Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 11 A rnold Schwarzenegger kom, sá og sigraði á flokksþingi repúblikana í New York á þriðju- dagskvöld. Þótti krafta- jötninum fyrrverandi, núverandi rík- isstjóra í Kaliforníu, takast vel upp en hann ræddi um ameríska draum- inn og sagði sögu sína, en sem kunn- ugt er ólst Schwarzenegger upp í Austurríki en fluttist til Bandaríkj- anna 22 ára að aldri og kunni þá litla sem enga ensku. Fjölskylda George W. Bush Bandaríkjaforseta lék einn- ig stórt hlutverk á sviðinu í Madison Square Garden á þriðjudag og Laura Bush, eiginkona George W. Bush Bandaríkjaforseta, flutti að- alræðu kvöldsins en áður höfðu dæt- ur hennar, tvíbura- systurnar Jenna og Barbara Bush, óvænt birst á svið- inu til að ræða á gamansaman hátt um foreldra sína. „Þetta er eins og að vinna Óskarinn,“ sagði Schwarzen- egger í upphafi ræðu sinnar á þriðjudag en hon- um hafði verið fagnað vel og lengi þegar hann steig fram á sviðið. „En hvað ætli ég viti svo sem um það,“ bætti hann síðan við en Schwarzenegger hefur aldrei tekist að næla sér í Óskarsstyttu fyrir kvikmyndaleik sinn. Féll gamansemi hans vel í kramið hjá repúblikönum, eins og raunar annað sem hann hafði fram að færa en hann færði við- stöddum þau skilaboð að Bandaríkin væru enn land tækifæranna, landið sem fólk eins og hann þráði að flytja til. Schwarzenegger sagðist öll sín uppvaxtarár hafa átt þann draum æðstan að komast til Bandaríkjanna. Sá draumur hefði ræst og gott betur, hann ætti Bandaríkjunum að þakka alla velgengni sem hann hefði notið í kvikmyndaheiminum og nú síðast í stjórnmálum. „Ég vil að aðrir fái sömu tækifæri og ég fékk,“ bætti hann við. Menn mega vera ósammála Sérstaka athygli vakti þegar rík- isstjórinn frá Kaliforníu gat þess að menn megi alveg vera á öndverðum meiði í tilteknum málum þó að þeir tilheyri sama stjórnmálaflokknum. „Ég segi ykkur í kvöld að ég tel ekki aðeins að það sé í góðu lagi heldur tel ég það einmitt vera þetta sem gerir Bandaríkin svo stórkostleg. Hér get- ur okkur greint á en samt verið trú ættjörð okkar, samt verið sannir Bandaríkjamenn og samt verið sannir repúblikanar.“ Þótti ljóst að Schwarzenegger var hér að vísa til þess að hann er á önd- verðum meiði við Bush forseta í mörgum málum, s.s. að því er varðar réttindi samkynhneigðra. Sá ágrein- ingur kom þó ekki í veg fyrir að Schwarzenegger lofaði forsetann í bak og fyrir á þriðjudag. Schwarzenegger gerði lítið úr svartsýnistali demókrata og annarra hvað varðaði horfur í efnahags- málum í Bandaríkjunum. „Verið ekki svona miklir stelpustrákar í efnahagsmálum,“ sagði hann bros- andi á svip og voru þau ummæli leik- in fram og aftur í fréttatímum bandarískra sjónvarpsstöðva í gær en Schwarzenegger var þarna að vísa til orða sem hann hefur nokkuð verið gagnrýndur fyrir og þóttu bera vott um karlrembu og kvenfyrirlitn- ingu. Hann gerði jafnframt lítið úr stað- hæfingum Johns Edwards, varafor- setaefnis Demókrataflokksins, þess efnis að tvær þjóðir byggi nú í reynd Bandaríkin. Sagðist Schwarzenegg- er sannfærður um að þetta væri rangt eftir samtöl sín við liðsmenn Banda- ríkjahers sem nú þjónuðu fósturjörð sinni á erlendum vettvangi. „Þeir trúa því að við til- heyrum öll sömu þjóð og fyrir þá þjóð eru þeir nú að berjast. Við til- heyrum öll sömu Bandaríkjunum og Bush forseti vill verja þau með öll- um ráðum,“ sagði hann. „Þetta er það sem ég dáist mest að í fari forsetans. Hann er staðfastur maður. Hann býr yfir miklum innri styrk. Hann er leiðtogi sem ekki gef- ur þumlung eftir, hikar ekki, lætur ekki undan.