Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 49 DAGBÓK Út er komin bókin Kvenfélagið Bald-ursbrá, en þar er rakin 80 ára sagaKvenfélagsins Baldursbrár semstofnað var í Glæsibæjarhreppi árið 1919. Tilgangur Baldursbrár var að rétta bág- stöddum hjálparhönd, en með árunum bættust við ný verkefni og starfsemin tók breytingum og varð sífellt fjölbreyttari. Í bókinni er sagt frá helstu viðfangsefnum félagsins og hvernig aflað var fjár til verkanna. Um leið og saga kvenfélagsins er sögð er hún ekki síður saga samfélagsins sem félagið býr við. Ekki var félagið eingöngu bakstur og kaffi- sala, heldur var þarna um að ræða félagslegan vettvang fyrir konur til að þroskast og dafna. Ófáar konur hófu störf í kvenfélagi og áttu erf- itt með að tjá sig opinberlega og áttu jafnvel erfitt með að stynja upp nafni sínu í marg- menni, en starfið efldi sjálfstraust þeirra og áræði og héldu þær ræður á mannamótum. Guðrún Sigurðardóttir, rithöfundur og fyrr- verandi formaður Baldursbrár, segir félagið hafa dafnað vel á sinni löngu ævi. „Það hefur verið duglegt við að finna nýjar leiðir þegar það hefur lent á blindgötum,“ segir Guðrún. „Upp- haflega var meiningin að sinna aðeins fátækum og sjúkum og þegar það verkefni nægði ekki lengur fóru konurnar að vinna fyrir Sólborg, sem byggð var fyrir fatlaða, en þegar íbúar Sól- borgar fluttu á sambýli var henni breytt í Há- skólann á Akureyri. Eftir að því verkefni lauk höfum við veitt Glerárkirkju stuðning. Við erum kvenfélag kirkjunnar og höfum útvegað henni alls konar muni sem kirkjan hefur þarfnast, meðal annars í eldhús. Árið 2002 gáfum við steinda glugga í kirkjuna til minningar um eina systur okkar sem lést árið 1994.“ Myndirðu segja að starf kvenfélaga skipti miklu máli fyrir samfélagið? „Það skiptir gríðarlegu máli. Af og til er mað- ur að heyra að kvenfélög séu að gefa þetta og hitt til ýmissa málefna, en í smærri samfélögum hafa þau fyrst og fremst alveg gríðarlega mikla félagslega þýðingu. Svo er annað sem ég er að uppgötva, við lestur bóka um önnur kvenfélög, að þau taka af skarið varðandi ýmis nauðsynja- mál. Jafnvel þó félögin sjálf skorti bolmagn halda þau málunum vakandi og valda þrýstingi á að sterkari aðilar komi til og takist á við þau. Nú er félagið orðið áttatíu og fimm ára. Hvað er fram undan? „Það er svolítið óskrifað blað, nema það að við höldum áfram að styðja kirkjuna, en það er ekkert stórverkefni í gangi eins og er. Ég held að sex manns hafi gengið í félagið á einum fundi í vetur, svo það heldur sér vel við. Bækur | Áttatíu ára saga kvenfélagsins Baldursbrár á Akureyri útgefin Gríðarlegt samfélagslegt gildi  Guðrún Sigurð- ardóttir er fædd á Akureyri árið 1934. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar árið 1953. Guðrún hefur lengst af unnið verslunar- og iðnaðarstörf. Þá hefur hún tekið virk- an þátt í fé- lagsmálum og var m.a. formaður Kvenfélagsins Bald- ursbrár á árunum 1994–1997. Guðrún er gift Andra Páli Sveinssyni, húsa- smið og verslunarmanni, og eiga þau saman sex börn og þrettán barnabörn. Þakkir ÉG þakka fyrir öll símskeytin og símtölin við mig á 90 ára afmælinu mínu sem var 18. október sl. Ég vissi ekki að ég ætti svona marga vini fyr- ir utan mína rúmlegu 90 afkom- endur. Ég hef ríghaldið mér í þá hug- mynd að aldur sé afstæður og því aldrei óttast að verða gamall. Gott ef mér hefur þótt það bara vera sjarm- erandi að eldast og ég er ekki frá því að síðan ég var unglingur hafi ég horft löngunaraugum til elliáranna. Þá ætlaði ég heldur betur að hafa það gott á ellilaununum eftir þræl- dóminn til sjós og lands. Sofa fram- eftir, horfa á Leiðarljós og Omega, lesa blöðin, safna og raða frímerkj- um, fá mér sherry-staup fyrir svefn- inn