Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 45 FRÁ HÖFUNDUM KIDS FRUMSÝND Í KVÖLD KL. 23:00. ÓRITSKOÐUÐ - STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA. MIÐASALA OPNAR KL. 17:00. TRYGGÐU ÞÉR ALLSHERJARPASSANN: SJÁÐU ALLAR 10 MYNDIRNAR FYRIR AÐEINS 5.000 KR. TAKMARKAÐ UPPLAG. Hádegistónleikar hvers konarnjóta vaxandi vinsælda, og ef marka má góða aðsókn á helstu há- degistónleikaraðir höfuðborg- arsvæðisins síðasta vetur, er eft- irspurnin mikil. Fólk virðist kunna vel að meta það að geta eytt hluta hádegishlés síns í það að njóta tón- listar í óformlegu og afslöppuðu andrúmslofti, og fengið sér jafnvel hádegisbita á undan eða eftir. Elsta hádegistónleikaröðin eru Háskólatónleikar í Norræna húsinu; hálftímalangir, vikulega, á mið- vikudögum kl. 13.30. Með Há- skólatónleikum hefur skapast tækifæri fyrir tónlist- armenn til að sýna afrakstur þess sem þeir eru að vinna að hverju sinni, án þess að þeir þurfi endilega að efna til tónleika í fullri lengd. Þetta hefur jafnframt gefið tónlist- armönnum aukin tækifæri til fjöl- breyttrar samvinnu í samspili sín á milli. Á Háskólatónleikum getur maður til dæmis stundum heyrt ein- leik hljóðfæraleikara Sinfóníu- hljómsveitarinnar, sem maður ætti annars ekki kost á að hlusta á í ein- leik, og þar eru líka af og til tón- leikar með djass- og blústónlist. Há- skólatónleikar hefjast í október.    Það er hins vegar í dag kl. 12, semHádegistónleikar Hafn- arborgar hefjast, en þeir verða þó framvegis fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Antonía Hevesi er list- rænn stjórnandi Hafnarborgartón- leikanna. „Það verður áhersla á söng, en þó koma einnig nokkrir hljóðfæraleikarar fram á tónleik- unum, en ég verð alltaf við píanóið,“ segir Antonía. Á tónleikunum í dag syngur ungur tenorsöngvari, Eyjólf- ur Eyjólfsson, sem vert er að fylgjast vel með næstu misserin, en hann lauk í vor meistaranámi frá Guild- hall-skólanum í London. Eyjólfur þykir afar efnilegur, og nú í sumar hélt hann til að mynda tónleika með hinum heimsþekkta píanóleikara og Íslandsvini, Dalton Baldwin á Listahátíðinni Islande-Provence í Esparron de Verdon í Suður- Frakklandi þar sem þeir fluttu Mal- arastúlkuna fögru eftir Schubert. Á tónleikunum í dag syngur Eyjólfur íslensk lög. Annar bráðefnilegur söngvari, Hlöðver Sigurðsson, kemur fram á hádegistónleikum í Hafnarborg eftir áramót, en hann er nú einn aðalten- orinn við Mozarteum í Salzburg.    Á hádegistónleikum í Íslensku óp-erunni er einnig áhersla á söng, eins og í Hafnarborg, þótt að líkindum sé óperusöngur ofar á blaði þar á bæ. Hádegistónleikar Óperunnar verða í október, nóv- ember, febrúar og mars og eins og í fyrra leikur tónlistarstjórinn Kurt Kopecki með söngvurum óperunnar á þessum tónleikum.    Tónlistarskólinn í Garðabæ efnirtil nýrrar hádegistónleikaraðar nú í september í samvinnu við menn- ingarnefnd bæjarins, í tilefni af 40 ára afmæli skólans. Tónleikarnir verða á fimmtudögum kl. 12.15, og þeir sem þar koma fram eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám í skólanum, eða starfa þar sem tón- listarkennarar. Á tónleikunum í dag syngur Jón Svafar Jósefsson íslensk lög og óperuaríur en píanóleikari er Agnes Löve skólastjóri. Jón Svafar útskrif- aðist vorið 2003 og stundar nú fram- haldsnám í Vínarborg. Að viku syngur Haukur Páll Haraldsson með Agnesi. Það hlýtur að teljast spenn- andi; Haukur Páll hefur ekki oft sungið hér heima, en starfar við Rík- isóperuna í München. Þriðja fimmtudag mánaðarins er komið að Mörtu Halldórsdóttur sópran og Erni Magnússyni píanóleikara. Strengjatríóið Trix, skipað kenn- urum úr skólanum leikur á fjórðu tónleikunum og 30. september er það ung og afar efnileg kona, Ást- ríður Alda Sigurðardóttir píanóleik- ari sem á lokahnykkinn í þessari nýju hádegistónleikaröð.    Og meira að segja í London eruÍslendingar að syngja á afar forvitnilegum hádegistónleikum. Á morgun syngur Margrét Sigurð- ardóttir í St Giles in the Fields- kirkjunni, nærri Tottenham Court Road-stöðinni, kantötuna O holder Tag eftir Bach, en með henni leikur barokksveit, skipuð hljóðfæraleik- urum sem leika á eftirgerðir barokkhljóðfæra. Sungið í hádegisstað ’Annar bráðefnilegursöngvari, Hlöðver Sig- urðsson, syngur á há- degistónleikum í Hafn- arborg eftir áramót.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Agnes Löve Antonía Hevesi Eyjólfur Eyjólfsson Margrét Sigurðardóttir MIKILL stjörnufans er nú í Feneyjum þar sem 61. Feneyjakvikmyndahátíðin hófst í gærkvöldi. Tom Hanks og Steven Spielberg voru fyrstir á staðinn en kvikmynd þeirra Fríhöfnin (The Terminal), var opnunarmynd hátíðarinnar. Auk Fríhafnarinnar verða sýndar á hátíðinni, mynd bandaríska leikstjórans Spike Lees, Hún hatar mig (She Hates Me), en þar leikur ítalska leikkonan Monica Bellucci lesbíu sem vill verða móðir. Þá hafa þrír þekktir leikstjórar, Michelangelo Antonioni, Steven Soder- bergh og Wong Kar-wai gert erótískar stuttmyndir sem sýndar eru saman undir yfirskriftinni Eros. Meðal þeirra Hollywoodleikara sem von er á til Feneyja eru Tom Cruise, John Travolta, Denzel Washington, Jude Law, Gwyneth Paltrow, Meryl Streep, Al Pacino, Robert De Niro og Nicole Kidman en hún leikur aðal- hlutverkið í myndinni Birth sem tekur þátt í keppninni um Gullljónið þar sem hún er í hópi 20 mynda. Aðrar myndir í keppninni eru Vanity Fair eftir Miru Nair (Monsoon Wedding) með Reese Witherspoon. Formaður dómnefndar er breski leikstjórinn John Boorman. Kvikmyndir | Feneyjahátíðin hafin Spielberg opnar Tom Hanks á feneyskum gondól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.