Morgunblaðið - 27.09.2004, Side 28

Morgunblaðið - 27.09.2004, Side 28
28 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR R A Ð A U G L Ý S I N G A R NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Brekka, LNR. 140945, ehl. gþ., Ísafjarðarbæ, þingl. eig. Eygló Krist- jánsdóttir, Finnbogi Kristjánsson, Jóhannes Kristjánsson og Oddbj- örn Stefánsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Íslands og Lánasjóð- ur landbúnaðarins, föstudaginn 1. október 2004 kl. 16:15. Brimnesvegur 6, fnr. 0212-6337, Flateyri, þingl. eig. Malgorzata Wlodarczyk, gerðarbeiðandi Ísafjarðarbær, föstudaginn 1. október 2004 kl. 13:30. Fjarðargata 16, 0101, fnr. 212-5504, Þingeyri, þingl. eig. Kristín Auður Elíasdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 1. október 2004 kl. 14:30. Hafnarstræti 1, 0101, fnr. 212-5561, Þingeyri, þingl. eig. Þórður Sig- urðsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Ísafjarðarbær, föstu- daginn 1. október 2004 kl. 14:45. Hlíðargata 42, 0101, fnr. 212-5595, Þingeyri, þingl. eig. Jónína Kristín Sigurðardóttir og Konráð Kristinn Konráðsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Ísafjarðarbær og Tryggingamiðstöðin hf., föstudag- inn 1. október 2004 kl. 15:00. Mjallargata 1, 0302, fnr. 212-0050, Ísafirði, þingl. eig. Jón Benóný Hermannsson og Jenný Edda Jónasdóttir, gerðarbeiðandi Íbúða- lánasjóður, föstudaginn 1. október 2004 kl. 10:45. Stakkanes 16, 0101, fnr. 212-0402, Ísafirði, þingl. eig. Magnús Jóns- son og Málfríður Hjaltadóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Vestfirð- inga, föstudaginn 1. október 2004 kl. 11:45. Túngata 21, 0301, fnr. 212-0787, Ísafirði, þingl. eig. Guðmundur Matthías Guðmannsson og Marta Pálsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúða- lánasjóður, föstudaginn 1. október 2004 kl. 11:15. Ólafur Hallgrímsson fulltrúi Sýslumaðurinn á Ísafirði, 23. september 2004. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrif- stofu embættisins í Hafnarstræti 1, Ísafirði, sem hér segir Auðbjörn ÍS-17, sk.skr.nr. 1888, ásamt öllum rekstrartækjum og búnaði, þingl. eig. Andvaraútgerðin sf., gerðarbeiðandi Byggðastofn- un, föstudaginn 1. október 2004 kl. 10:00. Hrönn ÍS-74, sk.skr.nr. 0241, ásamt öllum rekstrartækjum, þingl. eig. Nökkvi, gerðarbeiðandi Byggðastofnun, föstudaginn 1. október 2004 kl. 10:30. Ólafur Hallgrímsson. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 23. september 2004. TILBOÐ / ÚTBOÐ Framkvæmdanefnd um einkavæðingu f.h. fjármálaráðuneytisins óskar eftir tilboðum í: Ráðgjöf vegna sölu Landssíma Íslands hf. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu undir- býr nú sölu á hlutabréfum ríkisins í Landssíma Íslands hf. Liður í þeim undirbúningi er að móta og leggja tillögur fyrir ráðherranefnd um einkavæðingu um hvernig að sölunni verður staðið. Framkvæmdanefndin leitar eftir þjónustu ráð- gjafa vegna þeirra verkefna sem framundan eru. Leitað er til innlendra og erlendra ráðgjafa um tilboð. Útboðsgögn, þar sem fram koma kröfur sem nefndin gerir til slíks ráðgjafa, liggja fyrir hjá nefndinni. Útboðsgögn verða send þeim sem hafa hug á að taka þátt í útboðsferl- inu og eftir þeim óska. Tilboðum skal skila til verkkaupa eigi síðar en kl. 16:00 mánudaginn 25. október 2004. Nánari upplýsingar og útboðsgögn má nálgast hjá Stefáni Jóni Friðrikssyni í fjármálaráðu- neytinu. Netfang: einkavaeding@fjr.stjr.is. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu 27. september 2004. TILKYNNINGAR Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000 um mat á umhverfisáhrifum. Eyjafjarðarbraut eystri um Möðruvelli, Eyjafjarðarsveit. Þorskeldi, Salar Islandica, allt að 3000 tonn á ári, í sjókvíum í Fáskrúðsfirði. Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 25. októ- ber 2004. Skipulagsstofnun. MÍMIR 6004092719 III  HEKLA 6004092719 IV  GIMLI 6004092719 I Fjhst. I.O.O.F. 19  1859278  Fr I.O.O.F. 10  1859278  NAUÐUNGARSALA TUGIR þúsunda trúboða á vegum mormónakirkjunnar Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu stunda trúboð víðs vegar um heim- inn ár hvert. Hér á Íslandi hefur verið óslitið trúboð síðan 1975 og eru að jafnaði á bilinu milli 6 og 10 trúboðar staddir á landinu í einu, en samtals má áætla að 130–150 trúboðar hafi starfað hér síðustu þrjá áratugi. Í hópi þeirra eru Steve Andersen og Darron Allred, sem dvöldu hér við trúboð í byrjun níunda áratugarins, en nýverið komu þeir aftur til Íslands í stutta heimsókn. Báðir voru þeir innan við tvítugt þegar þeir komu til starfa hérlendis, en þeir segja hefð fyrir því að strákar fari í tveggja ára trúboð þegar þeir verða nítján, en stúlkur þurfi hins vegar að vera orðnar tuttugu og eins árs. „Þeir sem fara í trúboð þurfa í raun að setja líf sitt í bið- stöðu í tvö ár, því þeir þurfa að taka sér frí frá skóla, yfirgefa fjöl- skyldur og jafnvel maka og hafna eða slá á frest vinnutilboðum, allt til þess að geta helgað sig því að deila trú sinni með öðrum,“ segir Steve, sem dvaldi hér á Íslandi á árunum milli 1982–84 og sá síðan um að þjálfa Darron sem kom til landsins 1984 og dvaldi í tvö ár. Aðspurðir hvað taki við að trú- boði loknu segja þeir Steve og Darron og fólk taki einfaldlega upp þráðinn þar sem frá var horf- ið. „Margir fara í nám, aðrir fara beint út á vinnumarkaðinn og svo koma menn sér auðvitað upp fjöl- skyldu,“ segir Darron sem í dag starfar sem ráðgjafi við Brigham Young-háskólann í Utah, er giftur og á sex dætur, en Steve, sem einnig er giftur og á fjóra syni, á og rekur í dag ein níu fyrirtæki og er með rúmlega sex hundruð manns í vinnu. Þeir Darron og Steve leggja áherslu á að þó að vissulega snúist trúboðið um að miðla fagnaðarboðskap Krists þá Hollt að sjá heiminn með augum annarra Morgunblaðið/Golli „Með tilkomu vefjarins langar okkur til að stuðla að auknum samskiptum milli þeirra tæplega 150 trúboða sem dvalið hafa hérlendis á síðustu þrjátíu árum, því ég veit að þeim þykir eins og okkur afar vænt um Ísland og Ís- lendinga eftir veru sína hér, enda ekki hægt að eyða tveimur árum ævi sinnar á einhverjum stað án þess að tengjast honum sterkum tilfinninga- böndum,“ segir Steve Andersen (t.h.) sem ásamt Darron Allred (t.v.) stund- aði trúboð hér á landi fyrir rúmum tuttugu árum. Ætla að koma upp vef um trú- boða sem starfað hafa hér á landi FÉLAGSFUNDUR var hald- inn í Verkalýðsfélaginu Vöku í Siglufirði laugardaginn 25. september. Fundurinn lýsir þungum áhyggjum af hnignun atvinnu- lífs í Siglufirði. Félagið telur að oft hafi verið þörf á því að bæj- arbúar taki höndum saman, en nú sé það orðin brýn nauðsyn að allir þeir sem vettlingi geta valdið sameinist um að snúa vörn í sókn. Félagið fagnar því þeim hugmyndum sem fram koma í fundargerð bæjarráðs Siglufjarðar frá 8. sept. 8. lið um ráðstefnu um atvinnumál og fund með forsætisráðherra. Einnig kemur fram í álykt- uninni að Verkalýðsfélagið Vaka telur það mjög alvarlegt þegar fyrirtæki og stofnanir nýta sér bágt atvinnuástand og gera tilraunir til að færa kjör starfsmanna sinna niður að eða niður fyrir lágmarkskjör. Siglufjörður Áhyggjur vegna atvinnu- ástands ÍSLENSK málnefnd hefur ákveðið að veita viðurkenningu fyrir íslenska málnotkun í aug- lýsingum. Fyrir nokkrum áratugum voru alþekkt einkunnarorðin „af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“ í auglýsingum frá verslun þar sem m.a. fengust ávextir. Óskað er eftir ábendingum frá almenningi um góð einkunn- arorð eða orðasambönd sem notuð eru í nýjum og nýlegum auglýsingum á prenti, í vefmiðl- um, útvarpi eða sjónvarpi. Til greina koma hvers kyns auglýs- ingar þar sem möguleikar í ís- lenskri málnotkun eru nýttir á sérlega snjallan og smekklegan hátt í einkunnarorðum eða orða- samböndum. Tekið er við ábendingum í Ís- lenskri málstöð, Neshaga 16, 107 Reykjavík, netfang kari@is- mal.hi.is. Frestur er til 31. októ- ber 2004. Stefnt er að því að veita viðurkenninguna 20. nóv- ember á málræktarþingi Ís- lenskrar málnefndar sem verð- ur haldið undir merkjum dags íslenskrar tungu, segir í frétta- tilkynningu. Viðurkenning fyrir íslenskt mál í auglýs- ingum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.