Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 42
DAGBÓK
42 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Að undanförnu hefurðu þurft að takast
á við gömul vandamál sem tengjast
börnum eða fornum ástum. Frá og
með deginum í dag ættirðu hins vegar
að geta horft fram á veginn.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Fjölskyldusamkomur og málefni fjöl-
skyldunnar hafa verið ofarlega á baugi
hjá þér að undanförnu. Nú er hins veg-
ar kominn tími til að huga að
framtíðarmálum heimilisins.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þér á eftir að líða mun betur á næst-
unni en þér hefur gert að undanförnu.
Merkúr er farinn að færast fram á við
og það gerir það að verkum að þér
finnst þú aftur vera á réttri leið í líf-
inu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Tilraunir þínar til að afla og eyða pen-
ingum ættu að fara að bera meiri ár-
angur en þær hafa gert að undanförnu.
Leggðu þig alla/n fram í vinnunni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Frá og með deginum í dag ætti líf þitt
að verða stefnufastara en það hefur
verið að undanförnu. Þú færð góðar
hugmyndir og ættir að reyna að koma
sem mestu í verk næsta mánuðinn.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Merkúr hefur mikil áhrif á merkið þitt
og því er það ákveðinn léttir fyrir þig
þegar hann færist fram á við. Þetta er
það sem er að gerast núna.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þér ætti að ganga vel að vinna með
vinum þínum og kunningjum í dag.
Hindranirnar virðast úr vegi og beina
brautin framundan.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Einkalífið ætti að verða einfaldara og
viðráðanlega á næstunni. Tafir og mis-
skilningur heyra nú fortíðinni til. Þú
getur því horft sjálfsörugg/ur til fram-
tíðar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þær hindranir sem hafa staðið í vegi
fyrir ferðaáætlunum þínum að undan-
förnu eru loks úr vegi. Hlutirnir ættu
því að fara að ganga upp.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ættir fá þann samstarfsvilja sem þú
þarft á að halda til að ganga frá skipt-
ingu eigna. Þú ert loks að horfast í
augu við hluti sem þú kemst ekki hjá
því að takast á við.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Margir vatnsberar hafa hitt gamla vini
og elskendur að undanförnu. Nú er
hins vegar kominn tími til að horfa
fram á veginn í ástarmálunum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Tafirnar og ruglingurinn sem hafa sett
svip sinn á vinnuumhverfi þitt síðustu
mánuði ættu að minnka verulega á
næstunni. Þú getur glaðst yfir því að
nú fara hlutirnir að færast í eðlilegt
horf.
Stjörnuspá
Frances Drake
Meyja
Afmælisbörn dagsins:
Eru jarðbundin, heiðarleg og laus við
alla tilgerð. Þau segja það sem þau
meina og meina það sem þau segja. Kom-
andi ár ætti að verða þeim mjög gott.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Tónlist
Tónlistarskóli Garðabæjar | Kirkjulundi 11.
Tónleikar verða í sal skólans kl. 12.15–
12.45, alla fimmtudaga í september í til-
efni af 40 ára afmæli skólans. Fram koma
tónlistarmenn sem hafa verið nemendur í
Tónlistarskólanum ásamt kennurum skól-
ans. Á tónleikunum í dag koma fram Jón
Svavar Jósefsson bassabaritónn og
Agnes Löve skólastjóri Tónlistarskólans á
píanó.
Klarínettuhátíð | í sal FÍH í Rauðagerði
27 í Reykjavík 3.–5. september. Að-
algestur hátíðarinnar er belgíski klarín-
ettuleikarinn Eddy Vanoosthuyse. Hann
verður með námskeið á föstudag kl. 14–20
og laugardag kl. 10–18. Þá heldur Vanoost-
huyse fyrirlestur um belgíska klarínettu-
tónlist og kynnir Leblanc-klarínettur á
laugardag kl. 14. Lokatónleikar verða í Ými
á sunnudag kl. 16.
