Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 39 MINNINGAR ✝ Lína Þóra Gests-dóttir fæddist á Ísafirði 9. ágúst 1937. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar 25. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Gestur Sigfússon, f. 17.12. 1897, d. 1975, sjó- maður á Ísafirði, og Ingibjörg Elínmunda Helgadóttir, f. 29.7. 1906, d. 1975, verka- kona. Systkini Línu Þóru eru: Fanney Þorgerður, samfeðra, látin; al- systkini: Halldór Marías, látinn, Arthur, Salóme, Gunnar, Guð- munda Stefanía, látin, og Sóley. Lína Þóra giftist 17. júní 1959 Kristni Friðbirni Ásgeirssyni, f. 15. nóv. 1932, d. 21. sept. 2003, og áttu þau saman fjögur börn. Þau eru: Ásgeir Haraldur, giftur Julie Cass og eiga þau einn son, Ingi- björg Lára, hún á fjóra syni og er gift Per Kristins- syni, Ásta Guðríður, gift Friðberti Krist- jánssyni og eiga þau þrjár dætur, einn son og eitt barna- barn, Kristinn Þór, á hann tvær dætur og tvo syni, sambýlis- kona hans er Hafrún Ebba Gestsdóttir og eiga þau einn son. Fyrir átti Kristinn Friðbjörn soninn Pál Þór, hann á einn son og eitt barna- barn, hann er kvæntur Ólafíu Halldórsdóttur og eiga þau eina dóttur. Lína Þóra starfaði sem hús- móðir. Auk þess var hún ræsti- tæknir hjá Flugfélagi Íslands á Ísafirði í rúman áratug og svo starfaði hún í rækjustöð á Ísafirði í ellefu ár. Útför Línu Þóru verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma, þú komst okkur heldur betur á óvart. Nú sit ég hér og veit ekki hvað ég get sagt eða gert. Þú kvaddir okkur öllum að óvörum, við áttum ekki von á þessu. Þó að þú hafir sagt að það yrði bara árið á milli ykkar pabba þá fannst okkur það bara vera einhver óskhyggja hjá þér eða söknuður eftir pabba. Eitt ár, einn mánuður og fjórir dagar á milli ykkar og hér sit ég, en nú veit ég að þér líður örugglega mjög vel, hann pabbi hefur beðið eftir þér og tekið vel á móti þér. Við söknum þín mikið þú varst svo mikil amma. Þið fóruð aldrei í ferða- lög eða útilegu án þess að hafa eitt- hvað af barnabörnunum með ykkur. Þú passaðir oft fyrir mig þegar þú áttir heima á Ísafirði og eftir að þið fluttuð var nóg fyrir mig að hringja og biðja um greiða, alltaf var það sjálfsagt. Það var margt sem ég lærði af þér og vil ég þakka það allt. Þú áttir eftir að hjálpa mér með haustverkin sem þau naust svo að gera. Þú sagðir að nú væri þér að batna og gætir hjálpað mér og varst ákveðin í að laga kaffi fyrir Berta og hjálpa honum meðan ég væri í vinnu. Manstu hvað var gaman þegar við fórum á ættar- mótið í sumar? Þú komst með okkur og við gáfum okkur tíma til að stoppa og teygja úr okkur. Við gerðum að gamni okkar. Hvað þú varst glöð að vera við brúðkaup elsta barnabarns- ins núna 29. febrúar. Svo skrappstu austur til Ingu og þú hittir marga af vinum ykkar pabba. Ég man hvað þú varst ánægð þegar þú hringdir til að segja mér frá Palla. Það var eins og þú hefðir eignast hann. Ég var þín hægri hönd eftir að pabbi fór og naut ég þessara stunda sem við áttum saman. Ég mun í framtíðinni segja langömmubörnunum þínum frá ykk- ur pabba og halda minningunni á lofti því þið voruð svo yndisleg amma og afi. Þau litu öll upp til ykkar. Þegar við Berti vorum að draga okkur sam- an dekraðirðu svo við hann. Það var allt eldað sem honum þótti gott, bak- aðar skonsur í brauðtertur með ferskum rækjum. Ég man líka öll jól- in okkar. Það verður tómlegt næstu jól. Engin mamma, enginn pabbi. Hvern get ég nú spurt hvað eigi að vera mikið í þessu og hvað eigi að gera næst. Elsku mamma, hjartans þakkir fyrir allt. Allar minningar mun ég geyma í hjarta mínu. Guð geymi þig og alla hina. Hvíli þeir í friði sem farn- ir eru í annan heim. Saknaðarkveðjur frá okkur Frið- berti og Hauki Jóni. Þín Ásta. Elsku amma. Ekki bjóst ég við að kveðja þig svona fljótt. Einn daginn ertu dansandi og syngjandi heima hjá mér og svo ertu allt í einu ekki á með- al vor lengur. Ekki grunaði mig þegar ég heim- sótti þig á spítalann áður en þú fórst vestur að það væri okkar síðasti fund- ur, ég