Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Stokkseyri | Vægur hrollur fór um fréttaritara og hárin risu, þegar hann skoðaði Draugasetrið á Stokkseyri fyrir skömmu. Í setrinu hefur tekist að tvinna saman á skemmtilegan hátt þjóðlegan fróð- leik um líf manna fyrr á öldum og ævintýri og upplifun, sem jafnvel skekur menn létt sem álíta sig með stáltaugar og eru ýmsu vanir. Draugasetrið var opnað 7. nóvem- ber í fyrra og hlaut það strax tals- vert umtal vegna orða biskups Ís- lands í predikun í Stokkseyrarkirkju tæpum mánuði fyrr. Ekki þótti for- svarsmönnum setursins stætt á öðru en að fá séra Sigurð Sigurðarson vígslubiskup til að blessa safnið, auk þess sem séra Kristinn Ágúst Frið- finnsson, prestur í Hraungerði, hef- ur verið safnmönnum innan handar um geistlega hluti. Frystihús fær nýtt hlutverk Draugasetrið er í húsi lista- og menningarverstöðvarinnar Hólma- rastar. Þetta mikla hús, sem er eitt af helstu kennileitum í neðanverðum Flóanum, var reist eftir frystihús- bruna á Stokkseyri og tekið í notkun árið 1979. Fljótlega eftir að húsið reis lagðist útgerð á Stokkseyri af og fluttist til Þorlákshafnar, í kjölfar þess að Óseyrarbrú var byggð 1983, en nýtilkomið kvótakerfi hafði einn- ig sín áhrif. Fiskvinnsla er þó enn í húsinu, en þangað til fyrir nokkrum árum stóð stór hluti þess auður eða var notaður undir geymslur. En Stokkseyringar gefast ekki upp þó móti blási. Smátt og smátt fór að færast líf í húsið. Staðarlista- maðurinn Elfar Guðni var fyrstur til að koma sér upp vinnustofunni Svartkletti, en fleiri myndlistar- og handverksmenn fylgdu í kjölfarið. Á afmæli Stokkseyringsins Páls Ísólfs- sonar, 12. október 2002, var vígður stór tónleikasalur á sömu hæð og draugasetrið og Pálsstofa, minning- arstofa um Pál sömuleiðis. Þá varð ekki aftur snúið. Nú eru í húsinu nokkrir salir sem m.a. henta vel fyr- ir ráðstefnuhald og fleira. Og síðast en ekki síst sjálft Draugasetrið. Þar er Draugabarinn, sem er orðinn einn vinsælasti tónleikastaður á Suður- landi og þó víðar væri leitað, en bæði innlendir og erlendir tónlistarmenn hafa troðið þar upp. Barinn var ný- lega stækkaður og bætt við sviði, fyrir stærri tónleika. Gott útsýni er frá barnum yfir höfnina á Stokkseyri og skerjagarðinn. Þar getur brimið brugðið sér í ýmissa kvikinda líki og lætur foráttubrimið engan ósnort- inn. Nú er hægt að villast í þessu stóra húsi við draugagang, menn- ingu og aðra skemmtan daginn lang- an. Draugagangur Þegar komið er inn í húsnæði Draugsetursins er fyrst komið á Draugabarinn. Þar fá gestir afhent- an geislaspilara með draugasögum sem leiðir þá í gengum safnið og fara þeir tveir og tveir saman á vit óviss- unnar. Sögurnar eru alls 24 og eru sagðar af sagnameistaranum Þór Vigfússyni, stjórnarformanni Draugasetursins. Hægt er að hlýða á sögurnar bæði á ensku og þýsku og er því eftir talsverðu að slægjast fyrir erlenda gesti. Sögurnar eru eins konar aldarspegill fyrri alda og hjálpa gestum til að skilja betur það þjóðfélag og þann hugsunarhátt sem forfeður vorir bjuggu við. Flestar sögurnar gerast í Flóanum, en ekki þó allar. Af þekktum draugum, sem sagt er frá, má nefna Kampholts- móra, sem enn ku reika um Flóann, Skerflóðsmóra og Móhúsaskottu, bæði nafnkunna drauga á Stokks- eyri, svo og hinn þekkta djákna á Myrká. Safnið er mikið völundarhús og hríslast kaldur sviti niður bakið á gestum er þeir kynnast íslenskum draugum að fornu og nýju. Drauga- setrið er ekki ætlað gestum yngri en 12 ára, nema þá í fylgd með full- orðnum og á þeirra