Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAMTÖK fámennra skóla eru fé- lagsskapur áhugafólks um málefni fámennra skóla á öllum skólastig- um, opin öllum þeim sem áhuga hafa á skólamálum. Þau voru stofn- uð á Flúðum árið 1989 og voru þá fyrst og fremst samtök fámennra samkennsluskóla á grunnskólastigi en hafa síðan þá víkkað út hlutverk sitt og ná nú einnig til fámennra leik- og framhaldsskóla. Samtökin halda ársþing þar sem skólamál eru rædd og fólk vítt og breitt af landinu fær kærkomið tækifæri til að hittast og bera saman bækur sínar. Þá halda samtökin úti heima- síðu með mjög áhugaverðu efni um skólamál. Í apríl 2001 stóðu samtökin ásamt öðrum fyrir ráðstefnunni Menntun í dreifbýli. Þar kom m.a. fram að eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í sam- bandi við stuðning við byggð og byggðaþróun er öflugt og gott skólastarf á öllum skólastigum. Það sem einkennir fámenna skóla er ýmislegt sem telst eft- irsóknarvert fyrir nemendur hans og fjölskyldur þeirra, kennara og það samfélag sem hann starfar í. Þar má m.a. nefna minni stofn- anabrag, afslappað andrúmsloft og minni agavandamál. Við sem störfum við þessa skóla þekkjum það að krafa nútímafólks með ung börn er sú að skólastarf sé unnið faglega og af metnaði. For- eldrar gera eðlilega kröfur um að farið sé að þeim lögum og reglum sem í gildi eru. Þetta á einnig við í hinum dreifðu byggðum landsins. Og þar sem vel tekst til myndast öflug byggð sem gerir það land- svæði eftirsóknarverðara og verð- mætara að öllu leyti. Nútímafólk er heimsborgarar hvar sem það býr. Allir eiga rétt á menntun við hæfi óháð búsetu. Fámennir skólar hafa í gegnum árin verið í fararbroddi á ýmsum sviðum. Sem dæmi má nefna samkennslu árganga, skóla án aðgreiningar og einstaklings- miðað nám. Nú fer í hönd mikil sameining- aralda sveitarfélaganna. Félags- málaráðherra hefur gefið út þá yf- irlýsingu að þeim skuli fækkað svo um munar. Því hefur verið haldið fram að það sem hefur mest áhrif á byggðaþróun séu ungar konur með ung börn. Það er von okkar að sveitarstjórnarmenn hafi efst í huga hagsmuni barnanna og fjöl- skyldna þeirra í því sameining- arferli sem framundan er. Mikil hætta er á að fjárhagslegir hags- munir verði samfélagslegum hags- munum yfirsterkari. Málefni Húsabakkaskóla í Svarf- aðardal voru kveikjan að þessu bréfi. Þar finnst okkur skýrt dæmi um það hvernig samfélag sem hald- ið hefur íbúatölu sinni þrátt fyrir samdrátt í hefðbundnum búskap veðjar á rangan hest með hug- myndum sínum um að loka skól- anum. Húsabakkaskóli er þekktur innan skólaflórunnar fyrir fjöl- breytt og metnaðarfullt starf og nefna má að kennaranemar kepp- ast um að komast þangað. Slík stofnun ætti að vera stolt hvers sveitarfélags. Sá möguleiki fyrir foreldra í Dalvíkurbyggð að geta valið á milli mjög ólíkra skóla með ólíkar áherslur gerir sveitarfélagið að góðum búsetukosti og gæti verið eitt af aðalsmerkjum Dalvík- urbyggðar. Það er skoðun okkar að þó svo að rekstrarkostnaður minnki með því að leggja niður skólahald á Húsa- bakka og færa það á Dalvík þá verði Dalvíkurbyggð fátækari á eft- ir. Skólamál eru byggðamál Þórunn Júlíusdóttir, Fanney Ásgeirsdóttir og Jóhanna María Agnarsdóttir fjalla um umræðuna um Húsabakkaskóla ’Því hefur verið haldiðfram að það sem hefur mest