Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ V axandi gagnrýni al- mennings á stjórn- málamenn og -flokka er ekki alfarið slæm, því hún er einfald- lega þáttur í frekari framþróun lýðræðislegra stjórnunarhátta. Íslendingar eru m.a. gagnrýnir á fámennisvald í íslenskum stjórn- málum. Sú gagnrýnin er merki um heilbrigði þjóðarinnar, og op- inberar vilja hennar til að þróa lýðræðisskipulagið. Ef efla á áhuga og þátttöku borgaranna við þýðingarmiklar ákvarðanir, þarf að gera tilraunir til að greina rödd þeirra. Það er m.a. gert í skoðanakönnunum og jafnvel í þjóðaratkvæða- greiðslum. Niðurstaða könnunar Siðfræðistofn- unar, Fé- lagsvís- indastofnunar HÍ og Stað- ardagskrár 21 hjá Reykja- víkurborg um viðhorf Íslendinga til lýðræðis (2003) sýndi t.d. að 72% þeirra sem afstöðu tóku telja íslenska stjórnmálaflokka ekki vera í takt við kjósendur sína. Þá voru 86% þeirra sem af- stöðu tóku frekar eða mjög sam- mála fullyrðingunni: „Fáir, valda- miklir einstaklingar ráða of miklu í íslenskum stjórnmálum.“ Traust til stjórnmálamanna og margra helstu stofnana lýðræð- issamfélaga hefur m.ö.o. farið minnkandi, eins og einnig hefur komið fram í Þjóðarpúlsi IMG Gallup. Stjórnmálamenn mega ekki leiða þessar niðurstöður hjá sér, því Íslendingar virðast vilja greiðari aðgang að ákvörðunum en nú er. Hinn almenni borgari vill draga úr valdi formanna stjórnmálaflokka og hann vill stjórnmálaflokka í takt við 21. öldina; opna og lýðræðislega. Lýðræðishefðin er talin með helstu auðlindum Norður- landanna. Á norrænnu ráðstefn- unni „Lýðræðið á öld upplýs- ingatækni“ sem haldin var í Reykjavík 26. og 27. ágúst kom fram að stuðningur almennings á Norðurlöndunum við stjórn- málaflokka fer þverrandi og að æ færri vilji vera meðlimir í flokk- um. Innan við 5% borgara eru þátttakendur í starfi stjórn- málaflokka í Danmörku og innan við 15% í öðrum löndum. Þetta kom fram í erindi hjá Fredrik Engelstad hjá Institutt for sam- funnsforskning í Osló, en Norð- menn segjast sjá uggvænleg teikn á lofti lýðræðishefðarinnar, og nefna að þátttakan hrapaði hjá þeim niður í 60% í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Stjórnmálahreyfingar með eitt mál á dagskrá eru fastur þáttur í kosningum á Norðurlöndunum – og hafa þær áhrif á þróun lýð- ræðis. Lýðræðisnefnd Norður- landanna, sem Kristín Ástgeirs- dóttir er formaður fyrir, hefur lagt áherslu á þrjá mikilvæga þætti í starfi sínu: 1. Íbúalýðræði og stöðu þess. 2. Þátttöku borg- aranna í þjóðfélagsumræðunni, þar með talið í stjórnmálaflokk- um og frjálsum félagasamtökum. 3. Möguleikum tækninnar. Lýðræði á Netinu merkir þó ekki aðeins betri og hagkvæmari stjórnun á borgurunum; að allir skili skattframtalinu á þeim vett- vangi, heldur einnig að borgarar fái greiðari aðgang að þýðing- armiklum ákvörðunum, og að hlustað sé á þá. Í íslenskum stjórnmálum er höfuðathyglin – og áherslan á framkvæmdavaldið, og formönn- um þeirra flokka sem mynda rík- isstjórn. Fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi Íslendinga virðast jafnvel sýna flokknum sínum meiri holl- ustu en þjóðinni. Dæmin sýna ljóslega að flokksagi og -hlýðni eru mikilsmetnar dyggðir í ís- lenskum stjórnmálum, en það eru sennilega ekki þær dyggðir sem kjósendur vilja að þeir rækti allrahelst. Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra ráðleggur t.d. með- limum Framsóknarflokksins að valda ekki of miklum usla. „Við erum fyrst og fremst framsókn- arkonur. Flokkurinn hlýtur að vera númer eitt af því að ef að við höfum hann ekki þá verður engin okkar ráðherra á hans veg- um.“ (valgerdur.is) Þingmenn eru umboðsmenn al- mennings en ekki stjórn- málaflokka. Þeir þiggja laun hjá þjóðinni, en ekki flokknum. Hug- takið almannaheill er mælikvarð- inn í stjórnmálum og þangað sækja stjórnmálamenn mátt sinn. Framsókn þarf eflaust að taka til í eigin ranni, en flokknum ber að vera í öðru eða þriðja sæti hjá þjóðkjörnum fulltrúum hans. Í lýðræðisríki þarf sífellt að hafa gát á grunnþáttum raun- verulegs lýðræðisskipulags svo sem almennri kosningaþátttöku og áhuga almennings á stjórn- málastarfi. Stjórnmálaflokkar verða af þeim sökum að líta í eig- in barm og stjórnmálaforingjar að spyrja sig: „Vil ég að aðferðin sem ég nota til að taka ákvarð- anir verði að almennri reglu í samfélaginu?“ Lýðræði er hug- sjón og vonin býr sennilega í næstu kynslóð stjórnmálamanna. „Miklu skiptir að sú kynslóð sem er að vaxa úr grasi sé skipuð ábyrgum og sjálfstæðum ein- staklingum sem þekkja leik- reglur lýðræðisins á öllum svið- um,“ stendur á heimasíðu Lýðræðisnefndarinnar og að Ís- lendingar vilji efla þátttöku ungs fólks í lýðræðissamfélagi og lýð- ræðislegum ákvörðunum (http:// formennska.forsaetisraduneyti.is/ Formennskuaaetlun/Lydraedi). Æfa þarf skólabörn í leik- reglum lýðræðis. Vigdís Finn- bogadóttir hefur sagt að þegar gildi lýðræðis sé kennt í skólum verði samræður og samráð nem- enda og kennara að vera í önd- vegi. Menntamálaráðuneytið hef- ur það á stefnuskrá sinni að efna til ráðstefnu um hlutverk ungs fólks í virku lýðræði. Athygli verður beint að æskufólki með það að leiðarljósi að stuðla að virku lýðræði í framtíðinni. Jarðvegurinn er í ræktun og því mun næsta kynslóð knýja stjórnmálamenn og -flokka til að hlusta á borgarana og setja kjós- endur sína í öndvegi. Kjósendur knýja á Næsta kynslóð mun kjósa stjórnmála- menn – og flokka sem hlusta á borg- arana og setja kjósendur í öndvegi. Hún mun knýja á um raunverulegar sam- ræður og samráð um mikilvæg mál. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is SAT einhvern tímann um daginn fyrir framan imbakassann og horfði á fréttirnar með hálfum huga. Það var þetta venjulega: stríð hér, jarð- skjálfti þar, auðmjúkt viðtal við ráð- herra, viðtal við annan ráðherra og svo fram- vegis, allt eitthvað frekar sovéskt. Skyndi- lega birtist svo á skján- um glaðbeittur ungur fréttamaður með þau merku tíðindi að senni- lega myndi vísitalan hækka minna en óttast var vegna þess að und- anfarið hefðu Íslend- ingar verið óvenjudug- legir að dæla sjálfir bensíni á bílana sína. Þar af leiðandi myndu skuldir heimilanna í landinu ekki aukast eins mikið og áð- ur hafði verið talið. Þetta þóttu mér nokkuð góðar fréttir, en fór svo af veikum mætti að hugsa um þau lög- mál sem þessi frægu heimili í land- inu verða að lúta, en hafa ekkert um að segja. Hluthafinn eða viðskiptavinurinn? Hún er áhugaverð, þróunin sem virðist vera að eiga sér stað í banka- og peningamálum landsmanna. Eftir fréttaflutning af sví- virðilega háum gróða- tölum bankanna virðast þeir nú smátt og smátt vera að