Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FÆÐING og dauði eða væri kannski réttara að segja fæð- ing og morð því þannig blasir við októberforsíða Mannlífs. Reyndar er morðfyrirsögnin með litlu rauðu og afar smekklegu letri „íslenskar konur sem myrða“. Greinin er tilefni skrifa okkar og nefnist inni í blaðinu „Þeim var ég verst er ég unni mest“. Skrifuð af Tómasi Gunnari Viðars- syni. Það er áfall að sjá slíka grein. Þegar ekki eru liðnir nema tæplega fjórir mánuðir, þó svo tíminn í sjálfu sér skipti hér engu máli, frá hræðilegum missi elskulegrar frænku okkar og systur. Í greininni er minnst á hinn hræðilega atburð er kippti fótunum undan tilveru fjölskyldu okkar. Það er sárt að þurfa að bregðast við þessarri grein en staðreyndin er sú að það gerir það enginn fyrir okkur. Tímaritið vill augljóslega vera fyrst með sinn dóm því greinin ber yfirskriftina dómsmál. Fyrst er að nefna ljósmynd greinarinnar sem unnin er af Gunnari Gunnarssyni og Inga R. Ingasyni, NordicPhotos. Á myndinni er kvenmaður með hníf hátt á lofti sem gefur til kynna til hverra nota hann er ætlaður. Með stíl skal það vera, þessi fína kristalsljósakróna og viðeigandi skart- gripir, fatnaður og glæsihöll. Ljósmyndarar og greinahöf- undur hafa að öllum líkindum notið þess að hanna ímynd og umgjörð íslenskra kvenmorðingja og eflaust skemmt sér vel. Er það klassi og munaður að myrða, vera myrtur eða hvort tveggja? Eða er þetta bara leikur glanstímarit- anna og fræðinganna sem sitja brosandi fyrir! Okkur er ekki skemmt. Þetta er enginn leikaraskap raunveruleikinn í sinni verstu og sárustu m um, hver er sjúkur? Alvarlega sjúkur! Sjúkleikinn heldur áfram, því í haus gre „Mannlíf kannaði hverja þessar konur haf grennslaðist fyrir um ástæðuna“. Þetta hlj undarlega, léttvægt, reyfarakennt, dulbúi þyrsta Íslendinga. Það er ekki að sjá nokk gang með greininni. Ekki er hægt að ímynda sér hvað greina haft í huga með þessum skrifum annað en fræða, almenning á öllum þeim konum sem segja sögu þeirra, flestra mjög ítarlega. V er vitnað í viðtöl, yfirheyrslur, birtar mynd húsunum þar sem atburðirnir áttu sér stað gefin upp svo fólk viti nú örugglega hver s jafnvel farið í vettvangsferð sér til skemm að kanna, hverja þær hafa myrt og hvers v greinarhöfundur að sama ástæða liggi að b ódæðisverkum og við gerð ljósmyndarinna leikur og að því loknu sé hægt að snúa sér Þarf að skrifa slíka grein til að segja almen heilbrigður maður myrði, hvort sem veikin eru meðfædd, áunnin, í formi áfengissýki, geðveiki eða einhvers annars sem ekki tels brigði. Það þarf fleiri en einn og fleiri en tvo að Fjölmiðlar í dráps ÞUNGAR UMRÆÐUR Umræður meðal almennings ogá opinberum vettvangi umverðsamráð olíufélaganna þyngjast stöðugt. Ekki fer á milli mála að mikil reiði er í fólki vegna þessa máls. Hinn almenni borgari lítur svo á að hann hafi verið hlunn- farinn, ekki bara með hærra bens- ínverði en ella hefði verið, heldur líka vegna þess að verðtrygging lánaskuldbindinga hafi leitt til meiri hækkunar þeirra en ella. Í því sam- bandi má þó ekki gleyma að verð- tryggð innlán hafa hækkað að sama skapi. Í einstökum fyrirtækjum og sam- tökum atvinnugreina spyrja menn, hvort forsendur séu til málshöfðunar á hendur olíufélögunum og hið sama á við um einstaka viðskiptavini olíu- félaganna, sem spyrja sig, hvort þeir hafi aðstöðu til málshöfðunar til þess að endurheimta þá fjármuni sem af þeim hafi verið