Morgunblaðið - 27.09.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.09.2004, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 19 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VIÐ ÁTTUM báðir syni í Fram ár- ið 1986. Ég kunni strax vel við kappann sem hvatti strákana já- kvætt og gerði ekki athugasemd við dómgæsluna þótt oft mætti deila um hana. Ég hef alltaf haft álit á þessum manni en mér hefur aldrei líkað hvað hann tekur eindregna af- stöðu til mála núverandi rík- isstjórnar og er umdeilanleg. En hann má eiga það að hann er sjálf- um sér samkvæmur þótt maður sé ekki alltaf sammála honum. Skyndi- lega komin upp sú staða að JSG býður sig fram sem dómari í Hæstarétti. Þá kemst einhver mats- nefnd réttarins að því að aðrir séu hæfari. En hvað gerist? Hundruð lögfræðinga skrifa undir bænaskjal til setts dómsmálaráðherra um að hann setji JSG sem næsta dómara í Hæstarétt. Er ekki í lagi með þessa lögfræðinga? Átta þeir sig ekki á því hvað þeir eru að gera JSG með þessu? Nei þér að segja, JSG, þú þarft ekki að eiga óvini þegar þú átt svona vini. Megir þú og þitt fólk hafa það sem best Virðingarfyllst BENEDIKT GUÐMUNDSSON, Fögrusíðu 1a, 603 Akureyri (utan Glerár). Þú þarft ekki að eiga óvini þegar þú átt slíka vini Frá Benedikt Guðmundssyni áhugamanni um virkt lýðræði á Íslandi: KENNARAFÉLAG Flensborg- arskóla samþykkti 24. september 2004 eftirfarandi stuðningsyfirlýs- ingu: Kennarar Flensborgarskóla lýsa yfir fullum stuðningi við grunnskóla- kennara í kjarabaráttu þeirra. Kennarastarfið er ábyrgðarfullt og krefjandi starf og verður svo um allan fyrirsjáanlega tíma. Framtíð íslensks samfélags og jafnframt af- koma barnanna okkar byggist á því að það sé unnið af menntuðu og hæfu fólki. Því er nauðsynlegt að þjóðfélagið stuðli að því að þetta grundvallarstarf sé mannað vel menntuðu fólki sem fái laun í sam- ræmi við ábyrgðina sem starfi þess fylgir. Það vekur furðu að fulltrúar sveitarfélaga virðast ekki sjá þetta eða skilja þýðingu grunnskólans í eflingu sveitarfélaganna. Barátta grunnskólakennara snýst ekki aðeins um nauðsynlegar launa- bætur heldur ekki síður um skýrari skilgreiningu á vinnutíma, eflingu samstarfs foreldra og skóla, öflugri fagmenntun og annað sem nútíma- samfélag krefst af þegnum sínum. JÓHANN GUÐJÓNSSON, Nönnustígur 8, 220 Hafnarfirði. Stuðningur við grunnskólakennara Frá Jóhanni Guðjónssyni: FLESTIR landsmenn eru örugg- lega sammála um að kennarar eigi að hafa góð kjör og líklega betri en þeir hafa í dag. Samúð flestra hefur því hing- að til verið með kjara- baráttu þeirra. En nú bregður svo við að samtök þeirra hafna undanþágum til þeirra einstaklinga þjóð- félagsins sem eru einna verst staddir. Þar er átt við fjölfötluð börn svo sem nemend- ur í Öskjuhlíðar- og Safamýrarskóla. Þetta vekur furðu þar sem kennarar ættu að vita best allra að þessir nemendur þola illa allar breytingar á daglegri rút- ínu. Rökin fyrir höfnun undanþága eru m.a. þau að ekki sé um neyðar- ástand að ræða fremur en gerist í jóla- og páskafríum. Þessi rök eru fáránleg því að aðstandendur þess- ara barna vita fyrirfram um jóla- og páskafrí og hafa gert viðeigandi ráð- stafanir. Enginn veit hinsvegar hversu langt verkfallið varir sem eykur á óvissu og vanlíðan þessara barna. Skorað er á samtök kennara að ef þeir vilja