Morgunblaðið - 06.11.2004, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.11.2004, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VÍSAÐ ÚR LANDI Ellefu mönnum úr dönskum mót- orhjólaklúbbi, Hogriders, sem hing- að komu með þremur áætl- unarvélum frá Kaupmannahöfn og Osló, var vísað úr landi seint í gær- kvöldi. Sumir úr hópnum eru á sakaskrá fyrir alvarleg brot gegn hegningarlögum. Jafngilt stríði Þórólfur Árnason borgarstjóri segir í viðtali í Mbl. í dag að hann hefði verið að segja valdakerfi landsins stríð á hendur ef hann hefði axlað ábyrgð og gengið út úr olíuviðskiptunum þegar hann starf- aði hjá Olíufélaginu. Valdamestu menn landsins hefðu setið í stjórn- um olíufyrirtækjanna. Myndu sleppa Hassan Samtök Jórdanans Abu Musabs al-Zarqawi hvetja til þess að íraskir mannræningjar sleppi hjálp- arstarfsmanninum Margaret Hass- an úr haldi, „nema sannist að hún sé samstarfsmaður [Bandaríkj- anna].“ Þetta kom fram í yfirlýs- ingu sem samtök al-Zarqawis birtu á vefsíðu sinni í gær. Ræningjar Hassan höfðu áður hótað að færa hana hópi al-Zarqawis, sem af- höfðað hefur fjölmarga vestræna gísla. 100% lán til íbúðakaupa Íslandsbanki tilkynnti í gær að bankinn muni frá og með mánudegi bjóða 100% lán til íbúðakaupa. For- maður Félags fasteignasala fagnar ákvörðuninni og segir að með þessu séu landsmenn „að stökkva inn í nútímann“ miðað við þróunina ann- ars staðar. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 37/42 Viðskipti 16 Messur 36/37 Erlent 18/19 Kirkjustarf 35 Höfuðborgin 21 Dans 46 Akureyri 22 Staksteinar 59 Suðurnes 23 Myndasögur 48 Árborg 22 Bréf 34 Landið 22 Dagbók 48/51 Listir 24 Leikhús 52 Daglegt líf 25/26 Fólk 53/57 Ferðalög 27 Bíó 54/57 Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 58 Umræðam 28/34 Veður 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                   ! " #        $         %&' ( )***                           GOSIÐ í Grímsvötnum er nú óðum að ganga niður og sjást nú einungis gufubólstrar í gosstöðvunum og ein- staka sprenging. Gosið var gjósku- gos frá upphafi til enda og náði ekki að breytast í hraungos. Freysteinn Sigmundsson hjá Jarð- vísindastofnun Háskóla Íslands segir að gosið hefði þurft að byggja sig upp úr vatninu til að breytast í hraungos en mikill ís og vatn olli því að svo fór ekki. Myndarlegur gígur myndaðist í gosinu og verður tíminn að leiða í ljós hversu lengi hann mun sjást áður en ís skríður að gosstöðv- unum aftur. Fyrirsjáanlegt er að talsverður jarðhiti verður við gíginn næstu árin, jafnvel fram að næsta gosi, sem gæti komið innan nokk- urra ára ef miðað er við hve stutt hefur verið á milli gosa síðan 1996. „Það verður hægt að mæla magn kviku sem streymir inn í kvikuhólfið með nákvæmum mælingum,“ segir Freysteinn. „Matið sem gert var fyr- ir ári byggðist á nákvæmum land- mælingum og á sama hátt komum við til með að fylgjast með jarð- skorpuhreyfingum í Grímsvötnum á næstu misserum til að meta hversu hratt bergkvikan mun streyma inn í kvikuhólf Grímsvatna.“ Ljósmynd/Snæbjörn Guðbjörnsson Myndarlegur gígur myndaðist í gosinu EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist Morgunblaðinu frá Þórólfi Árnasyni borgarstjóra: „Mér urðu á þau mistök í sjón- varpsþætti í fyrrakvöld að tengja fjölskyldubönd þeirri umræðu sem ég átti í. Ég hef nú þegar beðið Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson af- sökunar og met mikils viðbrögð þeirra. Ég bið Reykvíkinga og aðra sem heyrðu mál mitt í fyrrakvöld afsökunar á ummælunum.“ Afsökunarbeiðni „VIÐ bjuggumst ekki við að ná þess- um árangri,“ sagði Anna Sigríður Kristjánsdóttir, en hún og Bryndís Guðmundsdóttir fengu fyrstu verð- laun á alþjóðlegri sýningu ungra vís- indamanna í Shanghai í Kína í gær fyrir verkefnið Vetnishúsið. Sýn- ingin var haldin í tengslum við fjöl- menna alþjóðaráðstefnu verkfræð- inga. Verkefnið Vetnishúsið vann til verðlauna hér á landi í samkeppni framhaldsskóla í fyrra, en auk Bryn- dísar og Önnu Sigríðar átti Böðvar Sturluson hugmyndina að húsinu. Þau eru öll fyrrum nemendur í Fjöl- brautaskólanum Ármúla. Bryndís og Anna Sigríður héldu áfram að þróa hugmyndina og unnu að henni í allt sumar. Í verkefninu er lögð fram verk- fræðileg tillaga um hús sem nýtir