Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MEIRA EN 80.000 FÓRUST
Tala látinna af völdum náttúru-
hamfaranna í Asíu sl. sunnudag var í
gær komin yfir 80.000 en óttast var
að hún myndi enn hækka, fara vel
yfir 100.000. Er m.a. talið hugsan-
legt að í Indónesíu einni og sér hafi
farist 80.000 manns. Hjálpargögn
voru í gær farin að berast til ham-
farasvæðanna og mynd að komast á
hjálparstarf, en skipulagning þess
hefur gengið erfiðlega sökum þess
hve margir staðir urðu illa úti er
flóðbylgjur gengu á land og umfangs
hörmunganna. Þjóðir heimsins eru
nú byrjaðar að heita fé til neyðar-
aðstoðar, í gær var búið að heita 15
milljörðum ísl. króna.
Tilræði í Sádí-Arabíu
Lögreglan í Sádí-Arabíu felldi sjö
meinta hryðjuverkamenn í Riyadh í
skotbardaga í gærkvöldi eftir
sprengjutilræði fyrr um kvöldið í
norðurhluta borgarinnar. Sprengju-
tilræðið var nálægt höfuðstöðvum
innanríkisráðuneytisins en ekki eru
nema tvær vikur síðan Osama bin
Laden, leiðtogi al-Qaeda-hryðju-
verkasamtakanna, hvatti fylgismenn
sína í Sádí-Arabíu til að standa fyrir
tilræðum í landinu.
Íslendingar taldir öruggir
Fengist hafa vísbendingar um að
fimm Íslendingar, sem talið var að
kynnu að vera á hættusvæði í Taí-
landi, séu ekki í hættu.
Hjálparstofnanir á Íslandi hafa nú
þegar safnað um 30. m.kr. til að-
stoðar hjálparstarfi í Asíu.
Löngu ákveðið
Fyrrverandi aðstoðarforstjóri Ís-
landsbanka telur brottrekstur sinn
hafa verið ákveðinn fyrir löngu.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Viðhorf 32
Erlent 14/18 Bréf 35
Minn staður 20 Minningar 36/41
Austurland 21 Hestar 42
Höfuðborgin 22 Myndasögur 46
Akureyri 22 Dagbók 46/48
Árborg 23 Staður og stund 48
Neytendur 24 Leikhús 50
Daglegt líf 25 Bíó 54/56
Menning 26, 27/49/56 Ljósvakamiðlar 58
Umræðan 29/35 Veður 59
Forystugrein 30 Staksteinar 59
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
FYRRVERANDI starfsmenn Kísil-
iðjunnar í Mývatnssveit, sem búa í
leiguhúsnæði í eigu Kísiliðjunnar,
þurfa að ákveða um áramót hvort þeir
vilji flytja burtu eða ráðast í kaup á
því húsnæði sem þeir hafa leigt.
Kísiliðjan á alls 17 íbúðir, flestar í
einbýli, sem leigðar hafa verið starfs-
mönnum. Íbúarnir fengu bréf rétt
fyrir jól þar sem leigusamningnum
var sagt upp, og þeim gefinn frestur
til 4. janúar til að ákveða hvort þeir
vilji flytja úr húsnæðinu fyrir 1. apríl
eða samþykkja að kaupa íbúðina sem
þeir búa í á fasteignamatsverði.
Kristján Björn Garðarsson, fram-
kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, segir að
hann hafi enn ekki fengið svar frá
neinum, enda ekki reiknað með því
fyrr en í janúar. Öll viðbrögð sem
hann hafi heyrt hafi þó verið á þá leið
að fólk hafi hugsað sér að vera um
kyrrt. Kristján segir að þó fyrirvarinn
til að taka ákvörðun um hvort fólk vilji
kaupa eða fara, og tíminn sem fólk
hefur til að flytja út sé ekki langur
hafi þetta allt haft mun lengri aðdrag-
anda, verksmiðjan hafi hætt starf-
semi í nóvember og þá hafi verið ljóst
hvert hafi stefnt.
„Ef menn hafa ekki áhuga á [því að
kaupa] þá viljum við frekar leigja hús-
in áfram en láta þau standa auð,“ seg-
ir Kristján, en hann segir þó að aðilar
aðrir en núverandi íbúar hafi sýnt
sumum húsum áhuga og því sé ekkert
fast í hendi með það.