viðhalda samúð al- mennings með málstað sínum að sýna sanngirni og al- menna félagslega ábyrgð þegar kemur að afgreiðslu undan- þága til þeirra barna sem eru verst stödd. Ráðamenn þjóðar- innar virðast hafa litl- ar áhyggjur af ástand- inu enda samkvæmt fréttum flestir að spóka sig í útlöndum þessa dagana. Þeim hlýtur þó að vera ljóst að lög kveða á um að skólaskylda er í land- inu og hlýtur ábyrgð þeirra að vera nokkur. Ef fjármagn vantar til að bæta laun kennara mætti t.d. skera niður ferðakostnað opinberra starfsmanna, útgjöld til utanríkis- mála svo og niðurgreiðslur á kinda- kjöti. Hugleiðingar um kennaraverkfall Guðmundur Geirsson fjallar um kennaraverkfallið Guðmundur Geirsson Höfundur er læknir. BRESKIR andstæðingar ESB hafa verið duglegir að heimsækja landið okkar að undanförnu. Einn af þeim, Daniel Hannan, fulltrúi á Evrópuþinginu hélt ræðu í Nor- ræna húsinu í síðustu viku. Undirritaður var einn af þeim sem sótti þennan fund og blöskraði sú mynd sem hann dró upp af ESB sem spilltu bákni stjórnuðu af elítu embætt- ismönnum í engum tengslum við almenn- ing í aðildarlönd- unum. Reyndar má margt misjafnt segja um ESB og ekki er það fullkomið frekar en önnur mannanna verk en sú mynd sem þessi þingmaður dró upp er í mjög litlum takti við raunveru- leikann. Þingmaðurinn er mjög tungulipur og það runnu upp úr honum alls konar töl- ur og dæmi en í flest- um tilfellum er um undantekningar eða skrumskælingu á sannleikanum að ræða. Hannan byrjaði á því að tala um hve mikil spilling væri í ESB og kom með dæmi um það. Þar vísaði hann einkum í mál sem komu upp árin 1997 en ekki kom hann með nýrri dæmi. Stað- reyndin er sú að hlutfallslega var um mjög litlar upphæðir að ræða og ekki meira en kemur upp í stjórnsýslu flestra landa. Það hef- ur til dæmis verið bent á að mun hærri upphæðir eru sviknar út úr félagslega kerfinu í Bretlandi. Með þessu er ég ekki að réttlæta slíkt svindl en menn verða horfa á heildarmyndina. Evrópusam- bandið hefur frá þessum tíma breytt mjög verklagsreglum sín- um og hert mjög allt fjárhagseft- irlit með öllum verkefnum og styrkveitingum. Hins vegar er starfsemi ESB það fjölbreytt og víðfeðm að aldrei verður al- gjörlega hægt að koma í veg fyrir mannlegan breyskleika frekar en í stjórnsýslu aðildarlandanna. Hannan hélt því fram að enginn hefði verið dregin til ábyrgðar í þessu máli en staðreyndin er sú að öll framkvæmdastjórn ESB undir forystu Santer sagði af sér. Þekkjum við dæmi um það frá einhverju landi að heil yfirstjórn fyrirtækis eða stofnunar hafi sagt af sér vegna slíkra mála? Nei, ég held ekki. Síðan má ekki gleyma því að spillingin og fjárdrátturinn fór fram í aðildarlöndunum og þar eru aðildarríkin ábyrg fyrir eftirliti og refsingum. Hinir fáu embættismenn í Brussel hafa hvorki umboð né þau tæki og tól til að ná meintum svikurum. Það er ekki til nein ESB-lögregla þannig að gagnrýnin ætti að snúa að aðildarlöndunum en ekki Brussel. Í Norræna húsinu talaði þing- maðurinn um þá góðu gömlu daga þegar Evrópuþjóðir voru ,,frjáls- ar“ og gátu gert það sem þær vildu. Hann gleymdi reyndar að geta þess að þær voru ábyrgar fyrir eins og tveimur heimsstyrj- öldum! Það er eins og þessum einangrunarsinnum sé ómögulegt að muna að Evrópusambandið var stofnað til að koma í veg fyrir að slík stríð myndu