sólarorku, vindorku og heitt vatn úr jörðu. Þessir orkugjafar eru nýttir saman til að framleiða rafmagn sem íbúar hússins nota. Umframorkunni er breytt í vetni sem má nota á heim- ilisbílinn eða til að selja inn á kerfið. Ef rafmagnsframleiðslan er ekki næg er hægt að breyta vetninu aftur í rafmagn. Í verkefninu er lögð sér- stök áhersla á að hús af þessari gerð sé hægt að byggja í þriðja heiminum þar sem víða er mikill orkuskortur. Anna Sigríður sagði að verkefnið hefði vakið mikla athygli í Kína. Þær hefðu verið beðnar um að kynna verkefnið á verkfræðiráðstefnunni, en hana sóttu um 3.000 verkfræð- ingar alls staðar að úr heiminum. „Við erum búnar að vera mikið í við- tölum við fjölmiðla, þannig að áhug- inn er mikill.“ Þátttakendur á sýningunni í Kína voru um 300 frá 18 þjóðum. Ólafur H. Sigurjónsson, aðstoð- arskólameistari við Fjölbrautaskól- ann Ármúla, fór með Önnu Sigríði og Bryndísi til Kína. Hann var ánægður með árangurinn. „Dóm- ararnir voru mjög ánægðir með verkefnið og tóku sérstaklega fram að skýrslan um það hefði verið skrif- uð á góðu máli og skýrt fram sett.“ Morgunblaðið/Golli Bryndís Guðmundsdóttir og Anna Sigríður Kristjánsdóttir. Vetnishúsið sigraði í Kína FJÓRAR stjórnunarstöður verða auglýstar lausar til umsóknar hjá Reykjavíkurborg á sunnudag í tengslum við nýtt skipurit sem borgarstjórn hefur samþykkt. Gert er ráð fyrir að nýtt skipulag gangi í gildi í upphafi næsta árs. Stöðurnar, sem um ræðir, eru sviðsstjóri þjónustu- og rekstrar- sviðs, sviðsstjóri fjármálasviðs og sviðsstjóri menningar- og ferða- málasviðs, auk sviðsstjóra fram- kvæmdasviðs (embætti borgar- verkfræðings). Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, aðstoðarmanns borgarstjóra, er hugmyndin með stjórnkerfisbreyt- ingunum sú að staða stjórnsýslu- sviða og nefndarkerfis borgarinnar verði „einkvæð“ þannig að ósam- ræmi milli verksviða nefnda og stofnana eða sviða, sem þjóna nefndunum, verði úr sögunni. Fjármálasvið og borgarbókhald verða sameinuð undir nýtt fjár- málasvið, þjónustu- og rekstrar- svið er nýtt af nálinni og á m.a. að annast tengsl við þjónustumið- stöðvar í hverfum borgarinnar og menningar- og ferðamálasvið ann- ast verkefni sem nú eru á ábyrgð skrifstofu menningarmála og Höf- uðborgarstofu. Sviðsstjóri umhverfis- og tækni- sviðs verður sviðsstjóri fram- kvæmdasviðs, en undir hann falla m.a. verkefni Gatnamálastofu og Fasteignastofu. Að sögn Eiríks er reiknað með að ráða í stöðurnar eins fljótt og kostur er og að nýir sviðsstjórar taki þátt í undirbúningi þeirra stjórnkerfisbreytinga sem fram undan eru hjá borginni. Nýjar stjórnunar- stöður auglýstar Nýtt skipurit hjá Reykjavíkurborg SÖFNUN til kaupa á gervihjört- um fyrir Landspítala – háskóla- sjúkrahús hefur fengið „frábærar viðtökur“ að sögn Hermanns Gunnarssonar, talsmanns Lands- söfnunarinnar Í hjartastað. Yfir fimm milljónir króna hafa safnast nú þegar en sérstakur söfnunardagur var á Bylgjunni í gær. Í dag verða tónleikar í Há- skólabíói þar sem landslið skemmtikrafta kemur fram en uppselt er á tónleikana. Eftir helgi fer Hjartalagið svo- nefnda í verslanir, en lagið var frumflutt í Sjónvarpinu nýlega. En að sögn Hermanns eru mestar vonir bundnar við það sem skilar sér í söfnunina frá 44 þúsund ein- staklingum sem fengu bréf send í vikunni, þar sem beðið var um stuðning þeirra við kaupin á gervi- hjörtunum. Blikkandi barmmerki Að sögn Hermanns geta þeir sem vilja einnig styrkt söfnunina með því að kaupa blikkandi hjarta-barmmerki sem seld eru á 1.000 kr. í öllum verslunum Lyfja og heilsu. Yfir 5 milljónir hafa safnast í hjartasöfnun ALLT tiltækt lið Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins var kallað út þegar eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi við Torfufell í Breiðholti í gærkvöldi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og urðu engin slys á fólki. Þegar slökkvilið kom á staðinn hafði heimilisfólkið bjargað sér út og beið komu slökkviliðs. Eldur var ekki mikill en talsverður reykur. Að loknu slökkvistarfi var íbúðin og stigagang- ur reykræst. Ekki þurfti að rýma aðr- ar íbúðir í stigaganginum vegna elds- ins. Eldsupptök eru óljós. Greiðlega gekk að slökkva eld í íbúð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.