Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 16
MINNSTAÐUR 16 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hafnarfjörður | Nokkrar umræður hafa skapast um þá ákvörðun Hafn- arfjarðarbæjar að taka tilboði Slát- urfélags Suðurlands í rekstur skóla- mötuneyta í fjórum skólum í bænum, sér í lagi vegna þess að maturinn er eldaður á Hvolsvelli tveimur dögum áður en hann er borinn á borð fyrir nemendur. Valgerður Hildibrandsdóttir, mat- arfræðingur og næringarráðgjafi, hefur verið ráðgjafi Hafnarfjarðar- bæjar í þessu máli, og segir hún nei- kvæða umfjöllun undanfarinna daga ekki eiga rétt á sér. Í skólunum fjór- um; Öldutúnsskóla, Hvaleyrarskóla, Víðistaðaskóla og Setbergsskóla; eru um 2.600 nemendur. Miðað við að um 70% nemenda nýti sér mötu- neytið munu því um 1.800 matar- skammtar hverfa ofan í nemendur á hverjum degi í vetur. Valgerður segir að grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu noti tvær mis- munandi aðferðir til að bjóða nem- endum upp á heitan mat. Annars vegar er matur eldaður samdægurs á staðnum eins og í grunnskólum Reykjavíkur, og hins vegar sé hann eldaður með svokallaðri „cook and chill“-aðferð eins og fyrir grunn- skólana fjóra í Hafnarfirði. „Allur matur sem eldaður í stór- eldhúsi þarf að bíða í einhverja klukkutíma, alveg sama hvort hann er lagaður samdægurs eða hvort hann er lagaður með þessum aðferð- um SS,“ segir Valgerður. „Ég legg blessun mína yfir bæði þessi kerfi, svo framarlega sem öllum reglu- gerðum sé fylgt til hins ýtrasta. Gæði matarins eru ekki lítil þótt hann sé eldaður fyrirfram.“ Matur- inn sem boðið er upp á í skólunum fjórum í Hafnarfirði er foreldaður og snöggkældur, og er notuð mun strangari aðferðafræði en er beitt þar sem matur er eldaður samdæg- urs. Hætta á matareitrun er mun minni „Þessi aðferð hefur verið að ryðja sér til rúms í heiminum í stóreldhús- um og veitingahúsum undanfarin ár. Þetta er mjög viðurkennd aðferð, þótt fólk hafi mismunandi skoðanir á þessu eins og öllu öðru,“ segir Val- gerður. „Aðferðin hefur verið að ryðja sér til rúms ekki síst út af stærðinni. Þegar fólk er með stóreldhús eins og eru í mögrum þessum skólum, með kannski 300-700 matarskammta, þá er þetta gífurlega mikið magn. Þá er hætta á krossmengun á milli rétta, þegar verið er að laga marga rétti í litlu húsnæði. Með þessari aðferð er verið að minnka líkurnar á hugsan- legri matareitrun mjög mikið.“ Val- gerður minnir á að Íslendingar kaupi mjög mikið af forelduðum matvörum í stórmörkuðum og þyki ekkert til- tökumál, svo það sé í raun ekkert nýtt á ferðini í skólamötuneytunum. Hún nefnir sem dæmi foreldaðar kartöflur, fiskbollur, kjötbollur o.fl. Ferskur fiskur eldaður á staðnum Aðferðin sem SS beitir er þannig að maturinn er eldaður á Hvolsvelli, og svo snöggkældur niður í 1–3°C. Honum er svo haldið í því hitastigi og fluttur daginn eftir til Reykjavík- ur. Þar er hann geymdur þar til snemma dags þegar hans skal neytt, tveimur dögum eftir eldun, og þá er hann fluttur í skólana. Þar er mat- urinn hitaður upp í 70°C, og á hita- stigið aldrei að fara undir 63°C þar til hann er kominn á diskana. Af- göngum er eytt á staðnum. Ferskur fiskur er afar viðkvæm matvara, og því verður farin sú leið að elda hann samdægurs í skólunum. Grænmeti, ávextir og brauð er einnig undirbúið sama dag og þess er neytt. Gagnrýna neikvæða umfjöllun Morgunblaðið/Árni Torfason Krakkarnir í Öldutúnsskóla tóku vel til matar síns í gær og voru mjög ánægðir með hamborgarana. INGVAR Már Gíslason hefur verið ráðinn