Morgunblaðið - 27.09.2004, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.09.2004, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Sími 594 6000 Dísilvélar Loftkældar dísilvélar frá Yanmar 3 til 10 Hö m/án rafstarts Þegar komið er inn í Búvélasafnið áHvanneyri fylgir maður á táknræn-an hátt sporum sem máluð hafa ver-ið í gólfið. Fyrst eru það mannsspor, síðan hófaför, þá för eftir hjól úr járni og að síðustu eftir gúmmídekk. Þannig er sögu landbúnaðarins fylgt eftir í gegnum safnið. Sögu Búvélasafnsins má rekja til ársins 1940 þegar ákveðið var með lögum að setja á fót safn sem sýndi það sem nýjast væri í land- búnaðartækjum. Bjarni Guðmundsson ábyrgðarmaður Búvélasafnsins sagði að það hefði tekist í nokkra mánuði. „Ástæðan var sú að tækniþróunin var svo ör á þessum tíma að fljótlega urðu gripirnir minning um það sem var,“ sagði hann. „Þetta varð til þess að ákveðið var að leggja áherslu á að hægt yrði að sjá tækniþróun landbún- aðarins frá því að hann breytist úr hreinu handverki.“ Vélar og tæki safnsins hafa fallið til með ýmsum hætti. Mörg þeirra eru frá Hvanneyri, en önnur hafa verið gefin safninu eða lánuð. Innlend hönnun verðmæt „Á árunum 1973 til 1974 var byrjað að skerpa á söfnun véla og tækja og árið 1987 var safnið fyrst opnað almenningi. Jafnt og þétt hefur verið reynt að auka við safnið og bæta það. Auðvitað byggist safnið mikið á gripum sem hafa verið fluttir inn til landsins og eru alþjóðlegir, en við leggjum okkur eftir að safna innlendri hönnun. Elsti gripurinn á safninu er danskur akurplógur frá 1851 frá Fitjum í Skorradal. Einn merkasta gripinn á safninu tel ég þó vera dengingarvél, en það var Guttormur Jónsson í Hjarðarholti í Döl- um sem smíðaði hana um 1905. Menn höfðu dengt ljái í höndunum, en hann hefur haft áhuga á að létta sér verkið. Ég er ekki viss um að vélin hafi komið að miklu gagni. Þó urðu deilur um hana sem náðu alla leið suður í Stjórnarráð. Fráfarandi skólastjóri hafði fengið vélina á safnið, en við skólastjóraskipti risu upp deilur um hver ætti hana. En vélin er dæmi um viðleitni til nýsköp- unar. Fleiri menn fundu upp ný tæki eða betr- umbættu erlenda hönnun. Til dæmis Torfi í Ólafsdal sem lagaði danskan akurplóg að ís- lenskum jarðvegi og íslenska hestinum. Bæði var jarðvegurinn grunnur og hesturinn smá- vaxinn og taka þurfti tillit til þess. Á safninu eru einnig tvær gerðir af plógum sem Lúðvík Jónsson hannaði um 1925 og notaði til skiptis. Þeir eru einmitt smíðaðir með tilliti til jarð- vegsins og stærð hestanna. Annars segir Bjarni tímabil hestsins í ís- lenskum landbúnaði ekki hafa verið langt, eða frá 1880–1890 til 1945. Þá hafi vélaöldin rutt sér hratt til rúms. Á safninu er dráttarvél frá 1920, elsta varðveitta dráttarvélin á Íslandi, og er hún í ótrúlega góðu ásigkomulagi. Frá ristuspaða til þúfnabana „Á þessum tíma töldu menn þúfnabanann framtíðina. Þessi vél, sem var um 8 tonn á þyngt og ýmist tætti eða tróð niður þúfurnar til að hægt væri að slétta túnin, gaf jörðum eins og Korpúlfsstöðum, Blikastöðum og Lágafelli mikið forskot. Áður hafði verið not- aður einfaldur torfristuspaði til þessa verks svo munurinn var mikill. Þetta voru ekki stór- ar jarðir, en með sléttum túnum, markaðinn við bæjardyrnar og góðan aðgang að vinnuafli urðu þær stórbýli. En þúfnabaninn nýttist ekki vel því erfitt var að flytja hann um lang- an veg. Þess vegna urðu léttari gerðir slíkra véla betri kostur og búnaðarfélögin sem voru að skjóta upp kollinum tóku sig saman og keyptu þær og lánuðu bændum. Með þeim má segja að upphaf túnræktunar á landinu hafi byrjað. Búvélasafnið er til húsa í aflögðu kennslu- verkstæði á Hvanneyri sem komið er til ára