Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hörður Sigur-vinsson fæddist í Reykjavík 6. október 1936. Hann lést á Krít fimmtudaginn 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hulda Ólafsdóttir, húsmóðir í Reykja- vík, f. 23. maí 1918 í Reykjavík, d. 5. októ- ber 1946, og Sigurvin Jensson, bifreiðar- stjóri í Hafnarfirði, f. 10. apríl 1916 á Brim- ilsvöllum í Fróðár- hreppi, d. 9. júlí 1953. Fósturforeldrar Harðar frá þriggja mánaða aldri voru systkinin á Hausastöðum í Garðabæ, þau Ólafía S. Eyjólfsdóttir, f. 17. desem- ber 1890, d. 5. desember 1980, og Valgeir J. Eyjólfsson, f. 6. desem- ber 1894, d. 12. júní 1971. Hálf- systkini Harðar eru, sammæðra: Steingrímur Guðni Pétursson, f. 1942, og samfeðra: Sigmar Hjört- ur, f. 1942, Þorgerður, f. 1943, Bragi, f. 1948 og Sigurvin, f. 1952. Hörður kvæntist 16. maí 1959 Höllu Eyjólfsdóttur, f. 5. mars 1941 í d. sama dag. 4) Anna Sesselja, f. 3. nóvember 1964. Börn hennar eru Tanja Halla, f. 1987, Natalía Anna, f. 1988, og Jónatan Victor, f. 1999, faðir þeirra er Þórður Kristinn Sig- urðsson, f. 1965. 5) Ólafur, f. 22. júlí 1966. Sonur hans er Hjörvar Þór, f. 1994, móðir hans er Bjarklind Þór Hjörvarsdóttir, f. 1971. Hörður fór vestur til Ólafsvíkur um tvítugt og réð sig þar á vertíð- arbát. Hann tók hið minna fiski- mannapróf á Ísafirði 1958 og vann síðan við verslun og stofnaði versl- unina Eik í Ólafsvík.Var hann þá m.a. með umboð fyrir Olíufélagið Skeljung, Loftleiði og mörg önnur fyrirtæki. Hann keypti litla trillu, Sumarliða, og hóf með henni út- gerð. Síðar keypti hann bátana Ólaf, Sigurvin, Bervík og Sæhrímni og stundaði með þeim umfangs- mikla útgerð um tíma. Þegar hann hætti útgerð, gerðist hann skrif- stofumaður hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur og starfaði hann þar, uns þau hjónin fluttust til Reykja- víkur. Hörður starfaði hjá Hag- kaupum í Skeifunni frá 1989 til dánardags. Hann tók þátt í ýmsum félagsmálum í Ólafsvík og var m.a. einn af stofnendum Lionsklúbbs Ólafsvíkur og fyrsti formaður hans. Útför Harðar verður gerð frá Garðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ólafsvík, d. 5. maí 2004 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Anna G. Þórðardóttir, f. í Borgarholti í Mikla- holtshreppi 16. maí 1904, d. 11. september 1982, og Eyjólfur J. Snæbjörnsson, f. í Ólafsvík 16. október 1906, d. 4. október 1983. Halla var starfs- maður hjá Pósti og síma í Ólafsvík, síðar hjá Íslandspósti í Reykjavík. Halla og Hörður eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Eyjólfur Valgeir, f. 23. mars 1959, eiginkona hans er Sigþrúður I. Sæmundsdótt- ir, f. 1959. Börn þeirra eru a) Snæ- björn, f. 1979, unnusta hans er Heiðrún Harpa Marteinsdóttir, f. 1981, b) Magnús, f. 1982, c) Halla, f. 1989 og d) Óskar Dagur, f. 1997. 