Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VOPNAÐIR menn með sprengju- belti um sig miðja ruddust í gær- morgun inn í skóla í Suður-Rúss- landi og tóku um 240 manns í gíslingu, aðallega börn. Hóta þeir að sprengja upp skólann verði á þá ráð- ist og einnig að drepa 50 börn fyrir hvern mann fallinn í þeirra liði og 20 börn fyrir hvern særðan. Eru Rúss- ar sem lamaðir yfir þessum atburð- um en þetta er fjórða hryðjuverkið í Rússlandi á rúmri viku. Sergei Ív- anov, varnarmálaráðherra Rúss- lands, sagði í gær, að ósýnilegur óvinur hefði lýst rússnesku þjóðinni stríð á hendur. „Ég sá þrjá menn koma á hlaupum inn í skólagarðinn,“ sagði ungur drengur og nemandi við barnaskól- ann í bænum Beslan í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Norður- Ossetíu í viðtali við NTV-sjónvarps- stöðina rússnesku í gær. „Fyrst hélt ég, að þetta væri eitthvert grín en þá fóru þeir að skjóta og við reyndum að forða okkur.“ Þannig hófst gíslatakan en talið var, að gíslatökumennirnir væru um 20 talsins og einhverjar konur í hópnum. Smöluðu þeir börnunum, nokkrum tugum foreldra og kenn- urum inn í leikfimisalinn en sagt er, að þar hafi þeir komið fyrir sprengj- um. Hefur mikill fjöldi hermanna umkringt skólann og leyniskyttur hafa komið sér fyrir á húsþökum allt um kring. Nokkru fjær safnaðist saman mikill mannfjöldi, ekki síst foreldrar barnanna, sem grétu af ótta við örlög þeirra. Gíslatökumennirnir kröfðust þess í gær, að félagar þeirra í nágranna- ríkinu Íngúsetíu yrðu látnir lausir en þeir voru fangelsaðir eftir hryðju- verkaárás þar í júní. Önnur krafa þeirra er, að allur rússneskur her fari frá Tétsníu. Æðsti leiðtogi músl- íma í N-Ossetíu reyndi í gær að ná tali af gíslatökumönnunum en þeir neituðu að ræða við hann. Hvert hryðjuverkið á fætur öðru Fyrir Rússa eru atburðirnir í N-Ossetíu mikið áfall en í Rússlandi hefur hvert hryðjuverkið rekið ann- að á nokkrum dögum. Í fyrradag létu níu lífið og tugir manna særðust í sprengingu við lestarstöð í Moskvu og 24. ágúst fórust 90 manns er hryðjuverkamenn sprengdu upp tvær farþegaþotur á flugi. „Við eigum í stríði við ósýnilegan óvin og í því er enga eina víglínu að finna,“ sagði Sergei Ívanov, varnar- málaráðherra Rússlands, er hann kom fram í sjónvarpi í gær. „Allur heimurinn stendur frammi fyrir þessari ógn og það er engin tilviljun, að hryðjuverkið við Rízhskaja- brautarstöðina og sprengingar í tveimur strætisvögnum í Ísrael áttu sér stað samtímis.“ Mikill viðbúnaður í Moskvu Ástandið í Moskvu var lævi bland- ið í gær og mikill lögregluvörður við alla skóla. Ákveðið hefur verið að af- lýsa ekki árlegri menningarhátíð í Moskvu um helgina en gæsla verður stórhert og vopnaðar sveitir verða á brautarstöðvum og flugvöllum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sneri í gær heim úr sumarfríi við Svartahaf og boðaði strax til fundar með öryggisráðgjöfum sínum. Þótt yfirvöld og þar á meðal Pútín hafi ýjað að því, að tétsenskir að- skilnaðarsinnar í samstarfi við al- Qaeda hafi borið ábyrgð á hryðju- verkunum, þá hefur því ekki enn ver- ið slegið föstu opinberlega. Það vekur hins vegar athygli, að það var kona, sem stóð fyrir sjálfsmorðs- árásinni í Moskvu og talið er víst, að tvær tétsenskar konur hafi sprengt upp farþegaþoturnar. Vísbendingar eru um, að þær hafi allar komið frá Tétsníu ásamt þeirri fjórðu en ekki er vitað hvar hún er niðurkomin. Óttast hörmuleg endalok Á Netinu hefur birst yfirlýsing frá ókunnum hópi, sem kallar sig „Isl- ambouli-herdeildirnar“, og segist hann bera ábyrgð á árásinni í Moskvu og í flugvélunum. Kallar hann hryðjuverkin „hetjudáð til stuðnings tétsenskum múslímum“ og hótar fleiri slíkum árásum. Konur, „Svörtu ekkjurnar“, sem