Morgunblaðið - 27.09.2004, Síða 20

Morgunblaðið - 27.09.2004, Síða 20
20 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. K B banki hefur gert sér far um að vera skrefi á undan kröfum stjórnvalda og mark- aðsaðila um góða stjórnarhætti og upplýsingagjöf. Því til staðfestingar falla stjórn- arhættir bankans í einu og öllu að leiðbeiningum Versl- unarráðs Íslands, Samtaka atvinnulífs- ins og Kauphallar Ís- lands, sem gefnar voru út á árinu, og ganga reyndar lengra. Í stærstu félögum á markaði, sem eiga það sammerkt að tekjur þeirra mynd- ast að mestu utan Ís- lands, hefur tíðkast að hafa starfandi stjórnarformenn. Má þar nefna Bakkavör, KB banka, Opin kerfi og Samherja. Hið sama gildir í raun um Landsbankann og Flug- leiðir. Svipað er uppi á teningnum í Actavis og Burðarási, og í hinu óskráða félagi Samskipum. Öll hafa þessi fyrirtæki þá framtíð- arsýn að áframhaldandi vöxtur verði fyrst og fremst utan Íslands. Stjórnarformenn þessara félaga hafa meira eða minna stjórnað þeim útrásarverkefnum sem standa undir tekjumynduninni er- lendis og hluthafar félaganna hafa samþykkt að hafa þennan háttinn á. Lausleg könnun á því hvernig félögum sem hafa starfandi stjórn- arformenn hefur vegnað í sam- anburði við önnur virðist þeim fyrrnefndu hagstæð, sé miðað við verðmætasköpun fyrir hluthafa. Órökstudd tillaga Samt sem áður verður ekki ann- að skilið af nýlegu frumvarpi, sem byggt er á meirihlutaáliti skýrslu nefndar viðskiptaráðherra um ís- lenskt viðskiptaumhverfi, að við- skiptaráðherra telji fyrirkomulagið með starfandi stjórnarformenn einhverskonar víti til að varast. Í skýringum við frum- varpið kemur fram það viðhorf að stjórn- arformaður eigi ekki að vera starfsmaður fyrirtækis, skuli ekki vera meðal æðstu stjórnenda – eða hafa verið í þeim hópi – og að hann eigi að vera óháður hlutafélaginu. Hvorki í frumvarp- inu né í meirihlutaálit- inu er sú tillaga að þrengja að heimildum félaga til þess að hafa starfandi stjórn- arformann rökstudd á sannfærandi hátt. Niðurstaðan er frekar til þess fallin að skapa óvissu og hlutverkarugling en að skýra verkaskiptingu og vernda hag hluthafa, eigenda og fjárfesta gegn hugsanlegum ágangi stjórn- enda. Samkvæmt hlutafélagalögum má sami maður ekki vera bæði fram- kvæmdastjóri félags og stjórn- arformaður þess. Viðskiptaráð- herra virðist vera í nöp við það að stjórnarformaður sé í fullu starfi fyrir stjórn félags. Það er eins og talið sé að slíkt vinnuframlag hljóti að ganga inn á verksvið fram- kvæmdastjóra við daglegan rekst- ur félagsins, eða að það torveldi eftirlitshlutverk stjórnarinnar. Hér er augljóslega á ferðinni misskilningur á hlutverki f kvæmdastjóra sem er bein skilgreint í lögum, þar sem kemur að framkvæmdastj ist daglegan rekstur. Þau sem starfandi stjórnarform fást almennt við taka alls e daglegs rekstrar, enda eru ekki hluti af framkvæmda lagsins. Framkvæmdastjó hefði það hlutverk með hö sem starfandi stjórnarform mennt hafa, vanrækti því b skyldur sínar samkvæmt h félagalögum og færi út fyr valdsvið sem honum er fen lögunum. Mun erfiðara sýn draga skýr mörk á milli va starfssviðs tveggja eða flei settra framkvæmdastjóra draga slík mörk á milli fra kvæmdastjóra og starfand arformanns. Sjálfstæði og stefnumótun Stjórnarformaður KB b gegnir sínu hlutverki á gru samþykkta félagsins, sem eru af hluthöfum. Hlutverk nánar skilgreint í starfsreg stjórnar og í opinberri lýsi stjórnarháttum bankans. A stjórnarmenn KB banka e arformaðurinn eru óháðir, ekki í þeim tengslum við b sem gætu bundið hendur þ og hver um sig getur krafi stjórnarfundar. Með eigin verki hefur bankinn þanni stjórn það sjálfstæði sem h til þess að geta sinnt eftirl hlutverki sínu, hvort heldu gagnvart framkvæmdastjó starfandi stjórnarformann Óháðir og sjálfstæðir stj armenn þurfa hins vegar u ingar til þess að geta móta Eftir Sigurð Einarsson Starfandi stjórnar formaður lykill að sjálfstæði stjórna Sigurður Einarsson Á síðasta stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavík- ur var gengið frá yf- irtöku Og Vodafone á Línu.Neti. Það kom ekki á óvart, öllum hefur verið ljóst um