Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 35 þau mikið, bæði um Ísland og önnur lönd og nutu lífsins. Börn hændust að þeim og hafa barnabörnin mín verið eins og þeirra börn og notið umhyggju þeirra og ástar alla tíð. Fyrir það og allt sem mágkona mín hefur verið mér nú í tæp fjörutíu ár er ég þakklátur en um leið dapur yf- ir að stundirnar yrðu ekki fleiri. Guð styrki Svan í sorg sinni og sendi okk- ur öllum þá líkn að lifa við minn- inguna um stórkostlega og óvenju- lega góða manneskju. Bárður G. Halldórsson. Við söknuðum þeirra Siggu og Svans á liðnu vori við fermingu elsta drengsins okkar en þá kenndi hún þess meins sem síðar greindist sem sá illvígi sjúkdómur sem ekki varð yfirstiginn. Þá baráttu háði hún af sömu festu og æðruleysi og ein- kenndi allt hennar lífshlaup. Það var gleði að fá að kynnast henni og varð hún okkur hjónunum einstaklega raungóð manneskja. Ómetanleg var hjálp hennar og Svans þegar Arn- aldur lenti í slysinu og eins þegar við fórum með yngsta drenginn okkar í hjartaaðgerðina til Boston. Þá eins og svo oft áður var hún óþreytandi í að gleðja drengina okkar. Það var gaman að heimsækja þau á Berg- þórugötuna og ævinlega hlýjar og góðar mótttökurnar í þeirra húsi. Þeir eru margir sem hún hlúði að og hjúkraði á langri og farsælli starfs- ævi. Ég minnist þess þegar ég eitt sinn kom í heimsókn á Fjórðungs- sjúkrahúsið, þá bókstaflega hljóp hún um ganga að sinna kalli sjúk- linga sinna. Þannig var allt sem hún tók að sér unnið af festu og dugnaði. Veikindi hennar urðu okkur mikið áfall og sárt að vita til þeirrar erfiðu baráttu sem hún háði síðustu vik- urnar. Tími hennar var útmældur, of skammur að okkar mati en valdið í hendi Guðs. Við söknum þín sárt Sigga frænka en minning þín lifir hjá okkur, björt og fögur, Guð blessi þig. Ingibjörg Jóhannsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Sig- ríði Guðnýju Pálsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Eiríkur Páll Eiríksson, Arnaldur Bárð- arson, Daníela Guðmundsdóttir, skólasystur úr Hjúkrunarskóla Ís- lands, Valgerður Friðriksdóttir og Halla. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN TH. BJARNASON, Laugarnesvegi 102, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn 3. september kl. 15.00. Þorsteinn Bjarnason, Kristinn Bjarnason, Guðlaug Haraldsdóttir, Emil Karl Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Systir mín og móðursystir, UNNUR STEFÁNSDÓTTIR bókhaldari, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis í Grjótagötu 4, lést mánudaginn 30. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Olga Stefánsdóttir, Páll Þórhallsson. Systir okkar, ARNBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR frá Holti, sem lést miðvikudaginn 25. ágúst, verður jarð- sungin frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði laugar- daginn 4. september kl. 14.00. Guðrún, Þórhalla, Guðbjörg. Hólmfríður og Þórunn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGHVATUR FANNDAL TORFASON kennari, Laugatúni 11, Sauðárkróki, sem lést miðvikudaginn 25. ágúst, verður jarð- sunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 4. september kl. 14.00. Sigurlaug Pálsdóttir, Guðrún Sighvatsdóttir, Ásgrímur Sigurbjörnsson, Páll Sighvatsson, Margrét Grétarsdóttir, Gunnlaugur Sighvatsson, Elín Gróa Karlsdóttir og barnabörn. Tengdamóðir mín, amma okkar og lang- amma, ANNE F. KRISTINSSON, Reynimel 90, sem lést föstudaginn 27. ágúst verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 3. sept- ember kl. 13.30. Ingibjörg Þórarinsdóttir, Kristinn Jón Bjarnason, Þórarinn Bjarnason, Erna Björnsdóttir og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GÍSLÍNU S. GÍSLADÓTTUR Diddu Gísla, áður Brunnstíg 7, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs á 2. hæð. Stefán Jónsson, Edda Magnúsdóttir, Jón Örn Stefánsson, Hildur S. Guðmundsdóttir, Linda M. Stefánsdóttir, Víðir Stefánsson, Hulda Ólafsdóttir, Hilda Björg Stefánsdóttir og langömmubörn. Móðir mín, fósturmóðir og amma okkar, HALLDÓRA KRISTINSDÓTTIR, áður Stórholti 31, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 21. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 7. september kl. 13.30. Árni Þórðarson, Hulda Ólafsdóttir, Þórður Árnason, Guðni Friðrik Árnason, Kristinn Árnason. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN JÓHANNSSON, Eyjahrauni 11, (áður Norðurgarði), Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 31. ágúst. Þorvaldur Stefánsson, Sveinbjörg Kristmundsdóttir, Kristinn Ingi Stefánsson, Elísabet Marý Þrastardóttir, Ragnar Þór Stefánsson, Lísa Skaptadóttir, Jóhann Hjaltalín Stefánsson, Berglind Helgadóttir, Ómar Stefánsson, Þórdís Jóelsdóttir, Snædís Stefánsdóttir, Jónsteinn Jensen, Ingibjörg Stefánsdóttir, Jóhann Reynisson, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn , faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN TÓMASSON, Álftamýri 67, lést á Hrafnistu þriðjudaginn 31. ágúst. Guðrún Júlíusdóttir og fjölskylda. Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn, SIF MAGNÚSDÓTTIR, sem andaðist miðvikudaginn 25. ágúst sl., verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 4. september nk. kl. 11.00. Jarðsett verður í Flateyrarkirkjugarði. Magnús Guðmann Magnússon, Gróa G. Haraldsdóttir, Pétur Björnsson, Georg Rúnar Ragnarsson, Una Guðrún Einarsdóttir, Friðrik Vestmann, Helgi Magnússon, Margrét Alda Magnúsdóttir, Bergljót Ásta Pétursdóttir, Gróa G. Björnsdóttir, Björn Pétursson, Bergljót Ólafsdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS S. ÞORLEIFSSONAR bókbandsmeistara, Fögrubrekku 47, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsólks Sunnuhlíðar. Hildur Kristinsdóttir, Leifur Gunnarsson, Guðríður Gunnarsdóttir, Björn Ólafsson, Gunnar M. Gíslason. www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.