Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞUNG orð féllu í garð forsvarsmanna stóru olíufélaganna í utandagskrár- umræðu á Alþingi í gær um skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðsam- ráð olíufélaganna. Lúðvík Berg- vinsson, þingmaður Samfylkingarinn- ar og málshefjandi umræðunnar, sagði m.a. að forstjórar félaganna hefðu með verðsamráði gert aðför að samfélaginu; þeir hefðu haft af fólki fé með þeim afleiðingum að skuldir og afborganir heimilanna hefðu hækkað. Brotavilji forstjóranna hefði verið harður og einbeittur. „Ákvörðun sam- keppnisráðs sýnir alveg ótrúlega skipulagt, umfangsmikið og alvarlegt brot gegn samkeppnislögum. Í gegn skín fyrirlitning á viðskiptavinum og almenningi. Þeir nefndir andskotar og fífl af stjórnendum olíufélaganna eins og fram kemur í tölvupóstum þessara manna,“ sagði hann. Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra, sem var til andsvara, sagði m.a. að þegar úrskurður um samráð olíufélaganna hefði verið kynntur hefði hún fundið fyrir sárum von- brigðum yfir því að stór fyrirtæki á markaði skyldu bregðast trausti við- skiptavina og samfélagsins með því að fara gegn leikreglum viðskiptalífisins. Undir lok máls síns sagði hún: „Ólög- legt samráð fyrirtækja er ekki liðið og verður ekki liðið hér á landi. Um það er sátt í samfélaginu.“ Sagði hún að vænta mætti nýrra frumvarpa um efl- ingu samkeppnisyfirvalda. Vel klæddir þjófar Lúðvík sagði m.a. í framsöguræðu sinni að í Bandaríkjunum væri talað tæpitungulaust um stjórnendur fyr- irtækja sem stæðu í samráði og þeir kallaðir af þarlendum yfirvöldum vel klæddir þjófar. „Eftir að hafa lesið ákvörðun samkeppnisráðs get ég tek- ið undir þessa lýsingu á samráðs- mönnum og ég fordæmi þetta sam- særi gegn lífskjörum landsmanna.“ Lúðvík fagnaði því að Samkeppn- isstofnun hefði komið upp um sam- ráðið og skilað af sér vandaðri nið- urstöðu. „Alþingi verður síðan að tryggja að Samkeppnisstofnun hafi það svigrúm sem hún þarf til áfram- haldandi baráttu gegn þessum ófögn- uði. Opinber viðbrögð olíufélaganna við ákvörðun samkeppnisráðs valda mér miklum vonbrigðum. Í því sam- bandi verð ég að hafa í huga að enginn vafi er um sekt olíufélaganna einfald- lega sökum þess að játningar liggja fyrir um fjölmörg brotanna. Þrátt fyrir þetta hefur ekkert olíufélaganna beðið viðskiptavini sína afsökunar eða boðið fram bætur. Engin iðrun eða til- raun til að vinna aftur traust við- skiptavinanna. Þess í stað lýsti stjórn- arformaður eins félagsins því yfir í fjölmiðlum að hann bæri fullt traust til forstjóra félagsins sem er einn af lykilmönnum í þessu samráði. Þessi yfirlýsing er með eindæmum og að mínu viti vanvirða við almenning,“ sagði þingmaðurinn. „Í þessu ljósi tel ég að taka eigi það alvarlega til skoðunar að fara að for- dæmi Breta og taka upp ákvæði í samkeppnislög sem gerir það kleift að banna forstjórum og öðrum stjórn- endum fyrirtækja sem taka þátt í samráði að gegna stjórnunarstöðum í fyrirtækjum í allt að fimmtán ár.“ Valgerður Sverrisdóttir sagði í upphafi máls síns að þær tilfinningar sem hefðu bærst í huga sér, þegar úr- skurður um samráð olíufélaganna hefði verið kynntur, hefðu verið af tvennum toga. „Annars vegar sár vonbrigði yfir því að stór fyrirtæki á markaði, sem skipta íslenskt atvinnu- líf og þjóðarbú afar miklu máli, skuli bregðast trausti viðskiptavina og samfélagsins með því að fara gegn leikreglum viðskiptalífsins. Hins veg- ar ánægja með að samkeppnislögin og samkeppnisyfirvöld sem eiga að sjá til þess að ólögmætar samkeppn- ishömlur séu upprættar skuli virka.