Myndlist
Eskifjörður | Myndlistarsýning verður
opnuð í Kirkju- og menningarmiðstöðinni
á Eskifirði 4. september kl. 14. Sýndar
verða myndir sem bárust í myndlist-
arsamkeppni austfiskra myndlistarmanna
þar sem þemað er „Fjarðabyggð“. Úrslit í
samkeppninni verða kynnt við opnun sýn-
ingarinnar. Sýningin er sölusýning og er
opin mánud.–föstud. kl. 17–19, laugard. kl.
14–16.
Skemmtanir
Dátinn | Opnað kl. 22. Dj. Lilja í búrinu.
Grand Rokk | Lára kl. 22.
Græni hatturinn | Akureyri. Hvanndals-
bræður verða með síðbúna útgáfutónleika
kl. 20. Tónleikarnir verða einnig tileinkaðir
minningu vinar þeirra sem lést af slysför-
um 3. ágúst sl.
Hverfisbarinn | Bítlarnir.
Kaffi List | Hljómsveitin Hraun! leikur
frumsamin harmkvælaljóð og tregasöngva
kl. 22.
Kaffi Kúltúr | Orgeljazztríóið B3 heldur
tónleika kl 21.
Opus | Hafnarstræti 7. Spilafíklarnir leika.
Pravda | Atli skemmtanalögga.
Rósenberg | Lækjagötu, Gummi Jóns.
með tónleika kl. 22.
Fundir
Alviðra | Fræðslusetur Landverndar við
Sogið undir Ingólfsfjalli. Opinn fundur í Al-
viðru kl. 20. Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir
formaður Landverndar og og Rannveig
Thoroddsen líffræðingur fjalla um leitina
að þjóðarblóminu.
Tourette-samtökin | verða með opið hús
kl. 20.30 í Hátúni 10b (austasta ÖBÍ-
blokkin), í kaffiteríunni á jarðhæðinni. Tveir
félagsmenn sem fóru á þing bandarískra
Tourettesamtaka sl. vor segja okkur frá
þinginu.
NA (Ónefndir fíklar) | Opinn fundur kl. 21 í
KFUM&K, Austurstræti.
GA-samtök | spilafíkla. Fundur kl. 20.30 í
Síðumúla 3–5.
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa og bað kl. 9,
boccia kl. 10. Hárgreiðsla, fótaaðgerð. Far-
ið verður í skoðunarferð um borgina 8.
sept. og endað í Perlunni í kaffi, farið frá
Aflagranda kl. 13.
Árskógar 4 | Bað kl. 9–12, boccia kl. 9.30,
helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, hjól-
reiðahópur kl. 13.30, pútt kl. 10–16.
Ásgarður | Glæsibæ. Brids í dag kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla kl. 8–16,
bað kl. 8.30–14.30, handavinna kl. 9–16,
leikfimi kl. 9–9:45, myndlist kl. 9–12, bók-
band kl. 13–16, söngur 13.30–14.30, fótaað-
gerð kl. 9–17.
Dalbraut 18–20 | Hárgreiðsla kl. 9–16.45,
bað kl. 9–14, söngstund kl. 14–15, pútt. Fé-
lagsvist spiluð á þriðjudögum kl. 14. Leik-
fimi mánudaga og miðvikudaga kl. 10–11.
Dalbraut 27 | Handavinnustofan kl. 8–16.
Garðabær | Félagsstarf aldraðra.
Karlaleikfimi kl. 13, opið í Garðabergi kl.
13–17.
Gerðuberg | Kl. 10.30 helgistund, frá há-
degi spilasalur opinn, bókband byrjar
föstudaginn 1. október.
Gjábakki | Fannborg 8. Leikfimi kl. 9.05
og kl. 9.55, handavinna kl. 9–15, kl. 20
gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Kl. 14
kynningardagur.
Gullsmári | Gullsmára 13. Félagsþjónustan
er opin virka daga kl. 9–17.
Hraunbær 105 | Hjúkrunarfræðingur kl. 9,
boccia kl. 10, félagsvist kl. 14. Vetrarstarf-
semin hefst mánudaginn 6. september. Í
vetur verður boðið upp á almenna
handavinnu-postulínsmálun-útskurð-
perlsaum-kortagerð-keramik-skraut-
skrift-myndlist-glerlist. Leikfimi byrjar í
dag kl. 11.
