Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Við femínistar teljum það mjög mikilvægt að aðalskvísa landsins sé vel lesin um „Píkutorfuna“. Sláturhúsum hefurfækkað stórlega síð-ustu árin og í haust er útlit fyrir, eftir að landbún- aðarráðuneytið synjaði slát- urhúsinu í Dalabyggð um sláturleyfi, að sauðfé verði slátrað á tíu stöðum á land- inu öllu. Sláturhúsum hefur þá fækkað um eitt frá því í fyrra og um sjö frá haustinu 2002, en þá voru sláturhús í landinu sautján talsins. Þeg- ar mest var voru sláturhúsin hins vegar 47 talsins og var þá slátrað í nærfellt hverj- um einasta byggðakjarna hringinn í kringum landið. Þau sláturhús sem enn eru í rekstri eru í Króks- fjarðarnesi, á Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Húsavík, Kópaskeri, Vopnafirði, Höfn, Kirkjubæjarklaustri og Selfossi og uppfylla sex þeirra kröfur Evrópu- sambandsins um útflutning. Ljóst er að þetta er síðasta árið sem slátrað verður á Kirkjubæjar- klaustri, en langmest, eða um 80% af allri sauðfjárslátrun, fer fram í Evrópusambandshúsunum. Fækkun sláturhúsanna síðustu tvö árin má rekja til skýrslu nefnd- ar um stefnumótun í sauðfjárslátr- un, en nefndin hóf störf í framhaldi af samþykkt Búnaðarþings á árinu 2002. Lagði nefndin til að 220 millj- ónum króna yrði varið til úrelding- ar sláturhúsa og að aukið fjármagn kæmi til flutningsjöfnunar á lifandi fé. Taldi nefndin að ef aðeins þau sláturhús sem hefðu útflutnings- leyfi yrðu starfandi gæti sauðfjár- ræktin sparað 225 milljónir króna á ári með lækkun á föstum og breytilegum kostnaði við rekstur sláturhúsanna og að árlegur heild- arsparnaður á hvert kíló kinda- kjöts gæti því numið um 26 kr. Rík- isstjórnin samþykkti síðan fyrir rúmu ári, í ágúst í fyrra, að verja 170 milljónum kr. til úreldingar sláturhúsa og hefur þeim síðan fækkað svo sem ofangreindar tölur bera með sér. Það eru í raun og veru bændur sem bera sláturkostnaðinn. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að þessi fækkun sláturhúsa hafi ennþá ekki skilað sér til bænda, en menn voni að það gerist á allra næstu árum. Ástand á kjöt- markaði hafi hreint út sagt verið skelfilegt í fyrra, en heldur bjart- ara sé framundan nú. Það hafi fyrst og fremst verið alifugla- og svínaræktin, sem hafi verið að keyra allt um koll, en það sé komið aðeins jafnvægi á þar nú. Bændur hafi vonast til þess að þessi hag- ræðing með fækkun sláturhúsa myndi skila sér til baka í ár og þessi lækkun sem hafi orðið á af- urðaverði í fyrra myndi ganga til baka, en það hafi ekki ennþá gerst. Nýlega er búið að ganga frá samningum milli sauðfjárbænda og sláturleyfishafa og hækkaði verð um 2% frá því sem það hafði verið einhliða ákveðið af sláturleyf- ishöfum fyrr í sumar. Þátt í því átti frágangur samnings um vaxta- og geymslugjald milli Bændasamtaka Íslands, sláturleyfishafa og Lands- samtaka sauðfjárbænda. Meiri vöruvöndun Özur segir að þessi samningur hafi verið smásárabót. Það muni um allt. Það sé margt sem spili inn í aukna bjartsýni í greininni. Salan sé meiri en áður. „Það er margt sem spilar þar inn í. Meiri vöru- vöndun og betra framboð á vörum úr kindakjöti heldur en verið hefur áður. Þetta er aðgengileg vara fyr- ir neytendur. Það er ekki lengur þessi hugsun að kindakjöt selji sig bara sjálft, það þurfi að gera svolít- ið meira fyrir það heldur en bara grófsaga það og henda því í frysti. Neytendur hafa tekið því vel og það er að skila sér,“ segir Özur. Heimatilbúinn vandi Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segist ætla að taka upp málefni sláturhússins í Dalabyggð á Alþingi. Á síðasta ári hafi verið varið 170 milljónum króna í úreldingu sláturhúsa og þarna sé um að ræða hluta þeirrar stefnu. Bændur sitji uppi núna með jafnvel lægra afurðaverð en áður. Sveitarstjóri Dalabyggðar segi að ekki sé gætt jafnræðis í úthlutun leyfa. Það sé mjög alvarlegt ef slát- urhús séu starfandi sem séu sam- bærileg og það sem ekki fáist leyfi fyrir í Dalabyggð. „Þetta