2) Hulda, f. 3. júlí 1960. Sonur hennar er Hörður Jens, f. 1981, faðir hans er Guðmundur Ó. Hilmarsson, f. 1961. Unnusta Harðar Jens er Lena Rut Kristjánsdóttir, f. 1985 3) óskírð stúlka, f. 4. nóvember 1961, Elsku pabbi, hvað á maður að segja, hér situr maður tómur og reynir að skrifa kveðjuorð til þín, ekki einu sinni búinn að átta sig á að mamma sé farin. Þetta voru búnir að vera erfiðir dagar hjá þér og okkur síðan hún dó, tvær ferðir á dag hjá þér út í garð og allt svo tómt. Það létti aðeins yfir þér þegar þú ákvaðst að fara í frí til Krít- ar og maður hugsaði hve gott þú hefðir af þessu en enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Það voru erfiðar fréttir sem ég fékk fimmtudaginn 19. ágúst, að þú værir allur. Það er erfitt að sætta sig við það að þið bæði skul- ið vera farin en við verðum að vera sterk og hugsa um allar góðu stund- irnar sem við áttum með þér og mömmu. Músík var alltaf stór hluti í þínu lífi og það varð að vera sveifla, og þú og mamma tókuð danssporin fyrir okk- ur systkinin á eldhúsgólfinu á Grund- arbrautinni, mikið bugg, og sást það best á diskinum sem ég og Gummi spiluðum inn og þú spilaðir hann minnst einu sinni á dag enda kallaði Gummi þig aðdáanda Feðganna númer eitt. En nú ertu kominn til mömmu og þið getið dansað saman að eilífu. Minningin lifir um yndislega foreldra, sem ég á eftir að sakna mik- ið. Ég elska þig, pabbi minn. Þinn sonur. Eyjólfur. Elsku afi, það er svo erfitt að finna eitthvað til að skrifa um, því að mað- ur trúir ekki að þú sért farinn frá okkur. Það eru rúmir þrír mánuðir síðan amma dó og maður ekki búinn að ná áttum ennþá. En ég segi eins og Halla mín þegar ég hringdi í hana til Benidorm til að segja henni að afi væri dáinn, hann hefur bara dáið af því að hann saknaði ömmu svo mikið. Oft fífluðumst við með það hver ætti að taka þig að sér þegar þú vær- ir orðinn gamall og það ætlaði ég að gera því þú varst svo duglegur að vaska upp en það var það leiðinleg- asta sem ég gerði. En það varð aldr- ei, þú fórst áður en þú varðst gamall, bara 67 ára. Elsku afi, nú færð þú að hvíla við hliðina á ömmu, það var svo mikil- vægt að taka frá pláss við hliðina á henni, fórst tvisvar á dag út í garð til að líta eftir leiðinu og vera hjá henni. Ég veit að þið amma hafið fundið hvort annað og verðið saman að ei- lífu. Minningin lifir um bestu tengda- foreldra í heimi. Sigþrúður Sæmundsdóttir. Með skyndilegu fráfalli Harðar hefur maðurinn með ljáinn hoggið nýtt skarð í okkar raðir í annað sinn á skömmum tíma. Aðeins þremur mán- uðum eftir að Halla móðursystir okk- ar og elskuleg eiginkona Harðar var frá okkur kölluð er aftur komið að leiðarlokum. Þegar litið er yfir farinn veg birt- ast okkur ljóslifandi minningar um yndislegan mann sem var okkur í lif- anda lífi afar hjartfólginn. Minningar um afar hlýjan og lifandi mann sem alltaf var létt og bjart yfir. Greiðvikni hans og umhyggja fyrir sínum nán- ustu hefur varðað leið hans allan þann tíma sem hann var meðal okk- ar, ekki síst á þeim erfiðu tímum sem undan eru gengnir. Hörður skipaði alltaf ríkan sess í lífi okkar systkin- anna og ásamt Höllu voru þau ákveð- inn samnefnari í okkar tilveru enda vandfundnari samrýndari lífsföru- nautar. Við systkinin nutum alla tíð mikils ástríkis á fallegu heimili