Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 41 MINNINGAR inum mína dýpstu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni og minn- ingin um góðan dreng ylja ykkur í því skammdegi er nú leggst að. Sigríður Elva Ólafsdóttir. Það er ekki hægt að segja neitt nema gott um þig, elsku Jonni minn. Við trúum því varla að þú sért dáinn, þó vissum við að þú værir mikið veik- ur og að þessu kæmi að lokum, en samt er maður aldrei viðbúinn. Já, það er margs að minnast, Jonni minn, og eru þær minningar allar góðar, t.d. frá því að við fluttum í Fljótin 1976. Þá kom sér vel að eiga ykkur frændfólkið á Miðmói að. Þið vilduð allt fyrir okkur gera. Þú varst einstaklega bóngóður maður, einn af þeim sem geta allt, nema að segja nei. Enda réttir þú hjálparhönd víða. „Eitthvað að frétta? Segir þú ekki eitthvað fleira?“ Svona byrjaði Jonni oft samræðurnar þegar við sátum við eldhúsborðið á Molastöðum. En þar var oft mikið spjallað um landsins gagn og nauðsynjar og stundum kom ein og ein vísa, en þú hafðir gaman af því að setja saman vísur. Oftar en ekki var talað um bíla og vélar. Söknuður fyllir hugann en við minnumst þín og munum alltaf góðu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Við kveðjum þig, vinur og frændi, og þökkum þér fyrir allt. Bogga, Palli, Sigga, Mundi, Gunna og fjölskylda. Missir ykkar er mikill og biðjum við guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Kristinn, Inga Jóna og fjölskylda. Fallinn er frá frændi minn Jón- mundur Pálsson frá Mið Mó í Fljót- um eftir stutt en erfið veikindi langt um aldur fram. Hann var ávallt kall- aður Jonni. Fyrstu kynni mín og Jonna var þegar ég kom í Mið Mó í fyrsta skipti, þá fjögurra ára gamall. Er ég steig út úr bifreiðinni kom stór og mikill hundur á móti mér og ég hljóp af stað hring eftir hring í kring- um húsið dauðhræddur við þennan hund, þegar Jonni tók mig upp og kynnti mig fyrir Vaski sem var heim- ilishundurinn, en það er lýsandi dæmi um hvern mann Jonni hafði að geyma. Hann var mjög barngóður og löðuðust börn mjög að honum. Þau tíu sumur sem ég dvaldi á Mið Mó mótaði ég lífsstefnu mína sem hafði áhrif á allt mitt líf og þar spilaði Jonni stórt hlutverk í því, ég leit á þá bræður Jonna og Munda sem mína eldri bræður. Jonni var þrælduglegur og kapp- samur við allt sem hann tók sér fyrir hendur, enda var hann bakhjarl for- eldra sinna. Hann starfaði mest við vörubílaakstur auk þess að sinna bú- störfum á Mið Mó. Auk þess starfaði Jonni um tíma sem lögreglumaður. Jonni var hagyrðingur góður, en hann vildi lítið gera úr þeim hæfi- leika sínum. Lífshlaupi Jonna er lokið og hann laus úr viðjum krabbameinsins. Hans er sárt saknað af vinum og vandamönnum, sérstaklega af öldr- uðum foreldrum og systkinum auk annarra nánustu aðstandenda. Ég kveð Jonna með trega og kökk í hálsi því að ég bjóst ekki við kallinu svona fljótt. Guð veri með þér. Jón Stefánsson. Í dag kveðja vörubílstjórar í Skagafirði einn af félögum sínum og samstarfsmann um áratuga skeið, Jónmund Pálsson frá Mið-Mói í Fljótum. Jónmundur gekk til liðs við Vörubílstjórafélag Skagafjarðar fyr- ir um 35 árum og vann á sínum eigin vörubíl, mest við vegagerð og flutn- inga af ýmsu tagi. Árið 1986 stofnaði hann ásamt fleiri vörubílstjórum verktakafyrirtækið Fjörð sf. og starfaði þar allt til þess er sjúkdómur sá, er lagði hann að velli, gerði hon- um ókleift