Leiðinleg tímasetning
„Ég segi nú fyrir mig að þetta var
eitthvað sem maður reiknaði með.
Það er búið að segja manni upp störf-
um og þetta er tengt starfi manns.
Þegar það fór var bara spurning hvað
maður fengi að hafa þetta lengi,“ seg-
ir Jón Óskar Ferdinandsson, en hann
er einn af þeim sem búa í húsnæði í
eigu Kísiliðjunnar. „Ef maður ætlar
að fara þá er þetta frekar leiðinleg
tímasetning, þá þarf maður að flytja í
mars á meðan krakkarnir eru ennþá í
skólanum. Þetta er mjög erfiður tími
til að fara. Þegar okkur var sagt upp
var sagt að við þyrftum ekkert að
hafa áhyggjur af húsnæðinu á næst-
unni, maður vissi svo sem ekki hversu
lengi það átti að vera,“ segir Jón.
Þetta hefur auðvitað verið mikið
rætt yfir jól og hátíðir á heimili Jóns,
eins og víðar, en fjölskyldan hefur enn
ekki tekið endanlega ákvörðun. Jón
segist þó frekar reikna með því að
vera um kyrrt, og þar sem ekkert
annað húsnæði er á lausu í bænum
liggur beint við að kaupa húsnæðið
sem fjölskyldan hefur leigt.
Spurður um hvað aðrir í hans spor-
um ætli að gera segir Jón að flestir
sem ekki séu þegar farnir tali eins og
þeir ætli að verða um kyrrt, í bili að
minnsta kosti. „Mér heyrist það á
flestum að þeir ætli að vera áfram […]
ég veit ekki um neinn sem ætlar að
flytja burt, þeir eru þá farnir sem
voru búnir að ákveða það,“ segir Jón.
„En þetta hljómar frekar illa, búinn
að vera atvinnulaus í mánuð og þá er
sagt að menn þurfi að kaupa húsnæð-
ið eða flytja burtu. Þetta eru leiðinleg
skilaboð yfir jól og áramót að stilla
manni svona upp.“
Þarf að leggja í endurbætur
Húsin sem Kísiliðjan leigði starfs-
mönnum voru mörg byggð sem
bráðabirgðahúsnæði á árunum 1967–
70, og segir Jón að leggja þurfi tals-
vert fé í endurbætur á húsinu til þess
að það verði almennilegt. Skipta þarf
um glugga og einangra betur, og
reiknar Jón með kostnaði upp á um
tvær milljónir króna við slíkar end-
urbætur, en fasteignamatið á húsinu
er um 4,8 milljónir króna. Jón segir að
svo virðist sem einhver áhugi utanað-
komandi aðila sé fyrir hendi.
Kísiliðjan segir upp samningum um húsaleigu við fyrrverandi starfsmenn
Þurfa að taka ákvörðun
um búsetu um áramótin
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Kísiliðjan hefur gefið starfsmönnum sem búa í húsnæði í eigu fyrirtækisins
frest til 4. janúar til að ákveða hvort þeir ætla að fara eða vera.
FLUGELDASALA fyrir gamlárs-
kvöld hófst í fyrradag og eru
björgunarsveitir Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar umsvifamestar á
þeim markaði með um 120 sölu-
staði um allt land þar sem rúmlega
600 sjálfboðaliðar leggja hönd á
plóg. Að sögn Valgeirs Elíassonar
upplýsingafulltrúa hefur salan far-
ið vel af stað en aðalsöludagarnir
eru í dag og á morgun.
„Þeir sölustaðir sem ég hef
heyrt frá eru allir með söluaukn-
ingu frá því í fyrra. Þetta hangir
saman við söluaukningu í smá-
söluverslun yfir jólin en þeir kaup-
menn sem heyrst hefur frá í fjöl-
miðlum voru kampakátir,“ sagði
Valgeir og kvaðst ekki sjá neina
ástæðu til annars en að það sama
myndi verða uppi á teningnum
varðandi flugeldasöluna. Þá væri
veðurspáin að batna fyrir gamlárs-
kvöld og útlit fyrir gott skotveður.