mark- aðsstjóri Norðlenska matborðsins ehf. Hann tekur við starfinu 1. sept- ember næstkomandi og verður með aðsetur á að- alskrifstofu Norðlenska á Akureyri. Ingvar Már er 27 ára að aldri, viðskiptafræð- ingur að mennt. Hann var ráðinn rekstrarstjóri kjötvinnslufyrir- tækisins Nýja Bautabúrsins á Akureyri árið 2000 en það fyrirtæki sameinaðist Norð- lenska matborðinu ehf. ári síðar. Síðan þá hefur Ingvar Már verið forstöðumaður tölvu- og upplýsingakerfis Norðlenska og útflutningsstjóri fyrirtækisins. Norðlenska er sem kunnugt er eitt af stærstu fyrirtækj- um landsins á sviði kjötvinnslu. Fyrirtækið framleiðir undir sterkum vörumerkjum sem neytendur þekkja, s.s. Goða, Gourmet kjöt, Naggar, KEA, Húsavíkur hangikjöt og Bautabúrið. Unnusta Ingvars Más er Hilda Jana Gísladóttir og eiga þau tvær dætur. Nýr mark- aðsstjóri Ingvar Már Gíslason Frítt í sund | Íþróttabandalag Ak- ureyrar, sem þátttakandi í Heilsu- eflingarráði Akureyrarbæjar, hef- ur farið fram á það við íþrótta- og tómstundaráð að 19. september nk. verði opinn dagur í Sundlaug Ak- ureyrar. Er þessi ósk sett fram til þess að hvetja bæjarbúa til hreyf- ingar og til þess að kynnast þessari sundlaugarparadís Akureyrar. ÍTA fagnar fyrirhuguðu átaki Heilsuefl- ingarráðs um fjölskylduvæna hreyfingu og heilsueflingu Ak- ureyringa og samþykkir að bjóða frítt í Sundlaug Akureyrar sunnu- daginn 19. september nk. Skólaakstur | Skólanefnd hefur samþykkt að allir nemendur sem sækja Brekkuskóla og búa í Naustahverfi, fái skólaakstur í skól- ann að morgni fyrir kl. 8.00. Heim- akstur er bundinn við skipulagðar ferðir með yngri nemendur. Þessi samþykkt gildir þar til Stræt- isvagnar Akureyrar hafa tekið upp akstur í hverfinu. Þetta kemur fram í bókun skólanefndar en þar var tekið fyrir erindi frá íbúa þar sem óskað var eftir því að allir nem- endur í Brekkuskóla sem búa í Naustahverfi fái skólaakstur en ekki eingöngu þeir yngstu. Nýtt safnaðarheimili | Fram- kvæmdir eru hafnar við nýtt safn- aðarheimili við Grenivíkurkirkju. Hönnuður er Teiknistofa AVH og verktaki er Trégrip ehf. yGert er ráð fyrir að ljúka við uppsteypu fyrir áramót en verklok fara eftir því hvernig gengur að fjármagna verkið, segir í frétt á vef hreppsins. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI HVANNDALSBRÆÐUR efna til síðbúinna útgáfutónleika á Græna hattinum í kvöld, fimmtudags- kvöldið 2. september og hefjast þeir kl. 22. Þeir bræður gáfu út disk í byrjun sumars, „Hrútleiðinlegir“ en hafa vegna anna enn ekki haft tíma til að efna til útgáfutónleika í heimabæ sínum. Úr því á nú að bæta, þó svo að diskurinn sé upp- seldur og óvíst hvort hann verði gef- inn út að nýju. Tónleikarnir eru einnig tileinkaðir minningu vinar þeirra félaganna, Þorgeirs Inga, sem lést af slysförum 3. ágúst síðast- liðinn. Hvanndalsbræður hafa haft í nógu að snúast og koma fram á ýms- um stöðum nú í haust. „Það sem í upphafi átti að vera spaug hefur heldur betur undið upp á sig, við höfum vart tíma til að sinna fjöl- skyldunni vegna þessa áhugamáls,“ sagði Valur Freyr Halldórsson, einn bræðranna. Meðal þess sem þeir vinna að um þessar mundir er myndband með einu laga sinna og þá stendur til að semja og gefa út jólalag, „Við ætlum að koma sterkir inn á þann markað,“ sagði Valur. Hvanndalsbræður í einkennisbúningum sínum, f.v. Sumarliði, Rögn- valdur og Valur Hvanndal. Útgáfutónleikar Hvanndalsbræðra       Samningur um alþjóðlega hug- myndasamkeppni Morgunblaðið/Kristján Skrifað var undir samninginn í húsnæði Landsbankans, f.v. Helgi Teitur