sinna. Bjarni segir að draumurinn sé að kom- ast í betra húsnæði. Safnið á um helmingi fleiri tæki en komast fyrir á sýningarsvæðinu, en stefnan er að geta skipt þeim reglulega út. Hvað er kaupakona? „Við leggjum áherslu á að bjarga sögu- legum verðmætum,“ sagði hann. „Þar á ég jafnt við tæki og annað sem fylgir þeim svo sem myndir, bæklinga, leiðbeiningar um notk- un tækjanna og annan fróðleik. Sem dæmi má nefna að hér á safninu er Massey Ferguson árgerð 1949. Þetta var mjög algeng vél hér á landi og við höfum reynt að safna öllum þeim tækjum sem fylgdu henni til að geta sýnt hvernig hún var notuð.“ Á meðan á spjallinu stóð voru nokkur börn að skoða safnið og dundu spurningarnar á Bjarna. Tveir strákar höfðu mikinn áhuga á gömlu traktorunum en vildu helst vita hvað safnið hafi þurft að borga fyrir þá. Þeim þótti merkilegt að flesta hefði safnið fengið að gjöf. Einnig kom Sigmar Gunnarsson í Rauðanesi færandi hendi og færði Bjarna ljáblöð úr gam- alli sláttuvél. „Ég finn fyrir vaxandi áhuga fólks á safn- inu, ekki síst ungs fólks,“ sagði Bjarni. „Mér finnst það gott svo fólk fjarlægist ekki of mik- ið fortíðina. Þegar ég var eitt sinn að sýna ungu fólki safnið og benti á að þýsku drátt- arvélarnar hafi allar haft kaupakonusæti spurði einn drengjanna: Hvað er kaupakona? Er það svona kona sem maður kaupir? Þarna sérðu,“ sagði Bjarni brosandi, „svona breytist málskilningurinn með nýjum tímum.“ Áhersla lögð á að bjarga sögulegum verðmætum Morgunblaðið/Ásdís Haralsdóttir Vaxandi áhugi Bjarni Guðmundsson, ábyrgðarmaður Búvélasafnsins á Hvanneyri. Í bak- grunni eru börn að prófa gamlan Fordson-traktor. www.buvelasafn.is asdish@mbl.is ALLT frá árinu 1974 hefur Kiwanis- umdæmið á Íslandi þriðja hvert ár staðið fyrir landssöfnun með sölu á K-lykli til stuðnings geðsjúkum á Ís- landi undir kjörorðinu Gleymum ekki geðsjúkum. Dagana 7.–10. verður haldin landssöfnun undir kjörorðinu Lykill að lífi og mun ágóði söfnunarinnar renna til Geð- hjálpar og barna- og unglingageð- deildar Landspítalans. „Tilgangur- inn með K-deginum svokallaða er að safna fé til þess að stuðla að end- urhæfingu geðsjúkra og vekja þjóð- ina til umhugsunar um málefni geð- sjúkra og þá þörf sem er á úrbótum,“ segir Eyjólfur Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Kiwanis Int- ernational og fyrrverandi heimsfor- seti hreyfingarinnar, en hann átti á sínum tíma einmitt frumkvæðið að því að Kiwanis-hreyfingin á Íslandi hóf að standa fyrir landssöfnunum. Að sögn Eyjólfs er hreyfingin á Íslandi afar virk, en samtals starfa um þúsund manns innan hennar. Spurður hvers vegna sér hafi fund- ist mikilvægt að standa fyrir lands- söfnun segir Eyjólfur að meiri ár- angur náist þegar unnið er að stórum verkefnum og þess vegna fleiri sem njóti góðs af, en nefna má að á síðustu þrjátíu árum hafi hreyf- ingin samtals safnað um 200 millj- ónum króna á núvirði til handa geð- sjúkum. „Auk þess taldi ég mikilvægt fyrir hreyfinguna sjálfa að starfa öðru hverju saman á lands- vísu því það styrkir hana innbyrðis. Raunar er samstarfið milli Kiwanis- klúbba afar náið hér á landi og oft sem tveir eða þrír klúbbar starfa saman að einstökum verkefnum.