láta undan þrýstingi lang- skuldugra landsmanna og lækka vexti lítillega, færast örlítið nær því sem gengur og gerist í helstu viðskiptalöndum okkar, eins og sagt er á klisjumáli við- skiptanna. Undanfarið hafa þeir einkum verið að þjóna hluthöfum sínum, en kannski eru þeir smátt og smátt að átta sig á því að við kúnninn skiptir líka máli. Lénsskipulag nútímans Vísitalan, verðbólgan og verðtrygg- ingin sem hengir þetta saman er mönnum sífellt áhyggjuefni. Allir málsmetandi menn segja að það sé þjóðþrifamál að halda þeim skepnum í skefjum, ella lendi hér allt á helj- arþröm og þjóðfélagið fari í upp- lausn. Vissulega vill það ekki nokkur maður. Gallinn er hins vegar sá að allt þetta hagfræðital og myndlík- ingar er vægast sagt ógagnsætt og torskilið fyrir venjulegt fólk og vesalings frétta- og blaðamennirnir virðast ekki þora að afhjúpa fávisku sína í þessum efnum með þeim af- leiðingum að álitsgjafar komast upp með að vaða elginn árum og áratug- um saman. Vísitalan, verðtryggingin Hvað mælir gegn afnámi verðtryggingar? Friðrik Rafnsson fjallar um verðtryggingu ’Kerfið er nánast fariðað lúta eigin lögmálum án þess að neinn viti hvers vegna …‘ Friðrik Rafnsson Á SELTJARNARNESI glíma menn við skipulagsmál eins og kunnugt er. Fyrir liggja tillögur frá meirihluta bæjarstjórnar um aðal- og deiliskipulag fyrir afmarkað svæði við Hrólfsskálamel og við Suðurströnd. Sagan sýnir að skipulagstil- lögur koma og fara og mistök eru gerð. Því ber að vona að gæfa Seltirninga verði sú að gagnrýnin yfirvegun og umræða fari fram um þessar tillögur með þátttöku íbúanna og betri lausnir fundnar. Að þessu geta íbúar Seltjarnarness stuðlað með því að setja fram athugasemdir og ábendingar í því lögbundna ferli sem nú stendur yfir. Þær eiga að berast bæjaryfirvöldum eigi síðar en 3. sept. varðandi breyt- ingu á aðalskipulagi og 10. sept- .varðandi tillögu að deiliskipulagi. Aðalskipulag hafi forgang Vinna við aðalskipulag fyrir bæj- arfélagið í heild var hafin fyrir meira en ári síðan, en hefur ekki verið á dagskrá Skipulags- og mann- virkjanefndar síðan í febrúar. Því er ljóst að auðvelt hefði verið að ljúka gerð aðalskipulags og fá heild- armynd af mögulegri uppbyggingu í bænum á þeim tíma sem liðinn er. Með því að taka afmarkað svæði út úr til skipulagningar án heild- arsýnar á byggingarmöguleika skapast erfiðleikar við að móta yf- irvegaðar framtíðarlausnir á Hrólfs- skálamel og við Suðurströnd. Í til- lögunum nú er reiknað með 180 íbúðum á svæðinu, en nýlegt svæð- isskipulag höfuðborgarsvæðisins gerir ráð fyrir 200 íbúða fjölgun á Seltjarnarnesi öllu á árunum 1998 til 2024. Í greinargerð bæjarstjórnar með breytingartillögu um aðalskipulag stendur þetta: „ekki er uppi áform um verulega byggð annarsstaðar á Seltjarnarnesi“. Engin niðurstaða liggur fyrir um þetta frá skipulags- og mannvirkjanefnd bæjarins og er því þessi staðhæfing vill- andi. Telja verður að raunhæfur möguleiki sé á að marka í nýju aðalskipulagi svigrúm fyrir tugi nýrra íbúða annars staðar en á Hrólfsskálamel og Suðurströnd. Enn er nokkuð um óbyggðar lóðir, aðrar má nýta betur, endurbygging getur farið fram og ekki er óeðlilegt að hluti at- vinnusvæðis fari undir byggð á síð- ari hluta skipulagstímabilsins. Þessi framtíðarsýn skapar svigrúm fyrir betri