Morgunblaðið - 27.09.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 27.09.2004, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ...rétt milljónum barna lykilinn að betri framtíð Skráðu þig sem HEIMSFORELDRI í síma 575 1520 eða á www.unicef.is fiÚ GETUR... Tryggjum hverjum barni heilsuvernd, menntun, jafnrétti, umhyggju EFLUM MANNÚÐ c o n c e p t Það er svo margt ef að er gáð, sem um er þörf að ræða. Eitt er virt, en annað smáð, ótal sárin blæða. Í veröld mörg er hildin háð, helst vilja allir græða. Það bitnar á börn- unum okkar. Þessi setning er mörgum munntöm um þessar mundir. Hún vekur til umhugsunar, eða hvað? Það bitnar á börn- um okkar og barna- börnum, ef uppeldi þeirra og menntun er vanrækt. Það bitnar á börnum okkar og barnabörnum ef kenn- arastarfið verður hornreka í samfélag- inu. Ungt fólk streymir í Kennaraháskólann með háar hug- sjónir um það starf sem bíður þess. Það menntar sig og undirbýr fyrir kennarastarfið sem það hefur valið sér. Það tekur kennarapróf og hef- ur störf fullt af gleði og áhuga. En hvað svo? Þetta unga fólk er að efna til hjónabands eða sambúðar, stofna heimili, eignast fjölskyldu, jafn- framt því að greiða námslánin. En þá kemur babb í bátinn. Það er svo rýrt og fátæklegt sem upp úr launa- umslaginu kemur. Það dugar svo skammt til þess að mæta útgjöld- unum. Hvað er þá til ráða? Jú, það liggur nokkuð beint við. Hætta kennslunni og fara í annað starf, eitthvað sem ekki er tengt uppeldi eða umönnun barna. Það bjóðast ótal störf sem enga sér- menntun þarf til að gegna og eru betur launuð. Þá er bara að hætta vandmeðförnu, erfiðu og erilsömu kennarastarfi og haska sér út á hinn almenna vinnumarkað. Gott, segir samkeppnisþjóðfélagið. – En þetta bitnar á börnum okkar og barnabörnum! Er það ekki allt í góðu lagi? Allmargir kennarar þrauka í starfinu, þreyttir af vinnuálagi, sár- ir við samanburð ýmissa annarra sérmenntaðra stétta, sem eru margar hverjar betur launaðar og starf þeirra hærra metið til fjár. Þá svíður undan óréttlætinu, finnst starf sitt niðurlægt, en þrauka samt. Þetta grefur undan starfsgleði þeirra og þeir skila þess vegna ekki eins góðu verki og þeir myndu ann- ars gera. Og þetta bitnar á börnum okkar og barnabörnum. Störf eru metin til launa. Kenn- arastarfið er þar lágt metið. Sveit- arfélögin eru vanmáttug að greiða meira fyrir þau. Tekjustofnar þeirra leyfa ekki meiri útgjöld. Engir peningar til að skapa betri skóla! Svona er lífið. Og það bitnar á börnum okkar og barnabörnum. Skattar skulu lækka og sam- félagsþjónustan minnka, segir sam- keppnisþjóðfélagið. Lækkandi skattar og minnkandi greiðslur til ríkis og sveitarfélaga veldur fjárskorti þeirra. Þau skortir fé til að sinna kröfum vel- ferðarsamfélagsins, þeirra á meðal kröf- unni um góðan og skil- virkan skóla. Allt í lagi, segir samfélag gróða- hyggju einstaklingsins. Lækkum bara skatt- ana! Það er málið! En það bitnar á börnum okkar og barnabörnum. Góður skóli kostar peninga. Kennarastarf rétt metið til launa, svo að það verði eftirsókn- arvert og stuðli að virð- ingu fyrir þessu starfi, kostar peninga. Það kallar á auknar tekjur sveitarfélaga, hærri skatta og greiðslur til hin opinbera. En það vilja margir samferðamenn okkar hvorki heyra né sjá. Og það bitnar á börnum okkar og barnabörnum. Oft er sagt, að það séu nógir pen- ingar til í þjóðfélaginu. Það er sennilega rétt. Mýmörg dæmin benda til þess. Þeim er bara svo skelfilega misskipt. Það eru svo fá- ir, sem spyrja: Hvernig samfélag vil ég hafa, hvað þarf að gera til þess að halda uppi raunverulegu velferð- arþjóðfélagi? Hvernig vil ég t.d. að búið sé að íslenskum börnum. Hvert á öryggi þeirra manna að vera sem verða sjúkdómum að bráð, örorku og umkomuleysi? Hvað um þá sem verða undir í mis- kunnarlausri samkeppni gróðaafl- anna? Kemur ekki mál við mig ef skatt- arnir eru bara lágir, greiðslurnar til samfélagins sem minnstar og út- gjöldin til samfélagsþjónustunnar og velferðasamfélagsins eru tak- mörkuð