teknir. Í stofnunum Reykjavíkurborgar eru umræður um slíka málshöfðun af hálfu borgarinn- ar og undirbúningur raunar hafinn. Þetta er raunveruleikinn í þjóð- félagsumræðunum. Nú er veruleik- inn líka sá að úrskurður samkeppn- isráðs er einungis fyrsta stigið í þessu ferli eftir að skýrsla Sam- keppnisstofnunar var birt. Málið á eftir að fara til áfrýjunarnefndar og líklegt að það fari í gegnum tvö dóm- stig. Hinn endanlegi úrskurður um sakleysi eða sekt þeirra, sem hlut eiga að máli, fellur því ekki fyrr en með dómi Hæstaréttar. Stjórnendur olíufélaganna á þeim tíma sem um er að ræða hafa tekið þá afstöðu til þessa að tjá sig ekki. Það geta verið skynsamleg lögfræði- leg rök fyrir þeirri afstöðu, en það er hæpið að þau rök standist, eins og umræðurnar í þjóðfélaginu hafa þróazt. Þeir, sem hlut eiga að máli, hafa notið virðingar í viðskiptalífinu og samfélaginu öllu fyrir störf sín til margra ára. Það er erfitt fyrir þá að halda við þá afstöðu að þeir muni ekki tjá sig fyrr en dómur Hæsta- réttar liggur fyrir og málið er end- anlega afgreitt. Í meðferð málsins hjá Samkeppn- isstofnun liggja fyrir það miklar staðfestingar á samráði milli olíufé- laganna frá starfsmönnum félaganna að tímabært er fyrir stjórnendur þeirra að leggja spilin á borðið og skýra sína hlið málsins. Þeir eiga að lýsa sínum sjónarmiðum og þeir eiga hispurslaust að tjá sig um það ef þeir telja t.d. að Samkeppnisstofnun hafi í skýrslu sinni sett vinnubrögð þeirra í rangt samhengi. Að öðrum kosti fá þeir ekki sanngjarna um- fjöllun meðal almennings um þeirra þátt í þessu máli. Bakgrunnur málsins er auðvitað nánast stjórnskipað samráð þeirra í milli áratugum saman. Stóra spurn- ingin er sú, hvers vegna það hélt áfram eftir að allt viðskiptaumhverfi olíufélaganna gjörbreyttist. Er það ekki eðlileg krafa við- skiptavina félaganna í áratugi að for- svarsmenn þeirra skýri sína hlið á málinu? Þeir eiga að leggja fyrri af- stöðu til hliðar og lýsa sínum sjón- armiðum. Það er líka athyglisvert að sjá og heyra að sú krafa er að breiðast út meðal fólks að olíufélögin geri nú ráðstafanir til að eigin frumkvæði að bæta viðskiptavinum sínum tjónið með einhverjum hætti. Þetta eru sjónarmið sem olíufélögin eiga að hlusta á. Með einhverjum hætti verða þau að ná sáttum við umhverfi sitt. Í Bandaríkjunum eru dæmi um að fyrirtæki, sem lenda í svona erf- iðum málum, leggi einfaldlega upp laupana. Þeim er lokað og starfsemi þeirra lögð niður. Það er alveg rétt, sem Gylfi Arn- björnsson, framkvæmdastjóri Al- þýðusambands Íslands, sagði í Kast- ljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi, að það er hægt að tala um samfélags- lega ábyrgð fyrirtækja og gera kröfu til þess að þau sýni samfélagslega ábyrgð. Olíufélögin gætu breytt stöðu sinni með afgerandi hætti í þessum umræðum með því að grípa til róttækra aðgerða til þess að und- irstrika að þau vilji horfast í augu við þá ábyrgð. Sú augljósa hætta blasir við þeim að viðskiptavinir hætti ein- faldlega að skipta við þau. Það er að vísu ekki margra kosta völ, en þó er hér eitt nýtt olíufélag sem hefur smátt og smátt verið að færa út kví- arnar. Þau gætu orðið fleiri á tiltölu- lega skömmum tíma. Sú skoðun hefur komið fram að ol- íufélögin muni finna einhverjar leiðir til þess að innheimta sektir, hverjar sem þær verða að lokum, hjá við- skiptavinum sínum með hærri álagn- ingu, m.