svo eru kallaðar vegna þess, að þær hafa misst einhverja ástvini í stríð- inu við Rússa, hafa oft tekið þátt í hryðjuverkum tétsenskra skæruliða, meðal annars í árásinni á leikhús í Moskvu fyrir tveimur árum. Lauk því þannig, að dælt var inn í húsið eitruðu gasi áður en sérsveitarmenn réðust til atlögu. Varð það 130 manns að bana. Margir óttast, að gíslatökunni í Beslan í N-Ossetíu geti lokið með viðlíka hörmungum. Hryðjuverk eins og martröð á Rússum Gíslatökumenn hóta að drepa 50 börn fyrir hvern fallinn í þeirra liði og 20 börn fyrir hvern særðan Moskvu. AFP. AP Sérsveitarmenn forða burt lítilli stúlku og konu, sem sluppu úr skólanum eftir að skæruliðar tóku hann á sitt vald. Fóðrið ræður heilsuseminni HEILSUSEMIN sem fólgin er í því að borða feitan fisk á borð við lax virðist ráðast af því hvað fiskurinn étur, og ef jurtaolíu er bætt við fóðrið sem fiskinum er gefið virðist draga úr jákvæðum áhrifum fisk- neyslunnar á heilsu fólks. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar rann- sóknar norskra vísindamanna. Mikið er af omega-3-fitusýrum í feitum fiski, eins og til dæmis laxi, túnfiski, makríl, sardínum og síld, en rannsóknir benda til að omega-3 sé einkar heilsusamleg fyrir fólk, og auki magn HDL-blóðfitu (sem köll- uð hefur verið góða kólesterólið). Aftur á móti dragi neysla omega-3 úr heilsuspillandi þríglýseríðum í blóðinu og hægi á útfellingum í æð- um. En fóðrið sem í flestum tilvikum er notað í fiskeldi nú á dögum inni- heldur blöndu af fiskifitu og jurta- olíu og rannsóknarniðurstöður sem kynntar voru á ráðstefnu er lauk í München í gær sýndu, að neysla á laxi sem fóðraður var á hreinni jurtaolíu eða jurtaolíu og fiskifitu til helminga hafði engin heilsubætandi áhrif. Kom það fram með blóðrann- sóknum. Rannsóknin var gerð í Ósló og tóku 58 hjartasjúklingar þátt í henni. Allir eru á sterkum lyfjum vegna sjúkdómsins. Laxinn sem fólkið neytti í rannsókninni fékkst úr eldisstöð í Norður-Noregi og var litamerktur eftir því hvernig fóður hann hafði fengið. Hann var síðan allur matreiddur í sama eldhúsinu í Ósló. Thatcher leggur fram tryggingarfé MARGARET Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur samþykkt að leggja fram 165.000 punda tryggingarfé (rúmlega 21 milljón króna) í því skyni að fá son sinn, Mark, sem er í stofu- fangelsi í Suður- Afríku vegna gruns um aðild að fyrirhuguðu valdaráni í Mið- baugs-Gíneu, leystan úr haldi. Frá þessu var greint í frétt Lundúnablaðsins The Times í gær. Mark Thatcher, sem er 51 árs kaupsýslumaður, var handtekinn í Höfðaborg í liðinni viku vegna gruns um að hann hefði aðstoðað við að fjármagna fyrirhugað valda- rán í Miðbaugs-Gíneu, sem er auðug af olíu. Mark Thatcher neitar sök. Fram kom í Times að Margaret Thatcher, sem er 78 ára, hefði sam- þykkt að aðstoða son sinn eftir að þau ræddust við í síma, þegar hún var nýkomin til Bretlands úr fríi í Bandaríkjunum, á föstudag í liðinni viku. Dæmdur fyrir stríðsglæpi STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLL Sam- einuðu þjóðanna í Haag dæmdi í gær Bosníu-Serbann Radislav Brdjanin í 32 ára fangelsi fyrir pyntingar, þjóðarhreinsanir og aðra glæpi gegn múslimum og Króötum í Bosn- íu meðan á borg- arastríðinu þar stóð. Brdjanin var hins vegar sýknaður af ákæru fyrir þjóð- armorð. Brdjanin, sem er 56 ára, var leiðtogi sjálfskip- aðrar heima- stjórnar Serba í Krajinahéraði í Bosníu. Sögðust dómararnir í Haag sannfærðir um að Brdjanin hefði verið áhrifamesti stjórnmálamað- urinn á svæðinu á þessum tíma en þeir töldu ekki að hann bæri per- sónulega ábyrgð á alvarlegustu glæpunum sem framdir voru í Bosníu. Radoslav Brdjanin Mark Thatcher SVÖRTU ekkjurnar frá Tétsníu, sem svo hafa verið nefndar, hafa