sem mest. Þetta er svarið hjá alltof mörgum. En þetta viðhorf bitnar á börnum okkar og barna- börnum. Þau verða mörg sárin sem blæða þegar svona hugsunarháttur verður ríkjandi. Það verða aldrei allir sem græða. Einhverjir verða fót- umtroðnir og liggja lemstraðir í valnum. Og það getur bitnað á börnum okkar og barnabörnum. Er ekki ástæða til að hugleiða það? En það myndi ekki bitna á börn- um okkar og barnabörnum, ef kjör kennara yrðu bætt, kennarastarfið metið að verðleikum og við hefðum glaða og orkuhlaðna kennara að störfum. Getur ekki verið að það sé einmitt það sem við raunverulega viljum? Það bitnar á börn- unum okkar! Hörður Zóphaníasson fjallar um kennaraverkfallið Hörður Zóphaníasson ’Störf eru met-in til launa. Kennara- starfið er þar lágt metið.‘ Höfundur er ellilífeyrisþegi, afi og langafi. NÚ ER hið illræmda verkfall grunnskólakennara skollið á, tæplega hálfu ári eftir að fyrri samningur féll úr gildi og kennarar urðu í raun samningslausir. Hvað hefur áunnist á þessum tíma? Sveitarfélögin eiga enn enga peninga til að mæta kröfum kennara, sem mörgum þykja enn of metnaðarfullar. Eru kennarar að stefna stöðugleikanum í voða með óraunhæfum kröfum? Kennarar lögðu af stað með kröf- una um 250.000 kr. byrjunarlaun árið 2007. Síðan þá hafa kennarar dregið talsvert úr þrátt fyrir að kannanir sýni að 250.000 sé síst of hátt og fjarri því að vera úr takti við það sem gengur og gerist á vinnumarkaðnum í dag. Til dæmis sýna nýjustu tölur VR að grunnlaun háskólamenntaðs fólks á vinnumarkaðnum í dag liggja al- mennt á bilinu 230–300.000 kr. Hví ættu kennarar með þriggja ára há- skólamenntun að sætta sig við minna? Ljóst er að sveitarfélögin telja sér ekki unnt að teygja sig lengra en þau hafa nú þegar gert með marg- umræddu tilboði sem felur í sér auk- inn kostnað til reksturs grunnskól- anna upp á tæp 17% miðað við árslok 2007. Í raun feldur sú tala í sér mjög takmarkaða kjarabót fyrir kennara, fyrir tvær sakir. Í fyrsta lagi er ljóst að verðbólgan mun éta sinn skerf á komandi árum, til dæmis hefur verðbólgan þegar vaxið um 2% síðan samningar voru lausir í apríl, dágott veganesti það! Þau 5–10% af hækkuninni (á 3 ára tímabili) sem eftir verða eiga svo að skila sér inn í launastigann þannig að kjör þeirra yngri batni mest, á kostn- að þeirra eldri sem jafnvel standa nánast í stað. Í annan stað eru reiknaðar inn í þessi 17% kerfisbreytingar sem vafi leikur á að skili sér í hærri launum kennara. Betur geta sveitarfélögin ekki boð- ið og bera þar fyrir sig meintan fjárskort og ófullnægjandi framlög úr ríkissjóði, framlög sem þau þó kusu sjálf að gera endanlegan samn- ing um við ríkið á sínum tíma, þrátt fyrir aðvar- anir KÍ. Hver er þá lausnin? Eiga kennarar að sætta sig við nánast óbreytt kjör vegna um- deildra ákvarðana sveit- arfélaganna í samn- ingum við ríkið á sínum tíma? Kjaradeilan milli grunnskólakennara og sveitarfélag- anna er í raun aðeins toppurinn á ís- jakanum. Lausnin felst í mun veiga- meiri atriðum heldur en vinnu- tímaskilgreiningum og prósentum. Vissulega hefur nokkur árangur náðst á síðustu árum og laun kennara hafa hækkað nokkuð, þó aðeins sam- fara því sem ábyrgðin og álagið hafa stóraukist og skólaárið lengst. Teljast aukin laun fyrir aukna vinnu launa- hækkun? Blikur eru á lofti, óánægja meðal kennara er víðtæk og fáir sáttir við þau kjör sem nú eru í boði. Grunn- skólarnir búa við fjárskort, um það er ekki deilt. Haldið er fast í hverja krónu og allt svigrúm nýtt til hins ýtr- asta hvað varðar húsnæði og kennslu- aðbúnað, vart til hagsbóta, hvorki fyr- ir nemendur né kennara. Eigi sveitarfélögin að bæta aðstöðu í skól- unum samhliða því að leiðrétta kjör kennara liggur í augum uppi að tekjur þeirra verða að aukast veru- lega. Flestir virðast sammála um það að meira fjármagn þarf til að reka grunnskólana sómasamlega, en þrá- teflið er algert þegar kemur að því að ákveða úr hvaða vasa þeir peningar eiga að koma. Allir eru sammála um það að ís- lenskir skólar