er svona heimatilbúinn vandi hjá landbúnaðarráðuneyt- inu. Út í Evrópu eru menn með nokkrar gerðir af sláturhúsum. Menn eru ekkert allir að fara í þessi útflutningshús,“ sagði Sigur- jón. Hann segir að vægari reglur séu gildi gagnvart þeim sláturhúsum sem séu að framleiða fyrir nær- markaði, heldur en gagnvart þeim sem séu að flytja á milli svæða og milli landa innan Evrópusam- bandsins. „Landbúnaðarráðherra hefur jafnvel haldið því fram að þetta sé tilkomið vegna einhverra Evrópu- reglna, en það er alger fjarstæða. Við ráðum alveg hvernig við hög- um okkar málum,“ sagði Sigurjón. Hann sagði að þessi stórslátur- húsastefna byggðist ekki á neinum útreikningum. Hún byggðist á gamalli Goðaskýrslu sem fjallaði um hagræðingu innan sláturhúsa Goða. „Allur þessi fjáraustur og að það sé verið að loka sláturhúsum það byggist á mjög veikum grunni,“ sagði Sigurjón einnig. Fréttaskýring | Fækkun sláturhúsa Tíu sláturhús eftir í landinu Hagræði af fækkun sláturhúsa hefur enn ekki skilað sér til sauðfjárbænda Sláturhúsum hefur fækkað í landinu. Öll ytri skilyrði sauð- fjárræktinni hliðholl  „Það er mál manna að það sé heldur bjartara framundan í sauðfjárræktinni. Það er búin að vera mjög góð sala í sumar. Hún hefur farið fram úr okkar björt- ustu vonum, bæði hér heima og síðan hefur útflutningur gengið líka mjög vel. Öll ytri skilyrði eru sauðfjárræktinni hliðholl,“ segir Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Landssamtaka sauð- fjárbænda. hjalmar@mbl.is vegna orða sveitarstjóra Dala- byggðar í frétt um synjun slátur- leyfis til sláturhússins í Dalabyggð, sem birtist í Morgunblaðinu á laug- ardag. Fram kemur að þegar slátrun hafi verið heimiluð í fyrrahaust hafi forráðamönnum Dalalambs verið tilkynnt að ljúka þyrfti nauðsyn- legum lagfæringum áður en aftur EMBÆTTI yfirdýralæknis er skylt að sjá til þess að sláturleyfishafar uppfylli skilyrði laga til að tryggja öryggi neytenda eins og hægt er. Sláturleyfishafar kappkosta að mæta þessum kröfum en forráða- menn Dalalambs í Búðardal hafi ekki séð sér fært að verða við þeim, segir í athugasemd Sigurðar Arnar Hanssonar aðstoðaryfirdýralæknis yrði veitt heimild til slátrunar. Starfsmenn embættis yfirdýralækn- is og Nýju Teiknistofunnar hafi ver- ið fengnir til að gera nákvæma út- tekt á ástandi sláturhússins í desember 2003 og tillögur um end- urbætur á sláturhúsinu hafi legið fyrir í febrúar 2004. Forráðamenn sláturhússins hafi ekki haft sam- band fyrr en í ágúst í ár og enn hafi ekki verið gengið frá endanlegum tillögum vegna úrbótanna. „Í áætlun sem forráðamenn Dala- lambs sendu embætti yfirdýralækn- is í byrjun september 2004 átti ekki að sinna neinu af stærri verkefnum til nauðsynlegra endurbóta á slát- urhúsi og kjötfrystihúsi fyrr en að lokinni sláturtíð 2004, en einungis allra brýnasta viðhaldi. Þó forráða- menn Dalalambs segist hafa end- urbætt sláturhúsið fyrir 5–10 millj- ónir nú í ár skal bent á að einungis hefur verið sinnt allra brýnasta við- haldi á húsinu,“ segir Sigurður Örn. Sinntu í engu kröfum um framkvæmdaáætlun Hann segir að forráðamenn Dala- lambs hafi ekki staðið við gerða framkvæmdaáætlun og loforð um endurbætur árið 2002 og hafi í engu sinnt kröfum embættis yfirdýra- læknis um að gera framkvæmda- áætlun um brýnar endurbætur árið 2003. „Forráðamönnum Dalalambs hef- ur ítrekað verið gerð grein fyrir því bréflega og á fundum hjá embætti yfirdýralæknis og í landbúnaðar- ráðuneyti undanfarnar vikur að ekki væri unnt að löggilda slátur- húsið nema að fenginni viðunandi tímasettri verk- og framkvæmda- áætlun og að loknum nauðsynlegum endurbótum á sláturhúsinu. Þeir hafa því vissulega fengið skýringar á því hvers vegna ekki er unnt að löggilda sláturhúsið,“ segir Sigurð- ur Örn Hansson ennfremur. Aðstoðaryfirdýralæknir vegna synjunar um sláturleyfi Dalalamb hefur ekki uppfyllt settar kröfur Stóðu ekki við loforð um endurbætur árið 2002

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.