langan tíma að fyrirtækið hafði ekki rekstrargrundvöll. Þrátt fyrir ítrekaðar björgunar- aðgerðir með al- mannafé án árangurs hefur meira að segja R-listinn áttað sig á því að þetta er búið spil. Síðasti ársreikn- ingur sýndi svo ekki var um villst að dæmið var vonlaust. Eftir að Lína.Net heyrir sögunni er Orkuveitan ekki með neitt fjarskiptafyr- irtæki á sínum vegum. Þegar umsvifin voru mest ráku sveit- arstjórnarmenn R-listans þrjú fyr- irtæki á samkeppn- ismarkaði, Línu.Net, Tetra-Ísland og Rafmagnslínu. Öll fyrirtækin eiga upptök sín í Línu.Neti sem var upphaflega stofnað til að flytja tölvuboð í gegn- um raflínur og í fyrirtækið átti að setja að hámarki 200 milljónir. Fyr- irtækið átti að fara á markað ekki seinna en árið 2001. Borgarfulltrúar og fyrrverandi borgarstjóri vörðu allar fjárfestingar félagsins og töldu að Lína.Net hefði náð stórkostleg- um árangri og margfaldað virði sitt. Annað hefur komið á daginn og nú tekur Og Vodafone fyrirtækið yfir með gríðarlegum kostnaði fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Á starfs- tíma Línu.Nets fyrirtækjanna hefur ýmislegt gengið á:  Ekkert fyrirtækjanna, Lína.Net, Rafmagnslína eða Tetra-Ísland, hefur nokkru sinni skilað hagnaði þrátt fyrir fyrirheit forystu- manna R-listans þar um. Tapið sam- anlagt er á núvirði um 1.800 milljónir  Framlög til fyr- irtækjanna eru 3.800 milljónir á nú- virði og er þá ekki talinn með sá kostn- aður sem leggst til vegna samningsins vegna Og Vodafone eða vegna fjárfest- inga Orkuveitunnar í ljósleiðara.  Allt framlag OR til fyrirtækisins Tetra- Íslands var af- skrifað um 450 milljónir króna og allar líkur eru á því að þær 50 milljónir sem settar voru til við- bótar séu einnig glataðar.  Fyrirtækið Irja var keypt á 250 milljónir króna, þrátt fyrir að vit- að væri að það væri verðlaust fyr- irtæki, og ekki hefur enn fengist upplýst afhverju farið var út í þau kaup. Kaupin voru upphafið af Tetra-ævintýrinu sem endaði eins og áður sagði með þv Orkuveitan afskrifaði allt sitt í félaginu.  Allan þann tíma sem fyri hafa starfað hefur mikil l hvílt yfir starfsemi þeirra gert af hálfu R-listans og staklega stjórnarforman Línu.Nets, Alfreðs Þorst sonar, til að koma í veg fy lega upplýsingagjöf til bo trúa og almennings. Það er ljóst að þessi ákvö tekin í neyð og ekki er ljóst pólitískur leiðtogi R-listans stjórnarfomaður OR og Lín Alfreð Þorsteinsson, hafi át alvöru þessa máls fyrr en á mánuðum. Hann rakti það í grein um síðustu áramót að ystumenn Orkuveitunnar v „síður en svo óánægðir með vindu fjarskiptamála á vegu irtækisins,“ en samanlagt t irtækjanna var á síðasta ári milljónir króna og í kjölfar arinnar var allt hlutafé Ork unnar afskrifað í Tetra-Ísla Lína.Net leggur u Eftir Guðlaug Þór Þórðarson ’Það verða að vsterk rök fyrir þv fyrirtækið fari út samkeppnisreks og mikilvægt að skil verði á milli bundins reksturs lagsins og samk isreksturs þess. Guðlaugur Þór Þórðarson ÓLYMPÍUMÓT FATLAÐRA Ólympíumót fatlaðra stendur núyfir í Aþenu og lýkur á morg-un. Þátttöku Íslendinga í leik- unum lauk í gær og verður ekki annað sagt en að árangur þeirra hafi verið sérlega glæsilegur. Þrír keppendur fóru til Aþenu, Kristín Rós Hákonar- dóttir, Jón Oddur Halldórsson og Jó- hann Rúnar Kristjánsson, og koma þau heim aftur með fern verðlaun. Kristín Rós og Jón Oddur komust á pall sama daginn og var Ólafur Magn- ússon, framkvæmdastjóri Íþrótta- sambands fatlaðra, að vonum himin- lifandi: „Þetta er örugglega einn stærsti dagurinn í sögu okkar. Við er- um í sjöunda himni með árangurinn. Það er ekki hægt að biðja um meira.