brjótast út aftur. Reynslan hefur sýnt að ESB hef- ur náð þessu meginmarkmiði sínu en atburðirnir í fyrrum Júgó- slavíu sönnuðu að það þarf alltaf að vera varðbergi gagnvart þjóð- ernishyggju og mannfyrirlitningu. Þegar Hannan lét móðan mása og lét út úr sér meðal annars ósmekkleg ummæli um Romano Prodi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þurfti ég að spyrja sjálfan mig. Er hér um fá- fræði eða fordóma eða ræða? Ég er ekki viss. Í fyrirspurnartíma eftir ræðu hans hélt breski þingmaðurinn því meðal annars fram að ástæðan fyr- ir því að A-Evr- ópulöndin hefðu gengið í ESB væri sú að embættismenn og stjórnmálamenn í þessum löndum sæju fram á gósentíð í embættum í Brussel. Þetta sagði hann án þess að blikna! En sú lítilsvirðing sem hann sýnir íbúum A-Evr- ópu með þessum ummælum en hann var ekki hafa fyrir því að upplýsa að mikill meirihluti íbúa í A-Evrópulöndunum kaus í frjálsum kosningum að ganga til liðs við Evrópu- sambandið. Einnig er vert að benda á hina kostulegu setningu á heimasíðu Daniels Hannan þar sem segir (feitletrað er höfundar) :http:// www.hannan.co.uk No country has contributed as has Britain to the happi- ness of mankind. We were responsible for the end of slavery, for the introduction of civilisation to much of the New World, for the establish- ment of global free trade. Guðs útvalda þjóð eða hvað! Mér skilst að Hannan hafi heimsótt utanríkisráðuneytið og forseta Íslands. Það er ekkert að því að sýna útlendingum gest- risni. En eru þetta þeir menn sem við ættum að leita eftir leiðsögn um alþjóðleg málefni! Ég segi fyrir mitt leyti, nei takk! Fáfræði eða fordómar? Andrés Pétursson fjallar um Evrópumál ’Sú mynd semþessi þingmað- ur dregur upp af ESB er í litlum takti við raunveruleik- ann.‘ Andrés Pétursson Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. ÉG HEF undanfarið ár lagt mig nokkuð eftir að kynna mér og ræða málefni blaðbera eftir þá reynslu sem ég hef af því að aðstoða son minn við að bera út Fréttablaðið og DV í tæp tvö ár. Það hefur verið nokkuð fróðlegt að kynnast því umhverfi sem blað- burðarbörnum er boð- ið upp á. Eftir ára- langa baráttu var fyrst gerður formlegur kjarasamningur milli Árvakurs og VR snemma árs 2003. Ekki hefur tekist enn að koma á slíkum samningi við Frétt ehf. sem gefur út Frétta- blaðið og DV. Ástæða þess er að útgáfufélagið hefur engan áhuga á að gera slíkan samning vegna þess að fyrirtækið hefur því sem næst frítt spil um hvaða kröfur það gerir til þeirra sem ráðnir eru til blaðburðar og hefur einnig sjálf- dæmi um hvað greitt er fyrir störf- in. Í ráðningarsamningi milli Fréttar ehf. og blaðbera segir eftirfarandi: „NN er ráðinn til að bera út Fréttablaðið ásamt meðfylgjandi blöðum og bæklingum.“ Þetta túlkar útgáfufélagið Frétt ehf. á þann hátt að það séu lítil takmörk fyrir hvað felst í orðunum „meðfylgjandi blöð- um og bæklingum“. Þegar sonur minn var ráðinn bjóst maður við að þetta þýddi að það væri einn og einn auglýsingabæklingur með blaðinu annað slagið. Reynslan er hins veg- ar talsvert önnur eins og eftirfar- andi dæmi sýna: 1. Komið hefur fyrir að fjórir aug- lýsingabæklingar hafa fylgt með einu Fréttablaði, þrír lausir og einn inni í blaðinu. Fyrir þrettán ára barn hefði þetta þýtt tvo hringi í hverfinu í stað eins á venjulegum degi. 2.Tvisvar á síðastliðnum vetri var blaðberum Fréttablaðsins falið að bera út verulegan fjölda af DV í auglýsingaátaki. Við bárum t.d. út í tvígang um tuttugu eintök af DV í þrjár vikur hvort skiptið í slíku kynningarátaki. Fyrir hvert eintak af DV var greidd ein kr. á dag þann- ig að fyrir að bera út 20 blöð á ákveðin heimilisföng í þrjár vikur voru greiddar samtals 300 krónur. 