ö.o. að láta viðskiptavinina, sem voru hlunnfarnir, greiða sektina fyrir þau. Það liggur í augum uppi að gera verður sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að slíkt gerist. Í ljósi þeirra upplýsinga, sem nú liggja fyr- ir – sumar kunna að vera umdeil- anlegar en aðrar ekki – liggur í aug- um uppi að stjórnvöld verða að gera sérstakar ráðstafanir til að kanna, hvort einhver breyting hefur orðið á álagningu olíufélaganna á undan- förnum mánuðum eða misserum. Og þótt þau séu ekki lengur á opnum markaði er ekki óeðlileg krafa, í ljósi stöðu mála, að þau geri reikninga sína opinbera til þess að í ljós komi hvernig þau umgangast viðskiptavini sína nú. Tímarnir eru breyttir, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum. Krafan um að menn axli ábyrgð er orðin sterk. Hingað til hefur það ver- ið útbreidd skoðun að það komi að skuldadögum fyrir stjórnmálamenn þegar kemur að kosningum. Kröf- urnar eru að verða meiri í þessum efnum. Málið er flóknara í viðskiptalífinu. Þó er ljóst að staða forsvarsmanna fyrirtækja, sem skráð eru á markaði, er viðkvæmari en annarra. Hins veg- ar á eftir að koma í ljós, hvort við- skiptavinir lýsa sinni skoðun með því að flytja viðskipti sín annað, ef þeir eiga þess á annað borð kost. Íslenzkt viðskiptalíf er að ganga í gegnum ákveðinn hreinsunareld og á sennilega eftir að gera í ríkara mæli á næstu árum. Vonandi verða leik- reglurnar skýrari og gagnsærri þeg- ar út úr þeim hreinsunareldi er kom- ið. F ólk í litlum löndum kann því illa þegar út- lendingar segja því fyrir verkum en það hefur ekki aftrað ótrú- legum fjölda alþjóðlegra frammá- manna frá því að segja Makedón- íumönnum hvað þeir eigi að gera á morgun þegar fram fer þjóðarat- kvæðagreiðsla um mörk sveitarfé- laga í þessu litla lýðveldi, sem áður var hluti af gömlu Júgóslavíu. Til- efnið kann að virðast meinlaust, en svo er ekki og óttast ýmsir að nið- urstöðurnar gætu jafnvel dregið landið út í átök á ný. Þetta er ástæð- an fyrir því að viðvörunarbjöllur hljóma nú í Brussel, Washington og víðar. Írak tekur sinn kraft, neyðar- ástand vofir yfir í Kosovo og enginn vill nýjan ágreining í Makedóníu. Romano Prodi, fráfarandi forseti Evrópuráðsins, kom hingað 1. októ- ber til þess að afhenda sendingu með 3.000 spurningum, sem snerta umsókn landsins um að ganga í Evr- ópusambandið. Hann gerði skýra grein fyrir því að sér líkaði ekki að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um áætlun stjórnvalda um endur- skipulagningu sveitarfélaga í land- inu. Marc Grossman, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, kom hingað nýverið og sagði Makedón- íumönnum að yrðu tillögurnar felld- ar í atkvæðagreiðslunni gætu þeir að öllum líkindum gleymt inngöngu í Atlantshafsbandalagið fyrir 2007. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, kom til Skopje, höfuðborgar Makedóníu, til að segja það sama og Michael Sahl- in, sérlegur fulltrúi ESB gagnvart Makedóníu, sagði að atkvæða- greiðslan sem slík væri „skref frá aðild að ESB“. Fyrir rúmri viku gekk Denis MacShane, Evrópu- málaráðherra Bretlands, svo langt að skora á Makedóníumenn að snið- ganga kosningarnar. Þrýstingurinn er slíkur, segir Saso Ordanoski, fréttaskýrandi og ritstjóri tímaritsins Forum, hlæj- andi að „þjóðernissinnarnir okkar eru atvinnulausir“. Við fyrstu sýn virðist erfitt að trúa því að þetta litla og notalega land með tvær milljónir íbúa stefni í vandræði. En Staðreyndin er að Makedónía er klofið