„Einnig hefur það sitt að segja að
við erum ávallt að bæta við úrvalið
hjá okkur og viðskiptavinir okkar
virðast hafa gaman af því að flug-
eldar okkar bera margir hverjir ís-
lensk heiti.“
Flugeldasalan er helsta tekjulind
björgunarsveita Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar en að sögn Val-
geirs eru sveitirnar afar háðar
þessari sölu. „Okkar björgunar-
sveitir lifa á þessu og ef flugelda-
sölunnar nyti ekki við væru björg-
unarsveitir okkar ekki eins öflugar
og þær eru í dag.“
Morgunblaðið/Þorkell
Stefán Jökull Jakobsson selur Davíð Hansen Georgssyni og Georg Jónassyni skotelda.
Flugeldasalan fer vel af stað
AÐ MINNSTA kosti 2.600 erlendir
ferðamenn munu gista á hótelum og
gistiheimilum hérlendis um áramótin
og er það um 40% aukning frá fyrra
ári að því er fram kemur hjá Sam-
tökum ferðaþjónustunnar, en velflest
hótel og gistiheimili verða opin um
áramótin. Rúmlega 600 erlendir
ferðamenn voru hér um jólin á sex
hótelum og nokkrum gistiheimilum
og er það 70% aukning frá fyrra ári.
Stærstu hóparnir eru frá Japan,
Bretlandi og Bandaríkjunum.
Þá eru fjölmargir ferðamenn hér á
milli jóla og nýárs án þess að dvelja
yfir hátíðisdagana sjálfa.
„Það er gaman að sjá hvað þessi
markaðssetning hefur tekist vel,“
segir Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónust-
unnar. Hún segir íslensk fyrirtæki
hafa staðið sig vel í markaðssetningu
fyrir erlenda ferðamenn. Mikil eftir-
spurn sé meðal erlendra ferðamanna
að dvelja hér yfir jól og áramót.
Æ fleiri með opið um áramót
Erna segir mörg fyrirtæki, t.a.m.
veitingahús, hafa opið um áramótin.
Slíkt sé smátt og smátt að aukast, en
þó sé reynt að gera ferðamönnum
ljóst að aðfangadagur hérlendis sé
t.a.m. ólíkur því sem gengur og gerist
í Bretlandi þar sem fólk fari út að
skemmta sér á aðfangadagskvöld.
Hérlendis hafi fyrirtæki og verslanir
því lokað, en borið hefur á kvörtunum
hjá erlendum ferðamönnum í gegnum
tíðina sem ekki hafa gert sér fyllilega
grein fyrir því hvernig hlutum væri
háttað hérlendis. „Við höfum bæði
verið að vinna að því að sem mest sé
opið, þ.e. að þjónustan sé sem best við
þessa gesti, og líka að láta þá vita
hvers eðlis þjónustan er,“ segir Erna.
Hjá Hótel Borg og Hótel Sögu
fengust þær upplýsingar að fullbókað
væri um áramótin og mikil eftirspurn.
Um jólin var nóg að gera hjá báðum
hótelum þrátt fyrir að ekki hafi verið
fullbókað hjá þeim.
Mun fleiri
erlendir
ferðamenn
MJÓLKURDUFT af gerðinni Preg-
estimil hefur af öryggisástæðum
verið innkallað úr verslunum hér á
landi, líkt og um allan heim, eftir að í
ljós kom að duftið olli alvarlegum
sýkingum í 10 nýburum í Frakklandi
frá 25. október sl. til 13. desember.
Frá þessu er greint á vefsíðu land-
læknisembættisins en þar minnist
Haraldur Briem sóttvarnalæknir
þess að fyrir tæplega tveimur ára-
tugum sýktust þrír nýburar af sömu
bakteríu á Landspítalanum með al-
varlegum afleiðingum. Talið var að
röng meðferð mjólkurduftsins hafi
átt sinn þátt í sýkingunum þar sem
mjólkin var látin standa of lengi í
hita eftir að duftinu hafði verið
blandað í vatn. Síðan þá hefur bakt-
erían, E. sakasakii, ekki valdið sýk-
ingum hér á landi.
Sýkingarnar í Frakklandi tengjast
allar Pregestimil-mjólkurdufti en
ekki hefur orðið vart við sambærileg
tilfelli utan Frakklands og er talið að
þær tengist sendingum sem dreift
var þar í landi.
Mjólkurduft innkallað vegna sýkinga