Hraunsel | Flatahrauni 3. Kl. 9 húsið opn-
að, kl. 13.30 bingó.
Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 10–11, fé-
lagsvist kl. 13.30–16. Fótaaðgerð, hár-
greiðsla.
Hæðargarður | Opin vinnustofa kl. 9, leik-
fimi kl. 10–11, hárgreiðsla kl. 9–12, aðstoð
við böðun kl. 9–16.30, hver með sínu nefi
kl. 13.30.
Langahlíð 3 | Fótaaðgerð kl. 9, hár-
greiðsla kl. 10, föndur og handavinna kl.
13.
Norðurbrún 1 | Kl. 9–16.45 opin vinnu-
stofa, kl. 10–11 samverustund, myndlist-
arnámskeið þriðjudag og föstudaga kl. 9–
12, postulín þriðjudag kl. 13–16.30, leir-
námskeið fimmtud. kl. 9–12 og 13–16,30.
Vesturgata | Fótaaðgerð og hárgreiðsla
kl. 9–16, bað kl. 9.15–14, hannyrðir kl. 9.15–
15.30.
Vitatorg | Smiðjan kl. 8.45–11.45, hár-
greiðsla kl. 9–16, morgunstund kl. 9.30–10,
handmennt kl. 9.30–16, fótaaðgerð kl. 10–
16, bridge kl. 13–16.
Kirkjustarf
Háteigskirkja | Taizé-messa kl. 20. For-
eldramorgnar kl. 10–12. Pútt aðra daga,
hafa samband við kirkjuvörð. Vinaheim-
sóknir til þeirra sem þess óska. Upplýs-
ingar í síma 511 5405.
Laugarneskirkja | Kyrrðarstund kl. 12 í
umsjá Sigurbjörns Þorkelssonar og Gunn-
ars Gunnarssonar. Léttur málsverður í
safnaðarheimilinu eftir stundina.
Neskirkja | Krakkaklúbbur fyrir 8–9 ára
kl. 14.30.
Vídalínskirkja | Bæna- og kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að
koma til prestsins fyrir stundina.
Landakirkja | Mömmumorgunn hefst síð-
ar vegna framkvæmda í safnaðarheimili.
Þorlákskirkja | Bænastund kl. 9.30. For-
eldramorgnar kl. 10.
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir
stundina.
Staðurogstund
idag@mbl.is
SUNNLENSKIR listunnendur og víðar að,
geta lagt leið sína á Flúðir í kvöld klukkan
níu, en þá mun Dzintra Milca, píanóleikari
frá Lettlandi, halda tónleika í félagsheim-
ilinu.
Á efnisskrá tónleikanna eru meðal ann-
ars lög eftir J.S. Bach, íslensk og lettnesk
lög og lög eftir Ragnar Kristin Krist-
jánsson á Flúðum.
Þrátt fyrir að hún sé einungis nýorðin
23 ára hefur Dzintra leikið með sinfón-
íuhljómsveitum m.a. frá Ítalíu, Frakklandi,
Póllandi, Þýskalandi og unnið til verðlauna
í alþjóðlegum píanósamkeppnum. Þá hef-
ur hún skipað sér á bekk með bestu píanó-
leikurum Lettlands. Hún hefur unnið til
fjölda verðlauna í alþjóðlegum píanó-
samkeppnum.
Að sögn Ragnars Kristins Kristjáns-
sonar var Dzintra hér á landi til að hvíla
sig og „hlaða rafhlöðurnar,“ en ákvað,
fyrst hún var á landinu á annað borð, að
slá til og halda eina tónleika. Þetta verða
einu tónleikar Dzintru hér á landi.
Margverðlaunaður
píanóleikari á Flúðum
Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um
viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á
forsíðu mbl.is.
Meira á mbl.is
Toppur eða botn?
