Morgunblaðið - 06.11.2004, Side 38

Morgunblaðið - 06.11.2004, Side 38
38 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingibjörg Lúð-víksdóttir fædd- ist á Stapa í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði 14. júní 1941. Hún lést á heilbrigðisstofnun- inni á Sauðárkróki 25. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Lúðvík Hjálm- arsson, f. 16 ágúst 1909, d. 9. júlí 1992, og Hulda Björns- dóttir, f. 5. janúar 1920, d. 17. desem- ber 2003. Systkini hennar eru Ragnhild- ur Guðrún, Hafsteinn, Helga Monika og Edda. Ingibjörg fluttist með foreldrum sínum að Hvammkoti í Lýtingsstaða- hreppi og þaðan að Skíðastöð- um í sömu sveit. Fjölskyldan fluttist síðan til Sauðárkróks ár- ið 1947. Ingibjörg lauk gagnfræða- prófi frá Gagn- fræðaskólanum á Sauðárkróki árið 1957. Hinn 1. október 1966 giftist Ingi- björg Stefáni Birgi Pedersen ljósmynd- ara á Sauðárkróki, f. 7. desember 1936. Foreldrar hans voru Sigurlína Halldórsdóttir og Johan Pedersen frá Harðangursfirði í Noregi. Sonur þeirra er Árni Ragnar, f. 17. maí 1966, fræðslustjóri hjá Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Eiginkona hans er Ása Dóra Konráðsdótt- ir, sjúkraþjálfari, f. 20. nóvem- ber 1973. Þau eiga tvo syni, þá Olgeir Inga, f. 8. júní 1995, og Hólmar Smára, f. 13. maí 2001. Útför Ingibjargar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Bogga mín, það er sárt að sjá á eftir þér og missirinn er mik- ill. Þú tókst mér opnum örmum og bauðst mig velkomna í fjölskylduna þegar leiðir okkar Árna lágu sam- an fyrir fjórtán árum síðan. Sam- skipti okkar einkenndust strax af gagnkvæmri hreinskilni og heið- arleika sem ég mat mikils. Hlát- urinn var alltaf skammt undan og hnyttin tilsvör verða lengi í minn- um höfð. Ekki lástu á þeirri skoð- un þinni að þig langaði í barnabörn og það mörg. Þú kunnir svo sann- arlega að gleðjast en þó aldrei eins og þegar þú fréttir að von væri á barnabarni. Þú varst mikil barna- gæla og oft var líf og fjör á Smára- grundinni þegar drengirnir brunuðu um stofuna í hjólastólnum þínum. Alltaf var til nammi í skál til að gleðja lítil hjörtu. Eflaust ert þú hvíldinni fegin eftir löng og erfið veikindi en minningin um jákvæða og góða konu lifir. Ása Dóra. Elsku amma, nú ert þú komin til himna og þá ert þú örugglega orð- in frísk. Þú varst rosa skemmtileg en við hittum þig bara svo sjaldan. Við söknum þín mjög mikið. Olgeir Ingi og Hólmar Smári. Elsku systir mín, Bogga eins og þú varst oftast kölluð. Nú er mikið tómarúm í hjörtum okkar og mikill söknuður sem fylgir því að þurfa að sjá á eftir þér, en samt gleði yf- ir því að þessu sjúkrastríði sé nú loks lokið sem var langt og strangt undir það síðasta. MS-sjúkdómur- inn er erfiður við að glíma eins og margir aðrir sjúkdómar. Þú varst bara 23 ára, ung og fal- leg kona, elsku Bogga mín, þegar þú fannst fyrir sjúkdóminum fyrst. Þú varst beðin um að fara í sendi- ferð og þú hljópst af stað eins og þín var von og vísa, en þegar þú snerir heim aftur fannst þú fyrir máttleysi í öðrum fæti og þannig hófst það. Það tók langan tíma og miklar rannsóknir að finna út hvað var að, eins og gengur. Niðurstað- an reyndist MS-sjúkdómurinn eða heila- og mænusigg. Síðan eru liðin tæp 40 ár – bæði góð og slæm, en þú varst dugleg kona, sást björtu hliðar lífsins, varst jákvæð og glöð og gerðir grín að sjálfri þér í tíma og ótíma. Það vissum við öll sem þekktum þig að þú gafst mikið af þér til annarra og hnjóðaðir aldrei í nokkurn mann. Þannig var Bogga. Bogga stundaði íþróttir á yngri árum meðan heilsan leyfði og það var handbolti sem heillaði hana mest. Hún vann við verslunarstörf á Sauðárkróki og í Reykjavík og alls staðar kom hún