áhrif á byggðaþró- un séu ungar konur með ung börn. ‘ Fanney Ásgeirsdóttir Þórunn er formaður Samtaka fámennra skóla og starfar í leikskól- anum Kærabæ á Kirkjubæj- arklaustri, Fanney er ritari samtak- anna og starfar í Grunnskóla Svalbarðshrepps í Þistilfirði og Jóhanna María er gjaldkeri samtak- anna og starfar í Grunnskólanum í Hrísey. Heimasíða SFS er www// ismennt.is/vefir/sfs/. Jóhanna María Agnarsdóttir Þórunn Júlíusdóttir BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ekkert nema gott að segja og vitað að mörg lönd eiga sér sama þjóð- arblómið. Til gamans má benda á að Bandaríkin, Bretland, Íran og Írak eiga sér sama þjóðarblómið; rósina. Markmiðið með vali á þjóðarblóm- inu var að velja eitt blóm sem gæti verið tákn okkar Íslendinga út á við og hér heima; tákn fegurðar og hrein- leika og auðvelt væri að útfæra það á einfaldan máta. Hvort þetta markmið næst ræðst af því hvort holtasóleyjan – þjóðarblómið – verður notað sem slíkt. Ég vil hins vegar benda á valið á þjóðarblóminu hefur vakið áhuga þúsunda Íslendinga, ekki síst meðal ungu kynslóðarinnar á blómum sem hér vaxa, sem eftir þetta veitir ís- lenskum blómum meiri athygli en áð- ur, þekkir fleiri blóm en áður og met- ur íslensk blóm meira en áður. Að lokum þetta. Hver og einn á í hjarta sínu sitt uppáhaldsblóm og frá þeim verður það ekki tekið. Eitt þeirra stendur öllum Íslendingum nærri enda hefur það frá fyrstu tíð verið helsti boðberi vors og sumars. Þrátt fyrir það var blómið það arna varla nefnt né því síður að það kæmi til úrslita. Ég enda þessa grein á ljóði um þetta blóm sem ég fékk sent frá mínum ágæta vini og fyrrverandi menntamálaráðherra Ingvari Gísla- syni og má skoða það sem nokkurs konar sárabót til allra þeirra sem völdu annað blóm en holtasóleyna. Fífilgæla Á torfu hverri milli fjöru og fjalls þú fífil ungan sást með kollinn prúða. Af vetrardvala vaknar fyrstur alls og vörðinn stendur lengst í gullinskrúða. Nú styttir dag og stundin líður hröð og stormanauðið fyllir garðinn trega. En hrynji ösp og nettu blómi blöð þar bústinn fífill heilsar kímilega. Þótt feigðin sæki rós í kuldans kör og kali grös á vænu túni og engi, svo rætur sofna, blóma firrist fjör, mun fífilbreiðan prýða garð og vengi. (Ingvar Gíslason.) NÍELS ÁRNI LUND, Gvendargeisla 34, 113 Reykjavík. Um þjóðarblóm og önnur blóm Frá Níels Árna Lund, skrif- stofustjóra í landbúnaðar- ráðuneytinu og formanni nefndar um þjóðarblómið: OFTAR en mann grunar koma blóm- in fyrir í daglegu lífi. Þau koma hvar- vetna fyrir í daglegu máli, rituðu sem mæltu; í ljóðum og vísum; spakmæl- um og orðtökum, gátum og máls- háttum. Ótölulegur fjöldi nafna er tengdur við blómin; má nefna borgir og bæi; menn og málleysingja; báta, skip, fjöll og dali, ár og læki og þannig mætti áfram telja. Blómin eru fyrir augum okkar lifandi í brekkum og beðum, afskorin og þurrkuð, úti og inni; þau prýða myndir og málverk, fána og veifur, skjaldarmerki og skúlptúra. Angan þeirra ber frá jörðu jafnt sem ilmvatnsglasi. Blómin eru tákn fegurðar, minninga, vináttu og ástar og þau hafa verið notuð til lækninga og ljósgjafa og veitt svör við leyndustu spurningum elskenda og þannig mætti áfram og áfram telja. Öll eru þau falleg, hvert á sinn hátt og fjölbreytileikinn óendanlegur. En það er nú svona með fegurðina