- ur Guðný hét eftir Sigurði móð- urafa sínum og Guðnýju Sigurð- ardóttur föðursystur sinni. Systur Sigríðar Guðnýjar eru: a) Guðrún Rósa, f. 31. mars 1927, gift Eiríki J.B. Eiríkssyni prentara á Siglu- firði og Akureyri, f. 27. ágúst 1924, d. 8. október 2002. Þau eiga einn son og þrjú barnabörn. b) Margrét Kristrún, f. 21. septem- ber 1928, gift Helga Þórðarsyni bónda á Ljósalandi í Vopnafirði, f. 24. október 1915, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. c) Álf- hildur, f. 26. ágúst 1945, gift Bárði Gunnari Halldórs- syni, f. 17. ágúst 1946, þau eiga tvö börn og tíu barna- börn. Sigríður Guðný giftist 4. október 1996 Svani Karls- syni, f. 2. ágúst 1922. Svanur er Stokks- eyringur, sonur Karls Frímanns Magnússonar í Haf- steini á Stokkseyri, f. 4. október 1886, d. 30. janúar 1944 og seinni konu hans Kristínar Tóm- asdóttur, f. 4. júní 1888, d. 12. febrúar 1967. Fyrri kona Svans var Ragnheiður Gísladóttir, f. 17. maí 1922, d. 3. júlí 1985. Sigríður Guðný gekk í barna- skóla á Ólafsfirði og var veturna 1947-49 við nám í Héraðsskólan- um að Laugum í Suður-Þingeyj- arsýslu. Veturinn 1950-51 var hún í Húsmæðraskólanum að Löngu- mýri í Skagafirði. Námi í hjúkrun lauk hún frá Hjúkrunarskóla Ís- lands 1957. Hún var hjúkrunar- kona við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri frá því í apríl 1957 allt þar til hún lét af störfum árið 1996 eftir nærfellt fjörutíu ára starf. Útför Sigríðar Guðnýjar verður gerð frá Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ævi þín er öll er margs að minnast. Milli okkar voru fimm ár. Þú varst litla systir sem mér fannst ég bera talsverða ábyrgð á. Þú og við Margrét systir lékum okkur saman, Álfhildur yngsta systir var þá ekki fædd. Við áttum björt og hlý bernskuár í foreldrahúsum. Hjá okkur var Sigurður móðurafi sem þú hést í höfuðið á. Þið voruð svo ein- lægir vinir. Bænir móður og bros bættu allt. Pabbi segir í kvæði til þín á þessum árum. … Lifðu sæl á lífsins vegi, léttu sorg og þerra tár. Syng þú glöð á sólskinsdegi sólarbros á allra brár … Sigga las mikið, sérstaklega ljóð á seinni árum. Hún hvatti mig til að lesa góðar bækur áður fyrr og gaf mér og mínu fólki marga góða bók. Sigga var mjög vandvirk og eru til margir fallegir munir af ýmsum toga, sem hún vann, vandsaumaðir dúkar, teppi og vefnaður. Flestallt gaf hún skyldmennum og vinum. Fjölskylda okkar var mjög heima- kær og sterk bönd hafa tengt okkur alla ævi. Á síðustu árum var rausn- arleg fjölskyldumóttaka fyrir þá er vildu á fallega heimilinu Siggu og Svans á Bergþórugötunni í hádegi á hverjum laugardegi. Ég heyri og sé þau ljóma í dyrunum. ,,Velkomin, velkomin, mikið voruð þið góð að koma.“ Þeim þótti svo innilega vænt um börnin og það var gagnkvæmt. Eitt dæmi sýnir þetta. Þegar Hrafn Helgi þriggja eða fjögurra ára heyrði, er barst í tal að Sigga væri hætt að vinna á sjúkrahúsi, sagði hann: ,,Nú vinnur hún við að vera góð við lítil börn.“ Sigga var blíð og viðkvæm lítil stúlka. Hún átti góðar æskuvinkon- ur, skólasystur frá Laugum, Löngu- mýri og Hjúkrunarskóla Íslands. Við þær allar hélt hún tryggð og vin- áttu. Hún var ekki gömul þegar hún ákvað að verða hjúkrunarkona. Að námi loknu hóf hún störf hjá FSA og vann þar sitt ævistarf. Samvisku- semi og ósérhlífni voru ríkir þættir í fari hennar. Hún var hjúkrunarkona af lífi og sál, orðvör, hjálpfús og ró- söm á erfiðum stundum starfsins en líka bjartsýn og glöð. Sjúklingum þótti vænt um hana og þeim sem henni kynntust náið í starfi. Hún var föst fyrir og hafði ákveðnar skoðanir sem allir fundu, afskiptasemi átti hún ekki til. Það er langt síðan þú varðst stóra systir mín og okkar allra, vafðir okk- ur ást og umhyggju ung sem aldin. Þú varst alltaf að gleðja og gefa en gleymdir sjálfri þér. Lokið er grimmu stríði. ,,Verum hress