Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SVERRIR Hermannsson og Jón Bjarnason alþingismaður senda und- irrituðum tóninn í Morgunblaðinu 3. nóvember sl. Sverrir Hermannsson á sér litríkan feril, bæði sem stjórn- málamaður og embættismaður í stórum embættum á vegum ríkisins, um margt glæstan feril, en oft brot- hættan og brokkgengan. Sverrir er einn af gullaldarmönnum á mælta ís- lensku, þótt viðurkenna verði að orð- skrúð og á stundum tyrfin mælska yf- irgnæfi efnistökin. Oft hér áður, í sólskini og á góðum dögum, áður en hann rataði í vandræði sín, var hann skemmti- legur og litríkur per- sónuleiki. Nú ber hins vegar meira á hinum bitra og reiða manni sem svívirðir alla, hef- ur uppi meira persónu- legt skítkast en þekkst hefur í íslenskri þjóð- málaumræðu í áratugi. Það er í raun- inni sorglegt þegar skemmtilegir menn breyta einu yndislegasta líffæri sínu, munninum sem heldur utan um varirnar og tunguna, í aurrifu sem nánast ofsækir menn og málefni með slíku skítkasti að allir segja fyrir rest: „Aumingja Sverrir. Munnur manns- ins er kossatauið sjálft og flestir nota talfæri sín og hugsun til að miðla ein- hverju fallegu og góðu og allir í dag vita að stóryrðaflaumur, sem minnir á aurflóð eða skítadreifara, dæmir þann einan sem þannig talar. Þeir fé- lagar halda uppteknum hætti, snúa út úr umræðunni og fordæma allt sem er að gerast í landinu – þetta er þeirra pólitík. Bændur eiga bú sín Í utandagskrárumræðu í þinginu á dögunum var talað með þeim hætti og fullyrt, að stærri hluti bænda væri þegar eða yrði fljótlega leiguliðar, vinnumenn og handbendi auðmanna. Ég fullyrti hins vegar að allavega 95% bænda, sem fengju beingreiðslur frá ríkinu, væru sjálfseignarbændur og ættu sjálfir bú sín og jarðir. Ég fagnaði þessari stöðu og einnig hinu að mikil nýsköpun er í sveitunum og jarðir seljast í dag fyrir sanngjarnara verð en áður. Á ég að stöðva frelsi manna til að ráða eigin gjörðum? Myndi Alþingi samþykkja slíka lög- gjöf, er það vilji Vinstri-Grænna? Ennfremur fagnaði ég góðu fólki, hvort sem það teldist ríkt eða ekki, sem væri að kaupa land og setjast að í sveitunum með ný áform um að hafa lífsviðurværi af öðru en að búa með ær og kýr. Því miður er óhjá- kvæmilegt að jörðum fækki þar sem hefðbundinn landbúnaður er stund- aður, tæknin ein kallar á þetta og sú eðlilega krafa sveitamanna að búa við lífskjör eins og annað fólk í landinu. Fjölskyldubúskapur bestur Ég hef í mínum störfum talað fyrir fjölskyldubúskap og gegn verk- smiðjubúskap og ofurstærð. Það geri ég enn með sama þrótti. Auðmenn hafa alla tíð sóst eftir landi, ekki síst hlunnindajörðum við ár og vötn, en sem betur fer hafa íslenskir bænd- ur verið fastheldnir á þær jarðir og alltaf selt þær dýrt. Ég viðurkenni að þessar jarðir eru e.t.v. í meiri hættu en áður að falla úr ábúð með vax- andi fjölda eignamanna. Vilja þeir félagar taka eignarréttinn af eig- endum þessara jarða? Sjálfsagt liggja fjölþætt- ar skýringar bak við áhuga svonefndra auðmanna á jörð- um, allt frá fjárfestingum til frí- stunda. Í einstaka tilfelli eins og gerð- ist nýlega í Dalabyggð, gjalda þeir greiða með því að áforma að byggja stór fjós. Sveitarstjórn Dalabyggðar notaði leifarnar af gömlu jarðalög- unum til að hafna útlendum manni en valdi ríka íslenska menn inn á við- komandi bújörð. Ég harma alltaf af- skipti og inngrip þriðja aðila í land- búnaðinn. Hátt verðlag á framleiðslurétti er varasamt og mun torvelda landbúnaðinum að mæta næstu WTO-samningum og aukinni samkeppni. Auðmenn munu ekki komast upp með að misnota bein- greiðslur sem ríkið setur í landbún- aðinn eins og fullyrt var í umræðunni. Ríkið greiðir beingreiðslur í þrennum tilgangi, þ.e. til landbúnaðar, byggða- mála og til verðlækkunar á mat- vælum til neytenda. Landbún- aðarráðuneytið og Bændasamtök Íslands