Morgunblaðið - 06.11.2004, Page 27

Morgunblaðið - 06.11.2004, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 27 FERÐALÖG Hjónin Kristinn Hilm-arsson og Patricia Albuquerque fóru í eft-irminnilegt ferðalag til Brasilíu í fyrrasumar ásamt tveimur ungum sonum sínum, þeim Kristni fimm ára og Hilmari eins árs. Pat- ricia er fædd og uppalin í borginni Recife í Brasilíu en Kristinn og syn- irnir tveir voru í sinni fyrstu heim- sókn til föðurlands Patriciu. „Ferða- lagið héðan frá Íslandi tók vissulega töluverðan tíma. Við flugum út til London en þaðan fórum við í beinu flugi til Sao Paulo sem tók fjórtán tíma. Frá Sao Paulo flugum við svo til Recife sem er norðarlega en þetta er ein fallegasta borg Brasilíu og hún er kölluð Feneyjar Brasilíu því þar er mikið um síki. Tengdaforeldrar mínir búa þar og við dvöldum hjá þeim í nokkra daga og Kristinn litli dundaði sér við að veiða eðlur,“ segir Kristinn sem var alveg heillaður bæði af landi og þjóð. Hrafl í portúgölsku eða spænsku Frá Recife keyrðu þau síðan til strandbæjarins Porto de Galinhas sem er í um 70 kílómetra frá Recife og þar dvöldust þau í nokkrar vikur. „Patricia hafði heyrt af þessum bæ en aldrei komið þangað áður, þannig að við vorum öll að koma þarna í fyrsta skipti. Erlendir ferðamenn eru sjaldséðir gestir þarna og því er fátítt að töluð sé enska og ég mæli með því fyrir þá sem hafa áhuga á að dvelja í þessum bæ að læra hrafl í portúgölsku eða spænsku. Mér fannst frábært að vera í fríi á stað sem er ekki dæmigerður túrista- staður og við kynntumst heima- mönnum og öðru Brasilíufólki sem var þarna í fríi eins og við, en það er nokkuð mikið um að Brasilíubúar sæki þennan strandbæ heim í sínum fríum. En vissulega er þetta ekki eins verndaður staður og við eigum að venjast á öðrum ferðamannastöð- um og við þurftum til dæmis að passa vel að týna ekki strákunum okkar.“ Fjölbreytt dýralíf Porto de Galinhas er nálægt mið- baug og því var haust þar þegar Kristinn og fjölskylda hans komu þangað í júlí. „Hitastigið var alveg mátulegt, um 25C° og sjórinn ótrú- lega hlýr og kristaltær. Sandurinn var skjannahvítur á ströndinni og mikið um litríka fiska sem syntu al- veg upp í flæðarmálið. Við fórum í skemmtilega safaríferð inn í frum- skóginn á opnum jeppa frá hótelinu með leiðsögumanni og þá sáum við fjölskrúðugt dýralíf sem var ævintýri líkast,“ segir Kristinn og bætir við að á kvöldin hafi leðurblökur komið fljúgandi og sest í trén utan við hót- elið og apar voru einnig þó nokkuð á ferðinni. „Strákarnir höfðu líka gam- an af drekaflugunum sem mjög mikið var af og sumar voru ansi stórar. Þessar flugur geta náð sextíu og fimm kílómetra hraða á klukkustund og þær voru eiginlega eins og litlar flugvélar.“ En skordýrin voru ekki öll jafn vinsamleg og moskítóflug- urnar nokkuð skæðar á þessum árs- tíma. Brasilía er margbrotið land Þó vissulega kosti sitt að fljúga svona langt þá segir Kristinn að það hafi vegið upp á móti hversu ódýrt hafi verið að lifa í Brasilíu. Kristinn hefur ferðast víða, m.a. komið til Flórída, Spánar og Ítalíu en hann segir Brasilíu vera ólíka öllu öðru sem hann hafi kynnst á sínum ferðum. „Margir hafa svo ranga mynd af Brasilíu og fólki dettur fyrst og fremst í hug kjötkveðjuhátíð í Rio de Janeiro, fátæk götubörn og annað slíkt. En Brasilía er svo miklu meira, enda er landið stærra en Evrópa og við kynntumst engu nema góðu í heimsókn okkar til Brasilíu.“ Eftir vel heppnaða Brasilíuferð er fjöl- skyldan ákveðin í að fara þangað aft- ur eins fljótt og auðið er.  BRASILÍA Skjannahvítur sandur og litríkir fiskar Hin undurfagra strönd: Muro Alto Beach í strandbænum Porto de Galinhas. Morgunblaðið/Sverrir Fjölskyldan heima á Íslandi: Hjónin Kristinn Hilmarsson og Patricia Albuquerque ásamt sonum sínum Hilmari og Kristni. khk@mbl.is www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar ORLANDÓ - FLÓRÍDA Keyri og sæki á flugvöll, hótel og að skemmtiferðaskipum. Hópar velkomnir. Fer með hópa sem fararstjóri í siglingar um Karabíahafið. Upplýsingar og pantanir hjá Guðrúnu Gunnarsdóttur, s. 407 249 1191 eða gunna90@hotmail.com Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra Julefrokost Hótelgisting og julefrokost við allra hæfi í nóv. og des. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 26 25 5 10 /2 00 3 Netsmellur Ódýrastir til Evrópu Verð frá 14.490 kr.* *N et sm el lu r til G la sg ow - T ak m ar ka ð sæ ta fr am bo ð Alltaf ód‡rast á netinu Skemmti-, verslunar- og fótboltaferð til Manchester 19.-21. nóvember Man. Utd.– Charlton Everton – Fulham Middlesboro – Liverpool Almennt verð frá kr. 58.900. Tilboðsverð til fótboltaklúbbs MasterCard frá kr. 48.900! Skemmtikvöld laugardag: Jón Ólafsson, Freyr Eyjólfsson o.fl. Heiðursgestur: Hermann Hreiðarsson. Veislustjóri: Guðjón Þórðarson. ÍT ferðir, sími 588 9900, itferdir@itferdir.is www.itferdir.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Íþróttamót á næsta ári ÍT-ferðir í Laugardalnum hafa þegar hafið skipulagningu á ferðum íþróttafélaga næsta ár á ýmis al- þjóðleg íþróttamót, í knattspyrnu- og körfuboltaskóla eða í æfingaferð- ir til ýmissa staða í Evrópu. Fram- boð ferða fyrir næsta ár hefur sam- kvæmt fréttatilkynningu sjaldan verið fjölbreyttara og er nú hægt að skoða á heimasíðu ÍT-ferða, www.it- ferdir.is Nánari upplýsingar um íþrótta- mótin fást hjá ÍT-ferðum í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, sími 588 9900, póstfang itferdir@itferdir.is, vefsíða www.itferdir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.