er þó nokkuð sátt við þennan síðasta fund okkar þar sem hann var yfirfullur af gleði og hlátri. Guðrún var þarna með mér og þú dansaðir fyrir okkur og ég sýndi þér smámaga- dans þér til ómældrar ánægju, við göntuðumst um hitt og þetta og höfð- um gaman af. Þær stundir sem ég átti með ykkur afa er ég bjó hjá ykkur eru mér ógleymanlegar, og betri stuðning við nám mitt er vart hægt að finna. Ég minnist magra góðra stunda og ekki get ég litið gylltar flíkur augum án þess að minnast þín. Það er mér ferskt í minni þegar mamma var á Ísó að eiga Hauk, en þá tókstu á móti okkur á hverjum degi með heita klatta og kalda mjólk, eins þegar pabbi keypti gulldressið fyrir þig og þú ætlaðir ekki að geta borðað jólamatinn þar sem þú gast mögulega sett niður á þig þannig að pabbi útbjó bara þennan svaka smekk til að verja dressið og þá gastu loks borðað jóla- matinn. Ég minnist líka ætíð glottsins sem kom þegar ég var búin að breyta ein- hverjum af gömlu kjólunum þínum í pils. Þær eru margar minningarnar sem við getum leitað til en það getur aldrei jafnast á við tímann sem við höfðum þig hjá okkur. Eftir að afi dó í fyrra áttirðu erfitt uppdráttar og skiljum við það öll þar sem þarna var stórt skarð rofið í fjölskyldumúrinn. Ég hélt samt og vonaði að við fengjum að hafa þig svolítið lengur hjá okkur. Það eitt að vita að núna líð- ur þér vel og ert í fangi afa friðar hjarta mitt. Ég er nokkuð viss um að afi sé hreinlega búinn að draga þig á línudansnámskeið og fari með þig út að dansa milli þess sem þið lítið á okk- ur sem erum hérna og söknum ykkar. Við vitum þó að þið munuð halda verndarhendi yfir okkur en það hefur sannað sig, og eru Guðrún og Auður lifandi dæmi þess. Farðu í friði, megi ljós og friður vera með þér. Ég elska þig. Kveðja. Þitt elsta barnabarn Hulda Hrönn. Elsku amma mín, nú horfi ég fram á við og veit ekki hvernig ég á að fara að þegar ég sé þig ekki aftur en ég verð bara að hugsa um allar minning- arnar sem ég á um þig og afa. Þetta bar svo fljótt að maður er ekki búinn að átta sig á því að þú ert farin, elsku amma mín, svo nú verða útilegurnar tómlegar þegar ykkur vantar. Bestu útilegurnar sem ég hef farið í var með ykkur, til dæmis þegar við fórum í Vík í Mýrdal og það fyrsta sem við sáum voru Nína og Auður frænkur okkar og hvað það gladdi ykkur svo seinna þegar við fórum á Selfoss með Ásgeiri syni ykkar og fjölskyldu hans. Þegar átti að fara að elda uppgötv- aðist að pottasettið varð eftir heima í Keflavík og langt að sækja það en afi dó ekki ráðalaus. Hann átti frænku á Selfossi sem við fórum til og fengum lánaðan pott og pönnu. Það var mikið gert grín að þessu því þið voruð alltaf með allt til alls. Því miður varð ekkert úr því að þú kæmir í heimsókn til mín í mitt hús eins og við vorum búin að ákveða því þú ætlaðir að kenna mér svo margt en þú verður bara að reyna að leiðbeina mér að handan og það versta var að hann Guðbrandur minn átti ykkur svo stutt eins og ykkur þótti vænt um hann eins og okkur öll. Þegar ég hringdi í þig á meðan þú varst á sjúkrahúsinu í Reykjavík og þú talaðir við hann í síma sagði hann: Ég elska þig. Það þótti þér mjög vænt um og talaðir ekki um annað en hvað þér þótti gaman að fá að heyra í hon- um enda eina alvöru langömmubarn- ið þitt og hann á sko eftir að heyra all- ar góðu sögurnar af ykkur sem ég kann og hann pabbi minn þegar hann var að reyna að hrekkja okkur með því að setja rauðan matarlit út í maís- stönglana svo við myndum missa matarlystina en við létum það ekki á okkur fá og borðuðum það með bestu lyst. Ég get þó alltaf verið stolt af því að bera sama nafn og þú, elsku amma mín, en þá kveð ég þig bara með sökn- uði og smá tómu bili í hjartanu sem þið áttuð en ég geymi bara allar minningarnar í staðinn og ég lofa að líta eftir mömmu fyrir ykkur. Ástar- og saknaðarkveðja, Lína Þóra. Elsku amma, það að þurfa að kveðja er sárt og á svona stundum koma upp í hugann svo margar minn- ingar. Þótt þú hafir ekki alltaf verið við fullkomna heilsu virtist