“ Ráðherra sagði að eftir því sem hún hefði haft tök á því að kynna sér hina viðamiklu ákvörðun samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna virtist sér sem vel hefði verið vandað til verka. „Ljóst virðist af hinni stóru skýrslu að Samkeppnisstofnun hafi ráðist í mjög umfangsmikið verkefni þegar stofnunin hófst handa við rann- sókn sína. Verður að virða það við stofnunina sem er fámenn stofnun. Sumir hafa hnýtt í stofnunina og fundist rannsókn hennar hafa tekið óhóflega langan tíma. Eftir að um- fang rannsóknarinnar er nú orðið kunnugt verð ég að segja að mig undrar ekki að hún hafi tekið þann tíma sem raun ber vitni.“ Ráðherra sagði m.a. að sú rannsókn og skýrslu- gerð sem hér væri til umræðu sýndi svo ekki væri um villst að stofnunin væri fær um að ráðast í hin flóknustu mál með miklum árangri. „Engu að síður er nauðsynlegt að gera betur og efla samkeppnisyfirvöld enn frekar. Þau þurfa að hafa burði til að hafa frumkvæði að athugunum á ein- stökum mörkuðum – samhliða því sem öðrum málum er sinnt. Því hefur verið tekin ákvörðun um það af hálfu stjórnvalda að leggja fram frumvörp á næstunni þar sem tillögur eru um eflingu samkeppnisyfirvalda og skarpari löggjöf á því sviði.“ Lík mafíustarfsemi Fleiri þingmenn tóku til máls í um- ræðunni. Ögmundur Jónasson, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, velti því m.a. fyrir sér hvað væri að gerast „í höfði rík- isstjórnarinnar,“ eins og hann orðaði það, í þessu máli. „Hvaða lærdóm skyldi hún draga í þessu máli?“ spurði hann. „Boðorð hennar númer eitt, tvö og þrjú er að koma öllum arðvænleg- um eignum þjóðarinnar í hendur þessara aðila – inn í einokunarum- hverfið,“ sagði hann. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði umrætt mál mjög alvarlegt. „Og ef rétt reynist verða menn að standa ábyrgir fyrir gjörðum sínum.“ Gunnar sagði hins vegar að í kjölfar umræddrar skýrslu Samkeppnisstofnunar hefðu ýmsir farið um bæinn með snæri undir hendinni til að hengja þá aðila sem hefðu verið í skotlínunni. „Slíkt finnst mér óviðeigandi,“ sagði hann. „Og við eigum að muna að enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð.“ Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði m.a. að almælt væri að umrædd olíufélög væru miklir bakhjarlar núverandi ríkisstjórnarflokka. „Ríkisstjórnar- flokkarnir voru á liðinni öld mjög vil- hallir sínum félögum og bakhjörlum. Flesta venjulega borgara gat þó varla órað fyrir að starfsemi olíufélaganna þriggja væri eins lík mafíustarfsemi og nú birtist í þessari skýrslu.“ Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði að for- kólfar olíufélaganna hefðu féflett al- menning miskunnarlaust í einu grófasta og svívirðilegasta þjófnaðar- máli sögunnar. „Það verður próf- steinn á hvort við búum í bananaþjóð- félagi eða í siðmenntuðu lýðræðisþjóðfélagi – þar sem allir eru jafnir fyrir lögum – hvort olíufurs- tarnir verða látnir sæta ábyrgð. Refsilöggjöfin á að ná til þeirra eins og annarra sem brjóta af sér og óþol- andi að fyrning sekta verði þeirra skjól. Ránsfengnum verða olíufélögin líka að skila til baka í formi skaðabóta og sekta í samræmi við gífurlegt um- fang þessa lögbrots.