Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegnaOpi› í dag laugardag frá kl. 11-16 Útsala í 4 daga Vetrarsala Opið 10 - 18 í dag fimmtudag föstudag laugardag sunnudag ELLEFU liðsmönnum úr danska bifhjólaklúbbnum Hogriders, sem hingað komu með þremur áætlun- arvélum frá Kaupmannahöfn og Ósló, var vísað úr landi seint í gær- kvöld. Um var að ræða átta Dani, tvo Norðmenn og einn Svía. Að sögn Jóhanns R. Benedikts- sonar, sýslumanns á Keflavíkur- flugvelli, eru bifhjólasamtökin Hogriders samtök í ætt við Vítis- engla og Bandidos að skipulagi og uppbyggingu. Ættu dönsku sam- tökin systursamtök bæði á Norð- urlöndunum og í Þýskalandi. Hefði hópurinn komið hingað til lands til að vígja liðsmenn íslenska mótor- hjólaklúbbsins Hrolls inn í þau í mikilli og fjölmennri athöfn. Um 40 lögreglumenn ásamt sérsveit rík- islögreglustjóra bjuggu sig undir komu fyrstu vélarinnar sem í voru sex klúbbfélagar. Voru þeir stöðv- aðir og teknir til yfirheyrslu og sömuleiðis tveir félagar þeirra sem komu með næstu vél. Síðar bætt- ust þrír félagar í hópinn með vél frá Ósló og var mál þeirra leitt til lykta seint í gærkvöld. Eru í haldi lögreglu Fengu mennirnir ellefu frávís- unarúrskurð og áttu að vera í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli uns þeir færu til baka í dag, laug- ardag. Útlendingastofnun skoðaði mál þeirra að lokinni rannsókn lög- reglu og var ákveðið með hliðsjón af fyrirliggjandi áhættumati ríkis- lögreglustjóra að vísa mönnunum frá landinu. Sumir úr hópnum eru á saka- skrá fyrir alvarleg brot gegn hegn- ingarlögum. Einn klúbbfélaga sagði Morgunblaðinu að þeir væru komnir til landsins í friðsamlegum tilgangi. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli mun fylgjast sérstaklega með flugi til landsins næstu daga og vera viðbúin því að fleiri óvelkomnir bif- hjólamenn reyni að komast inn í landið. Ellefu mönnum úr dönskum mótorhjólaklúbbi vísað úr landi Sumir eru með alvarleg brot á sakaskrá sinni Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði för níu liðsmanna danskra vélhjólasamtaka, sem nefnast Hogriders, er þeir komu til landsins. HANNES Hólmsteinn Gissurarson segir að í grein Sigurðar Gylfa Magnússonar í Lesbók síðastliðinn laugardag hafi verið nokkrar missagnir um það hvernig umræða um ævisögu hans um Halldór Laxness hafi verið. Hannes Hólmsteinn segir að gagn- rýnendur hans hafi ekki verið málefnalegir í málflutningi sínum og því fari fjarri að þeir hafi verið kaffærðir í ómálefnalegum ásök- unum frá honum og fólki hliðhollu honum. „Þau voru ómálefnaleg, og þeim var svar- að málefnalega,“ segir Hannes og spyr um hvað málið snúist. „Þau voru ómálefnaleg“  Missagnir/Lesbók Hannes Hólmsteinn svarar Sigurði Gylfa ♦♦♦ „ÉG fagna þessu og tel að með þessu séum við að stökkva inn í nútímann,“ segir Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fast- eignasala, um ákvörðun Íslandsbanka að bjóða 100% lán til íbúðakaupa. „Víða í ná- grannalöndunum er hægt að fá 100% fjár- mögnun og sú þróun hefur átt sér stað hér- lendis fyrir tilstuðlan bankanna hraðar en menn óraði fyrir. Ég held að það sé því ekki annað hægt en að fagna því þegar húsnæð- iskaupendur eiga kost á sambærilegri fyr- irgreiðslu og býðst í nágrannalöndunum.“ Íslandsbanki tilkynnti í gær að bankinn muni frá og með næstkomandi mánudegi bjóða 100% lán til húsnæðiskaupa. Brunabótamat ekki fyrirstaða Lánin eru veitt til allt að 40 ára og nemur veðsetningarhlutfall allt að 100% af mark- aðsvirði. Brunabótamat verður ekki fyrir- staða því ef lánið er hærra en brunabóta- mat, býðst fólki að kaupa viðbótartryggingu til að brúa bilið. Forsvarsmenn KB banka, Landsbankans og SPRON segja að engin ákvörðun hafi verið tekin um hækkun á lánshlutfalli hús- næðislána. Málið sé þó í skoðun./16 „Erum að stökkva inn í nútímann“ Íslandsbanki býður 100% húsnæðislán %88 .&8 ./8 .18 .%8 .88 /",$ 1, ( , ,-. -  / 0 1   =<  6! ? .99&D.88 ;     <      E9& E99 E88 E8. E8% E80 E81 UPPHAF þess að ungbörn eru látin sofa úti undir beru lofti má rekja aft- ur til þess að fólk óttaðist mjög fnyk sem lagðist yfir borgir á nítjándu öld og kallaður var miasma. Þetta kem- ur fram í grein eftir Erlu Dóris Hall- dórsdóttur í Lesbók í dag. Töldu læknar að sjúkdómar bær- ust með eitruðum lofttegundum. Eit- urgufukenningin, miasma, var vel þekkt á Íslandi og samkvæmt þeim örfáu ritum sem gefin voru út á 19. öld um meðferð ungbarna voru for- eldrar og þá sérstaklega mæður upp- lýstar um skaðsemi eiturgufa. „Var fnykurinn inni í torfbæjum læknum sérstakt áhyggjuefni fyrir ungbörnin og var ráðlagt að þau væru borin út í ferska útiloftið á hverjum degi,“ seg- ir í grein Erlu Dórisar. Fnykur í torfbæjum upp- haf útisvefns ungbarna  Herðing/Lesbók SPÁÐ ER óvenjuhlýju veðri norðaustan- og austan- lands í dag og gæti hitinn farið upp í 18 gráður á þess- um slóðum um miðjan dag. Að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings á spá- deild Veðurstofunnar, er ekki einsdæmi að hiti mælist svo hár á þessum tíma árs en því ræður lægðakerfi sunnan við landið sem ýtir að okkur mjög hlýju lofti langt sunnan úr höfum. Á suðvesturhorni landsins er gert ráð fyrir svalara veðri, 8–13 gráðum. Reiknað er með svalara veðri á landinu öllu á morgun. Mestur hiti sem mælst hefur á landinu á þessum tíma árs var 12. nóvember 1999 þegar hitinn fór upp í 22,7 gráður á Dalatanga en hiti hefur nokkrum sinn- um mælst um og yfir 20 gráður á þessum árstíma. Spáð allt að 18 gráða hita NÝ skáldsaga Kristínar Marju Bald- ursdóttur, Karitas án tit- ils, sem kem- ur út hjá Máli og menningu á þriðjudag, hefur þegar verið seld út- gefendum í Þýskalandi og Hollandi. Að sögn Páls Valssonar, út- gáfustjóra Máls og menning- ar, vakti bókin mikla athygli útgefenda frá ýmsum löndum. Páll sagði afar fátítt að geng- ið væri frá samningum um ís- lenskar bækur á bóka- stefnum, hvað þá um óútkomnar bækur./24 Óútkomin bók seld til útlanda Kristín Marja Baldursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.