“ Sagði eiginmann sinn ekki hafa viljað stríð Dætur forsetans, Barbara og Jenna Bush, birtust á sviðinu í Madison Square Garden eftir að Schwarzenegger hafði lokið máli sínu en þær eru 22 ára gamlar. Sögð- ust þær ekki mjög pólitískar en að þær hefðu viljað leggja sín lóð á vog- arskálarnar í þessari síðustu kosn- ingabaráttu sem faðir þeirra myndi heyja. Mæltist framganga stúlkn- anna misjafnlega fyrir, þær þóttu nokkuð barnalegar og sumum fannst þær helst til tvíræðar í orðum sínum. Barbara og Jenna fullyrtu að for- eldrar þeirra fylgdust vel með áhugamálum unga fólksins, að þau þekktu „muninn á mono og Bono; og þegar við segjum þeim að við séum að fara á tónleika með [hljómsveit- inni] Outkast gera þau sér grein fyr- ir því að ekki er um útigangsmenn að ræða“. Kynntu tvíburasysturnar síðan Bush forseta óvænt til sögunnar, en hann var staddur úti undir berum himni í Pennsylvaníuríki. Bush þakkaði þingfulltrúum í beinni út- sendingu frá Pennsylvaníu en kynnti síðan eiginkonu sína, Lauru, á svið en hún var síðust á mælendaskrá. Laura Bush var á mjúku nót- unum, sagðist stolt af eiginmanni sínum, hann hefði unnið gott starf í Hvíta húsinu og nefndi hún ýmis mál í þessu samhengi, skóla-, heilbrigðis- og félagsmál. Sagði hún öll þessi mál mikilvæg en að stríðið gegn hryðju- verkum skyggði á allt annað. „Eng- inn forseti Bandaríkjanna vill þurfa að efna til stríðs,“ sagði hún og vísaði til Abrahams Lincolns og Franklins Roosevelts í þeim efnum. „Og eig- inmaður minn vildi ekki efna til stríðs, hann vissi hins vegar að ör- yggi Bandaríkjanna og heimsins alls valt á því,“ sagði hún einnig. „Það má treysta á hann, einkum þegar mikið liggur við.“ Innanríkismál í brennidepli Yfirskrift flokksþingsins í fyrra- dag var „þjóð samhygðar“ og má segja að repúblikanar hafi horfið aft- ur til þeirra áherslna sem helst stuðluðu að kjöri George W. Bush fyrir fjórum árum. Á mánudag voru utanríkismál, árásin á Bandaríkin 11. september 2001 og stríðið gegn hryðjuverkum efst á baugi á flokks- þinginu en flestir ræðumenn á þriðjudag ræddu hins vegar innan- ríkismál; skólamál og heilbrigðismál, svo nokkur séu nefnd. Meðal ræðu- manna voru öldungadeildarþing- maðurinn Elizabeth Dole sem varði áherslur repúblikana í málefnum samkynhneigðra, andstöðu þeirra við fóstureyðingar og áherslu á trúarleg gildi. Bill Frist, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Banda- ríkjaþings, ræddi heilsugæslu og heilbrigðismál en hann er læknir að mennt og minnihlutahópar fengu einnig sína fulltrúa á svið. Kunna sitt fag Það var stígandi í stemmningunni á flokksþinginu í fyrrakvöld og þrír síðustu ræðumenn, Steele, Schwarzenegger og Laura Bush, að ónefndum Barböru og Jennu Bush, fengu afar sterk viðbrögð úr salnum í Madison Square Garden. Helstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna sýndu aðeins um klukkustund frá flokksþinginu í beinni útsendingu, þ.e. ræður Schwarzeneggers og Lauru Bush, og sögðu fréttaskýr- endur ljóst að það hefði verið vel til fundið, bæði kraftatröllið fyrrver- andi og forsetafrúin nytu mikilla vin- sælda meðal bandarísks almennings, raunar mun meiri almennra vin- sælda en George W. Bush Banda- ríkjaforseti sjálfur. Rifjaði David Gergen, prófessor við Harvard- háskóla og ráðgjafi fjögurra forseta Bandaríkjanna, upp að repúblikanar hefðu sigrað í fernum af sex síðustu forsetakosningum. „Og við sáum í kvöld hvers vegna það er. Repúblik- anar eru mjög góðir í þessu, þeir vita hvað þarf til að vinna kosningar.