meðan hægt er,“ sagðir þú í byrjun veikind- anna. Aldrei æðruorð. Við hlið þér stóð Svanur æðrulaus og lífsvitur og öll fjölskyldan. Margar hlýjar vina- kveðjur bárust okkur öllum. Elsku systir mín, þig brast ekki hjartans ró. ,,Allt tekur enda nema eilífðin,“ sagðir þú. Það verður alltaf bjart um blessað sólskinsbarnið okk- ar, sem átti afmæli 6. mars. Ég trega þig sárt en gleðin er líka heit að hafa átt þig. Hjartans þökk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Hvíl í friði, Rósa systir. Dagarnir líða einn af öðrum, lang- ir, hlýir og sólríkir, sumarnæturnar heiðar og bjartar en stóran skugga hefur borið á hamingju okkar, ást- vina hennar Siggu, systur minnar, því að hún hefur legið helsjúk mán- uðum saman á þessu sólríka sumri án nokkurrar vonar um bata en beð- ið dauðans, æðrulaus með rósömum huga. Sigríður Guðný Pálsdóttir var fædd í Ólafsfirði og ólst þar upp fram á unglingsár. Til þess staðar og fólksins sem hún þekkti þar bar hún alla tíð hlýjan hug. Ég held hún hafi talið sig Ólafsfirðing að einhverju leyti, a.m.k. sagðist hún alltaf vera að norðan – hún var norðanstúlka en landinu sínu, þjóð og tungu unni hún af heilum hug. Sigga systir mín var ljóðelsk og átti gott safn slíkra bóka. Ég held að skáldin hennar hafi verið Ólafur Jó- hann Sigurðsson, Guðmundur Böðv- arsson og Þorsteinn Valdimarsson. Hún naut þess líka að fara í leikhús og á tónleika, einkum ef íslensk ljóð og lög voru á efnisskránni og ólst upp við og hafði alla tíð gaman af að hlusta á fjölbreytt menningarefni sem frá upphafi hefur verið á dag- skrá ríkisútvarpsins. Þau Svanur fóru í margar menn- ingarreisur út í heim. Sigldu prúðbú- in á skemmtiferðaskipi í Karíbahaf- inu, skoðuðu rústir fornrar menningar á söguslóðum biblíunnar og höfðu viðkomu á ýmsum stöðum unaðslegum eða sögufrægum þar á milli en samt fannst Siggu minni best að vera heima með Svani og fjölskyldunni, börnin okkar voru börnin þeirra sem þau sáu ekki sól- ina fyrir og vildu allt fyrir gera. Sambúð þeirra hjóna einkenndist af miklu ástríki, gagnkvæmri virð- ingu og óhjákvæmilega vissu um- burðarlyndi því að bæði voru eigin- ráðug og vön að fara sínu fram. Systir mín var ekki smámunasöm og tillitssöm í betra lagi en réð því sem hún vildi ráða og sagði þá gjarnan með þungri áherslu: „Því ræð ég“ og þar við sat. „Komdu og sjáðu,“ sagði Svanur oft, „hvað hún Sigga er falleg, hún er alltaf að fríkka.“ Þannig sjá augu ástarinnar. En systir mín var ekki bara falleg, hún var umfram allt annað góð. Dauðastríð hennar varð langt og með eindæmum kvalafullt. Á bana- sænginni var sú hugsun henni efst í huga að valda ekki öðrum óþægind- um og líðan okkar, fólksins hennar, var henni meira áhyggjuefni en hvernig hún barst af sjálf. Við viss- um báðar að allt tekur enda nema ei- lífðin eins og afi var vanur að segja og að öll él birtir upp um síðir og aft- ur kemur vor. Í trausti þess tilfæri ég að lokum þetta huggunarríka ljóð Laxness um hið fyrirheitna land, sumarlandið – land hinna þraut- seigu. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta lánga sumardaga. Þá er gaman að trítla um tún og tölta á eingi, einkum fyrir únga dreingi. Folöldin þá fara á sprett og fuglinn sýngur, og kýrnar leika við kvurn sinn fíngur. Ég bið Siggu, systur minni, bless- unar guðs sem gerir alla hluti nýja. Álfhildur. Sigríður, mágkona mín, var bezta manneskja sem ég hef kynnzt um dagana. Minningu hennar væri eng- inn greiði gerður með því að líkja henni við helga menn og konur fyrri alda, engla eða aðra ármenn guðs en þó koma þeir jafnan í hugann nú þegar ég lít til baka – ekki af því að hún hefði yfir sér heilagt svipmót tímalausrar andaktar heldur vegna þess að hún var betri manneskja, góðviljaðri, fórnfúsari og örlátari á krafta sína til góðra verka heldur en títt