Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 17 ÚR VERINU NÝR kjarasamningur útvegs- manna og sjómanna þýðir í raun launalækkun fyrir frystitogarasjó- menn, að mati háseta á frystitog- aranum Örfirisey RE. Formaður Sjómannasambands Íslands segist almennt hafa fengið góð viðbrögð frá sjómönnum. Hásetar á Örfirisey RE höfðu samband við Morgunblaðið og sögðu margt gott í samningnum. Þannig væru lífeyrismálin komin í þokkalega gott horf. Gallinn væri hins vegar sá að með 2% framlagi í lífeyrissjóð væri frystiálag í staðinn lækkað úr 10% í 7%. Þannig væri í raun um 1% launalækkun að ræða. Þá segja sjómennirnir að ekki sé um hækkun á orlofi að ræða nema eftir 10 ára starf á sama skipi eða sömu útgerð og svo aftur eftir 15 ár með sömu skilyrðum. Í samningunum er gert ráð fyrir að launakostnaður lækki um 10% fyrstu 7 árin í ævi skips. Sjómenn- irnir benda jafnframt á ákvæði í samningnum sem gerir samnings- aðilum kleift að lækka skiptapró- sentu á skipum tímabundið eða ótímabundið eða gera breytingar á öðrum atriðum kjarasamningsins í kjölfar breytinga á afkastagetu skips, tækjum, búnaði, vélarafli o.fl. Segja sjómennirnir að þetta þýði í raun að í hvert sinn sem útgerð kaupi nýtt tæki um borð í skip geti hún haldið því fram að það sé til hagræðingar og farið fram á lægri skiptaprósentu. Segir í skeyti áhafnarinnar: „Við bara skiljum ekki hvernig sjómannaforustan getur lagt fram þennan samning og talað um tímamótasamning. Við er- um orðlausir yfir þessu orðalagi í þessum samningi […]. Ef þetta verður samþykkt þá verður samið sérstaklega við hverja áhöfn og hvergi sama skiptaprósenta. Er það ekki það sem forystumenn okkar voru að berjast gegn í Sól- baksdeilunni á Akureyri?“ Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segist hafa barist fyrir bættum lífeyris- réttum fyrir sjómenn í mörg ár, að kröfu þeirra sjálfra. Sú krafa hafi ekki fengið hljómgrunn hjá útvegs- mönnum fyrr en nú en hins vegar þurfi sjómenn að taka þátt í bætt- um réttindum. Sævar telur samt sem áður að samningurinn þýði stórbætt lífeyrisréttindi fyrir sjó- menn. Sævar segir að lægri launakostn- aður á nýjum skipum sé bundinn ákveðnum skilyrðum, enda verði skipið að veiða tiltekið magn til að þetta ákvæði geti gengið eftir. Hann segir að ekki sé hægt að breyta ákvæði um breytingar á skiptaprósentu nema með sam- komulagi útgerðar og stéttarfélaga. Þannig sé þetta ákvæði gerólíkt Sólbakssamningum, þar sem út- gerðin hafi samið beint við áhöfn sína. Hann segist almennt hafa fengið góð viðbrögð frá sjómönnum við samningnum. Hann segir ótal at- riði í honum til mikilla hagsbóta fyrir sjómenn. „Það er þó alltaf þannig þegar gerðar eru viðlíka breytingar að þær snerta suma meira en aðra. Þannig getur hann komið sér best fyrir þá sem lengst- an starfsaldur hafa en hefur minni áhrif á þá sem eru að byrja sinn feril,“ segir Sævar. Hásetar á Örfirisey RE óánægðir með nýjan kjarasamning sjómanna við útvegsmenn Segja samninginn leiða til launalækkunar Morgunblaðið/Árni Hallgrímsson Samningar Sjómenn á frystitogurum eru misánægðir með nýgerðan kjarasamning og telja sjómenn á Örfirisey hann fela í sér launalækkun. „SAMÞYKKT aðalfundar LÍÚ um að skora á sjávarútvegsráðherra að hann beiti sér fyrir afnámi línu- ívilnunar er í raun furðuleg. Í henni felst að mínu mati hvatning til ráðherrans að hann segi af sér, öðru vísu getur hann ekki orðið við þessari áskorun,“ segir Guðmund- ur Halldórsson, fyrrum útgerðar- maður í Bolungarvík. Guðmundur kom fram með til- löguna um línuívilnun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma, þar sem hún var samþykkt. Sams konar tillaga var einnig samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokks- ins. Guðmundur segir að þar sem báðir flokkarnir hafi samþykkt línuívilnunina og ákvæði um hana hafi verið tekið upp í stjórnarsátt- málann, sé það brot á þeim sátt- mála að beita sér fyrir afnámi hennar. Það geti ráðherrann ekki gert nema að segja af sér. Guðmundur segir einnig að það sé skammsýni að berjast gegn vist- vænum veiðum eins og línunni og nær hefði verið fyrir útvegsmenn að leggja það til að línuívilnunin yrði einnig útfærð fyrir stóru línu- bátana. Það sé alveg ljóst að mark- aðurinn krefjist línufisks í auknum mæli og sé tilbúinn til að borga meira fyrir hann en togarafiskinn. Það að stórmarkaðakeðjan Carrefour í Frakklandi kaupi ein- ungis línufisk af Íslandsmiðum, ekki fisk af togurum, sýni í hvað stefni. Furðuleg ályktun Hesthúsaeigendur! Eigum á lager ryðfríar lamir og ryðfríar báslokur í innréttingar. Einnig erum við með ryðfríar dráttarkúlur á lager. Höfðabakka 1, 110 Reykjavík Sími 587 9960 velvik@velvik.is HAGNAÐUR Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna (SH) á fyrstu níu mán- uðum þessa árs nam 582 milljónum króna eftir skatta. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 321 milljón. Hagnaður SH á þriðja ársfjórð- ungi þessa árs var 241 milljón, sem er samkvæmt tilkynningu frá félag- inu í samræmi við áætlun. Þetta er hins vegar nokkuð betri afkoma en greiningardeildir bankanna höfðu gert ráð fyrir. Í tilkynningu SH segir að rekstur félagsins á fyrstu níu mánuðum þessa árs sé í samræmi við áætlanir. Þrátt fyrir kaup félagsins á breska framleiðslufyrirtækinu Cavaghan og Gray í fyrradag fyrir 1,6 milljarða króna, þá telji stjórnendur SH ekki ástæðu til að breyta þeim áætluðu rekstrartölum sem birtar hafa verið fyrir árið 2004. Gert er ráð fyrir 750 milljóna króna hagnaði á árinu. Góð afkoma á þriðja ársfjórðungi      #(  !     " !(    "        :  ;!(         "  !    '<'      385/5 11&58 18%0 .&51  )193 )%%  )08/ )..     # 4      %9/39 1&.9  = 4 (      4 (     4<  <  :  !( ((   ..08 .558 .1%8 .97 100%& 0&/50 00/% .%90   )0&0 )35  ).35 )/    %085& 1%11   &81 1.3 &10 ..7 !"#$%      !&'(%           #        Uppgjör SH gretar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.