“ Kristín Rós Hákonardóttir á lang- an og farsælan feril að baki og sýndi enn og aftur hvers hún er megnug. Hún vann til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi og gullverðlauna í hundrað metra baksundi og setti um leið heims- og Ólympíumet í grein- inni. Kristín Rós hefur nú unnið til 14 verðlauna á fjórum Ólympíumótum og eru sex Ólympíugull í safni hennar. Jón Oddur Halldórsson fékk tvenn silfurverðlaun í Aþenu, í 100 metra og 200 metra hlaupi. Í 100 metra hlaup- inu var hann aðeins 31⁄100 á eftir sigur- vegaranum í greininni, sem kom í mark á heimsmeti. Jóhann Rúnar Kristjánsson keppti í borðtennis. Hann keppti þarna á sínu fyrsta stórmóti og þurfti meðal annars að etja kappi við Ólympíu- meistarann frá því fyrir fjórum árum. Jóhann Rúnar sýndi að hann er bráð- efnilegur. Ólympíumót fatlaðra vekur ekki sömu athygli og hinir hefðbundnu Ólympíuleikar, en þar eru hins vegar oft unnin meiri afrek. Þeir keppend- ur, sem nú eru að ljúka keppni í Aþenu, hafa margir þurft að yfirstíga miklar hindranir til þess eins að geta tekið þátt í íþróttum. Um leið eru þeir öðrum fötluðum fyrirmynd um það hvaða árangri er hægt að ná með þrautseigju og eljusemi. Glæstustu sigrar þeirra eru ekki endilega í því fólgnir að komast á verðlaunapall heldur sigrast á fötlun sinni. Það er því full ástæða til þess að óska þátt- takendunum á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu til hamingju með árangurinn og ekki síst íslensku Ólympíuförun- um. VAXANDI EFASEMDIR LÖGFRÆÐINGA Svo virðist sem vaxandi efasemdagæti hjá lögfræðingum um það fyrirkomulag að dómarar við Hæsta- rétt veiti umsagnir um umsækjendur um dómarastöður. Í Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir Pál Sigurðs- son, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, þar sem hann segir m.a.: „Hvað sem því líður er bersýnilegt að þessi umsagnarskylda Hæstarétt- ar, með harkalegri gagnrýni og deil- um í samfélaginu, sem líklegt er að tengist henni, er til þess fallin að skapa mikla og skaðvæna ókyrrð um réttinn og ekki er heldur hægt að horfa fram hjá því, að framkvæmdin hefur beinlínis orðið til að skapa van- traust hjá mörgum í garð réttarins, ekki sízt hjá fjölmörgum löglærðum mönnum, þótt aðrir hafi borið blak af honum.“ Síðar í grein sinni segir prófess- orinn: „Niðurstaðan um röðunina verður því óhafandi eins og hér var í pottinn búið og jafnframt skaðleg fyrir um- sækjendur jafnt sem réttinn sjálfan. Af þessari ástæðu hefur ráðherra enga stoð af umsögn Hæstaréttar, hvað röðun umsækjenda varðar, enda eru aðferðir réttarins við sam- anburð einstakra umsækjenda innan hvers matsþáttar um sig einnig mjög umdeilanlegar svo að ekki sé fastara að orði kveðið.“ Hér er sterkt til orða tekið af lagaprófessor, sem er þekktur fyrir hófsemd í málflutningi. Niðurstaða Þórðar S. Gunnarsson- ar, forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík, er mjög svipuð í grein hér í blaðinu í gær. Þórður segir m.a.: „Í fyrsta lagi má halda því fram að röðun af þessu tagi sé ekki í verka- hring Hæstaréttar með hliðsjón af orðalagi og tilgangi þeirra laga- ákvæða, er um umsögnina gilda. Í öðru lagi er alls ekki ljóst hvaða sjónarmið hafa ráðið röðuninni enda segir meirihluti Hæstaréttar í um- sögninni, að þau atriði, sem réttur- inn hafi talið mestu skipta um hæfni umsækjenda hljóti eðli máls sam- kvæmt að hafa misjafnt vægi inn- byrðis og því fari fjarri að eitthvert eitt þeirra geti ráðið niðurstöðu. Röðunin byggist þannig á veikum og matskenndum grunni og getur aldrei orðið annað en óskalisti höfunda og vísbending um hvern eða hverja þeir vilja helzt til samstarfs. Röðun af þessu tagi getur leitt af sér mikinn ágreining og eftirmál, sem veikt geta Hæstarétt sem stofnun og æskilegt hefði verið að forðast.“ Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, hefur einnig látið í ljósi efasemdir um þessa skipan mála. Í frétt í Morg- unblaðinu 28. apríl árið 2000, þar sem leitað var umsagnar nokkurra aðila um frumvarp nokkurra þing- manna Samfylkingar á þeim tíma um skipan dómara við Hæstarétt sagði m.a.: „Eiríkur benti einnig á, að gert sé ráð fyrir því í gildandi lögum að Hæstiréttur láti í té umsögn um um- sækjendur um dómarastöður við réttinn. Gagnrýna megi það fyrir- komulag, sem geri ráð fyrir að þeir dómarar, sem fyrir eru í réttinum ákveði hverjir taki sæti dómara við réttinn.“ Þær umræður, sem orðið hafa að þessu sinni um umsagnarskyldu dómara við Hæstarétt, þegar stöður dómara við réttinn eru auglýstar lausar til umsóknar, benda til þess að tilefni sé til að taka þetta ákvæði til endurskoðunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.