Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 21 MINNSTAÐUR Fimm áratugir af samkomumog mannfagnaði liggja íloftinu þegar gengið er inná hinn sögufræga veitinga- stað Naustið við Vesturgötu í miðbæ Reykjavíkur, og nýr veitingamaður sem hefur tekið við rekstrinum seg- ist vera mjög meðvitaður um þá miklu ábyrgð sem fylgi því að taka við stað eins og Naustinu. Anton Viggósson ætlar að stýra úr eldhúsinu og verður sjálfur yfirmat- reiðslumaður, auk þess að sjá um rekstur staðarins. Hann segist stolt- ur ekki vera fulltrúi franskrar ný- bylgju í matarlist, hjá honum sé aðal- atriðið að matargestir fái vel útilátinn mat í hæsta gæðaflokki. „Ég hef verið matreiðslumeistari í um 30 ár, og hef að sjálfsögðu alltaf fylgst með Naustinu alveg frá því að ég var að læra. Maður hefur alltaf borið óblandna virðingu fyrir þess- um veitingastað því hér hafa verið miklir matreiðslusnillingar,“ segir Anton þar sem hann situr á hinum fornfræga Símonarbar og ræðir framtíð Naustsins á þessum tíma- mótum. „Naustið hefur kitlað mann í mörg ár, og það er gamall draumur að ræt- ast að fá að taka þátt í að halda Naustinu í því horfi sem það var og halda þessum fyrsta klassa veitinga- stað í hópi bestu veitingastaða á landinu, með sína sérstöðu þó.“ „Það sem við ætlum að leggja höf- uðáherslu á er að hér verði eldaður matur fyrir fólk,“ segir Anton. „Hér á fólk að fá að borða fylli sína, ég legg áherslu á að ég er ekki í nýju frönsku línunni. Ég er að elda samkvæmt gömlum hefðum með nýju ívafi. Þetta verður mikill matur, fólk á að fá mikið fyrir peninginn sinn, það finnst mér skipta miklu máli.“ Anton segir að haldið verði í þær hefðir sem hafi skapast á Naustinu, sérstaklega þá þorrablótin, jólahlað- borðin og skötuveislurnar, auk fjöl- breytts úrvals af góðum réttum á matseðli. „Þetta er allt eitthvað sem við ætlum að hafa í hávegum, við vilj- um að hér komi fólk sem standi til boða mikið úrval á góðum sérrétta- matseðli sem er bæði með gömlum hefðbundnum réttum og nýju ívafi með,“ segir Anton. Einnig verður bryddað upp á nýj- ungum, dönsku frokostborði í hádeg- inu, og „brunch“ að bandarískum sið í hádeginu á sunnudögum, enda er meiningin að halda í hefðirnar en samt fylgjast með tíðarandanum. Pláss er fyrir um 300 matargesti á staðnum og má reikna með að mikill áhugi verði á jólahlaðborðunum sem Naustið er frægt fyrir. Mikill metnaður verður lagður í matreiðslu og góð vín, en ekki síður góða þjónustu á Naustinu hér eftir sem hingað til. „Við viljum að Naust- ið standi áfram undir því orðspori sem það hefur haft frá upphafi,“ seg- ir Anton. Með það fyrir augum hefur hann notið dyggrar aðstoðar Jóns Arnar Jónssonar, sem er nátengdur séra Halldóri S. Gröndal, einum af stofnendum Naustsins. Einnig hafa eigendur Naustsins, Karl J. Stein- grímsson og fjölskylda, gefið góð ráð, en þau hafa átt veitingahúsið síðastliðin 10 ár. Áratuga reynsla af matargerð Það er tvímælalaust merki um góðan matseðil ef hann breytist lítið í tímans rás, segir Anton. Hann segir að mikið verði lagt upp úr því að mat- argestir fái samskonar rétti sama hver matreiðir þá, þeir eigi alltaf að geta gengið að því sem vísu að „Tor- nado bearnaise“ sé jafngott og þegar þeir pöntuðu það síðast. „Það sem skiptir mestu máli þegar kemur að matargerð er metnaður og tilfinningar, maður verður að vera með góða tilfinningu fyrir því sem maður er að gera,“ segir Anton. Hann hefur þegar ráðið áhöfn á skútuna, eins og hann kemst að orði, og hægri hönd hans í eldhúsinu verð- ur Jónas Ólafsson, matreiðslumeist- ari