er. Mér sagði eitt sinn gamall vinur minn, sem þekkti Ólöfu skáld- konu frá Hlöðum, afasystur Sigríð- ar, að enga manneskju hefði hann séð líkjast meir Ólöfu heldur en Sig- ríði – einkum í hvössu augnatillliti, fasi og snörum handatiltektum. Hún átti það líka sameiginlegt þessari frænku sinni að vera mestur vinur allra sem bágt eiga – manna og mál- leysingja. Hún var allt í senn einstaklega nærgætin við sjúklinga, hjúkrunar- kona af köllun og guðs náð, og fram- úrskarandi ósérhlífin og dugleg. Hún vann alla starfsævi sína, um fjörutíu ár, á handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, fyrst í mörg ár með Guðmundi Karli, þeim mikilhæfa og dáða lækni og síðan Gauta Arnþórssyni, en báða þessa menn mat hún mikils. Eðliskostir Sigríðar voru mikil skapfesta, djúpstæður kærleikur og samúð með öllum sem minna máttu sín. Henni brá meir til föðurættar að ýmsu leyti og kippti í kynið til Kata- dalsmanna um sumt, en æðruleysi og hugarró minnti á móður hennar sem ég hef vitað æðrulausasta manneskju og óvílsamasta. Hún var enginn múgamaður og var illa við tildur; hræsni þoldi hún ekki, var hreinskiptin og falslaus með afbrigð- um, snögg til svars og upplitsdjörf við hvern mann, gerði aldrei manna- mun, en allir sem bágt áttu höfðu skjól hjá henni; góðvild og gjafmildi voru sterkustu eðliskostir hennar. Hún var ljóðelsk og stundaði leikhús kappsamlega alla ævi. Trúarskoðun- um sínum flíkaði hún ekki. Ég vissi hins vegar að hún hafði einlæga og sanna guðstrú og hún velktist ekki í neinum vafa um að líf er að loknu þessu. Okkur ástvinum hennar er huggun í minningunum um einstaka manneskju og með lífi sínu varð hún leiðarljós þeim sem nú horfa barn- ung á eftir frænku sinni. Sigríður giftist seint, en fann mikla hamingju hjá góðum manni, Svani Karlssyni frá Stokkseyri, og það var fallegt að horfa á ást þeirra dafna og blómstra svona síðla sum- ars á ævi þeirra. Saman ferðuðust SIGRÍÐUR GUÐNÝ PÁLSDÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR HANNESSON, Giljalandi 12, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti föstudaginn 27. ágúst sl. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 6. september nk. kl. 13.30. Guðrún Árnadóttir, Hannes Pétursson, Júlíana Sigurðardóttir, Sólveig Pétursdóttir, Kristinn Björnsson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfara- nótt laugardagsins 28. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 3. september kl. 15.00. Þórarinn Guðmundur Þorsteinsson, Þórunn Játvarðardóttir, Steinunn Erla Þorsteinsdóttir, Sigvaldi Þorsteinsson, Kristín Mogensen, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI STEFÁNSSON bifreiðarstjóri, Víðinesi, áður til heimilis á Hringbraut 109, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 3. september kl. 13.30. Guðrún Stefánsdóttir, Auður Stefánsdóttir, Ágústa Stefánsdóttir, Rakel Björg Ragnarsdóttir, Katrín Einarsdóttir, Ragnar Valur Björgvinsson, Fríður Sólveig Hannesdóttir, Sigríður Helgadóttir, Guðjón Ingi Eiríksson, Brynja Helgadóttir, Bergsteinn Gunnarsson, Helga Helgadóttir og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, HELGA HERMUNDARDÓTTIR, Eyrargötu 6, Ísafirði, sem lést aðfaranótt mánudagsins 23. ágúst, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 4. september kl. 14.00. Börn hinnar látnu. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýjan hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓHANNS HALLDÓRSSONAR útgerðarmanns, Höfðavegi 34, Vestmannaeyjum. Aðalbjörg Jóh. Bernódusdóttir, Anna Dóra Jóhannsdóttir, Vignir Sigurðsson, Jóhann Bragi og Annika, Jóhanna Jóhannsdóttir, Gabriel Kárason, Heimir Jóhannsson, Ásdís Haraldsdóttir, Sara, Ísak og Bóas, Birgit Jóhannsdóttir, Guðmundur T. Sigurðsson, Tómas Tinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.