munu standa vörð um að beingreiðslurnar verði ekki misnot- aðar. Áhuginn fyrir sveitunum Sú þróun sem ég var að segja að mætti ekki stöðva í sveitunum var að um leið og hefðbundnum bújörðum fækkar með ær og kýr, þá verði ekki komið í veg fyrir að aðrir Íslendingar í öðrum búskap eða atvinnu fái að eignast land. Nú vill svo til að margir Íslendingar í þéttbýlinu sækjast eftir landi og gerast þátttakendur í mann- lífi sveitanna. Þetta fólk á ekki að þurfa að búa við fordóma og svívirð- ingar. Svonefndir auðmenn sækjast að jafnaði ekki eftir jörðum til hefðbund- innar búvöruframleiðslu, enda er slík starfsemi kannski ekki það gróða- vænleg. Þeir kunna þó engu að síður að hafa áhuga á að vinna að fram- gangi landbúnaðarins. Í því sambandi vek ég athygli á að í nýjum jarðalög- um merkir landbúnaður hvers konar vörslu, verndun, nýtingu og ræktun búfjár, ferskvatnsdýra, lands og auð- linda þess til atvinnu- og verðmæta- sköpunar, matvælaframleiðslu og þjónustu er tengist slíkri starfsemi. Tel ég engan vafa leika á því að vax- andi áhugi þéttbýlisbúa í sveitum landsins stuðli að þróttmiklum og fjölbreyttum landbúnaði. Það sem er nýtt í málinu er það, að bújarðir hafa hækkað um nokkur hundruð prósent á síðustu árum og á það við um landið allt. Þessi þróun er til marks um þennan mikla áhuga á íslenskri nátt- úru og landbúnaðinum og þá stað- reynd að ótal ný atvinnutækifæri liggja í sveitunum. „Jón bóndi á Hóli seldi sína jörð í gær á 30 milljónir. Hún hafði verið óseljanleg í tíu ár. At- hafnafólkið sem keypti Hól ætlar að setjast þar að og stofna til atvinnu í sveit sem þau elska.“ Þetta gæti verið frétt í héraðsblaði. Svona gerast kaupin í dag víða um land. Revía doktors NEI Jón Bjarnason alþingismaður var skólastjóri Hólaskóla. Þar var hann góður liðsmaður nýrrar þróunar í landbúnaði. Hann vann mjög að nýj- um búgreinum í sveitunum. Margt það unga fólk, sem sótt hefur í nýjar búgreinar í námi sínu, er í dag að fjár- festa í sveitunum. Hrossabúgarðar, skógarbændur, ferðaþjónusta og fiskeldi gegna stóru hlutverki í ný- sköpun sveitanna. Ég fullyrði að Jón Bjarnason er ekki það afturhald og sá úrtölumaður sem hann sýnist vera í ræðustól Alþingis. Hins vegar er hann stórleikari í revíu hjá Vinstri- Grænum eftir doktor NEI. Reyndar er revían þýdd úr rússnesku leikriti sem var tískuverk í Moskvu á fyrri- hluta síðustu aldar, verk sem nú er löngu fallið í gleymsku þar á bæ. Um þróun íslenskra sveita Guðni Ágústsson svarar Sverri Hermannssyni og Jóni Bjarnasyni ’Hrossabúgarðar, skóg-arbændur, ferðaþjón- usta og fiskeldi gegna stóru hlutverki í ný- sköpun sveitanna.‘ Guðni Ágústsson Höfundur er landbúnaðarráðherra. OSAMA bin Laden birti ávarp til bandarísku þjóðarinnar um síðustu helgi. Þar gumaði hann af þeim til- gangi sínum að keyra bandarískt efnahagslíf í gjaldþrot með því að egna fyrir ráðamönnum, sem fyr- irsjáanlega brygðust við með herflutningum heimshorna á milli í von um að nú tækist að handsama kauða. Ekki veit ég hvort bók- menntaelítan á Íslandi vill láta líkja sér við ráðamenn í Wash- ington, en svo læðist að mér grunur um að orð bin Ladens eigi jafnvel betur við um hana en bandarísku ráðamenn- ina. Í það minnsta þeg- ar Hannes Hólmsteinn Gissurarson á í hlut. Kannski eiga allir sinn bin Laden innst inni. Eitt er víst að bæri Hannes á sér vaknar mikil geðshræring í þessum hópi, svo mikil að ráð og ræna víkur. Stórskotaliðið er sent af stað og sprengjum rignir. Þjóðin veit nú þegar að Hannes má ekki skrifa um Skáldið. Skáldið hefur verið frátekið fyrir þá eina sem treyst er til að viðhalda helgi- myndinni. Það er svo sem í lagi og eflaust munu margir vilja lesa enn eina lofrolluna um nóbelsskáldið. Það ætti þó ekki að útiloka aðra frá vitneskjunni um hina jarðnesku hlið skáldsins eða þá hvernig hann kom útlendingum