Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sími 588 55 30 Pétur Pétursson, löggiltur fasteignasali, Þekking - öryggi - þjónusta Opið hús milli kl. 14 og 16 í dag Þverholt 9 - Mosfellsbær 5 herbergja íbúð á 2. hæð í hjarta Mosfellsbæjar. Eignin er mikið endur- nýjuð. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Eldhús með sprautulakkaðri innréttingu og háf yfir eldavél. Nátt- úrusteinn á gólfi. Tvöfaldur ísskápur og uppþvottavél fylgja. Stutt í alla þjónustu. Hagstætt verð. Benedikt Arnar eigandi tekur vel á móti ykkur og Berg fasteignasala býður ykkur velkomin. Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall  Ó.Ö.H. DV  S.V. Mbl. THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID Loksins mætast frægustu skrímsli kvikmyndasögunna r í mögnuðu uppgjöri! Þorirðu að velja á milli? Þorirðu að velja á milli? Toppmyndin á Íslandi í dag Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. kl. 3.40, 6,8.30 og 10.40. B.i. 12 ára. J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? SÁLFRÆÐITRYLLIR AF BESTU GERÐ SEM FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? SÁLFRÆÐITRYLLIR AF BESTU GERÐ SEM FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 6 og 10.20. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal.Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl.4, 8 og 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14 ára. Toppmyndin á Íslandi í dag! Loksins mætast frægustu skrímsli kvikmyndasögunnar í mögnuðu uppgjöri! i í li i í j i FRUMSÝNINGFRUMSÝNING FRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKIÐ Storm hefur keypt rétt á kvikmynd- un bókarinnar Í upphafi var morðið eftir þá Árna Þórarinsson og Pál Kristin Pálsson sem út kom árið 2002 á vegum Máls og menningar, sem er eitt af bókaforlögum Eddu. Magnús Viðar Sigurðsson fram- leiðandi segir þetta verða fyrstu mynd Ragnars Agnarssonar en Ragnar hefur leikstýrt auglýsingum og myndböndum um þriggja ára skeið og er útnefndur til Eddunnar í ár fyrir myndbandið við lag söng- konunnar Mariu Menu, „You are the only one“. Handritið skrifar Kristinn Þórð- arson sem hefur verið búsettur í Los Angeles í tólf ár og starfaði þar við skrif. „Þetta verður mynd í ódýrari kantinum,“ segir Magnús. „Sagan er skemmtileg og spennandi og hentar því vel sem fyrsta mynd leikstjóra. Sögusviðið er Reykjavík, umgjörðin ekki flókin og sagan einföld og sterk. Við erum spenntir fyrir þessari vinnu þar sem bókin leggur sig einkar vel að kvikmyndaforminu að okkar mati.“ Kostnaður verður á bilinu 100 til 120 milljónir íslenskra króna. Að sögn Magnúsar verður gengið í það að leggja verkefnið fyrir kvikmynda- miðstöð í upphafi næsta árs. Ekki hefur verið ráðið í nein hlut- verk ennþá en tökur hefjast við lok næsta árs eða í upphafi árs 2006. Stefnt er að frumsýningu sumarið 2006. Kvikmyndir | Íslensk sakamálamynd í burðarliðnum Frá undirritun kaupsamningsins. Kristján Bjarki Jónasson, þróunarstjóri hjá Eddu, Ragnar Agnarsson leikstjóri og Magnús Viðar Sigurðsson, fram- leiðandi myndarinnar. Í upphafi var morðið www.storm.is LEIKSTJÓRINN franski, sem eitt sinn færði okkur myndina Björninn, þar sem björn var í aðalhlutverki í allri sinni grimmd, rétta eðli og dýrð. Aftur tekst hann á við að leik- stýra dýrum, nú tveimur tígisdýrum þeim Sangha og Kumal. Þeir eru hins vegar orðnir að hálfgerðum Disney-dýrum þar sem þeim eru til- einkaðir mannlegir eiginleikar og til- finningar. Og myndin er í rauninni mjög tilfinningarík. Aidan er ævintýramaður sem fer í leiðangra til að stela hofstyttum úr frumskógum frönsku Indónesíu í kringum 1920. Í einu hofinu búa tígrisbræðurnir ásamt foreldrum sínum, og þegar þeir ógna sam- starfsmönnum Aidans skýtur hann föðurinn, en móðirin flýr með Sangha. Þannig verða þeir bræður viðskila. Annar endar sem undirgef- inn sirkustígur og hinn sem grimm- ur slagsmálatígur sérviturs höfð- ingja. Það er greinilegt að leikstjórinn hefur miklar mætur á þessum dýr- um. Myndin byrjar á atriðum þar sem einungis dýrin koma við sögu, og þar eru sum atriðin virkilega fal- leg og kvikmyndatakan stórkostleg. Um leið og menn koma við sögu spillist myndin, líka þar sem mann- legu persónurnar eru allar mjög yf- irborðskenndar og ýktar. Saga fólksins er heldur hvorki fugl né fiskur, og hefði mátt vinna hana bet- ur, svona upp á jafnvægið. Það er svolítið erfitt að dæma þessa mynd, því ef þetta er barna- mynd, þá hefur hún vissulega marga kosti. Sagan er einfeldingsleg og auðskilin og getur opnað augu barnanna fyrir ýmsum gildum, t.d virðingu fyrir náttúrunni og dýrarík- inu, þótt hin „sönnu“ náttúrulögmál séu ekki tekin með, því grimmd tígr- anna er aldrei sýnd. Fullorðnir njóta vissulega kvikmyndatökunnar og sumra atriðanna en ekki mikils meira. Vel gerð og fallega tekin æv- intýramynd með tígrisdýr í aðal- hlutverkum, ágæt fyrir börnin en takmörkuð fyrir fullorðna. Mannleg tígrisdýr KVIKMYNDIR Sambíóin Kringlunni og Álfabakka Leikstjórn: Jean-Jacques Annaud. Aðalhlutverk: Guy Pearce, Kumal, Sangha, Jean-Claude Dreyfus, Freddie Highmore, Oanh Nguyen og Philippine Leroy-Beaulieu. 109 mín. Frakkl./Engl. Pathé 2004. Tveir bræður (Two brothers)  Hildur Loftsdóttir Bræður tveir: Myndin er frekar fyr- ir börn en fullorðna, að mati Hildar Loftsdóttur. ÍRSKA rokksveitin U2 mun gefa út nýja hljóðversplötu 22. nóvember og kallast hún How to Dismantle an Ato- mic Bomb en margir eru á því að U2 hafi komist aftur á rétta sporið með síð- ustu plötu, All That You Can’t Leave Behind sem kom út árið 2000. Á ýmsu hefur gengið við vinnu nýju plötunnar, söngvarinn Bono missti föður sinn á tímabilinu og erfitt reyndist að finna upptökustjóra við hæfi en platan á víst að vera mjög rokkuð. Nánar er fjallað um tildrög nýju plöt- unnar í grein í Lesbók, jafnframt sem fjallað er um helstu plötur U2 í liðnum „Poppklassík“. Bono er maðurinn! Lesbók/21 Ný plata með U2 eftir tvær vikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.