þeirra hjóna enda ósjaldan komið þar fyrir í pöss- un. Minningin um Hörð að elda, Hörð að horfa á góðan vestra, Hörð að lesa Morgan Kane, Hörð að redda mál- unum niðri í Hagkaup, Hörð að skutl- ast með Höllu sína milli húsa í tíu dropa. Elsku Eyfi, Þrúða, Hulda, Anna Sess, Óli og börn, megi minn- ingin um elskulegan föður, tengda- föður og afa verða ykkur styrkur og ljós á þessum erfiðu tímum. Ykkar Snæbjörg, Gróa Hlín og Erlingur. Góður göngumaður þyrlar ekki upp ryki. Góður ræðumaður segir ekkert, sem að verður fundið. Góður reikningsmaður þarf engar töflur. Góður vörður þarf hvorki lása né slagbranda, en enginn getur opnað, þar sem hann lokar. Sá, sem bindur bezt, þarf engra reipa né hnúta við, en enginn getur leyst það, sem hann bindur. Á sama hátt er vitur maður jafnan fær um að liðsinna félögum sínum, og hann mis- virðir engan. Honum er jafnan sýnt um að gæta hlutanna, og hann lítilsvirðir ekkert. Hann er sem hjúpað ljós fyrir alla. (Lao-Tse.) Hvar er hann Hörður okkar? var viðkvæðið á hverjum morgni, öll vild- um við Hörð hafa, alltaf þurfti eitt- hvað að lagfæra og gera við og það gat Hörður svo haglega gert með sínu glaðlega og hlýja viðmóti, alltaf eins við alla. Elsku Hörður, við þökkum þér fyr- ir að hafa verið svo lánsöm að fá að starfa með þér og eiga þig að vini, minning þín lifir í hjörtum okkar. Drottinn blessi þig. Samstarfsfólk í Hagkaupum Skeifunni. Það er erfitt og óraunverulegt að hugsa til þess, að í byrjun þessa árs voru vinir okkar þau Hörður og Halla bæði við góða heilsu og allt virtist bjart framundan. Nú, aðeins rúmu hálfu ári síðar, eru þau bæði farin. En svona er lífið, enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. Hörður rak um tíma umfangs- mikla útgerð í Ólafsvík. Það urðu því mikil umskipti fyrir hann þegar fór að vinna hjá öðrum. Hann tók því öllu með því jafnaðargeði, sem honum var gefið í vöggugjöf. Þrátt fyrir margs konar mótlæti í lífinu ræddi hann það aldrei. Hann leit alltaf á björtu hlið- arnar á öllum málum og var alla tíð ánægður með hlutskipti sitt. Hann var vinnusamur með afbrigðum og hafði alltaf gleði af vinnunni, hver sem hún var, enda kom hann sér alls staðar mjög vel. Síðustu 15 árin vann hann í Hagkaupum í Skeifunni og undi sér þar vel. Hörður þekkti mjög marga og hafði gaman af að tala við fólk. Hann var afskaplega vel kynnt- ur hvar sem hann kom. Samrýndari hjón en þau Hörð og Höllu er vart hægt að hugsa sér. Þau voru mikið fjölskyldufólk, sem lýsti sér m.a. í því að hann kallaði Höllu alltaf mömmu og hún hann pabba þangað til barnabörnin komu, þá kallaði hún hann alltaf afa. Það var því mikið áfall þegar hann missti Höllu og hann tregaði hana sárt. Hann ákvað þá strax að henni skyldi búinn legstaður í Garðakirkjugarði, nálægt þeim stað, sem hann sleit barnsskónum. Hann leit þó með bjartsýni fram á veginn og engan grunaði þá, að svo stutt yrði í það, að hann legðist til hinstu hvíldar við hlið hennar. Síðast kvöddum við hann norður á Akureyri, en þá var hann að leggja upp í ferð til Krítar með syni