sér vel. Bogga giftist Stefáni Birgi Pedersen ljós- myndara á Sauðárkróki, þeim prýðismanni, sem hún virti og dáði alla tíð, enda reyndist hann henni frábærlega og erum við honum öll þakklát fyrir það. Það gerist varla betra. Þau stofnuðu heimili á Smáragrund 15 á Sauðárkróki. Þar átti hún heima alla tíð. Bogga var mikið fyrir heimilið sitt, stundaði handavinnu meðan hún gat og liggja eftir hana margir hlutir sem bera henni fagurt vitni. Bogga hafði yndi af öllum söng og sótti þær skemmtanir meðan hún gat. Bogga og Stefán eignuðust einn dreng, hann Árna Ragnar, og mik- ið var systir mín hrædd um að koma þessum litla dreng ekki til manns. Tíminn leið og nú er þessi fallegi drengur orðinn 38 ára, á konu og tvo drengi. Bogga og Stef- án eru rík að eiga þessa gleðigjafa og sólargeisla, svo systir mín lifði það að verða amma. Kraftur Boggu var ótrúlegur. Hún sat í hjólastól, vann sín heim- ilisverk og vildi alltaf eiga eitthvað með kaffinu, enda komu margir á heimili þeirra og Bogga höfðingi heim að sækja. Þó kom sá tími að þörf var fyrir heimilishjálp og heimahjúkrun og það komu margir að umönnun Boggu. Allt þetta fólk á þakkir skilið fyrir frábæra umönnun. Vistmenn á dvalarheim- ilinu, deild 5 fá einnig þakkir fyrir hlýhug og væntumþykju, þið áttuð svolítið í henni Boggu, hún var ykkar og væri hún spurð út í hvernig henni liði, sagði hún oftar en ekki: „Tölum um eitthvað ann- að.“ Læknar og annað starfsfólk fær að sama skapi þakkir fyrir góða aðhlynningu þessi ár sem eru orðin tæplega tíu. Sérstakar þakkir fær Ólafur Sveinsson, læknir Boggu um langan tíma, Aðalheiður Arnórsdóttir sem var henni góð og traust vinkona, og síðast en ekki síst þær Silla og Sissa. Elsku Stefán, Árni Ragnar, Ása Dóra, Olgeir Ingi og Hólmar Smári, þið hafið misst mikið en minningin lifir áfram um góða konu, móður og ömmu. Ég sendi þér kæra kveðju Nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, Ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta Þá sælt er að vita að því Þú laus ert úr veikinda viðjum Þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, Þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, Svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir Og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Samúðarkveðjur til ykkar allra. Kæra systir mín, takk fyrir sam- fylgdina. Þín Ragnhildur. INGIBJÖRG LÚÐVÍKSDÓTTIR ✝ Jakobína Áskels-dóttir fæddist á Bassastöðum við Steingrímsfjörð í Strandasýslu 31. júlí 1912. Hún lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Hólmavík 30. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Áskell Pálsson, f. í Veiði- leysu í Árneshreppi 12. september 1875, d. 11. maí 1951, og Guðríður Jónsdótt- ir, f á Svanshóli í Kaldrananeshreppi 21. október 1873, d. 24. júlí 1947. Systkini Jakobínu voru 21 og hún lifði systkini sín. Jakobína ólst upp á Bassastöðum. Jakobína giftist 10. apríl 1938 Jóni Vilhjálmi Sigurðssyni, f. á Ísafirði 6. júlí 1915, d. 4. maí 1983. Foreldrar hans voru Sig- urður Árnason og Guðmundína Jónsdóttir. Börn Jakobínu og Vilhjálms eru Ás- hildur Guðveig, f. 1938, gift Halldóri Dalkvist Gunnars- syni, Sigurður Árni, f. 1939, kvæntur Aðalheiði Ragnarsdóttur, Svanhildur Árný, f. 1942, gift Jóni Eð- vald Alfreðssyni, Sóley Guðmunda, f. 1948, gift Arnóri Grímssyni, Jón Kristinn, f. 1949, kvæntur Svanhildi Jónsdóttur, og Áskell, f. 1952, kvæntur Magneu Símonardótt- ur. Afkomendur hennar eru 91. Jakobína og Vilhjálmur hófu búskap í Kaldrananesi en fluttu síðan til Hólmavíkur 1944 og áttu þar heima alla tíð síðan. Útför Jakobínu fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég vil með nokkrum orðum minnast tengdamóður