Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SPENNUSAGA ÁRSINS! M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Á liðnu ári skipaði Dan Brown sér í hóp vinsælustu spennusagnahöfunda veraldar með hinni frábæru bók Da Vinci lyklinum. Englar og djöflar gefur henni ekkert eftir enda hefur bókin setið mánuðum saman á metsölulistum víða um heim. OPNUÐ var í Þjóðminjasafninu í gær sýning á vegum Leikminjasafns Íslands á sófa og sex stólum sem áður voru í eigu danska leikarans Pouls Reumerts, eiginmanns Önnu Borg leik- konu. Geir Borg, bróðir Önnu, festi kaup á hús- gögnum þessum við fráfall Reumerts árið 1968 og það voru börn hans sem færðu Leik- minjasafninu þau að gjöf í fyrravetur. Niðjar Geirs Borg, makar þeirra og skyld- menni Geirs fjölmenntu í Þjóðminjasafnið af þessu tilefni í gær og komu sér vel fyrir í og við sófann góða fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins. Efri röð f.v. Arnheiður Borg, Anna Borg, Agnes Hauksdóttir, Þórir Borg, Gunnar Borg, Haukur Borg, Hrund Scheving Thorsteinsson, Elín Borg, Inga Borg, Ingigerður Borg, Ragnar Borg og Stefanía Scheving Thorsteinsson. Neðri röð f.v. Davíð Scheving Thorsteinsson, Kjartan Borg, Anna Borg, Anna Borg, Stefanía Borg, Áslaug Borg og Ottó Geir Borg. Ættingjar Önnu Borg í sófa Reumerts Morgunblaðið/Þorkell „ÞETTA lambakjöt sem þið bragðið núna, íslenska lambið, var líklega fyrsta lambakjötið sem borðað var í þessari heimsálfu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við bandaríska blaðamenn í New York í gær. Sagði hann Leif Eiríks- son og ferðafélaga hans líklega hafa haft með sér lömb er þeir sigldu til Ameríku fyrir meira en 1.000 árum. Forsetinn tók þátt í kynningu á ís- lensku lambakjöti og vatni sem hald- in var á vegum Whole Foods Market og Café Gray, Átaks, fyrir hönd Bændasamtakanna, Iceland Spring og Flugleiða á vinsælum veit- ingastað Gray Kuntz í Time Warner- byggingunni. Viðstaddir voru um 40 blaða- menn, frá öllum helstu matar- og heilsutímaritum Bandaríkjanna, auk blaðamanna frá öðrum fjölmiðlum í borginni. Forsetinn ræddi um áhersluna á náttúruleg gæði lambsins, holl- ustuna og hreinleikann, og á sjálf- bæra framleiðslu vörunnar. Sala á íslensku lambakjöti til Bandaríkj- anna hefur aukist verulega á síðustu árum, en það er einkum selt í há- gæðaverslunum á borð við Whole Foods Market í Time Warner- byggingunni, sem er afar vinsæl verslun sem selur lífræn ræktuð matvæli alls staðar að úr heiminum. Siggi Hall, Gray Kuntz og mat- reiðslumenn Whole Foods mat- reiddu ólíka smárétti úr lambalæri og hrygg fyrir blaðamennina. Í dag verður viðamikil kynning á Íslandi og íslenskum matvælum í anddyri Time Warner-bygging- arinnar, þar sem Karlakórinn Þrest- ir og Óperukórinn koma meðal ann- ars fram, og Jóhann Sigurðarson leikari bregður sér í hlutverk Leifs heppna, en byggingin er við torgið á Manhattan sem kennt er við annan kunnan landkönnuð, Kólumbus. Forsetinn kynnir lambakjöt í New York New York. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Einar Falur Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við bandaríska blaðamenn í kynningu á ís- lensku lambakjöti í New York í gær. FÉLAGSMENN í Kennarasam- bandi Íslands geta skilað atkvæða- seðlum um miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara í póstkassa í húsakynnum sáttasemjara í dag, laugardag, og á morgun milli klukkan átta og fjögur og svo á mánudagsmorgun en frestur til að skila atkvæðaseðlum rennur út klukkan eitt á mánudaginn. Þá geta KÍ-félagar einnig sent atkvæðaseðla í pósti en í því tilviki gildir ekki póststimpill heldur þarf atkvæðaseðillinn að hafa borist rík- issáttasemjara fyrir kl. eitt á mánudag. Annars teljast þeir ekki með. Samkvæmt upplýsingum frá rík- issáttasemjara á niðurstaða taln- ingar á að liggja fyrir síðar þann dag en hátt í fimm þúsund KÍ- félagar hafa fengið senda atkvæða- seðla. Búist við mikilli þátttöku Í ákvæði um miðlunartillögu rík- issáttasemjara segir að miðlunar- tillaga teljist felld í atkvæða- greiðslu ef meira en helmingur greiddra atkvæða er á móti henni og ef mótatkvæði eru fleiri en fjórðungur atkvæða samkvæmt at- kvæða- félagsskrá. Ekki reynir á ákvæðið um fjórð- ung nema þátttaka verði mjög lítil. „Ef þátttakan er eins og við eigum að venjast eða 80–90% er það bara einfaldur meirihluti sem ræður. Í okkar tilviki reikna ég bara með að þetta verði eins og hjá siðmennt- uðum þjóðum að meirihlutinn ráði vegna þess að við þekkjum ekki svona lélega kosningaþátttöku,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður KÍ. Verði tillaga ríkissáttasemjara felld hefst verkfall kennara strax á þriðjudaginn. Einfaldur meirihluti mun ráða niðurstöðu kosningar Nærri fimm þúsund KÍ-félagar kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara Bjóða dvd-kids leiktækið til sölu hérlendis LEIKTÆKIÐ dvd-kids, sem hannað er af íslenska fyrirtækinu 3-PLUS, er komið í verslanir hérlendis og hófst dreifing þess í gær. Um er að ræða þráðlaust leiktæki sem breyt- ir venjulegum DVD-spilara í leikja- vél. Tækið er selt undir merkjum Fisher Price í Bandaríkjunum og hefur hlotið gríðargóðar viðtökur þar í landi. Samkvæmt upplýsingum frá Myndformi sem dreifir tækinu hér á landi, er tækið í fyrsta sæti Fisher Price-leikfanga sem seld eru á vefnum toysrus.com og í fyrsa sæti yfir sölu leikfanga á vef Wall Mart. Dvd-kids er þráðlaust leiktæki sem breytir venjulegum DVD-spilara í leikjavél fyrir gagnvirka og þrosk- andi leiki sem ætlaðir börnum frá 3 ára aldri. Þekktar teiknimynda- persónur leiða barnið í gegnum ýmsar þrautir, t.d. fíllinn Babar, skjaldbakan Franklín og Doddi. Þrautirnar þjálfa börnin m.a. í því að stafa, lita, teikna, reikna, púsla og að læra á klukku svo fátt eitt sé nefnt. Leiktækið er ætlað börnum þriggja ára og eldri. Með tækinu hér á landi fylgir leikdiskur með Litlu lirfunni ljótu. Allir leikir eru með íslensku tali. Leiðbeinandi verð á tækinu er 5.990 og verð á leikjum 2.490. DAGSYFJA er algeng meðal fimm- tugra kvenna samkvæmt rannsókn sem kynnt var á þingi heimilislækna á Akureyri nýverið. Var þar skoðað sérstaklega hvað einkennir þann hóp kvenna sem er mjög syfjaður á daginn. Rannsóknina unnu læknarnir Brynja Benediktsdóttir, Þórarinn Gíslason og Kristinn Tómasson. Var öllum fimmtugum konum á höf- uðborgarsvæðinu, eða 956, sendur spurningalisti og svöruðu honum 690, eða rúm 72%. Af þeim var 61 kona með merki um dagsyfju og leit- aði þessi syfjaði hópur kvenna oftar læknis vegna dagsyfju og þreytu og segir í niðurstöðum að dagsyfja sé algeng meðal fimmtugra kvenna og tengist einkum kvíða, þunglyndi og einkennum breytingaskeiðs. Syfja algeng meðal fimmtugra kvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.