strax eftir kvöldfréttir. Ég ætlaði semsagt að verða þetta meinlausa gamalmenni sem silast sælt, fullsaddur lífdaganna, að graf- arbakkanum, trúandi því að dauðinn væri ekkert annað en langur svefn og endalaus hvíld. Þessi tálsýn gufaði fljótt upp þeg- ar ég varð skyndilega gamalmenni og komst á ellilaun, en þau náðu ekki endum saman við öll mánaðamót, blöðin voru lesin á klukkutíma, oftast lítið varið í sjónvarpið, bara hanga allan daginn yfir engu eða litlu, en þetta fer senn að taka enda. Ég vil endurtaka og þakka öllum mínum vinum og vandamönnum fyr- ir að gleðja mig á mínum merkisdegi. Sofus Berthelsen. Vantar garn OKKUR vantar garn, alls konar garn. Erum að vinna verkefni fyrir Rauða krossinn. Ef einhverjir eiga afganga sem þeir gætu séð af þá vin- samlega hafið samband í síma 554 1260 milli kl. 9-16. Sá sem saklaus er kasti fyrsta steininum MÉR finnst þessi aðför að borg- arstjóranum okkar orðin þannig að ég get ekki lengur orða bundist. Hann var fenginn í þetta starf áð- ur en þessi vitneskja um samráð ol- íufélaganna komst upp. Og nú er eins og verið sé að gera hann að blóraböggli í málinu. Ég er borg- arbúi og finnst mér að hann eigi að fá að klára þetta verkefni sem hann tók að sér. Vil láta fylgja með eins og stendur í hinni helgu bók: Sá sem saklaus er kasti fyrsta steininum. Ásdís Gunnarsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Be7 7. O-O Rc6 8. He1 Bf5 9. c4 O-O 10. cxd5 Dxd5 11. Rc3 Rxc3 12. bxc3 Bxd3 13. Dxd3 Hfe8 14. Bf4 Bd6 15. Rg5 g6 16. Bd2 Be7 17. h4 b5 18. Rf3 Bd6 19. a4 a6 20. axb5 axb5 21. Hxa8 Hxa8 22. Bg5 h5 23. Bf6 Bf8 24. Rg5 Bg7 25. Bxg7 Kxg7 26. Dg3 Hc8 27. Df4 Dd7 28. De4 Hd8 29. He3 Dd5 30. Df4 Hd6 31. Hf3 Rd8 32. De3 b4 33. cxb4 Dxd4 Viswanathan Anand (2781) tefldi fyrir Indland í fyrsta skipti eftir langa fjarveru á Ólympíuskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Calviu á Mallorca. Hann stóð sig vel á fyrsta borði og fékk átta vinninga af ellefu mögulegum. Hér afgreiðir hann snyrtilega kanad- íska alþjóðlega meistarann Pascal Charbonneau (2490). 34. Hxf7+! og svartur gafst upp enda drottningin að falla í valinn eftir 34... Rxf7 35. Re6+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Mazda6 liftback 2 l, 141 hestöfl. Verð frá 2.310.000 kr. Leiga frá 40.087 kr. í 36 mánuði*. Mazda6 er einnig fáanlegur í sportútgáfu 2,3 l með 166 hestafla vél. Mazda6 sedan 2 l, 141 hestöfl. Verð frá 2.290.000 kr. Leiga frá 40.087 kr. í 36 mánuði.* Mazda6 station 2 l, 141 hestöfl. Verð frá 2.500.000 kr. Leiga frá 43.110 kr. í 36 mánuði.* Mazda6 er einnig fáanlegur með 2 l, 136 hestafla díselvél. Mazda6 station er fáanlegur fjórhjóladrifinn. Mazda6 fjölskyldan Komdu, reynsluaktu og berðu saman verð og gæði. Opið frá 12–16 laugardaga Hvaða meðlimur Mazda6-fjölskyldunnar hentar þér? *Leigugreiðslur eru háðar gengi og því aðeins til viðmiðunar. Innifalið: akstur allt að 20.000 km á ári, olíuskipti og þjónusta samkvæmt þjónustubók. Söluumboð: Bílás sf., Akranesi - BSA, Akureyri Betri bílasalan, Selfossi - SG Bílar, Reykjanesbæ MYNDLISTARMAÐURINN Tumi Magnússon opnar í dag kl. 17 myndlistarsýningu í Listasafni Ár- nesinga í Hveragerði. Um er að ræða sýningu á nýjum verkum eftir Tuma. Sýningin er innsetning, með stafrænum ljósmyndum, mál- verkum og hljóðverkum. Verkin í rýminu og rýmið með verkunum eru síbreytileg upplifun, með ferköntuðum fiskum og tveggja metra háum blómum. Tumi Magnússon í Listasafni Árnesinga Listasafn Árnesinga er opið þriðjudaga, fimmtudaga og laug- ardaga kl. 13.30–17.00 Upplýsingar um safnið má finna á heimasíðunni www.listasafnarnes- inga.is Upplýsingar um Tuma má finna á síðunni www.tumimagnusson.com AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.