að þar sýnist sitt hverjum og sú staðreynd gerir lífið allt skemmtilegra og fal- legra. Það var því í nokkuð verkefni lagt, þegar ákveðið var að velja Íslandi sitt þjóðarblóm. Að vísu skal tekið fram að þar átti ekki að ráða fegurðin ein, heldur og aðrir þættir sem auðvelda notkun blómsins við hinar ýmsu að- stæður. Lögun þess, litir, stærð, út- breiðsla og önnur atriði sem draga má fram á einfaldan en táknrænan hátt. Svo sem kunnugt er var leitað til þjóðarinnar sjálfrar um val á þjóð- arblóminu m.a. með opinni atkvæða- greiðslu. Niðurstaðan varð sú að holtasóleyjan var valin sem þjóð- arblóm Íslendinga. Mörg önnur blóm voru tilnefnd og mjótt á munum undir það síðasta. Holtlasóleyin er á marg- an hátt sérstök fyrir norðurslóðir. Falleg, sterk og tignarleg með hvít blóm og gylltan koll. Til hamingju holtasóley! Á það hefur verið bent að hún sé á einhvern máta einkennisblóm í Lapp- landi og svæðis í Noregi. Um það er JÚ, ÉG vil jafnrétti, ég vil jafna möguleika á við aðra. Ég vil eiga jafna tekjumöguleika á við aðra. Ég vil að tekið sé tillit til mín og míns hóps. Ég og mínir líkar eigum undir högg að sækja, en þó erum við um fimmtungur þjóðarinnar. Okkar líkamsstarfsemi er önnur og erum við óvelkomnir víða. Við lif- um styttra. Við vorum pyntaðir hér áður fyrr og reyndum því að fela það. Meira að segja orðið sem móð- urmálið hefur gefið okkur í arf lýsir fordómum í okkar garð; örvhentur sem andstæða við rétthentur. Hafið þið leitt hugann að því hvernig ýmis fyrirtæki taka á móti örvhentum ? Fyrir örvhenta er verið að segja; við tökum eingöngu tillit til rétthentra og viljum helst ekki ykkar viðskipti, ef þið endilega viljið kaupa eitthvað, vinsamlegast þá eingöngu staðgreiða með peningum því við vilj- um helst ekki að þið grípið penna í hönd, þeir eru bara fyrir hina. Skoðið ýmsa handverksmenn (smiðir, rafvirkjar… ), skoðið þá staðla sem eru í gangi, hvers vegna herðir maður skrúfur réttsælis? Jú, því þá nær maður betra átaki með hægri hendi. Kíkið á hjólsagir og stingsagir; hvert er afsaginu blásið ? Jú, beint framan í örvhentan mann. Hafið þið skoðað lyklaborð tölv- unnar; teljið stafina sem litli fingur vinstri handar á að stjórna og þá sem litli fingur hægri handar á að stjórna; sjáið þið ekki stóran mun? Hafið þið farið í sund? Jú, þar eru sumir sem vilja að eingöngu sé synt í hringi rangsælis en ekki réttsælis eins og meiri tilhneiging er hjá örv- hentum. Þegar sundlaugarverðir setja upp skilti sem vísa sundstefn- una; allir í sömu átt. Væri ekki eðli- legra að vera með tvö skilti og mis- munandi hring á brautum, ef sundlaugarnar vilja ákveða stefnuna. Eða eiga örvhentir helst ekki að synda? Eiga þá örvhentir að greiða lægra gjald í staðinn? Sundlaugarnar eru yfirleitt reknar af hinu opinbera. Eiga þá örvhentir að borga lægri skatta því hið opinbera tekur síður tillit til þeirra en hinna? Í allri opinberri umræðu gleym- umst við. Hvað hefur Hagstofan t.d. unnið margar skýrslur þar sem tölur koma fram um fjölda, lífslíkur, at- vinnudreifingu, menntun, o.s.frv. Ég hef ekki fundið stafkrók á vefnum hjá þeim. En vegna þess að hið opinbera mismunar okkur og við höfum annað sjónarhorn á málin, ættum við þá ekki að fá sérstök lög sem tryggja rétt okkar? Ættum við þá ekki að vera til staðar á þeim stöðum sem skipta máli, t.d. fá kvóta í hæstarétti (einn af hverjum fimm hæstarétt- ardómurum ættu að vera örvhentir) eða í stjórnunarstöðum? Jú, ég vil jafnrétti!! VIGNIR BJARNASON, Hrísrima 30, 112 Reykjavík. Frá Vigni Bjarnasyni: Jafnrétti Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Gunnlaugur Jónsson: „Sú staðreynd að stúlkan á um sárt að binda má ekki valda því að rangar fullyrðingar hennar verði að viðteknum sannind- um.