fyrir sjónir sem lista- maður og skáld. Hann er jú talinn þjóðareign á tyllidögum. Það er heldur ekki eins og Hannes sé að fara með fleipur, þegar hann vitnar í bréfaskriftir Lærdómslistafélags- manna sem geymdar eru á Kon- unglega biblíótekinu í Stokkhólmi. Skáldinu er enginn greiði gerður með því að haldið sé á lofti einhverri uppdiktaðri mynd sem enga festu hefur í veruleikanum. Það voru gall- arnir, sérlundin, sjálfsálitið og til- finningin fyrir tungunni sem gerðu Halldór Kiljan Laxness að því sem hann varð. Fremstur rithöfunda á Íslandi í sinni tíð. Enginn getur heldur neitað að hann var afar um- deildur maður vegna trúboðsáráttu sinnar. Hún birtist hvort sem er í ræðum hans sem ritum. Meðan kaþ- ólsk trú átti hug hans angraði það trúlitla Íslendinga lítið, en þegar hann tók til við að breiða út boðskap kommúnismans urðu ófáir til að stinga við fæti. Allar götur síðan hafa deilur staðið um manninn og skáldið. Þótt maðurinn sé allur lifir skáldskapur hans enn og meðan svo er verður umræða um manninn og verk hans ekki þögguð. Það væri dauðadómur yfir skáld- skaparlistinni. Nóg er að „höfundurinn“ hefur verið lýstur dauður. Við Íslendingar er- um ekki einir um að þurfa að horfast í augu við að skáldin okkar séu mannleg. Fyrir u.þ.b. ári skrifaði Her- mann Stefánsson rit- höfundur grein í Les- bók Morgunblaðsins um spænska skáldið Camilo José Cela. Her- mann gerði þar grein fyrir tveimur nýút- komnum ævisögum um Cela sem skrif- aðar voru nánast ofan á volgum nánum. Greinin er nokkurs konar undanfari Hannesarhamfaranna sem hófust í desem- ber og engan endi ætla að taka. Cela var enginn eft- irbátur Halldórs þegar kom að því að vekja sterkar tilfinningar meðal samlanda sinna. Cela tók sér stöðu hvar og með hverjum sem honum hentaði; ögraði löndum sínum jafnt siðferðislega, vitrænt sem pólitískt. Vingaðist við fasista jafnt sem vinstrimenn, klæmdist og klobbaðist allt eftir því hvað hentaði hverju sinni. Ýmist hataður eða dáður af þjóðinni. Eins og Halldór kunni hann listina að að leika sér með tungumálið. Árið 1989 útdeildi Lær- dómslistafélagið honum Nób- elsverðlaunum í bókmenntum. Lýs- ing Hermanns á æviferli Cela er afar litrík og vantar þar lítið í frásögnina annað en hvort háskólasamfélagið á Spáni hafi tekið að sér að afla máls- gagna í dómsmálum á hendur ævi- söguriturunum. Fræðilegur áhugi þeirra sem látið hafa Hannes teyma sig út í fenið virðist takmarkaður við ímynd nób- elsskáldsins. Ímyndin hefur þó ekk- ert bókmenntalegt gildi. Sagn- fræðilegt gildi greinar Hannesar í Morgunblaðinu 20. október ætti þó að vera óumdeilt og eiga þar af leið- andi erindi í ævisögu skáldsins. Ég undrast áhugaleysi gagnrýnenda Hannesar á umfjöllunarefni grein- arinnar. Vissu þeir af því hve lítill áhugi var innan Lærdómslista- félagsins fyrir að veita Halldóri Nóbelsverðlaunin? Hvers vegna voru Halldóri veitt þessi verðlaun? Sýna þau viðurkenningu fyrir rit- snilld eða almenna þreytu nefnd- armanna á að hafa nafn hans árlega á borðinu hjá sér eða var röðin ein- faldlega komin að íslensku þjóðinni að taka við viðurkenningu? Hví var Juan Ramón Jiménez settur á salt í heilt ár og Albert Camus látinn bíða í tvö ár? Því þurfti Saint-John Perse að bíða í fimm ár og Sholokhov í heil tíu ár. Cela var ekki einu sinni farinn að plaga nefndarmenn á þessum tíma. Vandræðagangurinn við út- hlutun þessara eftirsóttu verðlauna hlýtur að vekja athygli og umhugs- un. Við þurfum ekki endilega að gera því skóna að aðeins Halldór hafi flækst fyrir nefndarmönnunum, spurningarnar gætu allt eins átt við alla hina rithöfundana sem komu til greina við úthlutunina. Það eina sem virðist augljóst er að ár hvert þurfa átjánmenningarnir að losa sjóðinn við ákveðna upphæð. Andlegt og/eða líkamlegt úthald virðist ráða því hver hlýtur hnossið hverju