Norður
♠D98
♥109 S/Allir
♦KG10
♣ÁKD98
Vestur Austur
♠G7654 ♠32
♥7642 ♥53
♦52 ♦8643
♣G10 ♣65432
Suður
♠ÁK10
♥ÁKDG8
♦ÁD97
♣7
Hilmar Bragason kennari sendi
þættinum skemmtilega sögu af skæru-
hernaði við spilaborðið. Gefum Hilmari
orðið:
„Í aðalhlutverki var Binni, sem í
spilahópi okkar hefur viðurnefnið
skæruliði. Viðurnefnið hefur hann
fengið vegna erfiðra fyrirstöðusagna
sem setja andstæðinga oft í klípu og út
af laginu, en skæruliðinn er tíður gest-
ur með makker sínum í tvímennings-
keppnum Flugleiða, Víkings og víðar.
Þeirra hlutskipti er iðulega toppur eða
botn.
Skæruliðinn var í austur í þessu
spili:
Vestur Norður Austur Suður
– – – 2 lauf *
Pass 2 grönd 5 lauf!! 6 hjörtu
Pass Pass Pass
* Alkrafa.
„Á hvað sagðir þú fimm lauf,“ spurði
suður eftir að hafa innbyrt alla 13 slag-
ina áreynslulaust. Hann taldi sig gera
vel að segja hálfslemmu, en var eftir á
vonsvikinn að hafa ekki sagt sjö.
„Nú, ég átti fimmlit í laufi,“ svaraði
skæruliðinn og brosti, „bara að fæla þá
frá alslemmunni,“ bætti hann kankvís
við til makkers.
Það má velta fyrir sér hver við-
brögðin hefðu verið ef skæruliðinn
hefði fengið að sitja í fimm laufum
dobluðum, á hættunni. Ellefu niður er
mínus 3.200! Líklega botn þar, en þessi
niðurstaða var sennilegur toppur hjá
AV í tvímenningi. Við sem þekkjum
skæruliðann vitum hver viðbrögðin
hefðu orðið. Hughreystandi bros til
makkers: „Einn botn milli vina, hvað er
það? Það eru ekki alltaf jólin.““
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html
Lárétt | 1 geðslag, 8 gust-
ur í húsum, 9 gjálfra, 10
kjaftur, 11 rugga, 13 búa
til, 15 böggull, 18 ísbrú, 21
endir, 22 tappagat, 23 lát-
in, 24 sög.
Lóðrétt | 2 geðvonska, 3
rudda, 4 blóts, 5 hindra, 6
spil, 7 vegur, 12 stormur,
14 afkvæmi, 15 aftur-
kreistingur, 16 skrifa, 17
flatfótur, 18 röng, 19 bár-
ur, 20 hnoss.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 stagl, 4 útlát, 7 galin, 8 fágæt, 9 dós, 11 tært, 13
lafa, 14 íhuga, 15 nísk, 17 sekk, 20 odd, 22 pjakk, 23 aldin,
24 rætur, 25 tarfi.
Lóðrétt | 1 siglt, 2 aular, 3 land, 4 úlfs, 5 lygna, 6 totta, 10
ólund, 12 tík, 13 las, 15 núpur, 16 skart, 18 eldur, 19 kunni,
20 okur, 21 datt.
90ÁRA afmæli. Ídag, 2. sept-
ember, verður níræð
María Helga Guð-
mundsdóttir frá Flat-
ey á Skjálfanda, nú til
heimilis að Kópavogs-
braut 1b, Kópavogi.
50 ÁRA afmæli. Oddný Kr. Jósefs-dóttir, Brautarhóli, Biskups-
tungum verður 50 ára 7. september.
70 ÁRA afmæli. Mágur hennar,Sigurjón Kristinsson, fyrrum
bóndi í Vegatungu, nú Kistuholti 21,
Biskupstungum, verður 70 ára 8. sept-
ember.
Af því tilefni ætla þau að halda af-
mælisfagnað fyrir ættingja og vini í
Aratungu, laugardaginn 4. september
frá kl. 20.
Hlutavelta | Þær Kristjana Björk,
Bríet Barðdal og Kristrún Jóa Guð-
mundsdóttir söfnuðu 6.950 kr. til
styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.
Morgunblaðið/Þorkell
ÞAU mistök urðu við vinnslu fréttar
um umhverfisviðurkenningar í
Kópavogi sl. laugardag að mynd sem
birtist með fréttinni var sögð vera af
Sæbólsbraut 1–31, en myndin var
ekki af þeirri götu. Beðist er velvirð-
ingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Röng mynd