Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Komdu í næsta útibú, kanna›u máli› á kbbanki.is e›a hringdu í síma 444 7000. KYNNTU fiÉR HVERNIG fiÚ GETUR LÆKKA‹ GREI‹SLUBYR‹I fiÍNA ME‹ KB ÍBÚ‹ALÁNI – kraftur til flín!              #$%&''( ) *+ % % *        !" #$"% & %'  (&) * &) &  +&  ,&) & * &) -  - ) #  . %$  .& %  /0 $ /#$"% & ' 1  ,  )-   # / !* &) #  ! (/!$& ( $2!3&!' (!%4  '52 0%& 6!& +)  + & ,7%8 & $2!&& 9:0 $ *# "%;  !&) 8   /!  !0!%4 0' <&  <4 & /!  !& =&&   !& 5/2!//> 8  .    /0    # )?4$%$! ,&) 7/* &)   <8 %8 ="4 & %; * &)   7!  ! ' !                >  >  >   >   >  > >  >  > > > > >    4& %" %4 ! ' !     >   >   >  >       > >  >   >  > > >  >   > >  > > > > > > > > > @AB @AB @AB @ AB > @AB @AB @> AB @> AB @>AB @ AB @ AB @AB @AB > > @AB > @ AB > @AB > > > @AB @>  AB > > @AB > > > > > > > > > ( ) !  ) & <!7 ) C +  '  '  ' '  '   ' '  ' ' ' ' '  ' ''   ' > '  > '  > ' > ' > ' ' > > ' > ' ' > > > > > '                 >   >      >                           >  >      >          =! 7D3 ' ' <('E0 &  #$ ) !        >  >  > > >   > >  >   > > > > >  ÍSLANDSBANKI mun bjóða 100% lán til húsnæðiskaupa frá og með næstkomandi mánudegi. Lánin eru veitt til allt að 40 ára og nemur veð- setningarhlutfall allt að 100% af markaðsvirði. Þótt brunabótamat húsnæðis sé lægra en lánsfjáðhæð er það ekki fyrirstaða, því lántakendum býðst þá að kaupa viðbótarbruna- tryggingu til að brúa bilið. Hámarks- lán getur numið 25 milljónum króna. Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Ís- landsbanka, sagði á fréttamanna- fundi í gær, að íslenskir bankar hafi látið til sín taka í húsnæðisfjármögn- un landsmanna á þessu ári. Það hafi reyndar hafist á síðustu dögum síð- astliðins árs er Íslandsbanki reið á vaðið og bauð fram lán í erlendri mynt að fullu eða að hluta. Er líða tók á þetta ár hafi bankinn komið fram með óverðtryggð lán til allt að 40 ára, sem hafi verið nýjung. Síðla sumars hafi svo verið boðið upp á allt að 40 ára verðtryggð lán. „Nú hyggj- umst við stíga enn eitt skrefið og bjóða viðskiptavinum fjármögnun vegna kaupa á íbúðarhúsnæði allt að 100% af verðmæti þess,“ sagði Jón. Jón greindi frá því að samkvæmt könnun Gallup hafi um 88% þeirra sem leigja eða búa í foreldrahúsum, og eru á aldrinum 25 til 40 ára, áhuga á því að kaupa eigið húsnæði. Markaðurinn sé því töluverður. Í ljóst hafi komið að rúmlega 70% þessa hóps telji, samkvæmt könnun- inni, að erfitt sé að fjármagna það sem uppá vantar þegar hinum hefð- bundnu íbúðalánum sleppir. Einnig hafi komið í ljós að ef það byðust 100% lán telji tæplega 60% að- spurðra í könnun Gallup líklegt eða frekar líklegt að þeir myndu kaupa eigið húsnæði. Þá hafi jafnframt komið fram að af þeim sem búa í eig- in húsnæði hafi liðlega fjórðungur ekkert eigið fé við fjármögnun þeirra kaupa og hafi því þurft að leita annarra leiða. „Það sem hefur einkennt fast- eignamarkaðinn undanfarið er að það hafa verið miklar hækkanir,“ sagði Jón. „Verð íbúðarhúsnæðis hefur nærri tvöfaldast á sjö árum, en þessi hækkun er töluvert umfram al- mennar launahækkanir á þessu tímabili. Hátt íbúðaverð og hækkun þess hefur gert fólki erfitt um vik að fjármagna kaup á þess konar eign, því bilið sem þarf að brúa hlýtur allt- af að vaxa í hlutfalli við hækkun á fasteignunum.