“ Jóhanna sagði jafnframt að ekki væri hægt að verja þátt borgarstjór- ans, Þórólfs Árnasonar, í þessu máli. „Hann verður að axla sína ábyrgð og ég fæ ekki séð hvernig Þórólfi er sætt sem borgarstjóra,“ sagði hún. „En það er ósanngjarnt að gera hann að blóraböggli meðan öðrum er hlíft. Ég kalla eftir yfirheyrslum fjölmiðla yfir höfuðpaurunum sjálfum. Ég kalla eft- ir að þeir beri fulla ábyrgð sem í skjóli stjórnarflokkanna hafa skipt mark- aðnum á milli sín árum saman.“ Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði eðlilegt að mikil reiði ríkti í þjóðfélaginu í kjöl- far úrskurðar Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Allt benti til þess að olíufélögin hefðu hlunnfarið heimilin í landinu. „Meginmálið er þó að samkeppnislögin eru að virka og þjóðin mun ekki líða ólögmætt sam- ráð fyrirtækjanna í landinu,“ sagði hún að síðustu. Lög ná yfir alla Jón Bjarnason, þingmaður vinstri grænna, sagði að umrædd skýrsla Samkeppnisstofnunar væri á köflum eins og reyfari. Stórfyrirtæki hefðu skipulega haldið uppi verði á olíu og bensíni í skjóli helmingaskipta ríkis- stjórnarflokkanna. Velti hann því síð- an fyrir sér hvernig greiða ætti þeim til baka sem hefðu verið hlunnfarnir í þessu máli. Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, sagði að „sagan um olíufélögin,“ eins og hann orðaði það, væri örugglega eftir- hreytur af þeim miklu umbreytingum sem áttu hefðu sér stað í íslensku viðskiptaumhverfi á undanförnum tíu til fimmtán árum. „Það virðist vera sem þessi félög hafi alls ekki getað áttað sig á því hvað var að gerast og haldið sig í gamla farinu; haldið sig við gamla samráðið. Þetta er hið hörmu- lega,“ sagði hann og bætti við: „Auð- vitað er það þannig að íslensk lög ná yfir alla.“ Kvaðst hann síðan hafa fulla ástæðu til að treysta íslenskum eft- irlitsstofnunum, íslenskri lögreglu, ís- lensku ákæruvaldi og íslenskum dóm- urum. Sagði hann að þetta mál myndi ganga fram eins og lög gerðu ráð fyr- ir. Magnús Þór Hafsteinsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, sagði m.a. að réttmætt væri að beita olíufé- lögin þungum stjórnvaldssektum. Þeir fjármunir ættu að fara óskertir til samgöngubóta. „Síðan á að draga forstjóra, stjórnarformenn og stjórn- armenn olíufélaganna til ábyrgðar.“ Bryndís Hlöðversdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði m.a. að hið jákvæða í málinu væri að sam- keppnisyfirvöld hefðu sannað getu sína til að takast á við erfiðustu og viðamestu málin. „Ég treysti því að nú verði samstaða um það á Alþingi að efla Samkeppnisstofnun veru- lega,“ sagði hún. Kristinn H. Gunnarsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins, sagði m.a. að tryggja þyrfti þátt einstaklinga í málinu. „Þar mega yfirvöld eins og Ríkislögreglustjóraembættið ekki láta sitt eftir liggja. Menn verða að hraða rannsókn málsins; upplýsa þátt hvers og eins einstaklings, sem ábyrgð kann að bera á þessu athæfi, og birta þeim ákæru ef ástæðu er til.“ Þung orð féllu í umræðu um olíuverðssamráð Viðskiptaráðherra segir að ólöglegt samráð fyrirtækja verði ekki liðið Þingmenn ræddu utan dagskrár á Alþingi í gær um skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðsamráð olíu- félaganna. Arna Schram greinir frá umræðunum. Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingu, var málshefjandi. Á myndinni eru einn- ig Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu, og ráðherrarnir Björn Bjarna- son, Sturla Böðvarsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jón Kristjánsson. arna@mbl.is SIGURJÓN Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til menntamálaráðherra um Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands. Þar er í fyrsta lagi spurt hversu stór hluti tekna Hagfræðistofnunar stafi af útseldri verkefnavinnu, í öðru lagi hvað stofnunin fékk greitt fyrir skýrslu sem unnin var að beiðni Ol- íuverslunar Íslands þar sem dregnir voru í efa útreikningar Samkeppn- isstofnunar á hagnaði olíufélaganna af meintu samráði og í þriðja lagi hve mörg verkefni stofnunin hafi unnið fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna á sl. 10 árum og hvaða verkefni það voru. Spyr um Hag- fræðistofnun MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jóni Þór Sturlusyni og Tryggva Þór Herbertssyni vegna greinargerðar sem þeir hafa unnið um samráð olíufélaganna og birt var í Morg- unblaðinu í gær. „Í tilefni af fréttum af grein- argerð undirritaðra í olíufé- lagamálinu er rétt að leiðrétta þann misskilning að Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands standi á einhvern hátt að grein- argerðinni. Hið rétta er að und- irritaðir gera hana í eigin nafni og bera þar af leiðandi einir ábyrgð á henni. Jón Þór Sturluson Tryggvi Þór Herbertsson.“ Greinargerðin ekki frá Hag- fræðistofnun „ÉG fæ ekki séð að neitt af því sem fram kemur hjá hagfræð- ingum olíufélaganna hafi áhrif á niðurstöður samkeppnisráðs. Að öðru leyti verður þessu ásamt öðru í málflutningi olíufélaganna svarað fyrir áfrýjunarnefnd sam- keppnismála þegar málið kemur til umfjöllunar þar. Það er hinn eðlilegi vettvangur,“ sagði Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppn- isstofnunar, um greinargerð hag- fræðinganna Jóns Þór Sturluson- ar og Tryggva Þórs Herberts- sonar um niðurstöður samkeppnisráðs um samráð olíu- félaganna. Hagfræðingarnir unnu grein- argerð um málið fyrir olíufélögin og er gerð grein fyrir sjón- armiðum þeirra í skýrslu sam- keppnisráðs og þeim svarað efn- islega. Jón Þór og Tryggvi Þór svöruðu gagnrýni samkeppn- isráðs í Morgunblaðinu í gær. Hefur ekki áhrif á niðurstöðuna ÚRVINNSLUGJALD hefur verið lagt á heyrúlluplast allt þetta ár, en ekki frá og með næstu ára- mótum, eins og sagði í frétt Morgunblaðsins í gær. Miðað við að flutt verði inn allt að 1.700 tonn af heyrúlluplasti í ár hefur úrvinnslugjaldið því skilað meira en 40 milljónum á árinu. Magnús Ingþórsson, fram- kvæmdastjóri Vélavers, segir inn- flytjendur hafa rukkað þetta gjald frá 1. janúar í ár. Hann seg- ir eðlilegt að beina þeirri spurn- ingu til úrvinnslusjóðs hvað sjóð- urinn hafi gert við það fé sem hann hafi fengið af þessu gjaldi í ár. Magnús segist telja að þetta sé hæsta úrvinnslugjald á svona plast sem tekið hafi verið upp í allri Evrópu, sér skiljist að gjald- ið sé um 15 krónur á kílóið í Skandinavíu. Þetta háa gjald hér komi síðan auðvitað inn í verð á landbúnaðarafurðum frá bænd- um. Úrvinnslugjald þegar innheimt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.