að aka sínum stóra og öfl- uga vörubíl. En áhuginn á verkefnum fyrirtæk- isins var óbilandi og þegar stund var milli stríða hjá honum kom hann í heimsókn á vinnusvæðin til að heilsa upp á félaga sína og sjá hvernig verk- unum miðaði. Jónmundur var einstaklega vand- aður og góður félagi, hjálpsamur svo af bar og ósérhlífinn við erfið verk- efni, sem þurfti að vinna. Ef bíll eða vél í vinnuflokknum bilaði var hann ávallt kominn strax til að aðstoða við viðgerð, sem alltaf var vel þegið, þar sem hann var mjög laginn viðgerð- armaður. Góðvild hans í garð náung- ans og glatt viðmót við samstarfs- menn einkenndi hann og gerði hann vinsælan og eftirsóttan. Nú er stórt skarð höggvið í hóp okkar Fjarðar- manna með fráfalli Jónmundar, langt fyrir aldur fram. Ekki er ólík- legt að almættið hafi vantað góðan mann til að leggja vegi einhvers stað- ar í óravídd fjarlægðarinnar, enginn veit. En við söknum vinar, sameiganda og samstarfsmanns og þökkum hon- um áratuga samfylgd og munum minnast hans með hlýhug og þökk. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við sendum foreldrum og fjöl- skyldu hans allri innilegar samúðar- kveðjur. F.h. Fjarðarmanna, Jón Sigurðsson. Góður vinur og nágranni, Jón- mundur Pálsson, er fallinn frá langt um aldur fram. Jónmundur eða Jonni eins og við sveitungar hans og vinir kölluðum hann jafnan átti alla ævi heima á Mið-Mói í Fljótum. Dauði hans kom þó ekki á óvart því hann hafði barist við krabbamein í tæpt ár. Fyrstu veruleg kynni okkar Jonna byrjuðu árið 1968 þegar við ásamt fleiri sveitungum okkar stunduðum fiskvinnu vetrarpart í Grindavík. Þá var margt spjallað og brallað. Kannski réðst þarna það ævistarf sem hann valdi sér. Þennan vetur réðst Jonni í kaup á vörubíl. Það var rökrétt framhald af miklum áhuga hans á bílum og vélum. Eftir það má segja að vörubílaakstur hafi verið hans aðalstarf. Stundaði hann þá vinnu eftir því sem hún bauðst bæði heima í sveitinni og utan héraðs ef því var að skipta. Einnig vann hann ávallt við búskapinn á Mið-Mói eftir því sem tími gafst til. Fljótlega eftir að Jonni eignaðist vörubíl kom hann sér upp tækjakosti og viðgerðarað- stöðu heima sem gerði honum mögu- legt að vinna ýmsar smærri viðgerðir sjálfur. Þar vann hann eftir föngum að viðhaldi eigin tækja en var ekki síður hjálplegur við sveitunga sína í þeim efnum. Var oft leitað til hans ef bilaði vél eða verkfæri og var því ávallt tekið af hans alþekktu ljúf- mennsku og reynt að laga ef nokkur kostur var. Eyddi hann oft ótrúlega miklum tíma í að hjálpa öðrum bæði varðandi viðgerðir og ýmislegt annað sem kom uppá hjá nágrönnum hans því hann var bæði úrræðagóður og laginn við þau verk sem hann kom að. Á vetrum var oftast rólegri tími hjá Jonna og stundum lítið að gera með vörubílinn. Þá kom hann stund- um yfir til mín í kaffi. Þá bar ýmis mál á góma, hvort heldur voru á vett- vangi heimahéraðs eða á landsvísu, og þau rædd af kappi því Jonni hafði sínar skoðanir á hlutunum og stóð fast á sínu ef á þurfti að halda. Síðast kom Jonni í heimsókn í apríl sl. Hann hafði rúmlega tveim mánuðum áður gengist undir mikla skurðaðgerð sem leit út fyrir að hafa heppnast. Fljótlega eftir það kom þó annað í ljós og dvaldi hann að mestu á sjúkrahúsum eftir þetta en gat þó um nokkurn tíma verið utan sjúkrastofu nokkrar klukkustundir á dag. Hygg ég að það hafi gert honum þessa erf- iðu