Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 57 BARDAGINN UM FRAMTÍÐINA ER HAFINN OG ENGINN ER ÓHULTUR.HÖRKUSPENNANDI ÆVINTÝRAMYND ÓLÍK ÖLLU ÖÐRU SEM ÞIÐ HAFIÐ SÉÐ ÁÐUR. I Í I I I I I Í I I Ó.Ö.H. DV Ógleymanleg ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna Urrandi góð fjölskyldumynd. Þ.Þ. Fréttablaðið. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.40, 3.50 og 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15 og 10.20. HIÐ ILLA ÁTTI SÉR UPPHAFI I LA ÁTTI SÉR UPPHAF KRINGLAN Sýnd kl. 10.10. B.i. 16 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 2.15. Ísl. tal. KRINGLAN Sýnd kl. 12 og 2. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15.  H.J. Mbl. M.M.J. Kvikmyndir.com KRINGLAN Sýnd kl. 8.10. Shall we Dance? Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Taktu sporið út úr hverdagsleikanum! Það er aldrei of seint að setja tónlist í lífið aftur Frábær rómantísk gamanmynd með Richard Gere, Jennifer Lopez og Susan Sarandon í aðalhlutverki. AKUREYRI Sýnd kl. 4, 6 og 8. AKUREYRI Sýnd kl. 6. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 3.50 og 6. Einu sinni var... Getur gerst hvenær sem er. HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY Einu sinni var... Getur gerst hvenær sem er. HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY LAND LEIKSTJÓRN FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Ó.H.T. Rás 2 Unglist, listahátíð ungsfólks stendur nú yfir ogverður Tjarnarbíó und- irlagt næstu daga af tónlist, myndlist, tísku, dansi og leiklist. Hátíðin hefur rækilega fest sig í sessi en þetta er í þrettánda sinn sem hún er haldin. Alla tíð hefur Hitt húsið staðið að hátíðinni og á þakkir skildar fyrir það. Ekki er margt hægt að gera lengur sem kostar ekki neitt en Unglist fellur í þann hóp því frítt er inn á alla viðburði. Tískan tekur völdin á Unglist í kvöld og nemar úr Iðnskólanum ráða ríkjum. Halldór Óskarsson hefur unnið að skipu- lagningu sýning- arinnar en hann er á þriðju önn fataiðnbrautar skólans. Sýningin gefur gott tækifæri til að sjá það nýjasta sem er að gerast í Iðn- skólanum á þessu sviði. „Þetta eru eitthvað um fjörutíu innkomur,“ segir hann en hár- greiðsludeildin greiðir mód- elunum og nemar frá NoName sjá um förðun. „Það er mjög góð reynsla fyrir mann að standa í svona. Ég hef lært ótrúlega mikið á þessu, það var svo margt sem maður hafði ekki hugmynd um fyrir,“ segir hann. „Þetta er frábært tækifæri og góður grundvöllur til að koma list sinni á framfæri. Þessi bransi er þannig að maður þarf að gera þetta sjálfur. Maður þarf að búa sér til pláss á markaðnum sjálf- ur,“ segir Halldór, sem er búinn að leggja hart að sér fyrir sýn- inguna. Sýningin er líka góð auglýsing fyrir Iðnskólann og það fjöl- breytta nám sem þar er hægt að sækja. Halldór er ánægður með námið á fataiðnbraut en ekki eins ánægður með kynjahlutfallið. „Þetta er líka fyrir stráka, ég er eini strákurinn eins og er,“ segir Halldór sem stefnir á að komast í starfsnám hjá góðum klæðskera á erlendri grundu.    Unglist er klapp á bakið ogspark í rassinn allt í senn fyrir ungt listafólk. Það er hvetj- andi fyrir ungmenni sem eru að fást við eitthvað skapandi að geta gengið að því vísu að hátíðin sé haldin. Þannig fá þau viðurkenn- ingu á því sem þau eru að gera en á sama tíma þurfa þau að hafa uppá eitthvað að bjóða. Allt of lítið er af tískusýningum hérlendis og er því um að gera að nota tækifærið á Unglist og kíkja í Tjarnarbíó í kvöld. Ung og ókeypis Morgunblaðið/Þorkell Halldór Óskarsson er á fataiðnbraut í Iðnskólanum og hefur unnið að skipulagningu tískusýningarinnar. Ljósmynd/Árni Torfason Frá tískusýningu Iðnskólans á Unglist árið 2002. AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is ’Unglist er klapp ábakið og spark í rass- inn allt í senn fyrir ungt listafólk.