lausnir og yfirvegað mat á þýð- ingu svæðanna á Hrólfsskálamel og Suðurströnd fyrir framtíð Seltjarn- arness. Það á að vera hægt að móta stefnu um byggð á öðrum svæðum á skömmum tíma og jafnvel ljúka gerð aðalskipulagsins á skömmum tíma. Tillögur gagnrýndar Margs konar gagnrýni hefur komið fram í skipulagsnefnd og bæj- arstjórn á þær tillögur sem nú liggja fyrir um Hrólfsskálmel og Suður- strönd og íbúum gefst nú tækifæri til að bregðast við samkvæmt lög- boðnu vinnuferli við skipulagsgerð. Gagnrýni Neslistans er einkum þessi: Byggðin við Suðurströnd er of mikil og verður lýti á byggð- armynstri Seltjarnarness. Fjórar langar, þriggja til fimm hæða íbúðablokkir íþyngja bæj- armyndinni svo óásættanlegt er. Þessar hugmyndir þarf að brjóta upp. Ábendingar varðandi skólalóð Valhúsaskóla hafa engu skilað, en hún er óbreytt og óskilgreind gagn- vart „græna treflinum“. Tillögur að deiliskipulagi Hrólfs- skálamels hafa fengið of takmark- aða umfjöllun og undirbúning. Knattspyrnuvöllur þvert á Hrólfs- skálamel er klúðursleg niðurstaða, skapar hættur og gengur þvert á stefnumörkun bæjarstjórnar um völl langsum með Suðurströnd. Sá hluti Hrólfsskálamels sem flokkast sem hluti miðsvæðis hefur ekki fengið heildstæða umfjöllun, of fáar hugmyndir hafa verið teknar til at- hugunar og umræðan um of bundin við verslunarrými og liðinn tíma. Framtíðarsýnin er í þoku. Lítill áhugi hefur reynst fyrir því að standa opnum huga að þessum þætti. Tengsl Hrólfsskálamels og Eiðistorgs er lykilatriði fyrir þróun miðsvæðis. Hugmyndir um þau hafa komið fram, en ekki reynst vilji til að þróa þær. Aðkoma að Mýrarhúsaskóla er samkvæmt tillögunni hringakstur um fjölbýlishúsin tvö á Hrólfs- skálamel. Þetta skerðir svæðið og gæði búsetu í umræddum húsum. Tillaga um hringakstur um Mýr- arhúsaskóla eldri hefur ekki fengið neina markvissa umfjöllun í skipu- lagsnefnd og skerðir vesturhluta lóðar Mýrarhúsaskóla. Á þeim hluta skipulagssvæðisins sem skilgreint er sem þjón- ustusvæði eru skólarnir, íþrótta- mannvirkin og fleiri stofnanir. Í til- lögunum er ekki nægilega tekið tillit til þróunar þeirra, t.d. ekki reiknað með viðbyggingu við Mýrarhúsa- skóla, hvað þá að reiknað sé með nýjum stofnunum, svo sem menn- ingarstofnunum þar né á miðsvæð- ishluta Hrólfsskálamels. Lokaorð Það ætla að reynast afdrifarík mis- tök að ljúka ekki gerð aðalskipulags á Seltjarnarnesi áður en ráðist er í gerð deiliskipulags Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Framtíðar- og heildarsýnina vantar til að þróa við- unandi lausnir. Beinast liggur við að leiðrétta þau mistök og nýta svig- rúm til að endurskoða fram komnar tillögur um deiliskipulag á Hrólfs- skálamel og við Suðurströnd. Nes- listinn styður ekki þessar tillögur og sat hjá við afgreiðslu þeirra í skipu- lagsnefnd og bæjarstjórn. Margs konar athugasemdir, bókanir og til- lögur fulltrúa hans er að finna í fundargerðum skipulagsnefndar og bæjarstjórnar og nú á heimasíðu Neslistans www.seltjarnarnes.is/ xN. Heildarsýn vantar Stefán Bergmann skrifar um skipulagsmál á Seltjarnarnesi ’Byggðin við Suður-strönd er of mikil og verður lýti á byggð- armynstri Seltjarn- arness.‘ Stefán Bergmann Höfundur er fulltrúi Neslistans í skipulagsnefnd Seltjarnarness. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.