“ Sagði Jón að reynsla flestra sé sú að það sé erfitt að fjármagna fyrstu kaup því húsnæðislán hafi ekki dug- að til að fullfjármagna kaupin. Þess vegna hafi fólk neyðst til þess að fjármagna það sem upp á vantar með óhagstæðum skammtímalánum, jafnvel yfirdrætti, hafi þurft að leita til vina eða vandamanna um fjár- framlög eða jafnvel fengið lánsveð fyrir viðbótarlánum. „Í ljósi þessa alls höfum við ákveð- ið að bjóða þessum hópi þeirra sem eru að kaupa sér fasteign, og þá einkum fasteign í fyrsta sinn, 100% fjármögnun. Það þýðir að við erum reiðubúin til að fjármagna allt að 100% af söluverðmætinu. Og það sem hefur verið þröskuldur í fjár- mögnuninni, þ.e. lágt brunabótamat, er ekki lengur vandamál.“ Lánatrygging er skilyrði Skilyrði fyrir því að húsnæðis- kaupendur fái 100% húsnæðislán hjá Íslandsbanka eru að þeir gangi í Vild eða Gullvild hjá Íslandsbanka eða Stofn hjá Sjóvá-Almennum. Þeir þurfa að standast greiðslumat Ís- landsbanka og þurfa einnig lána- tryggingu. Iðgjald af slíkri trygg- ingu er samkvæmt núgildandi gjaldskrá á bilinu frá um 800 krón- um og upp í um 2.000 krónur á árinu. Ef lántaki fellur frá greiðist vá- tryggingarfjárhæðin til bankans, til uppgreiðslu eða til innborgunar á eftirstöðvar lánsins. Fyrsti veðrétt- ur er skilyrði fyrir láni og þá áskilur Íslandsbanki sér rétt til að endur- meta fasteign á lánstímanum. Íslandsbanki býður þrenns konar 100% lán. Í fyrsta lagi býður bank- inn verðtryggð lán með 4,2% vöxt- um. Þau eru til 5 til 40 ára og með 5 ára endurskoðunarákvæði vaxta. Í öðru lagi eru óverðtryggð lán í ís- lenskum krónum með breytilegum vöxtum og í þriðja lagi óverðtryggð blönduð lán, 50% í íslenskri krónu og 50% í erlendri mynt, með breytileg- um vöxtum. Mikil áhersla verður lögð á vand- aða ráðgjöf í tengslum við húsnæð- islán Íslandsbanka, að sögn Jóns. Hann segir að húsnæðiskaup séu ein mikilvægasta ákvörðun í fjármálum heimilanna og því megi ekki hrapa að neinu. Ekki óþarfa áhætta Jón sagði á fréttamannafundinum í gær ekki ástæðu til að ætla að tekin sé óþarfa áhætta með því að veita 100% lán. Lífskjör fólks á Íslandi séu að færast nær því sem sé í helstu samkeppnislöndum. Þróun fer- metraverðs í íbúðarhúnæði sé einnig að nálgast það sem er í þessum lönd- um. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, sagði að ef litið er til næstu ára séu rök fyrir því að íbúðaverð muni halda áfram að hækka. „Það er mikil eftirspurn eftir húsnæði og mikið framboð lánsfjár. Húsnæðisverð stendur hátt sögu- lega séð en ekki er annað að sjá en þetta muni halda áfram.“ Ingólfur sagði að hækkun láns- hlutfallsins í 100% geti haft þau áhrif að húsnæðisverð myndi hækka eitt- hvað tímabundið, en hversu mikið sé erfitt að segja til um. Áhrifin verði væntanlega tiltölulega lítil. Íslandsbanki býður 100% húsnæðislán Morgunblaðið/ÞÖK 100% lán Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála, Jón Þórisson aðstoðarforstjóri og Ing- ólfur Bender, forstöðumaður Greiningar, kynna 100% lán Íslandsbanka. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði í gær, þriðja daginn í röð. Lokagildi vísitölunnar var 3.467,77 stig og hækkaði hún um 2,55% frá deginum áður. Heildarviðskipti í Kauphöllinni námu 16,6 milljörðum króna og þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 7,7 milljarða. Mest viðskipti voru með bréf í Straumi, eða fyrir 4,3 milljarða, og hækkaði gengi þeirra um 4,1%. Gengi bréfa Samherja hækkaði mest, eða um 6,7%, og bréf Íslandsbanka um 6,3%. Bréf Medcare Flögu lækkuðu hins vegar mest, eða um 1,6%. Hlutabréfavísitölur hækkuðu í flestum kauphöllum Evrópu í gær og einnig í New York. Hækkun í Kauphöllinni HAGNAÐUR Fjárfestingarfélags- ins Atorku hf. eftir skatta fyrstu níu mánuði ársins 2004 var 2.472 millj- ónir króna. Á sama tímabili á síðasta ári var hagnaðurinn 279 milljónir. Hagnaðurinn nífaldaðist því milli ára. Góð afkoma Atorku skýrist eðli- lega af þeirri þróun sem verið hefur á hlutabréfamarkaði hér á landi á þessu ári, eins og verið hefur hjá öðr- um fjármálafyrirtækjum. Óinnleystur gengishagnaður Atorku á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam rúmlega 2,8 milljörðum króna en var rúmlega 200 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hækkunin á þessum lið er því rúmlega 2,6 millj- arðar milli ára. Vegin arðsemi eigin fjár Atorku á fyrstu níu mánuðum þessa árs var 64,5%, sem jafngildi 93,7% arðsemi á ársgrundvelli. Heildareignir Atorku námu um 8,9 milljörðum króna í lok september en voru um 5,2 milljarðar í ársbyrj- un. Eigið fé Atorku var um 6,5 millj- arðar í lok september og hafði aukist um 2,4 milljarða frá áramótum. Hagnaðurinn nífaldast milli ára       !(  ! " !     "  !  + ,  '   - '   '  $!     .&% /%  0 .%0 %&/1 23.3     # 4      %1/% /153     4 (   # !( '  %% 5%637 ./& 1%  2%1 .8% %./ 209     ..11 1891   )%10 5&6.7   !"#$%     !&'(%           "!'')$*+%     Uppgjör Fjárfestingarfélagið Atorka gretar@mbl.is KB banki, Landsbankinn og SPRON hafa ekki tekið ákvörðun um að bjóða upp á 100% húsnæð- islán eins og Íslandsbanki. Málið er í skoðun hjá þeim. Friðrik Halldórsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs KB banka, segir að bankinn sé sí- fellt að skoða næstu skref í þessum málum. Ekki sé þó búið að taka endanlega ákvörðun í þeim efnum. „Við erum alltaf að skoða ein- hverjar leiðir og of snemmt að gefa eitthvað upp um það hvaða leið við endum á,“ segir Friðrik og tekur fram að ekki sé sjálfgefið að bank- inn fari að fordæmi Íslandsbanka. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hækkun lánshlutfalls húsnæðislána bankans. „Við munum setjast niður á næstunni til að átta okkur á því hvað þeir [þ.e. Íslandsbanki] eru ná- kvæmlega að bjóða og skoða í fram- haldinu okkar viðbrögð.“ Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að bjóða 100% lán til íbúðakaupa. Hvort til þess muni koma verði hins vegar íhugað alvarlega. Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segist ekki hafa mikið um lánafyrirgreiðslur bank- anna að segja. Íbúðalánasjóður muni halda sínu striki. Í skoðun hjá öðrum bönkum 9 )F GH  ! ""## $%& $%' A A #< ? IJ '(' '#' $% $%) A A KK .-J (&" (( $%) $%# A A +#J 9  &" ""# $"% $"%" A A LK?J IM6& '#& " && $%) $%( A A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.