sinni. Greinilegt er að vindmyllustríð geisa enn í heimi bókmenntanna. Hannes og hersveit- ir heilagleikans Ragnhildur Kolka fjallar um Hannes Hólmstein og vindmyllustríð í heimi bókmenntanna Ragnhildur Kolka ’Skáldið hefurverið frátekið fyrir þá eina sem treyst er til að viðhalda helgi- myndinni. ‘ Höfundur er bókmenntafræðingur MA. DRÖG framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins að tilskipun um meiri frjálsræði í þjónustu- viðskiptum hefur vakið nokkra at- hygli hér á landi. Það er hins vegar sorglegt fyr- ir íslenskt lýðræðisþjóð- félag að á meðan ís- lenskir hagsmunaaðilar skiptast á skoðunum um þetta mál sitja íslensk stjórnvöld og alþing- ismenn máttvana á hlið- arlínunni því þeir hafa enga aðkomu að málinu þrátt fyrir að þetta geti orðið að lögum á Íslandi í náinni framtíð. Ástæðan fyrir þessu áhrifaleysi er að með EES-samningnum skuldbinda Ís- lendingar sig til að innleiða lög og reglur Evrópusambandsins varð- andi innri markaðinn án þess þó að hafa beinan aðgang að lagasetning- arferlinu. Á sama tíma geta hags- munaaðilar eins og ASÍ, BSRB og Samtök atvinnulífsins haft áhrif á þetta ferli með samvinnu við heildar- samtök hagsmunaaðila í Evrópu því þau samtök hafa samkvæmt lögum ESB beinan aðgang að því ferli. Með þessu er ekki verið að agnúast út í aðgang þessara aðila að lagasetningarferl- inu heldur að benda á þá staðreynd að það getur varla verið við- unandi fyrir íslenska alþingismenn að sætta sig við þetta áhrifa- leysi á málefni sem hefur beinar afleið- ingar fyrir íslenskt þjóðfélag. Frelsi í þjónustu- viðskiptum er ein stoð hins svokallaða fjór- frelsis á Evrópska efnahagssvæðinu þ.e. frjálst flæði fólks, fjármagns, fjárfestingar og þjónustu. Frelsi í þjónustu- viðskiptum milli aðildarlanda hefur hins vegar reynst meira í orði en á borði vegna tregðu aðildarlandanna að fella niður hindranir á þessu sviði. Megintilgangurinn með þessari til- skipun er að tryggja aukið frelsi á þessu sviði vegna þess að í mörgum löndum ESB skapa þjónustu- viðskipti um 65–70% af vergri lands- framleiðslu. Hins vegar tengjast ein- göngu um 20% af viðskiptum milli landa þjónustugeiranum. BSRB hefur bent á að verkalýðs- hreyfingin í Evrópu sé mjög andsnú- in þessari tilskipun og til að kynna sjónarmið hennar stóð BSRB fyrir fundi fyrir skömmu þar sem tveir forsvarsmenn evrópskrar verkalýðs- hreyfingar komu hingað til lands. Á þeim fundi kom fram að verið sé að færa menntun og heilbrigðiskerfi inn í rekstrarumhverfi almenna markaðarins og heimila einkaaðilum að keppa þar á jafnræðisgrundvelli. Einnig var því haldið fram að heimilt verði að ráða erlent vinnuafl hingað til lands á kjörum sem séu lakari en hér á landi. Þessu hafa Samtök at- vinnulífsins mótmælt og segja að til- skipunin breyti engu um að íslensk lög gildi fyrir erlent vinnuafl hér á landi. Óháð því hver áhrif þessarar tilskipunar verða, er ljóst að hún mun hafa mikil áhrif hér á landi ef að lögum verður. Einn af helstu áhrifamönnum í ís- lensku atvinnulífi og mikill áhuga- maður í knattspyrnu, Björgólfur Guðmundsson, sagði fyrir skömmu að EES-samningurinn tryggði okk- ur Íslendingum stúkusæti í Evrópu. Hins vegar verð ég að segja sem mikill áhugamaður um knattspyrnu að þrátt fyrir að það sé gaman að vera í stúkusæti er miklu skemmti- legra að vera niðri á vellinum og fá að taka þátt í leiknum sem leik- maður! Er því ekki tími til kominn að alþingismenn vakni af sínum þyrni- rósarsvefni og heimti að fá að taka þátt í leiknum á jafnréttisgrundvelli? Vakna þú, mín Þyrnirós Andrés Pétursson fjallar um drög ESB ’Er ekki tími til kominnað alþingismenn vakni af sínum þyrnirós- arsvefni og heimti að fá að taka þátt í leiknum á jafnréttisgrundvelli?‘ Andrés Pétursson Höfundur er formaður Evrópusamtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.