minnar, Jakobínu Áskelsdóttur, ömmu- Bínu, eins og hún var oftast nefnd á seinni árum. Bína ólst upp á Bassastöðum, fimmta yngsta tuttugu og tveggja alsystkina. Þar ólst hún upp í glöð- um systkinahópi, við söng og dans en fremur kröpp kjör eins og al- gengt var á þeim tímum. Börnin byrjuðu snemma að vinna, um eig- inlega skólagöngu var ekki að ræða, aðra en skóla lífsins, eins og algengt var hjá hennar kynslóð. Fljótlega eftir að Bína og Villi, eins og hann var jafnan kallaður, fluttu til Hólmavíkur, byggðu þau sér lítið íbúðarhús þar sem öll fjöl- skyldan bjó í einu herbergi. Þegar börnin fóru að stækka varð ansi þröngt í herberginu og þá byggðu þau sér hús við Vitabraut á Hólmavík, þar sem þau bjuggu síð- an á meðan Villi lifði. Við húsið á Vitabraut ræktaði Bína fallegan garð, en hún hafði mikla ánægju af blóma og trjá- rækt. Þótt hún hefði enga mennt- un hlotið var hún bæði laghent og listræn. Hún saumaði föt á sig og sína fjölskyldu og síðar á mörg barnabörnin. Einnig saumaði hún í, og á níræðisaldri var hún enn að búa til mjög fallega jólasokka sem hún gaf mörgum sínum afkomend- um. Bína vann lengst af utan heim- ilis með húsmóðurstörfunum. Hún vann í frystihúsi og sláturhúsi kaupfélagsins í mörg ár. Einnig vann hún um tíma á saumastofu, sem stofnsett var á Hólmavík. Bína var félagslynd, og hafði gam- an af að vera með fólki, hún var um árabil í sóknarnefnd Hólmavík- urkirkju, og starfaði einnig mjög lengi í kvenfélaginu á Hólmavík og var heiðursfélagi þess. Fljótlega eftir að Villi lést, tók Villi, sonarsonur þeirra og alnafni Villa, við íbúðinni á Vitabrautinni en Bína flutti sig um eina lóð og kom sér upp notalegu heimili í kjallaranum hjá okkur Svanný og þar bjó hún síðan á meðan heilsan leyfði. Hún dvaldi síðustu árin á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík og naut hún þar mjög góðrar umönnunar starfsfólksins. Það er í sjálfu sér ekki sorg- arefni þegar gömul og þreytt kona kveður þetta jarðneska líf, það vekur eigi að síður söknuð og rifj- ar upp í leiðinnigóðar liðnar stund- ir. Bína var mjög farin að þrá um- skiptin og sátt við sinn hlut. Ég kveð hana og óska henni farar- heilla á leiðinni til eilífðarlandsins, sem hún ákveðið trúði að biði hennar. Jón E. Alfreðsson. Okkur langar til að minnast ömmu okkar með nokkrum orðum. Í okkar huga hét hún bara amma Bína, það var alveg sama hvort það vorum við barnabörnin eða barnabarnabörnin sem vorum að tala um hana eða bara einhver úti í bæ, alltaf hét hún amma Bína. Amma var ein af hvunndags- hetjum þessa lands. Hún er síðust til að kveðja af sínum 22 systk- inum og var orðin 92 ára gömul. Hún hafði því lifað tímana tvenna og jafnvel þrenna. Hún var fædd norður á Ströndum og bjó þar alla sína tíð, þar ól hún upp sín sex börn og átti orðið 91 afkomanda. Við systkinin, börnin hennar Hildu, vorum að stórum hluta alin upp í Reykjavík. Það voru stórar stundir í lífinu þegar amma Bína og afi Villi komu í heimsókn, oft þegar við komum saman þá er þeirra stunda gjarnan minnst, og mikið hlegið. „Munið þið þegar amma tók vitlausa mjólkurhyrnu og fékk sér súr- mjólk í kaffið“ eða þegar einhver svaraði í síma og sagði „bræðurnir Hrólfsson, góðan dag“. Ömmu varð svo mikið um að hún skellti á, því hún hélt að hún hefði hringt í „Bræðurna Ormsson“. Alveg fram á síðustu ár fylgdist amma vel með, t.d ef það var heimsmeistarakeppni í gangi, hvort sem var í fótbolta eða frjáls- um, að ekki sé talað um ólympíu- leika, þá sat amma fyrir framan sjónvarpið í appelsínugula hæg- indastólnum, og jafnvel sneri við sólarhringnum til að missa ekki af neinu, og þessu hélt hún áfram þótt hún væri komin upp á elli- heimili. Það er einn