‘ Tískusýning í Tjarnarbíói kl. 21 en húsið opnar 20.30. www.unglist.is ÁRIÐ 1982 kom Rokk í Reykjavík fram á sjónarsviðið, kvikmynd sem bregður upp einstökum samtímaspegli á grósku- tímabil pönk- og rokktónlistar í Reykja- vík. Enda er þessi sígilda mynd Friðriks Þórs ómetanleg söguleg heimild um menningarlegt umbrotatímabil og upp- full af kraftmiklu efni sem safnað var saman af mikilli elju. Árið 2004 kemur önnur íslensk „pönk- mynd“ fram á sjónarsviðið og þegar hér er komið sögu hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að pönkið var og hét. Sú stéttaruppreisn og stílútúrsnúningur sem pönkið táknaði, er það kom fram á ofanverðum 8. áratugnum í Bretlandi, tók reyndar fljótlega að útvatnast og í dag hefur pönkið verið vandlega inn- limað í tískuiðnaðinn, og fornfrægar pönkhljómsveitir á borð við Buzzcocks, Sex Pistols, Utangarðsmenn og Fræbbblana farnar að koma saman aft- ur og túra, í æði misjöfnum tilgangi. Í heimildarmyndinni Pönkið og Fræbbblarnir beinir kvikmyndagerð- artvíeykið Markell sjónum að síðast- nefndu hljómsveitinni, Fræbbblunum, sem almennt er álitin vera fyrsta sam- fellt starfandi pönkhljómsveitin sem kom fram á Íslandi og ein sú besta í sín- um hópi. Myndin er byggð upp í kring- um gamalt myndefni frá sokkabands- árum Fræbbblanna, og er þar að stórum hluta um að ræða tónleika- og viðtalsefni sem tekið var upp í tengslum við und- irbúning Rokks í Reykjavík. Í myndinni er unnið með þetta áhugaverða efni og horft um öxl í viðtölum við nokkra með- limi hljómsveitarinnar og aðra sem upp- lifðu tíðaranda pönksins þegar það var að koma fram á Íslandi undir lok áttunda áratugarins. Útkoman er áhugaverð fyr- ir þær sakir að þar skapast ákveðinn día- lógur um arfleifð og eðli pönksins. Sumir líta kankvísir til baka, aðrir missa sig í hreina nostalgíu, en allir gera sínar til- raunir til þess að skilgreina pönkið, póli- tíkina í því, stílfræðina og þá svart/hvítu afstöðu sem einkenndi þá sem skipuðu sér í sveit pönksins í andstöðu við diskó- ið, skallapoppið eða hið borgaralega neyslusamfélag. Þeir Örn Marinó og Þorkell kafa þó ekki nógu djúpt og fara ekki um nægi- lega víðan völl til þess að hægt sé að líta á myndina sem sögulega endurskoðun á tímabilinu 1978 – 1982, tímabilinu sem gat af sér pönkið og Rokk í Reykjavík. Sá flötur verkefnisins sem teygir sig í þær áttir er áhugaverður, en þar sem honum eru ekki gerð nægilega góð skil tapar heildarmyndin fókus fyrir vikið. Ég hefði viljað sjá meiri áherslu á hljóm- sveitina sjálfa, feril hennar, mannaskipti, hvernig þeir upplifðu starfið og fram- haldslífið sem hljómsveitin á þessa dag- ana. Sum viðtölin eru ofnotuð, spurning hvort ekki hefði mátt velja þar meira og hafna. Aðstandendur myndarinnar hafa engu að síður lagt mikla alúð við að safna mynd- og hljóðefni úr ólíkum áttum. Frásögnin er ríkulega skreytt með gömlu myndefni er dregur fram tíð- arandann í kringum 1980 og skemmti- legt innslag er að finna í myndbrotum úr Okkar á milli eftir Hrafn Gunnlaugsson, úr gömlum diskómyndböndum og sam- bærilegu efni. Einn best heppnaði kafli myndarinnar felur í sér röð myndskeiða, þar sem klippt er saman gömul svart/ hvít upptaka af fólki á smekklegum dansleik, viðtal við Valgarð, söngvara hljómsveitarinnar, upptaka af tónleikum Fræbbblanna og pönktónlistin felld yfir allt saman. Á heildina litið er Pönkið og Fræbbblarnir skemmtilega pönkuð, kát og kæruleysisleg, stíll sem kallast skemmtilega á við viðhorf hljómsveit- arinnar til lífsins og tónlistarinnar í dag, á því herrans ári 2004. Af ræflum og Fræbbblum KVIKMYNDIR Regnboginn Pönkið og Fræbbblarnir Stjórn: Örn Marinó Arnarson og Þorkell Sig- urður Harðarson. Ísland. Markell, 2004. Heimildarmynd. Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.