ábyrgð. Draugaferðir og fleira Upphafið að safninu voru ferðir, sem Guðmundur Tyrfingsson ehf. hóf fyrir fjórum árum og felast í rútuferð og leiðsögn um drauga- slóðir í Flóanum. Sögumenn í þess- um ferðum eru þeir Þór Vigfússon, stjórnarformaður Draugasetursins, eða Bjarni Harðarson ritstjóri, bókaútgefandi og stjórnarmaður í Draugasetrinu. Þessir tveir sagna- meistarar eru í sérflokki í þessum fræðum og vekja mikla lukku með sínum frásagnarhæfileikum. Nú hafa verið farnar yfir 150 drauga- ferðir og er ekkert lát á. Samstarfs- samningur er í gildi milli Draugaset- ursins og Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Hönnun og uppbygging safnsins var alfarið í höndum áhugamanna í héraði og er á engan hallað þó að Benedikt Guðmundsson, sonur Guð- mundar Tyrfingssonar, auk þeirra Þórs Vigfússonar, Bjarna Harðar- sonar og Björns Inga Bjarnasonar séu nefndir sem forsprakkar safns- ins. Aðsókn að safninu hefur farið fram úr björtustu vonum aðstand- enda. Það eru jafnt starfsmenn fyr- irtækja og félög í óvissuferðum, stórir og smáir hópar, fólk í sunnu- dagsbíltúr, sumarbústaðaeigendur og forvitnir nærsveitungar sem sækja Draugasetrið heim, en hægt er að taka á móti allt að 50 manns í einu. Upplýsingar á draugasetrid.is. Draugasetrið í lista- og menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri hefur starfað í heilt ár Mórar og skottur ganga ljósum logum Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Brennivínsdraugurinn Tvær brosmildar skottur og starfsmenn Drauga- setursins standa undir Brennivínsdraugnum, sem er verndari Draugabars- ins í Draugasetrinu. Hann var danskur að uppruna og þótti sopinn góður. ÁRBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Tónleikar| Páll Eyjólfsson gítarleikari flytur ein- leiksefnisskrá í Tónlistarhúsinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á morgun, sunnudag, kl. 15. Á efnisskránni eru verk eftir spænsku tón- skáldin Francisco Tárrega og Isaac Albéniz og Brasilíumanninn Heitor Villa-Lobos.    GÚMMÍVINNSLAN hf. á Akureyri og endurvinnslufyrirtækið Hringrás hafa hafið samstarf um endurvinnslu gúmmí- úrgangs sem fellur til á Eyjafjarðarsvæð- inu. Stefnt er að framleiðslu gúmmíkurls til notkunar í framleiðsludeildum Gúmmí- vinnslunnar. Í framhaldi af því að tekið hefur verið upp úrvinnslugjald, sem lagt er á alla hjólbarða sem fluttir eru til landsins, starfrækir Gúmmívinnslan sérstakt dótt- urfélag um móttöku og úrvinnslu hjól- þangað hafi farið um 400 tonn á ári. Markmiðið með samstarfi Gúmmívinnsl- unnar og Hringrásar er að innan eins til tveggja ára hafi þau þróað og náð tökum á framleiðslu gúmmíkurls úr ónýtum hjól- börðum sem nothæft er sem hráefni fyrir framleiðsludeildir Gúmmívinnslunnar. Þröskuldurinn í því ferli er lokastig úr- vinnslunnar, fínkurlun gúmmíúrgangsins og hreinsun hans þannig að til verði gúmmíkurl sem nothæft er í fram- leiðsluvörur Gúmmívinnslunnar. barða, Hafís ehf. Úrvinnslugjaldið er not- að til að greiða fyrir meðhöndlun hjólbarða, förgun eða endurnýtingu eftir að notkun þeirra lýkur. Nú þegar hafa safnast hundruð tonna af ónýtum hjól- börðum á starfssvæði Hringrásar í Krossanesi við Akureyri. Fyrirtækið hef- ur yfir að ráða öflugum, færanlegum vinnslutækjum og nú stendur þar sem hæst gróftæting ónýtra hjólbarða. Hingað til hafa hjólbarðar verið urðaðir á sorp- haugunum á Glerárdal og er áætlað að Tilraunir við framleiðslu gúmmíkurls Haustmót | Þór Valtýsson er efstur með 5 vinn- inga á haustmóti Skákfélags Akureyrar fyrir síð- ustu umferð og hann getur tryggt sér sigur í mótinu með jafntefli í síðustu umferð. Þór mætir þá Stefáni Bergssyni, sem er í 2.