með mikla reynslu. Anton sjálfur er ekki ókunnugur innviðum eldhúsa, enda hefur hann rúmlega 30 ára reynslu af elda- mennsku hér á landi og erlendis til að byggja starfið í Naustinu á. „Ég þekki alla flóruna, ég er með mikla reynslu og mun nota hana til að gera þennan stað enn betri, með því að halda í hefðirnar,“ segir Anton. Veitingahúsið Naustið fagnar bæði 50 ára afmæli og nýjum rekstraraðila í dag Metnaður og tilfinning skiptir öllu í matargerð Á veitingastaðnum Naustinu er haldið í hefðirnar og í 50 ára sögu staðarins hafa þorrablót, skötuveislur, jólahlaðborð og aðrar matarveislur verið ein- kennandi fyrir þennan sögufræga stað. Morgunblaðið/Kristinn Á Símonarbar Anton Viggósson (t.h.), nýr rekstraraðili Naustsins, og Karl J. Steingrímsson, eigandi staðarins, á hinum sögufræga Símonarbar á efstu hæð Naustsins, þar sem Símon Sigurjónsson barþjónn starfaði í um 30 ár. Naustið vígt „Naust skaltu heita,“ sagði Ingveldur Gröndal þegar hún vígði Naustið 6. nóvember 1954. Þorrinn blótaður Naustið er frægt fyrir að hafa byrjað á að halda þorrablót sem njóta enn mikilla vinsælda. NAUSTIÐ var opnað fyrir réttri hálfri öld, hinn 6. nóvember 1954. Séra Halldór S. Gröndal var frum- kvöðull að stofnun Naustsins og ann- ar tveggja sem enn eru á lífi úr hópi sjö stofnenda. Hinn er Geir Zoëga framkvæmdastjóri. Halldór nam hótelfræði við Corn- ell-háskóla í Bandaríkjunum og lauk háskólanámi í þeirri grein 1952, fyrstur Íslendinga. Þegar hann sneri heim var ekki um auðugan garð að gresja í veitingahúsum landsmanna. Halldór átti sér draum um að stofna vandað veitingahús sem stæðist ýtr- ustu kröfur til góðra veitingastaða. Hann ræddi þetta við gamla skóla- félaga og vini úr Verzlunarskóla Ís- lands. Þeir veltu upp ýmsum hug- myndum. Meðal annars var rætt um að byggja veitingahús í mynd fljúg- andi disks ofan á hitaveitugeymana á Öskjuhlíð. Síðan vaknaði sú hug- mynd að opna veitingastað í gamalli verbúð við Vesturgötu 6 sem Geir Zoëga eldri átti. Það varð ofan á og fljótlega var ákveðið að tengja útlit veitingastaðarins við sjósókn í gamla daga. Allir innan við þrítugt Naust hf. var síðan stofnað haust- ið 1953 og voru stofnendur sjö tals- ins. Auk Halldórs voru þrír bekkj- arbræður hans úr stúdentsárganginum 1949 í Verzló, þeir Eyjólfur Konráð Jónsson, síðar alþingismaður og ritstjóri Morg- unblaðsins, Sigurður Kristinsson, stjórnarformaður, og Ágúst Haf- berg, síðar stofnandi og forstjóri Ís- arns hf. og Strætisvagna Hafn- arfjarðar. Hafsteinn Baldvinsson, síðar hrl., var stúdent frá MA og les- félagi Eyjólfs í lagadeildinni. Geir Zoëga, síðar forstjóri Viðlagasjóðs, og Ásmundur Einarsson í Sindra voru ári á eftir félögum sínum úr Verzlunarskólanum. Nokkrum ár- um síðar bættist í hópinn Arent Claessen. „Við vorum allir innan við þrí- tugt,“ segir Halldór. „Elstur var Sig- urður, 27 ára, Við Ágúst og Haf- steinn vorum 26 ára, Eyjólfur Konráð 25 ára og Ásmundur Ein- arsson og Geir Zoëga voru 24 ára. Allt kornungir strákar. Síðar bættist í hópinn Arent Claessen sem var þrí- tugur.“ Allir bankarnir neituðu í fyrstu að lána ungu mönnunum peninga. Iðn- aðarbankinn féllst síðan á að lána þeim gegn því að þeir útveguðu inn- lán að jafngildi helmings láns- fjárhæðarinnar. „Við þurftum allir að skrifa upp á víxilinn og að auki allir feður okkar. Víxillinn varð frægur og gekk undir nafninu „framboðslistinn“. Ég þurfti tvisvar á ári að fá fjórtán manns til að skrifa upp á víxilinn þegar hann var fram- lengdur og borgað af honum.