Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 49 Nú hafa þrír ungir menntekið höndum saman oghyggjast bjóða Breið-bandið um allt land, meira að segja í bíla. Þeir Magnús Sigurðsson, Ómar Ólafsson og Rún- ar Ingi Hannah standa fyrir þessari byltingu en þeir eru Breiðbandið. Þeir gáfu nýlega frá sér sína fyrstu plötu, Af fullum þunga, og með því að fjárfesta í henni getur fólk haft Breiðbandið innan handar hvar sem er í heiminum. Starfsaldur Breiðbandsins spann- ar ekki neima eitt ár og segja liðs- menn að sveitin hafi verið stofnuð fyrir slysni. „Við ætluðum upphaflega bara að hittast einu sinni í viku og leika okk- ur,“ upplýsir Rúnar. „Fyrir slysni komum við svo fram í brúðkaupi og spiluðum nokkur hress lög og það var svo gaman að við fórum að semja okkar eigin lög. Á þessu eina ári erum við búnir að semja einhver 20 lög og skemmta á yfir 50 stöðum. Það er svo nóg að gera framundan, það er allt klikkað út af disknum.“ Ómar vill árétta þann algenga misskilning að Breiðbandið haldi böll. „Við erum fyrst og fremst skemmtikraftar og þetta er í raun miklu skyldara uppistandi en tón- leikum, einskonar tónlistar- uppistand. Það er góður titill,“ segir hann og fær samþykki félaga sinna á þeirri útlistun á list þeirra. Textar sveitarinnar og liðsmenn- irnir sjálfir eru uppfullir af gam- ansemi og glensi. Samskipti kynjanna, öldrykkja og holdafar eru þeim hugleikin og er öllu saman slegið upp í grín. „Já, þetta er allt saman í gríni hjá okkur,“ fullyrðir Rúnar. „Við erum ekki að fara að sigra heiminn. Við ætlum bara að leyfa Mínus að gera það og við sjáum um innan- landsmarkaðinn og stór- afmælin í staðinn. Þetta er bara þegjandi samkomulag á milli Mínuss og Breið- bandsins að við erum ekk- ert að ræða hvor aðra í viðtölum.“ Breiðbandsmenn taka þó fram að grínið sé allt á góðlegum nótum og það sé ekki ætlun þeirra að hneyksla einn né neinn. „Við erum bara að stíla inn á að við höfum sjálfir gaman að þessu og sem betur fer hafa það fleiri í leið- inni,“ segir Rúnar. „Við semjum aldrei með neinn annan í huga en okkur sjálfa. Það er markmiðið að gera sem mest grín að okkur sjálfum. Um 80% efnisins er eingöngu grín um okkur sjálfa.“ Nafngift sveitarinnar er einnig komin til vegna grínaktugrar sýnar sveitarmeðlima á sig sjálfa. „Nafnið er komið til vegna þess að við erum of litlir miðað við þyngd en viðurkennum að sjálfsögðu alls ekki að við séum feitir,“ segir Rún- ar. „Þetta hefur náttúrulega aðallega með athyglissýkina að gera. Við er- um allir ljón og það er sagt að þau séu athyglissjúk. Þessvegna viljum við bara fjalla um okkur.“ Frægð í Japan á næsta leiti Þremenningarnir eru búnir að vera vinir í mörg ár en þvertaka fyr- ir að það hafi verið draumur þeirra í mörg ár að stofna hljómsveit. Það varð þó raunin og hefur frumraun þeirra verið vel tekið að sögn. „Rúnar Júlíusson á líka mikinn heiður skilinn fyrir að taka upp og hljóðblanda plötuna fyrir okkur,“ segir Rúnar. „Hann á mikið hrós skilið fyrir að vera (þ)ungum tónlist- armönnum innan handar.