eigi að vera í fremstu röð á heimsvísu og vissulega er efni- viðurinn til staðar til að svo geti orðið. En framfarirnar verða ekki ókeypis! Til að ná góðum árangri þarf góða að- stöðu og mikla vinnu, góð aðstaða og mikil vinna mun kosta peninga. Aukin hæfni kennara, opnari skóli, betri kennslugögn og fjölbreyttari kennslu- hættir svo eitthvað sé nefnt, allt kost- ar þetta verulegt fjármagn. Ef skóla- kerfið í heild á að standa undir væntingum verður að sjá til þess að góð aðstaða og hæft starfsfólk sé til staðar, forgangsröðin verður að vera á hreinu. Ef kennarar eiga að standa undir þeim miklu væntingum sem réttilega á, og verður, að gera til þeirra verða launin að vera samsvarandi. Á metn- aðarfullt ungt fólk með a.m.k. þriggja ára háskólanám og brennandi áhuga á að ná árangri í stafi að sætta sig við 160.000 króna byrjunarlaun? Á far- sæll og hæfur kennari með 20 ára reynslu og samsvarandi þekkingu á starfinu að sætta sig við 220.000 króna grunnlaun? Myndi einhver sambærileg stétt með heilbrigða stéttarvitund og sjálfstraust sætta sig við slík kjör í dag? Kennarar eru orðnir langþreyttir á kjaraþrefinu, samningslausir í hálft ár og viðsemjendur enn í skotgröf- unum. Verkfallsaðgerðir eru auðvitað algert neyðarúrræði og kennurum þvert um geð! Fróðlegt væri að vita hvað öll sú orka sem nú hefur farið í atvinnuþref hefði gefið af sér hefði henni verið beint inn á jákvæðar brautir í skólastarfinu! Langtímalausnir og langtímamark- mið er það sem nú vantar. Ef enginn vill gefa eftir er alveg ljóst hverjir munu gjalda þyngst, að sjálfsögðu þeir sem síst skyldu, nemendurnir sjálfir. Við þetta ástand er auðvitað ekki hægt að una! Þegar öllu er á botninn hvolft er menntakerfið rekið fyrir almannafé og almenningur sjálf- ur hlýtur því að eiga lokaorðið! Hver eru markmiðin? Hver á forgangs- röðin að vera? Hvers virði er góður skóli? Hvers virði er góður kennari? Vægir sá sem vitið hefur? Leifur Ingi Vilmundarson fjallar um kennaraverkfallið ’Allir eru sammála umþað að íslenskir skólar eigi að vera í fremstu röð á heimsvísu og vissulega er efniviður- inn til staðar til að svo geti orðið.‘ Leifur Ingi Vilmundarson Höfundur er grunnskólakennari. HAFT HEFUR verið eftir for- manni Lögmannafélagsins og Sig- urði Líndal professor emiritus að yrði Jón Steinar Gunnlaugsson skipaður dómari í Hæstarétti vökn- uðu spurningar um hæfi hans í mál- um þeirra lögmanna sem skrifað hafa undir stuðningsyfirlýsingu við hann og jafnvel þeirra sem ekki rit- uðu undir hana. Prófessorinn skýrði þetta sem svo að hætt væri við að þeir sem rit- uðu nafn sitt til stuðnings Jóni nytu velvildar hans en hinir nytu óvildar hans. Óumbeðinn af félagsmönnum ritaði formaðurinn grein í fyrra þar sem hann gagnrýndi skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar í réttinn. Skv. þessu er Ólafur Börkur van- hæfur til að dæma í málum for- mannsins og jafnvel í málum þeirra lögmanna sem ekki rituðu grein Gunnars. Í umræddri yfirlýsingu lög- manna eru 8 af dómurum Hæsta- réttar gagnrýndir fyrir þá umsögn sem rétturinn sendi frá sér. Í rétt- arfari prófessorsins njóta þeir lög- menn sem rituðu undir stuðnings- yfirlýsinguna óvildar þessara dómara en hinir velvildar. Allur Hæstiréttur er því vanhæfur í mál- um allra lögmanna sem þangað fara með mál. Ja, slæmt er ástandið. Lögmenn hljóta að geta gert þá kröfu til formanns félagsins að þeg- ar hann tjáir sig í nafni lögmanna að ekki megi draga í efa hæfni hans. Almenningur freistast til þess fyr- irfram þegar fyrrum prófessor í lögum talar að hann geri það af akademísku hlutleysi. Þegar pró- fessorinn tjáir sig um skipan hæstaréttardómara er lágmarks- krafa að hann geri viðmælendum sínum úr fjölmiðlastétt grein fyrir því að maki bróðurdóttur hans er einn umsækjenda í Hæstarétti. Eini maðurinn sem er vanhæfur í þessari umræðu er Sigurður Lín- dal. Sveinn Andri Sveinsson Allsherjarvanhæfi Höfundur er hæstaréttar- lögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.