Morgunblaðið - 06.11.2004, Page 53

Morgunblaðið - 06.11.2004, Page 53
Einar Örn og Benedikt í fræðslusetri Smekkleysu þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. FYRIR tveimur vikum var opnuð ný- stárleg plötubúð á vegum Smekk- leysu í kjallara í Kjörgarði við Lauga- veg. Húsnæðið er þó allt annað en þröng kjallarahola því hátt er til lofts og vítt til veggja. Búðin er í einu horni húsnæðisins og sýningin Hum- ar og frægð tekur upp stóran hluta plássins en í henni er saga Smekk- leysu rakin. Líka er rými þar sem hljómsveitir fá tækifæri til að troða upp og í dag eru það Ske og Jan Mayen sem stíga á stokk klukkan þrjú. „Smekkleysa hefur aldrei verið sýnileg. Þetta er í fyrsta skipti sem þú getur komið og séð Smekkleysu, séð hvað er í gangi hjá okkur,“ segir Einar Örn Benediktsson, sem verður fyrir svörum. „Það sem okkur langaði til að gera var að setja upp fræðslusetur. Sýn- ingin er fræðsla um dægurmenningu, sem tengist Smekkleysu á einhvern hátt. Það er ákveðin eftirspurn eftir því að fá upplýsingar og fræðslu um þetta tímabil,“ segir hann og er þá að tala um síðustu tuttugu ár eða svo. „Í húsnæðinu er sýningaraðstaða, stefnt er á að halda tónleika á föstu- dögum og laugadögum og síðan geta skólar bókað sýningartíma en farið er í gegnum sýninguna með nem- endum. Bæði Íslendingar og ferða- menn hafa leitað eftir þessum upp- lýsingum. Með því að hafa þetta heilsárssýningu fáum við ferðamenn meira inn á sumrin og síðan eru það skólarnir á veturna,“ segir hann. „Þetta er í grunninn sama sýning og var í Hafnarhúsinu en við erum að bæta við nýjum sýningarhlutum. Til dæmis er strax kominn hingað bún- ingur úr „Who is it“, nýju myndbandi með Björk. Við ætlum að bæta stöð- ugt við og breyta. Þetta á að vera lif- andi sýning og hreyfanleg,“ segir hann. „Við erum ekki búin að skipuleggja allt húsnæðið. Búðin er bara í einum tíunda hluta húsnæðisins. Við höfum alla tíð haldið úti stöðugri vefverslun en núna erum við búin að opna vef- verslunina í búðinni. Við erum ennþá að vinna í þessu,“ segir Einar Örn. „Við erum að fara að vinna í því að hérna niðri verði líka aðstaða til að taka upp atburði sem eru að gerast hérna inni og senda þá út á Netinu. Hugsanlega verður hluti af skrifstof- unni hérna,“ segir hann. Í búðinni liggur fyrir öll Smekk- leysuútgáfan, bæði gömul og ný. Líka stendur Smekkleysa fyrir innflutn- ingi á plötum frá útgáfum á borð við XL Recordings, Warp, 4AD, Sub Pop, Touch and Go, Rough Trade, One Little Indian og fleirum og er því fjölbreytt úrval í búðinni. Elís Pétursson úr Ghostigital vinn- ur í búðinni, ásamt Benedikt Reyn- issyni auk þess sem Einar Örn er með annan fótinn þarna. Benedikt, sem oft er kenndur við Karate, út- varpsþáttinn, sem hann stjórnar á X- inu, segir að viðbrögðin við búðinni hafi verið mjög góð. „Það hafa allir verið mjög ánægðir. Fólk er hissa að sjá þetta, búðin er svolítið falin og kemur fólki á óvart.“ Morgunblaðið/RAX Sýninguna Humar og frægð er að finna í búðinni og sífellt bætist eitt- hvað nýtt við hana. Smekkleysa | Útgáfan opnar plötubúð og sýningarsal við Laugaveg Nýtt andlit Smekkleysu Plötubúð Smekkleysu er í Kjörgarði við Laugaveg 59. Opið mán. til fim. 12–18, fös. 12–19 og lau. 12–18. Hljómsveitirnar Ske og Jan Mayen spila í búðinni í dag kl. 15. ingarun@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 53

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.