“ Platan kom í verslanir 11. ágúst síðastliðinn og fer víst hver að verða síðastur að tryggja sér eintak af fyrsta upplaginu. Það er sem fyrr segir nóg að gera hjá drengjunum í spila- mennsku víða um land og þeir sögð- ust meira að segja vera komnir með einkabílstjóra. Þeir segja jafnframt að plötu- umslagið þeirra hafi vakið mikla lukku en hönnunin var í höndum fé- laga þeirra, Ólafs Númasonar. Rún- ar segir að ferðamenn frá Japan hér á landi hafi fjárfest í gripnum útlits- ins vegna. „Við gerum því fastlega ráð fyrir því að verða stór nöfn í Japan bráð- lega,“ segir Rúnar. Þegar hann er minntur á áð- urnefnt samkomulag við Mínus bæt- ir hann við: „Já, það er satt, við verðum að koma í veg fyrir þetta, Mínus á út- löndin.“ „Reyndar er diskurinn á leið til Afganistan með félaga okkar í ís- lensku friðargæslunni,“ segir Ómar. „Við vitum nefnilega ekki til þess að Mínus hafi verið að einblína á afg- anska markaðinn. Ég veit þó ekki hvort við verðum tilbúnir að fara í tónleikaferð þangað.“ Breiðbandið vildi að lokum vara annálaða fýlupúka við að hlusta á diskinn góða. „Það er nefnilega mjög hætt við því að annálaðir fýlupúkar fari í gott skap við það að hlusta á diskinn,“ sagði Rúnar að lokum. Tónlist | Breiðbandið gefur út Af fullum þunga Vörum fýlupúka við plötunni „Við erum ekki að fara að sigra heiminn. Við ætlum bara að leyfa Mínus að gera það og við sjáum um innanlands- markaðinn,“ segja liðsmenn Breiðbandsins sem var að senda frá sér sína fyrstu plötu sem heitir Af fullum þunga. birta@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.breidbandid.com KVIKMYNDALEIKKONAN Charlize Theron slasaðist við gerð kvikmyndar í Þýskalandi og hefur kvik- myndatökum verið frestað á meðan Theron er að ná sér. Um er að ræða vís- indaskáldsögu og segir Jeanmarie Carrasco, tals- maður Paramount-kvik- myndafélagsins, að hlut- verkið sé mjög krefjandi og reyni á líkamlegan styrk. Hún vildi hins vegar ekki upplýsa hvers eðlis meiðsli Therons væru. Kvikmyndin heitir Aeon Flux og byggist á teikni- myndasjónvarpsþáttum sem sýndir voru á MTV- sjónvarpsstöðinni. Talið er að kvikmyndatökunum verði frestað í nokkrar vikur. Theron, sem er 29 ára, fékk Óskarsverðlaunin fyrr á þessu ári fyrir leik sinn í myndinni Monster. Charlize Theron slasaðist á tökustað Reuters Theron hlýtur vonandi skjótan bata. KRINGLAN Sýnd kl. 6 og 8 49.000 gestir ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.20 AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50 og 6. Ísl tal. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 Ísl tal. Kl. 8 Enskt tal. Ofurskutlan Halle Berry er mætt klórandi og hvæsandi sem Catwoman sem berst við skúrkinn Laurel sem leikin er af Sharon Stone. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i 14 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i 14 ára. Frábær rómantísk gamanmynd með Julia Stiles. Hvað ef draumaprinsinn væri raunverulegur prins? ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.30 B.i 14 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 10. B.i 14 ára.  G.E. Ísland í bítið/Stöð 2  Kvikmyndir.com S.K., Skonrokk SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA. I I I I Í I I . KRINGLAN kl. 6. Ísl tal. Þeir hefðu átt að láta hann í friði. Jason Bourne er kominn aftur og leitar hefnda í frábærum hasartrylli. Meiri hraði, meiri spenna og ofsafengin átakaatriði. Þeir hefðu átt að láta hann í friði. Jason Bourne er kominn aftur og leitar hefnda í frábærum hasartrylli. Meiri hraði, meiri spenna og ofsafengin átakaatriði. AKUREYRI Sýnd kl.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 HALLE BERRY ER S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.