“ Arnold Schwarzenegger hefur aldrei unnið Óskar fyrir leik sinn í kvikmyndum. Viðtökurnar sem hann fékk í Madison Square Garden í fyrrakvöld voru hins vegar slíkar að öruggt má telja að fulltrúar á flokksþingi repúblikana í New York séu reiðubúnir til að verðlauna ríkisstjórann í Kaliforníu í bak og fyrir. Davíð Logi Sigurðsson fylgdist með því er Schwarzenegger sagði repúblikönum frá því hversu mikið hann ætti Bandaríkjunum að þakka. Mýkri málin í brennidepli á flokksþingi repúblikana Reuters Barbara (fyrir miðju) og Jenna Bush (til hægri ) ávarpa flokksþingið en móðir þeirra, Laura Bush, fylgist með. Arnold Schwarzenegger, rík- isstjóri Kaliforníu, flytur ræðu sína á flokksþinginu. Ávarpi hans var afar vel tekið. ’Og þegar við segjumþeim að við séum að fara á tónleika með [hljóm- sveitinni] Outkast gera þau sér grein fyrir því að ekki er um útigangs- menn að ræða.‘ david@mbl.is ÞETTA er blökkumannakvöldið,“ segir Karen Maria Alston, blökku- kona frá Washington, við mig er Michael Steele, vararíkisstjóri í Maryland, byrjar ræðu sína í Madison Square Garden í fyrra- kvöld. Er hún þá að benda á, að all- nokkrir blökkumenn voru á mæl- endaskrá á þriðjudag en eru annars ekki framarlega í forystusveitinni á þessu flokksþingi repúblikana. Raunar hefur borið á óánægju með það hjá svörtum repúblikönum hversu lítið vægi þeir fá í dag- skránni. Skipuleggjendur flokksþingsins hafa auglýst þá staðreynd að full- trúarnir tilheyri margir minni- hlutahópum, raunar hafi þeim fjölg- að um 70% frá því á flokksþinginu fyrir fjórum árum. Samkvæmt tölum repúblikana til- heyra 17% fulltrúa á flokksþinginu í New York minnihlutahópum í bandarísku samfélagi en sambæri- leg tala fyrir þingið í Philadelphiu fyrir fjórum árum var 10% og 6,3% á flokksþinginu fyrir átta árum. 44% þingfulltrúa að þessu sinni eru kon- ur en fyrir fjórum árum var hlutfall þeirra 36% og fyrir átta árum að- eins 33%. En blökkumenn eru óánægðir með að enginn af helstu ræðumönnum á flokksþinginu nú skuli koma úr þeirra röðum og rifja menn í því samhengi upp að ein helsta stjarna flokksþings demó- krata fyrir mánuði var blökkumað- urinn Barack Obama, sem er í fram- boði til öldungadeildarinnar í Illinois-ríki. Vekur einkum athygli að blökkumaðurinn Alan Keyes sem keppir við Obama um þingsætið er ekki meðal ræðumanna í New York. Rifja menn einnig upp að fyrir fjórum árum flutti Colin Powell ávarp á besta tíma en utanríkis- ráðherrann núverandi mun ekki einu sinni sækja flokksþing Repúbl- ikaflokksins að þessu sinni. Önnur helsta stjarna stjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta, þjóðarör- yggisráðgjafinn og blökkukonan Condoleezza Rice, er ekki heldur meðal ræðumanna í New York þó að hún hafi mætt á staðinn í gær. Skipuleggjendur benda hins veg- ar á framlag áðurnefnds Steeles á þriðjudag, sömuleiðis hafi verið á mælendaskrá Rod Paige mennta- málaráðherra og Erika Harold, ungfrú Bandaríkin árið 2003. Blökku- menn ekki allir sáttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.