land. Fjórð- ungur íbúanna er af albönskum uppruna og 62,1% eru rétttrúaðir Makedóníumenn. Albönunum hefur aldrei liðið eins og Makedónía væri í raun þeirra land. Árið 2001 hófu albanskir skæru- liðar undir forustu Ali Ahmeti hern- að á hendur yfirvöldum í Makedón- íu. Ahmeti hafði mikla reynslu. Hann var einn af stofnendum Frels- ishers Kosovo, sem hafði barist gegn Serbum. Þótt liðsmenn hans segðust aðeins vilja jafnan rétt inn- an Makedóníu töldu margir Make- dóníumenn að hið raunverulega markmið væri að skipta landinu og stíga fyrsta skrefið að stofnun Stór- Albaníu eða Stór-Kosovo. Friðarsamkomulagi fylgt eftir Átökunum var haldið niðri. Tugir þúsunda dóu í hinum stríðunum í Júgóslavíu, ef ekki fleiri. Aðeins um 200 manns féllu í Makedóníu. Skrif- að var undir friðarsamning í ferða- mannabænum Ohrid í ágúst 2001 eftir að miklum alþjóðlegum þrýst- ingi hafði verið beitt. Ahmeti skipti á stríðsgallanum og jakkafötum og fór á þing. Hann fékk ekki ráðherrastól vegna þátt- töku sinnar í átökunum, en flokkur hans situr nú í stjórn ásamt make- dónskum jafnaðarmönnum. Vel hefur gengið að framfylgja samkomulaginu frá Ohrid. Endur- skipulagning sveitarfélaga var eitt af síðustu veigamiklu, ófrágengnu atriðunum. Í gamla kerfinu eru 123 sveitarfélög, mörg mjög smá, og fáir leggjast gegn breytingu þess. Í nýju áætluninni er gert ráð fyrir 83 sveit- arfélögum. Vandinn er að sögn Sa- sos Ordanoskis að víða er litið svo á að stóru stjórnarflokkarnir, sá makedónski og sá albanski, hafi dregið mörk nýju sveitarfélaganna eigin flokkum í hag. Radmila Sekerinska, varaforsæt- isráðherra Makedóníu, neitar þessu, en viðurkennir að gerð hafi verið mistök. „Við gerðum mistök í öllu samningaferlinu,“ segir hún. „Við lékum þetta eins og við værum viðvaningar.“ Engu að síður, segir Biljana Van- kovska, einn fremsti stjór fræðingur landsins, er sú ti sterk að leiðtogar flokkanna hafi prúttað um örlög bæja o eins og „lénsherrar miðalda“ Hluti af vanda Makedó skortur á styrkri forustu bæ um Makedóníumanna og Boris Trajkovski, foreti Mak lést í flugslysi í Bosníu í f Eftirmaður hans er Branko kovski, sem komst til vald hjálp kjósenda af albönsku runa. Sú vegsemd hefur hin ekki skilað makedónskum ja mönnum leiðtoga og takas fylkingar í flokknum á um vö Albanarnir eru sömuleiðis og kveðst Arben Xhaferi, stjórnarandstöðunnar, sem hafi studdi þjóðaratkvæðið, t að muni verða flokki sínu keypt að ráðskast skuli haf með mörk sveitarfélaganna. Makedóníumenn og Alban ast ekki af sama offorsinu og og Albanar í Kosovo, en það in vinátta á milli þeirra. Makedóníumenn telja að þ aðeins enn eitt dæmið um Albanar fái alltaf sínu framg Í ofanálag líta margir sv þjóðaratkvæðagreiðslan sé þess að refsa stjórninni ve menns kvíða út af atvinnul slæmum lífskjörum. Nú gæ notað kosningarnar sem ba að berja á stjórninni. Óvíða í er meira atvinnuleysi en í Ma íu og tekjur meðalheimilis Kosið í klofnu Þegar stjórnvöld í Makedóníu kynntu áætlanir sínar um að breyta mörkum sveitarfélaga og sameina mörg þeirra braust út óánægja. Íbúar í borginni Struga söfnuðu 180 þúsund undir- skriftum og knúðu fram þjóðaratkvæði um það hvort hafna ætti þessum breytingum. Tim Judah fjallar um kosningarnar, sem fara fram á morgun og gætu haft víðtækar afleiðingar. Haustlitirnir speglast í lyg fram þjóðaratkvæði, sem g láta landi, brjótist fram. Skopje, Struga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.