“ Eyjólfur hefur starfað á vegum Kiwanis-hreyfingarinnar síðustu fjóra áratugi og var raunar einn stofnenda hreyfingarinnar hér á landi árið 1964. Allt frá stofnun hef- ur hann verið virkur í starfi hreyf- ingarinnar og var t.d. umdæmis- stjóri samtakanna hér á landi. Árið 1975 tók hann sæti sem fulltrúi Ís- lands í stjórn Evrópusamtaka Kiw- anis þar sem hann sat í sjö ár og gegndi síðan starfi Evrópuforseta 1982–83. Eyjólfur var kosinn fulltrúi Evrópu í heimsstjórn hreyfingar- innar árið 1988 og sat í þeirri stjórn til 1996, þar af heimsforseti 1995–96. Í framhaldinu var hann beðinn að setja upp fyrstu skrifstofu hreyfing- arinnar í Evrópu, sem staðsett er í Gent í Belgíu og starfaði þar í sex og hálft ár. Ráðinn framkvæmdastjóri alheimshreyfingar Kiwanis Í fyrra var beðinn að um að taka við höfuðstöðvum hreyfingarinnar í Indianapolis og gerast aðalfram- kvæmdastjóri fyrir heimsstarfið. Starf hans þar felst í því að stýra öll- um framkvæmdum heildarsamtak- anna og hafa yfirumsjón með starfi hreyfingarinnar, en þess má geta að alls starf um 300 þúsund manns inn- an hreyfingarinnar í nálægt hundr- að löndum og árlega standa Kiw- anis-klúbbar í heiminum fyrir á annað hundrað þúsund verkefnum. Aðspurður hvers vegna Kiwanis- hreyfingin hafi orðið fyrir valinu sem starfsvettvangur svarar Eyjólf- ur að hann hafi ávallt haft gaman af að vinna með fólki. „Þegar ég leidd- ist út í það að taka við störfum fyrir Kiwanis-hreyfinguna í Evrópu þá vakti samstarf þjóða mikinn áhuga minn. Fljótlega áttaði ég mig á því að heimurinn er afskaplega marg- brotinn og mér fannst spennandi verkefni að taka þátt í því að sam- eina þjóðir undir merkjum Kiwanis. Í starfi mínu hef ég þvælst um allan heim og heimsótt 76 lönd. Á þessum ferðum mínum hef ég séð ótrúleg- ustu hluti og það hefur drifið mig áfram að sjá hve víða þarf að koma til aukin aðstoð og skilningur, ekki síst í þágu barna en kjörorð Kiwanis eru einmitt Börnin fyrst og fremst.“ Eitt þeirra verkefna sem Eyjólfur segist hafa haft einna mesta ánægju af að vinna við á vegum Kiwanis er heimsverkefni sem fól í sér að eyða joðskorti í heiminum. „Kiwanis- hreyfingin tók árið 1992, í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna, að sér að eyða joðskorti í heiminum, en verkefninu lýkur að öllum líkindum formlega á næsta ári, þó að vissulega verði haldið áfram að huga að málinu. Þegar við hófum verkefnið bjuggu 140 ríki við joðskort, sem var grafalvarlegt mál þar sem joðskortur er algengasta orsök þess að börn fæðist andlega fötluð í heiminum og þar sem joð- skortur hefur verið mestur hefur greindarvísitala þjóða lækkað um allt að 15% sem hefur eðlilega haft afar neikvæð áhrif á efnahag þeirra,“ segir Eyjólfur og nefnir að nú þegar hafi Kiwanis-hreyfingin lagt fram um 90 milljón dala til verkefnisins. Hvað útfærslu verk- efnisins varðar segir Eyjólfur þá að- ferð notaða að blanda joði í mat- arsalt, enda sé það einfaldasta aðferðin til að ná til sem flestra. En þó að flestum megi vera ljóst hve al- varlegar afleiðingar joðskortur get- ur haft segir Eyjólfur það alls ekki hafi gengið þrautalaust fyrir sig að sannfæra saltframleiðendur og yf- irvöld í löndum á borð Indland og Pakistan um mikilvægi þess að joð- blanda salt og hagsmunir framleið- enda á stundum verið teknir fram yfir hagsmuni þjóða. Annað heimsverkefni Aðspurður hvaða verkefni taki við þegar joðverkefninu lýkur á næsta ári segir Eyjólfur það enn óljóst. „Það eina sem er öruggt er að við í Kiwanis-hreyfingunni munum taka að okkur annað svona heimsverk- efni. Við erum að skoða margvísleg verkefni og hugsanlegt er að við ein- beitum okkur að fræðslumálum barna, enda teljum við fræðslu þeirra grundvallaratriðið í allri framþróun í heiminum. Við höfum þó enn ekki tekið neina formlega ákvörðun um framhaldið, en það er ljóst að það er úr nægum verkefnum að velja.“ Landssöfnun Kiwanis-hreyfingarinnar til styrktar geðsjúkum fer fram dagana 7.–10. október Mikilvægt fyrir hreyfinguna að starfa saman á landsvísu Morgunblaðið/Þorkell Eyjólfur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Kiwanis International. VESTURLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.