Helgason, Jakob E. Líndal, varaformaður Arkitektafélags Íslands, Jóhannes Jónsson og Ragnar Sverrisson, fulltrúar verkefnisins Akureyri í öndvegi. „NÚ VERÐUR ekki aftur snúið í að efla Akureyri,“ sagði Ragnar Sverr- isson kaupmaður eftir að skrifað hafði verið undir samning milli Arki- tektafélags Íslands og sjálfseignar- stofnunarinnar „Akureyri í öndvegi“ um alþjóðlega hugmyndasamkeppni sem haldin verður um skipulag í mið- bænum á Akureyri. Það eru 14 öflug fyrirtæki á lands- vísu sem tekið hafa höndum saman um verkefnið „Akureyri í öndvegi“ en það miðar að því að bæta skipu- lag, atvinnuforsendur og mannlíf í miðbæ Akureyrar. Einn stærsti þáttur verkefnisins verður alþjóðleg hugmyndasamkeppni sem Arki- tektafélag Íslands annast. Gert er ráð fyrir að samkeppnin verði aug- lýst í lok október næstkomandi og að þátttakendur skili hugmyndum sín- um í byrjun mars á næsta ári. Stefnt er að því að kynna niðurstöður sam- keppninnar á sumardaginn fyrsta á komandi ári og veita einnig verðlaun við það tækifæri. Samningurinn sem nú hefur verið undirritaður nær til skipulags og umfangs keppninnar sem mun með þátttöku Arkitektafélagsins og stuðningi Akureyrarbæjar fá aukið vægi og kynningu á alþjóðlegum vettvangi. Verðlaunafé verður 86.000 evrur, eða um 7,5 milljónir ís- lenskra króna. Einnig er gert ráð fyrir þeim möguleika að kaupa af- notarétt fleiri hugmynda. Í dómnefnd sitja Kristján Þór Júl- íusson bæjarstjóri á Akureyri, Þor- valdur Þorsteinsson myndlistarmað- ur, Hlín Sverrisdóttir, landslagsarki- tekt og skipulagsfræðingur og Pétur H. Ármannsson arkitekt. Þrjú fyrst- töldu eru tilnefnd af verkefninu „Ak- ureyri í öndvegi“ en þeir síðast- nefndu af Arkitektafélaginu. Næsta skref í málinu er að efna til íbúaþings á Akureyri, dagana 17. og 18. september næstkomandi en þar gefst bæjarbúum og öðrum, sem áhuga hafa, færi á að hafa áhrif á verkefnið með vinnu með arkitekt- um og fagmönnum. Forsendur sam- keppninnar taka mið af þeim upplýs- ingum sem safnast m.a. á íbúa- þinginu. ÁHUGAHÓPUR um betri byggð á Seltjarnarnesi hefur hafið undir- skriftasöfnun til að mótmæla nýju deiliskipulagi á Hrólfsskálamel og Suðurströnd. Í tilkynningu frá hópnum eru bæjaryfirvöld gagn- rýnd fyrir að hafa valið sum- arleyfistíma bæjarbúa til að „keyra í gegn mjög umdeild áform um stórfelldar blokkabyggingar á fögrum útsýnisstað og algjörlega misheppnað miðbæjarskipulag,“ eins og þar segir. Afleiðingarnar verði m.a. aukin bílaumferð og slysahætta við leik- og grunnskóla og bílastæðavandamál. Þá segir að staðsetning knattspyrnuvallar á miðbæjarsvæði fyrir framan hús aldraðra með flóðlýsingu og varn- arvegg verði til mikilla lýta fyrir svæðið. Í tilkynningunni segir að hundr- uð undirskrifta hafi safnast. Þeir sem vilja rita nafn sitt á undir- skriftalistann er bent á póstfangið: verndum@nesid.is eða s. 8642112. Undirskrifta- söfnun hafin gegn deili- skipulagi Áhugahópur um betri byggð á Seltjarnarnesi Rokk og ról í 50 ár | Þess er nú minnst víða um heim að 50 ár eru liðin síðan Elvis Presley söng fyrsta smellinn inn á hljómplötu, þess er einnig minnst að Bill Haley söng fyrir 50 árum lagið Rock Around The Clock. Til þess að minnast þessara tímamóta hefur verið sett upp sýn- ing á ýmsum hlutum sem tengjast upphafsárum rokksins á Amts- bókasafninu á Akureyri. Val- garður Stefánsson er eigandi grip- anna á sýningunni og hefur sett hana upp. Á sýningunni eru hljómplötur, bækur, textarit, myndbönd, bíó- prógröm, myndir o.fl.   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.