3. Sl. vor var blaðberum Frétta- blaðsins kynnt það nýmæli til framþróunar að nú ætti að láta þá bera út tímarit sem send eru á ákveðin heimilisföng í áskrift. Fyrir hvert blað átti að greiða fimm krón- ur. Ég hringdi í Fréttablaðið og mótmælti þessu harðlega því í þessu fælist svo mikil auka- vinna að óásættanlegt væri. Ég hringdi einnig í Morgunblaðið og kannaði hvað Árvakur borgaði fyrir slíkan út- burð (Viðskiptablaðið er borið út með Morg- unblaðinu). Þar eru greiddar 13 kr. 25 aur- ar á hvert slíkt blað á meðan Fréttablaðið ætlaði að greiða 5 krónur. Reyndin hefur síðan orðið sú að það hefur ekki komið nema ein slík sending í töskur blaðburð- arbarna og á vonandi ekki eftir að koma önnur slík. Einn áfangi hefur náðst á því tímabili sem er liðið frá því ég hóf að skoða málefni blaðburðarbarna. Þá voru allt niður í sjö ára gömul börn ráðin í vinnu hjá Frétt ehf. á meðan landslög kváðu á um að ekki mætti ráða yngri börn en 13 ára gömul í vinnu. Þetta hefur verið lagað eftir að Vinnueftirlitið gekk í málið. Engu að síður er langt í land að staðan verði ásættanleg. Á það vafalaust rót sína að rekja til þess að þeir sem bera út blöð eru fólk sem leggur þessa vinnu á sig vegna þess að það vantar svolítinn aukapening. Það eru börn, aldrað fólk, námsmenn og erlent fólk sem er að fóta sig í sam- félaginu. Þetta er hópur sem ekki er líklegt að skipuleggi sig í harðar að- gerðir gegn vinnuveitanda sem gengur eins langt og fært er. Þetta er hópur sem á ekki auðvelt með að afla sér aukavinnu til að drýgja tekj- urnar og lætur því ýmislegt yfir sig ganga. Ef einhverjir gefast upp þá eru sífellt nýir sem vilja prufa. Allt- af eru að bætast við ný 13 ára gömul börn, alltaf bætist við nýtt námsfólk og sífellt bætist nýtt fólk í þann hóp sem kallast aldraðir. Þannig er áhætta vinnuveitenda afar lítil enda þótt einhverjir gefist upp eða séu reknir. Því er ábyrgð samfélagsins og aðila vinnumarkaðarins í þessu sambandi veruleg. Minna má á að í kjarasamningum árið 2000 var undir það skrifað að gengið skyldi frá kjarasamningum fyrir hönd blað- bera með hraði. Fyrir einu og hálfu ári náðust samningar við Árvakur hf. en mikið er enn óunnið. Ég skora á forystu VR að takast á við þetta viðfangsefni af alefli og koma því í heila höfn. Það er mikið fengið með því að ganga frá formlegum kjara- samningi. Enda þótt ekki náist allt í fyrstu lotu er kominn af stað form- legur ferill sem hægt verður að nota til að ná fram ásættanlegum vinnu- aðstæðum til handa blaðberum og skipa málum þannig að þeir séu ekki algerlega vanmáttugir gagnvart at- vinnurekanda sem ákvarðar leik- reglur og þóknun fyrir vinnuna al- gerlega að eigin geðþótta. Málefni blaðbera, er eitthvað að gerast? Gunnlaugur Júlíusson fjallar um kjör blaðbera ’Engu að síður er langtí land að staðan verði ásættanleg.‘ Gunnlaugur Júlíusson Höfundur er faðir blaðburðardrengs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.