eiginleiki ömmu sem ekki má gleymast, og hann var sá að hún stóð alltaf með sínum. Ef við barnabörnin stóðum í kýtum við einhverja utanaðkomandi, þá höfðum við á réttu að standa, án nokkurs vafa. Þó gátu komið upp vandamál ef barnabörnin stóðu í þrasi sín á milli, þá gat amma átt erfitt með að ákveða hver hefði rétt fyrir sér. Amma var mikil blómakona, hún ræktaði bæði tré og blóm í garð- inum sínum á Vitabrautinni þar sem þau bjuggu í mörg ár. Þennan garð var alltaf gaman að skoða og var amma þar allsráðandi, fólk kom og fékk afleggjara og leið- beiningar og varð gróðurinn oft mikið umræðuefni. Við systkinin viljum þakka ömmu fyrir allar góðu stundirnar sem hún átti með okkur og komum til með að minnast hennar með hlýhug og virðingu. Drífa, Böðvar, Hlíf, Guðveig og Óli Már Hrólfsbörn. Látin er á tíðræðisaldri amma okkar Jakobína Áskelsdóttir og viljum við minnast hennar. Þegar við hugsum um ömmu Bínu kemur orðið seigla upp í hug- ann. Hún var ekki há í loftinu en lét það ekki aftra sér þegar eitt- hvað þurfti að gera. Hugurinn bar hana hálfa leið. Ákafinn og þraut- seigjan sáu um afganginn. Þetta átti jafnt við um vinnu, garðyrkju, hannyrðir og sjálfshjálp. Þrátt fyrir háan aldur var henni umhugað að bjarga sér sjálf og ekki var hún gjörn á að kvarta. Amma var mikil hannyrðakona og var ekki kastað til höndunum í þeim efnum. Þegar hún byrjaði á einhverju var ekki hætt fyrr en það var búið, þrátt fyrir verki í lík- amanum og að allt væri á öðrum endanum. Dæmi um það eru allir jólasokkarnir sem hún bjó til kom- in á efri ár. Við höfum stundum gantast með þennan ákafa og víst er að hann hefur látið á sér kræla hjá okkur afkomendunum. Þegar við vorum lítil var fastur liður að sauma jólaföt. Amma hafði þar hönd í bagga, kom til að sníða efnið og mátaði flíkurnar á okkur. Það var erfitt að standa kyrr þeg- ar hún var að næla saman flík- urnar eða laga hálsmálið á þeim, sem var það versta. Amma var mikil áhugakona um garðrækt og sinnti garðinum sín- um af alúð og kappi. Hún lagði áherslu á að hafa fjölbreyttan gróður í garðinum, hún pantaði sér fræ og plöntur sem hún hafði lesið um í garðyrkjublöðum og lét síðan reyna á það hvað lifði. Margs er að minnast þegar amma á í hlut. Við bjuggum við hliðina á henni og fylgdumst með því sem var á seiði hjá henni hverju sinni. Þær minningar geymum við í hjarta okkar um ókomin ár. Við leiðarlok kveðjum við ömmu Bínu með þakklæti. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Elsa Björk, Bryndís, Jón Vilhjálmur og Hrefna. Elsku amma. Okkur systkinin langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Það var gott að alast upp á Hólma- vík í nágrenni við þig og afa. Þú áttir fallegasta garðinn á staðnum, eða það fannst okkur að minnsta kosti, og ekki var verra að fá að tína og smakka á jarðarberjunum úr kassanum, sem var fyrir ofan hús. Það var líka gaman að fara í bíltúra með ykkur afa, sem vissuð um nöfn á öllum stöðum, sama hvort það var lækur, steinn eða vík, enda mikið á ferðalögum. Þú gerðir líka mikið af fallegri handa- vinnu og eigum við öll jólasokka saumaða með fínum pallíettum sem er eitt uppáhaldsjólaskrautið hjá okkur. Það kom stundum fyrir þegar við systur vorum að prjóna og ekki gekk nógu vel að mamma sagði „farðu með þetta til ömmu þinnar“ og þá gengu hlutirnir betur. Eftir að afi dó fluttir þú á neðri hæðina hjá mömmu og pabba og lang- ömmubörnin hlupu alltaf niður til þín í heimsókn þegar komið var til Hólmavíkur. Elsku amma Bína, við eigum ótal minningar um þig, sem munu ylja okkur um ókomin ár. Takk fyrir allt og allt, Sunna, Kristín, Sigríður og Halldór. JAKOBÍNA ÁSKELSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.