þú alltaf ná þér á strik aftur og afi var alltaf hjá þér til að styðja þig. Ég veit að nú eruð þið saman og eruð mjög ánægð, horfið niður til okkar og brosið saman enda er það það eina sem þið virtust þurfa, að hafa hvort annað. Þegar ég minnist minna bestu stunda með ykk- ur er fyrsta orðið sem kemur í hug mér „nýja amma“, enginn veit af hverju, en ég segi að það hafi verið af því að ég þekkti ykkur ekki fyrr en þið fóruð að koma svona oft vestur. Ég man vel eftir öllum ferðalögunum okkar, og þá helst í sumarbústaðinn, og öllum ævintýrunum okkar þar. Ég mun seint gleyma þeim ævintýrum sem við höfum lent í saman eða öllu því sem þú gerðir fyrir mig. Ég man vel eftir rósóttu gallafötunum sem þú varðst að fá að gefa mér, buxur, stutt- buxur, pils og gallajakki og til að full- komna þetta var bleik peysa og gam- mósíur við. Ég varð að fá allt í stíl og ég notaði þetta mikið. Einnig eru jólin sá tími sem þið voruð hvað oftast hjá okkur, man varla hvernig jól án ykkar eru, það var mjög gaman að hafa ykk- ur alltaf með á jólunum og alltaf vant- aði eitthvað þegar þið voruð ekki. Ég veit að þú ert komin á góðan stað og þó þetta sé sorgartími fyrir okkur vitum við að þér líður vel, hefur eflaust hitt alla þá sem hafa horfið síð- ustu ár enda margir, og það sem þú brosir eflaust breiðast yfir að hitta loks afa aftur enda mikill söknuður. Þú varst mjög dugleg þetta ár sem þú ert búin að vera án afa og afrekaðir margt. Þetta er ekki síðasta kveðjan því þú munt lifa áfram í minningunum mínum, og ég mun hugsa til þín og reyna að brosa í gegnum lífið eins og þú myndir segja mér að gera. En með tár í augum segi ég núna bless en veit að þið haldið áfram að fylgjast með okkur. Hvíl í friði, elsku amma. Ég mun alltaf sakna þín. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Guðrún Ásta Friðbertsdóttir. Ég átti margar góðar stundir með Línu og trúi því varla að hún sé farin. Línu hafði ég ekki hitt um hríð en ég veit að henni líður núna vel þar sem hún er komin til hans Dengsa (Krist- ins) sem fór fyrir ári. Við Línu vil ég segja: Þið voruð mér alltaf svo góð. Þegar ég kallaði ykkur ömmu og afa, þá brostuð þið. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar. Alltaf svo ljúfar móttökur og ávallt kaffi og kök- ur á borðum. Þú vildir allt fyrir alla gera, Lína mín, og nú þegar þú ert komin til Dengsa þá bið ég ykkur að vaka yfir henni Ingu ykkar, því ég veit að hún á erfitt, eftir að hafa misst ykkur. Ég mun gera mitt til að létta henni lífið. Ég kveð þig, Lína, með söknuð í hjarta og bið algóðan Guð að vaka yfir fjölskyldum Línu og Dengsa. Guð gefi ykkur styrk, því missir ykkar er mikill. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kveðja. Guðbjörg Grétarsdóttir. LÍNA ÞÓRA GESTSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningar- greinar Elskuleg systir og mágkona, GUÐBJÖRG GÍSLADÓTTIR MINSKE (Didda), Waseka, Minnesota, lést miðvikudaginn 3. nóvember. Alda Gísladóttir, Brynleifur Sigurjónsson. Hjartkær faðir okkar, SIGURÐUR GESTSSON, Mörk, Hvammstanga, lést á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga mánu- daginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju þriðju- daginn 9. nóvember kl. 14.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ágúst Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Magnhildur Sigurðardóttir. Bróðir okkar, mágur og föðurbróðir, RUNÓLFUR A. ÞÓRARINSSON cand. mag. og fyrrv. deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, áður til heimilis í Hörðalandi 2, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudag- inn 3. nóvember. Guðrún Þórarinsdóttir, Nikulás Þórir Sigfússon, Bragi Þórarinsson, Sigríður L. Þórarinsdóttir, Þórarinn Helgason, Guðjón Helgason. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF JÓNSDÓTTIR, Kirkjuvegi 11, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu- daginn 4. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Hilmar Eyberg, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.