sínum og sonarsyni. Elsku Eyjólfur og Þrúða, Hulda, Anna Sess, Ólafur og barnabörnin öll. Við vottum ykkur innilega samúð okkar við þennan mikla missi ykkar. Við kveðjum með söknuði og þakk- læti góðan vin með þakklæti fyrir all- ar góðu stundirnar, sem við áttum saman á liðnum árum, bæði hér heima og á ferðalögum erlendis. Blessuð sé minningin um góðan dreng. Guðrún og Guttormur. Það er ekki laust við að fjölskyldan hafi fyllst blöndu af kvíða og spennu í aprílmánuði árið 2002. Við áttum von á nýjum nágrönnum og veltum því fyrir okkur hvernig þeir yrðu. Skyldu þeir eiga börn sem okkar börn gætu leikið við eða var þetta kannski brjál- að partýlið? Áhyggjur okkar reynd- ust óþarfar því yndislegri nágranna var ekki hægt að hugsa sér. Hörður og Halla töfruðu okkur og börnin strax upp úr skónum með sínu vin- gjarnlega og rólega yfirbragði. Alltaf voru þau tilbúin að rétta fram hjálp- arhönd og hlustuðu oft eftir henni Evu ef hún var sofandi þegar ég þurfti að skjótast í leikskólann eftir stóru systur. Það sparaði mér heil- mikið umstang að þurfa ekki að rífa þá stuttu úr svalavagninum og drösla henni með. Yngstu dætur okkar féllu líka alveg fyrir þessum yndislegu mannverum sem höfðu flutt inn á móti okkur. Sú eldri sem tekur ekki hvern sem er í sátt þurfti alltaf að segja þeim heilmargt um það sem á daga hennar hafði drifið þegar hún rakst á þau á ganginum og þau hlustuðu alltaf af stakri þolinmæði og með bros á vör. Það var mikið áfall að heyra um hjartaáfall Höllu og enn meira þegar Hörður sagði okkur frá andláti henn- ar í byrjun maí. Það var erfitt að standa hjá og geta lítið hjálpað á þeim erfiðu tímum sem í hönd fóru hjá Herði. Auðséð var hversu náið samband þeirra Höllu hafði verið og missirinn því mikill. Þegar líða tók á sumarið virtist fara að létta yfir hon- um og bauð hann okkur með sér einn góðviðrisdag út að Hausastöðum. Þar áttum við góða stund saman ásamt Ólafi syni hans. Það gladdi mig mikið þegar Hörð- ur sagði mér að hann væri á leið til Krítar ásamt Ólafi og Hjörvari. Gleðin og eftirvæntingin skein úr augunum og tilhlökkunin augljóslega mikil. Það var eins og sorgarbyrð- arnar væru að léttast og sólin aftur tekin að skína á braut hans. Mikið varð ég því hissa þegar ég heyrði að Hörður hefði látist úti á Krít og aftur stend ég sem áhorfandi og get ekkert gert nema vottað hans nánustu mína dýpstu samúð í þeirra miklu sorg og missi. Aðalbjörg Karlsdóttir. Það var stutt á milli þeirra, bless- aðra. Halla dó eftir stutt og erfið veikindi 5. maí síðastliðinn og núna Hörður, maðurinn hennar, eða Hjöddi, eins og hann var oftast nefndur. Eftir sitja börnin þeirra kæru og barnabörnin harmi slegin. En minningarnar ylja. Þau komu inn í líf mitt fyrir 41 ári þegar við Hreiðar opinberuðum trú- lofun okkar. Með þeim atburði var ég tekin opnum örmum inn í fjölskyldu Borgarholtssystranna þriggja sem bjuggu í Ólafsvík, næstum á sama blettinum. Lúlla og Héði áttu Begga, Gunnu og Hreiðar, Anna og Eyfi áttu Höllu og Guðmundu og Þórunn og Baldur áttu Önnu og fóstursoninn