“ Sveinn Kjarval innanhússarkitekt var fenginn til að hanna útlit Nausts- ins. Borðsalurinn var látinn líkjast borðsal í gömlu skipi. Súlurnar voru gömul möstur sem fengust vestur í Slipp. Ýmsum munum, svosem veið- arfærum og nafnspjöldum, var safn- að við sjávarsíðuna. Klæðning var sandblásin og sýruþvegin til að hún yrði sem ellilegust. Allt átti að vera ekta, ekkert pjátur. „Það var kjörviður og kopar,“ segir Halldór. „Fyrsti borðbúnaður- inn var úr ekta silfri. Dúkar úr dam- aski og diskar merktir Nausti. Þjón- ar í fínum búningum og opið alla daga – allan daginn. Matseðillinn var glæsilegur og allt hráefni það besta sem fékkst. Rjóminn var hvorki sparaður í sósur né súpur. Nýjar hugmyndir fæddust hratt. Körfukjúklingar að amerískri fyr- irmynd, smjörsteiktir humarhalar, þorramatur og frönsk lauksúpa í sérhönnuðum skálum frá Gliti. Þá voru vikur tileinkaðar matseld hinna ýmsu þjóða. Það var amerísk vika, rússnesk, ítölsk, austurrísk og svo má telja. Færustu tónlistarmenn skemmtu gestum, svo sem Carl Bill- ich, Jan Moravék, Pétur Urbancic og Savannatríóið. Það gekk vel að ráða starfsfólk. Ib Wessman var lengst með mér af matreiðslumeisturum og þeirra fremstur að mínu mati. Páll Arn- ljótsson var yfirþjónn, en hann lést um aldur fram. Símon Sigurjónsson var barþjónn alla tíð og oftast kenndur við Naustið.“ Eiginkona Halldórs, Ingveldur L. Gröndal, gaf Naustinu formlega nafn á opnunardaginn. Það var líkt og skipi væri hleypt af stokkunum þegar hún nefndi veitingastaðinn, óskaði honum velfarnaðar og braut síðan kampavínsflösku á steinvegg. Pétur Thomsen forsetaljósmyndari náði mynd af atvikinu í sama mund og flaskan splundrast. Myndin þótti einstök og var send til Leica- myndavélaverksmiðjanna. Fór hún víða á sýningar, að sögn Halldórs. Þorramatur hafinn til vegs og virðingar Ef til vill er merkasta framlag Naustsins til íslenskrar matarmenn- ingar, og það best heppnaða að mati Halldórs, að hefja þorramatinn til vegs og virðingar. Þorrinn hafði verið daufur tími í veitingahúsa- rekstri. Veturinn 1958 hafði Halldór af þessu áhyggjur og eitt sinn er hann lagðist til hvílu greip hann í Ís- lenska þjóðhætti eftir Jónas frá Hrafnagili og fletti upp á kaflanum Matarhæfi. Þá kviknaði hugmyndin. Hann fór daginn eftir á fund Krist- jáns Eldjárns þjóðminjavarðar sem hreifst af hugmyndinni og lánaði Halldóri gömul trog. Halldór lét smíða geirnegld trog eftir þeim og var maturinn borinn fram í trog- unum. Í hverju trogi voru meðal annars súrsuð svið, hrútspungar, bringukollar, lundabaggar og hangikjöt. Einnig harðfiskur, flat- kökur og rúgbrauð með ómældu smjöri. Hverju trogi fylgdi sjálf- skeiðungur og handlaug. Þetta mæltist vel fyrir og voru þorrablótin í Naustinu vel sótt. Löngu síðar, eða í mars 2001, var Halldór heiðraður af landbún- aðarráðherra „fyrir það frumkvæði að hefja þorramatinn á ný til vegs og virðingar hjá þjóðinni“. Þá segir Halldór að Þorbjörn Jóhannesson, kaupmaður í Borg, hafi sagt sér að kjötiðnaðarmenn hefðu talað um að gera Halldór að heiðursfélaga, því þorramaturinn hefði reynst kjötiðn- inni slík lyftistöng. Ljósmynd/Pétur Thomsen Forsetinn á Naustinu Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, og Halldór S. Gröndal, veitingamaður í Naustinu. T.h. er mynd af hluthafafundi í Nausti hf. í byrjun desember 1954. F.v.: Hafsteinn Baldvinsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Geir Zoëga, Sigurður Kristinsson stjórnarformaður, Halldór S. Gröndal, Ásmundur Einarsson og Ágúst Hafberg. Það var kjörviður og kopar HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.