Morgunblaðið - 06.11.2004, Page 25

Morgunblaðið - 06.11.2004, Page 25
SUMIR halda að notkun munntób- aks hafi ekki skaðleg áhrif á heils- una. Hér eru nokkur þeirra atriða sem haldið er fram og svo stað- reyndir málsins – en fyrst þetta: Allur innflutningur, sala og dreif- ing á fínkorna munntóbaki er ólög- legur. Innflutningur til eigin nota er ekki undanþeginn þessari reglu.  Munntóbak er skaðlaust! Munntóbak er langt frá því að vera skaðlaust. Í því eru a.m.k. 28 þekkt- ir krabbameinsvaldar og sumir í mun meira magni í munntóbaki en reyktóbaki. Sá sem notar 10 g af munntóbaki á dag fær t.d. allt að þrefalt meira af ákveðnum krabba- meinsvaldandi efnum en sá sem reykir 1 pakka af sígarettum á dag. Munntóbaksnotkun eykur hættu á krabbameini í munni fimmtíufalt og notendur eru í aukinni hættu að fá krabbamein meltingarvegi, að auki er ekki hægt að útiloka önnur krabbamein, svo sem í þvagblöðru. Hjartavöðvinn er mikilvægasti vöðvi líkamans og þarf á reglulegu flæði blóðs að halda til að geta starfað eðlilega. Við notkun munn- tóbaks dragast æðarnar saman og eru æðarnar í kringum hjartað þar engin undantekning. Þrenging æða veldur því að blóðþrýstingur eykst og hár blóðþrýstingur er einn af helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma – líka hjá ungu fólki.  Munntóbak er ekki eins ávana- bindandi og sígarettur! Þrjár ástæður má nefna sem sýna að þessi misskilningur fær ekki staðist: 1. Níkótín er það sem veldur fíkn í tóbak og það er í allt að ferfalt meira magni í munntób- aki en sígarettum. 2. Saltkristöllum er oft bætt í munntóbakið – þeim er ætlað að brenna göt á slímhúðina og tryggja þannig að níkótínið fari hraðar og betur inn í æðarnar í munni og nefi. 3. Yfirborð fínkorna munntób- aks (snus) er mjög mikið og berst því nikótínið hratt út í blóðið. Allt ofantalið veldur því að fíkn- in í munntóbak er oft meiri en í sígarettur og mun erfiðara er að hætta.  Munntóbak hefur jákvæð áhrif á árangur í íþróttum og hefur ekki áhrif á útlitið! Þetta er útbreiddur misskilningur, jákvæð áhrif eru engin. Við munn- tóbaksnotkun þrengjast æðar og blóðflæði minnkar því til vöðvanna. Vöðvarnir þurfa blóð til að vaxa og styrkjast en minnkað blóðflæði til þeirra hefur þau áhrif að árangur þjálfunar verður mun lakari, meiri líkur eru á meiðslum og erfiðara er að ná sér eftir þau. Fólki getur fundist munntóbak gera það hress- ara en ástæðan er tímabundin örv- andi áhrif níkótíns. Síðan veldur munntóbak því að tennur gulna og skemmast, tannhold bólgnar og gómar rýrna. Við þetta verður tannlos og mikil andfýla. Þeir sem nota munntóbak sjá breytingu á slímhúð í munni mjög fljótt en lýti af völdum krabbameins í munni eru einnig oftast skelfileg.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð Misskilningur um munntóbak Viljirðu hætta tóbaksnotkun þá geturðu m.a. fengið einstaklings- miðaða aðstoð í síma 800 6030 alla virka daga milli kl. 17 og 19. Bækling um munntóbak er hægt að nálgast á vef Lýðheilsustöðvar, www.lydheilsustod.is. Jakobína H. Árnadóttir, M.Sc. í heilsusálfræði, verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 25 DAGLEGT LÍF …fiskur vill oft molna niður á pönnunni við steikingu. Gamalt húsráð segir að gott sé að strá salti yfir pönnuna þegar hún er að hitna áður en feitin er sett á pönnuna. Ef karrírétturinn verður of sterkur má reyna að blanda ör- litlu af hunangi eða sírópi út í réttinn.  VISSIR ÞÚ AÐ… Fiskur og karrí AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ❊ frábær tilboð ❊ 100 þúsund eintök um land allt ❊ afþreying helgarinnar ❊ auglýsingapantanir í síma 569 1111 helgin ❊ er komin V I K U L E G A Þegar þú vilt vandaðan útivistarfatnað Bæjarl ind 2, Kópavogi • s ími 555 7744 w w w. h e l l y h a n s e n . i s © H ön nu na rh ús ið – 0 41 1 Dú nú lpu r ÞEIR sem vilja vera á undan tískunni ættu að hafa augun opin fyrir reiðbuxum. Allt benti nefnilega til þess á tískuvik- unni í Mílanó á dögunum að reiðbuxur eigi eftir að koma verulega við sögu á komandi sumri. Hönnuður eins og Georgio Armani sýndi þannig nokkrar útgáfur af reiðbuxum og var ekki annað að sjá en að Armani hefði leitað innblásturs á Indlandi og til tíma breska heimsveldisins og fatnaðurinn létt- ur, ljós og sígildur í hans anda. Reuters Ljóst: Fyrirsætan er í fatnaði frá Emporio Armani úr sumarlínu hönnuðarins Georgio Armani. Reiðbuxur: Sumarlína hönnuðarins Roberto Cavalli. Reiðbuxur það sem koma skal  TÍSKA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.