Hanna. Eitt barn úr hverri fjölskyldu settist að í Ólafsvík með barnahópinn sinn þ.e. Hreiðar, Halla og Hanni. Mikil samheldni ríkti með fjöl- skyldum Borgarholtssystranna, reyndar voru börnin þeirra miklu frekar eins og systkini heldur en systkinabörn. Jólaboð voru til skipt- ist á heimilum systranna og þegar við Hreiðar fórum að búa tók yngri kyn- slóðin við með aðstoð foreldranna. Börnin okkar allra nutu kærleikans og samstöðunnar í fjölskyldunni og mynduðu tengsl sín á milli sem aldrei hafa rofnað. Á þessum tíma var erfitt að fá leiguhúsnæði. Við Hreiðar vorum bú- in að leigja á þremur stöðum á stutt- um tíma og bjuggum heima hjá for- eldrum hans þess á milli og ákváðum nú að hefja húsbyggingu eins og flestir kusu á þeim tíma. Nú vorum við húsnæðislaus rétt einu sinni með dóttur okkar Elvu Jóhönnu unga. Þá buðu Halla og Hörður okkur að búa í litlu íbúðinni í kjallaranum þeirra þar til við gætum flutt í húsið okkar. Og það þáðum við með þökkum enda ekki í kot vísað. Við eigum aðeins ljúfar minningar um þennan tíma. Hreiðar var í vöru- flutningum milli Reykjavíkur og Ólafsvíkur og var lítið heima. Hljóp ég oft upp á efri hæðina til Höllu og Hjödda því þar var alltaf glatt á hjalla. Margir komu í heimsókn, mik- ið var spjallað og rökrætt, þarna upp- lifði ég hálfgerðan skóla í pólitík þótt skoðanir þessa róttæka sjálfstæðis- fólks féllu ekki alveg saman við þá fé- lagshyggju sem ég var borin og barn- fædd til. Börnin þeirra; Eyfi Geir, Hulda, Anna Sess og Óli voru yndislega opin og frjálsleg og féll Elva Jóhanna inn í hópinn eins og eitt af börnunum. Anna Sess og hún eru jafngamlar og hafa þær ætíð verið einstaklega nán- ar frænkur og vinkonur. Börnin voru eins og systkinahópur, fóru saman í bað, léku sér inni og úti og horfðu saman á sjónvarpið. Oft bar ég Elvu Jóhönnu sofandi niður í rúmið sitt þegar hún hafði dvalið á efri hæðinni mestallan daginn. Þessi tími er í huga mínum óendanlega dýrmætur. Eyfi Geir fylgdi Hreiðari við hvert fótspor þegar hann var heima. Stundum þegar við vöknuðum á morgnana og Hreiðar ætlaði að fara að lesta flutningabílinn, sat lítill syfj- aður gutti á útidyratröppunum og beið eftir frænda. Ekki þótti þeim stutta heldur leiðinlegt þegar hann fékk að skreppa með til Reykjavíkur, taka þátt í að losa og lesta bílinn og gista í herberginu Hreiðars í Eski- hlíðinni. Jólaboðin voru kapítuli út af fyrir sig. Alltaf stækkaði hópurinn og fjórða kynslóðin bættist við. Mikið var spjallað, spilað og hlegið. Ég mun aldrei gleyma þessum samveru- stundum og þeim dýrmætu minning- um sem þær skilja eftir sig. Ég veit ekki hvort það er spilað á himnum en ég vona, er reyndar viss um, að þessi glaðværi hópur er nú sameinaður. Við Hreiðar þökkum fyrir okkur. Börnum þeirra, tengda- börnum, barnabörnum og aðstand- endum öðrum vottum við okkar dýpstu samúð. „Drottinn gefi dánum ró, hinum líkn sem lifa.“ Svala Sigríður Thomsen. HÖRÐUR SIGURVINSSON Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.englasteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.