haustdaga mun bærilegri en ella. Þetta gerði honum mögulegt að fara heim að Mið-Mói til foreldra sinna og systur. Einnig að hitta samstarfs- menn og vini sem hann átti fjölmarga víðsvegar um héraðið eða aðstoða bróður sinn og mágkonu á Sauðár- króki. Ég vil að leiðarlokum þakka honum allar góðar stundir sem við áttum í leik og starfi síðustu 36 ár. Við María vottum foreldrum Jonna, systkinum og öðru venslafólki okkar dýpstu samúð í sorg þeirra. Minningin um góðan dreng lifi. Örn Þórarinsson, Ökrum. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Í PERLUNNI Erfidrykkjur Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts SVEINS KJARTANSSONAR pípulagningameistara, Logafold 165, Reykjavík. Sérstakar þakkir til björgunarsveitarmanna og annarra sem stóðu að leit að Sveini á sínum tíma. Einnig hjartanlegar þakkir til prestanna í Grafarvogskirkju. Halldóra Lydía Þórðardóttir, Þuríður Ósk Sveinsdóttir, Kjaran Sveinsson, Benedikt Sveinsson, Kristín Árnadóttir, Þórdís Vilhjálmsdóttir, Þórarinn Kjartansson, Ingibjörg Tómasdóttir, Þórður Guðmundsson, Ruth Erla Ármannsdóttir. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR SVEINSSON fyrrv. lögregluþjónn, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 8. nóvember kl. 15.00. Rósa Ingólfsdóttir, Álfrún Edda Ágústsdóttir, Klara Geirsdóttir Egilson, Heiðveig Þráinsdóttir, Ingólfur Máni Hermannsson. Okkar ástkæra, ANNA PÁLÍNA ÁRNADÓTTIR, Laufásvegi 58, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju mánu- daginn 8. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á sjóð sem stofnaður hefur verið hjá Krafti til minningar um Önnu Pálínu, kt. 571199-3009, bankanr. 327-13-700700. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Árni Húmi Aðalsteinsson, Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir, Álfgrímur Aðalsteinsson, Ester Kláusdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar frænku okkar, ÞÓRUNNAR ODDSDÓTTUR (Tótu á Akri), Merkigerði 8, Akranesi. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki E-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir einstaklega góða umönnun. Sigríður Sigurjónsdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, GUÐMUNDUR SIGURÐSSON, lést á heimili sínu, Reykjabraut 5b í Þorlákshöfn, miðvikudaginn 3. nóvember. Kolbrún S. Jóhannesdóttir, Sandra B. Guðmundsdóttir, Karl Friðrik Bragason, Helga I. Guðmundsdóttir, Ingimar T. Þórisson, Sigurður H. Guðmundsson, Þóra B. Gísladóttir, María Víglundsdóttir, systkini hins látna og barnabörn. Konan mín og móðir okkar, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Suðurgötu 8, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu- daginn 8. nóvember kl. 15.00. Einar Bragi Borghildur Einarsdóttir Rudolf Adolfsson Jón Arnarr Einarsson Elma Hrafnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLI HELGI ANANÍASSON fyrrum bóndi, Hamarlandi, Reykhólahreppi, síðar til heimilis í Merkigerði 21, Akranesi, lést þriðjudaginn 2. nóvember. Útför hans verður gerð frá Akraneskirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 14.00. Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Matthías F. Ólason, Olga Sigvaldadóttir, Hermann F. Ólason, Lovísa S. Gunnarsdóttir, Sæmundur Ó. Ólason, Katrín B. Baldvinsdóttir, Soffía Óladóttir, Arnar G. Ólason, Valgerður Halldórsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.