–5. sæti með 4 vinninga ásamt þeim Unnari Þór Bachmann, Ágústi Braga Björnssyni og Einari Garðari Hjaltasyni. Næsta mót félagsins er 15 mínútna mót, sem fram fer í KEA-salnum í Sunnuhlíð 7. nóvember kl. 14 og eru allir velkomnir.    Landslagsverk | Alda Sigurðardóttir opnar á morgun, sunnudaginn 7. nóvember, frá 11 til 13, sýninguna „Landslagsverk“ í Kunstraum Wohn- raum í Ásabyggð 2 á Akureyri. Alda hefur hald- ið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum og einnig skipulagt sýningar annarra, til dæmis í Garður-Udhus-Küche á Selfossi, Danmörku og í Bremen. Þetta er 10 ára afmæl- issýning í Kunstraum Wohnraum sem var stofn- að 1994 af Jan Fehlis og Hlyni Hallssyni í Hannover en er nú rekið af Hlyni og Kristínu Kjartansdóttur á heimili þeirra á Akureyri. Nánari upplýsingar um verk Öldu er að finna á slóðinni: www.simnet.is/aldasig og um í Kunstraum Wohnraum á slóðinni: www.halls- son.de. Álþynna | Málþing Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Akureyri og nágrenni, fagnar áformum um álþynnuverksmiðju á Akureyri, en varar við hugmyndum um að reisa risaálver í Eyjafirði að því er fram kemur í ályktun. „Bygging og rekstur 350–400 þúsund tonna ál- vers munu kalla á gífurlegar virkjunarfram- kvæmdir, sem leiða til náttúruspjalla og þétts raf- magnslínunets um Norðurland allt. Þá bryti rekstur slíks álvers við núverandi aðstæður í bága við mengunarstaðla Kyoto-samþykktarinnar.    GEFIÐ hefur verið út kort sem sýnir nokkrar sérvaldar gönguleiðir á Ak- ureyri. Alls er um 6 leiðir að ræða, mislangar, og fylgir stutt lýsing hverri leið auk þess sem þeim hafa verið gefin nöfn. Stysta leiðin, Eyrin, er 1,4 kílómetrar og er um syðsta hluta Oddeyrar, þá er gönguleið sem nefnist Nonnaslóð og er örlítið lengri, 1,5 kílómetrar að lengd, Hringsólið er 2,9 kílómetrar, Söguleiðir 6,0 kílómetrar, Skundið 8,0 kílómetrar og loks Ein með öllu sem er 15,8 kílómetrar og nær frá Kjarnaskógi úr suðri og norður að Hengingarklauf við Sandgerðisbót. „Markmiðið með útgáfu þessa gönguleiðakorts er að hvetja bæjarbúa til hreyfingar og útiveru,“ sagði Guðmundur Sigvaldason, einn þeirra sem sæti á í starfshópi um útivist sem starfað hefur á Akureyri frá því í árs- byrjun 2003. „Þarna geta bæjarbúar fengið leiðbeiningar um hvar finna má góðar og fjölbreyttar gönguleiðir,“ sagði Ársæll Magnússon, formaður starfshópsins. Þeir nefna að gönguleiðirnar séu bæði innanbæjar, á mal- bikuðum stígum og eins úti í náttúrunni og þá sé líka bent á gönguleiðir um söguslóðir á kortinu. Um leið og göngufólk nýtur hreyfingar og úti- vistar gefst þannig færi á að njóta fjölbreytilegs umhverfis, innan og utan byggðar. „Þeir eru margir sem stunda gönguferðir sér til heilsubótar, en með því að gefa út kortið bendum við á gönguleiðir sem fólk hefur ef til vill ekkert verið að velta fyrir sér.“ Gönguleiðakortið liggur frammi á bæjarskrifstofunum á Akureyri, í upplýsingamiðstöð ferðamanna, íþróttamannvirkjum, skólum og víðar og er það ókeypis. Þeir Ársæll og Guðmundur segja að útgáfa þess sé bara byrjunin, reynt verði að halda útgáfunni áfram og bæta við fleiri göngu- leiðum í bæjarlandinu og meiri upplýsingum um hverja leið. „Við fáum vonandi viðbrögð frá bæjarbúum og ábendingar,“ segja þeir félagar, en senda má ábendingar um hvað eina er varðar útivist í bænum á netfangið utivist@akureyri.is. Gefa út gönguleiðakort Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.