á ný vakið ugg og ótta í Rússlandi, en þessi vofa hafði ekki látið á sér kræla í heilt ár. En þegar tvær far- þegaflugvélar voru sprengdar í loft upp á flugi og sjálfsmorðssprengju- tilræði framið við jarðlestarstöð í Moskvu reis hún aftur. Fyrsta tilræðið sem vitað er til að „svörtu ekkjurnar“ hafi framið var sjöunda júní 2000 er tveir féllu í sprengingu í herstöð um 20 km suð- ur af Grosní, höfuðborg rússneska sjálfstjórnarhéraðsins Tétsníu. Til- ræði sem síðar voru framin reynd- ust enn mannskæðari, og tilræð- iskonurnar sjálfar, klæddar síðum, svörtum kuflum að hætti sumra múslímakvenna, vöktu ótta og skelf- ingu. Rússneskir fjölmiðlar kölluðu konurnar „svörtu ekkjurnar“ eftir að fyrrverandi talsmaður aðskiln- aðarsinna í Tétsníu sagði að þær hefðu flestar misst eiginmann eða syni í bardögum við rússneska her- menn, og þær þyrsti í hefnd. Svip- aðar fullyrðingar komu fram í bók sem gefin var út í Rússlandi í fyrra, og þar sagði að um það bil tíunda hver kvennanna væri að fylgja hug- sjón sinni, en hinar hefðu verið heilaþvegnar af stríðsherrum og væru oft undir áhrifum lyfja. Fyrstu hryðjuverkin sem þessar konur tóku þátt í voru framin í Tétsníu, en þær færðu út kvíarnar þegar rúmlega 800 manns voru tek- in í gíslingu í Dubrovka-leikhúsinu í Moskvu 2002. Þá skipuðu 19 svartar ekkjur – með sprengjubelti undir svarta kuflinum – sér í sveit með 22 körlum og tóku húsið á sitt vald. Rússneskar sérsveitir felldu alla hryðjuverkamennina eftir 57 klukkustunda umsátur með því að dæla sterku gasi inn í húsið. 129 gíslar týndu lífi í aðgerðunum. Tétsenska innanríkisráðuneytið fullyrðir að leiðtogi aðskilnaðarsinna í héraðinu, Shamil Basajev, hafi á sínum snærum sérþjálfaða sveit skipaða 36 svörtum ekkjum. Tveim slíkum hefur verið kennt um að hafa sprengt í loft upp tvær rússneskar farþegaþotur sem fórust með tæp- lega þriggja mínútna millibili 24. ágúst og með þeim 90 manns. Segja rússnesk yfirvöld að leifar af sprengiefni hafi fundist á líkum tveggja kvenna sem voru hvor í sinni flugvél, og engir ættingjar þeirra hafi gefið sig fram. „Svörtu ekkjurnar“ vekja ugg NORÐUR-Kákasushéraðið Norður- Ossetía er sjálfstjórnarhérað í Rússlandi, 8.000 ferkm að stærð og með um 710.000 íbúa. 415.000 þeirra eru Ossetíumenn og 200.000 Rússar. Flestir íbúanna eru kristinnar trúar og múslímar eru næststærsti trúarhópurinn. Ossetía var á meðal fyrstu land- svæðanna í Norður-Kákasus sem Rússar lögðu undir sig á árunum 1774-1806. Höfuðstaður Norður- Ossetíu, Vladikavkaz, var fyrsta út- varðarstöð rússneska hersins á Kákasus-svæðinu. Norður-Ossetía tilheyrði Rúss- landi á sovéttímanum og Suður- Ossetía sovétlýðveldinu Georgíu. Þegar Sovétríkin leystust upp og Georgía varð sjálfstætt ríki 1991 blossuðu upp blóðugar deilur um stöðu Suður-Ossetíu. Héraðið var svipt sjálfstjórnarréttindum og um það bil 100.000 Suður-Ossetíumenn flúðu til Norður-Ossetíu. Flóttamannastraumurinn leiddi einnig til átaka milli Suður- Ossetíumanna og Ingúsha í Norður- Ossetíu. Þau urðu til þess að margir Ingúshar flúðu til grannhéraðsins Ingúshetíu. Auk flóttamannanna frá Suður- Ossetíu hafa margir Tétsenar flúið til Norður-Ossetíu vegna átakanna í Tétsníu. Þótt flóttamannastraumurinn hafi valdið héraðinu erfiðleikum er Norður-Ossetía stöndugasta hér- aðið í Norður-Kákasus. Iðnvæð- ingin er þar meiri en í hinum Kák- asushéruðunum og á meðal mikilvægustu atvinnugreinanna eru málmiðnaður (m.a. blý, sink og wolfram), rafeindatækni, efnaiðn- aður og matvælavinnsla.             !" #$ %&'        #%&'   '( %$  %) * '+,-  . /  !"   !"   #$% !"&'" (""   !" ) *% +, $"&"& &*(!  #&-(".! ## Stöndug- asta Kákas- ushéraðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.