“ Ólafur F. Magnússon: „Sigur- inn í Eyjabakkamálinu sýnir að umhverfisverndarsinnar á Ís- landi geta náð miklum árangri með hugrekki og þverpólitískri samstöðu.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðar- menn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl- an í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimild- ir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignarland Biskupstungna- og Svínavatns- hreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á land- inu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar TALAÐ ER um að sykur og fita hafi áhrif á minni fólks og sé einn- ig slæmt fyrir lín- urnar, ég get ekki séð að þetta séu nýj- ar rannsóknir, þetta höfum við vitað lengi. Það hefur aldrei ver- ið talið gott að borða hvítan sykur eða þá að borða fitu í miklu magni og hvað þá herta fitu, en ekki má gleyma því að við þurfum að borða fitu og kolvetni. Það er einnig at- hyglisvert að í grein- inni er talað um að áhrif kólesteróls og hertrar fitu sé að finna í kökum, brauð- um og ís þar sem mjúk fita hefur verið hert og þannig gerð gagnslaus og næring- arsnauð. Það má með sanni segja að í kök- um er smjörlíki sem er að hluta til hert fita. En ég veit ekki hvaðan þessir merku vísindamenn fá þær grillur í hausinn að brauð innihaldi herta fitu. Ég get staðfest það að ég nota hvorki sykur né einhverja fitu, hvað þá mettaða fitu, í brauðin hjá mér (þó svo að ég noti smjör í hvítlauksbrauðið mitt). Ég er 95% öruggur að aðrir bakarar innan vébanda Lands- sambands bakarameistara nota ekki sykur í brauðin sín, þá er ég líka nokkuð viss að enginn notar lengur herta eða mettaða fitu í sín brauð, en ég get ekki staðfest það hjá öðrum bökurum þó svo að ég sé nokkuð viss á því. Þó er rétt að taka það fram að í t.d. gróf- um brauðum er að sjálfsögðu fita sem kemur úr kornunum og er ca 0,9 gr. af mettaðri og ómettaðri fitu. Í 100 gr. af grófu brauði (sem eru ca 3 brauðsneiðar) eru kol- vetnin ca 45 gr. og er það þá eingöngu úr kornunum sjálfum, þannig að þau eru auðmelt og eru góð fyrir heilann og minn- ið, heilinn lifir jú ein- göngu á kolvetnum og er þá best að hafa þau kolvetni ekki úr hvít- um sykri. Eins og sést á þessari upptalningu þá er ekki mikil fita í brauðum, ég hef lengi sagt að æskileg brauðneysla sé ca 2–4 brauðsneiðar á dag sem eru þá ca 45 gr. af kolvetnum og ef menn halda að þeir fitni af þessu ættu þeir bara að halda áfram á Atkins- kúrnum og láta heilann fá enga næringu. Allt er best í hófi eins og venju- lega. Svar við „sykur hef- ur áhrif á minni“ Jóhannes Felixson fjallar um sykurneyslu Jóhannes Felixson ’Þó er rétt aðtaka það fram að í t.d. grófum brauðum er að sjálfsögðu fita sem kemur úr kornunum og er ca 0,9 gr. af mettaðri og ómettaðri fitu.‘ Höfundur er bakarameistari og í stjórn Labak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.