Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 15
ERLENT
ÓLJÓST var í gær hversu margra
Svía væri saknað á hamfarasvæðun-
um í Asíu. Margt þótti benda til þess
að fleiri Svíar hefðu verið þar á ferð
en talið var í fyrstu og sagði Svenska
Dagbladet að rúmlega 2.000 Svía
væri saknað í Taílandi einu. Þessar
tölur staðfestu yfirvöld ekki.
Laila Freivalds, utanríkisráðherra
Svíþjóðar, sagði í gær að enn væri
rúmlega 1.000 Svía saknað á flóða-
svæðunum í Asíu. Freivalds kom til
eyjarinnar Phuket í Taílandi í gær.
Hún sagði ljóst að um „þjóðar-
harmleik“ væri að ræða hvað Svía
varðaði. Enn hefði ekki tekist að
hafa upp á rúmlega 1.000 sænskum
ríkisborgurum. Er það lægri tala en
yfirvöld höfðu áður birt því sagt
hafði verið að ekkert væri vitað um
afdrif um 1.500 sænskra ríkisborg-
ara. „Ég óttast að marga þeirra finn-
um við aldrei,“ sagði utanríkisráð-
herrann sem bar harmleikinn í Asíu
saman við Estonia-ferjuslysið árið
1994.
Allt að 40 þúsund
Svíar á svæðinu?
Eftir því sem næst verður komist
ræðir um 600 Svía sem voru á ferð í
Taílandi og um 400 í öðrum löndum.
Af þeim 1.000 sem yfirvöld segja að
sé saknað lætur nærri að 400 séu
börn.
Enn hafa yfirvöld í Svíþjóð aðeins
staðfest að sex sænskir ríkisborgar-
ar hafi týnt lífi í hamförunum.
Sænsk dagblöð sögðu í gær að stað-
fest væri að 54 Svíar hefðu látið lífið í
hamförunum. Talið er að 20 til 30
þúsund Svíar hafi verið í leyfi á ham-
farasvæðinu og vera kann að allt að
tíu þúsund til viðbótar hafi verið þar
á eigin vegum. Af þeim sökum þykir
því hugsanlegt að mun fleiri sé í raun
saknað en talið var í fyrstu. Tala sú
sem Svenska Dagbladet birti tekur
mið af þessu.
Ljóst þykir að Svíar séu sú vest-
ræna þjóð sem misst hefur flesta í
náttúruhamförunum í Asíu.
Flugfélagið SAS hefur myndað
loftbrú milli Taílands og Kaup-
mannahafnar til að sækja norræna
ferðamenn í Taílandi. Fyrstu leigu-
flugvélarnar komu frá Taílandi til
Kaupmannahafnar og Malmö á
þriðjudagskvöld. Sumir voru ber-
fættir og vafðir í ábreiður þegar þeir
komu út úr flugvélunum.
19 Dana enn saknað
Að sögn talsmanna Rauða kross-
ins hafði verið safnað saman hlýjum
fötum handa fólkinu, sem margt
missti allan farangur sinn í flóð-
bylgjunni.
Að sögn Jyllandsposten í gær
hafði verið staðfest að sex Danir
hefðu týnt lífi og 19 var saknað. Frá
Taílandi bárust þær fréttir að tíu
Danir væru fundnir þar látnir.
Danska ríkisstjórnin hefur verið
gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við
hamförunum og var frá því skýrt í
gær að stjórnvöld hefðu ákveðið að
leggja fram 85 milljónir danskra
króna í formi neyðaraðstoðar til við-
bótar við þær tíu sem þegar hafði
verið tilkynnt um.
Finnar óttast mikið manntjón
Stjórnvöld í Finnlandi óttast að
um 200 Finna sé saknað en ferða-
skrifstofur segjast ekki hafa náð
sambandi við tæplega 500 Finna á
hamfarasvæðunum. Staðfest er að
tveir Finnar fórust. Stjórnvöld ótt-
ast að margir finnskir ferðamenn
hafi týnt lífi.
Um 1.500 Norðmenn
á svæðinu
Jan Petersen, utanríkisráðherra
Noregs, sagði í gær að 446 norskra
ríkisborgara væri saknað í Taílandi.
Talið væri að 930 Norðmenn til
viðbótar hefðu verið á hamfara-
svæðinu en ekki væri vitað hvar
þetta fólk væri nú niður komið. Alls
ræddi því um 1.376 norska ríkis-
borgara sem ekkert væri vitað um
en af þeim væri 446 nú formlega
saknað.
Yfirvöld hafa staðfest að 13 Norð-
menn hafi týnt lífi í flóðunum. Tvö
norsk börn, 12 og 3 ára fundust í
gær látin í Taílandi. Þá komu tveir
bræður, 8 og 10 ára, heim til Noregs
í gær frá Taílandi. Foreldrar þeirra
eru í hópi þeirra sem saknað er.
Rúmlega 2.000
Svía saknað
í Taílandi?
Ekkert vitað um afdrif tæplega
450 Norðmanna í Taílandi
Reuters
Svíinn Olof Carlsson huggar taílenska unnustu sína, Oi, og fjölskyldu hennar er brennt var lík eins ættingja þeirra
sem var meðal fórnarlamba flóðbylgjunnar í Thap Lamu, um 900 km sunnan við höfuðborgina Bangkok.
JARÐSKJÁLFTINN við Súmötru
sem olli flóðunum við Indlandshaf var
einn af þeim sterkustu sem mælst
hafa eða níu stig á Richter-kvarða. Að
sögn AFP-fréttastofunnar var hann
svo kröftugur að Súmatra færðist til
suðvesturs um 36 metra.
Súmatra er rösklega fjórum sinn-
um stærri en Ísland. Jarðskjálftar
verða gjarnan á svonefndum fleka-
mótum í jarðskorpunni. „Jarðskjálft-
inn hefur breytt heimskortinu,“ sagði
Ken Hudnut, jarðeðlisfræðingur við
Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna í
Los Angeles. Hann segir að auk
færslunnar á Súmötru hafi margar
litlar eyjar á Indlandshafi sennilega
færst til um 20 metra.
Heimskortið
breyttist