Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 9
Í LOK haustannar var 131 nemandi
útskrifaður frá Iðnskólanum í
Reykjavík af sex námssviðum auk
Meistaraskólans. Við útskrift í Hall-
grímskirkju voru þeim nemendum
sem sköruðu fram úr á einstökum
sviðum og í einstökum námsgreinum
veitt verðlaun. Loks voru veitt hefð-
bundin verðlaun Iðnaðarmanna-
félagsins í Reykjavík fyrir ástundun
og teikningu og fyrir næstbesta
heildarárangur og besta heildar-
árangur. Verðlaun Iðnaðarmanna-
félagsins hlaut Árni Björn Guð-
jónsson, fyrir næstbesta heildar-
árangur Sigurjón Þorvaldsson og
fyrir besta heildarárangur Karen
Ósk Sigþórsdóttir. Allmörg fleiri
verðlaun voru og veitt.
„Ábyrgð ykkar sem útskrifist héð-
an er mikil, að standa ykkur í sam-
keppninni og samanburðinum og
Iðnskólinn í Reykjavík útskrifar 131
ábyrgð skólans er líka mikil. En
skólinn er stoltur af ykkur og veit að
þið munið bera honum fagurt vitni,“
sagði Baldur Gíslason, skólameistari
Iðnskólans, er hann ávarpaði nem-
endur.
Á myndinni má sjá nokkra verð-
launahafanna ásamt Baldri Gísla-
syni skólameistara, lengst til hægri,
og Guðmundi Páli Ásgeirssyni
námsstjóra, lengst til vinstri.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 9
FRÉTTIR
Opnum
kl. 9.00
virka daga
Laugavegi 34, sími 551 4301
Þýsk smókingföt – verð kr. 22.200
Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs árs!
Laugavegi 4, sími 551 4473
• www.lifstykkjabudin.is
Saumlaust
aðhald
Þú minnkar um 1 númer
Litir: Svart - hvítt - húðlitað
Póstsendum
10%
afsláttur
Ný sending
Kello óskar viðskiptavinum
sínum gleðilegra jóla og
farsældar á komandi ári með
þökk fyrir viðskiptin á liðnum
árum.
Kringlunni & Hamraborg
568 4900 552 3636
Glæsibæ – Sími 562 5110
Opið frá 10-18 í dag og 10-12 á gamlársdag
Útsalan hafin
Allt að 70% afsláttur.
Sissa Tískuhús óskar landsmönnum gleðilegs
árs og þakkar fyrir það liðna.
25% afsláttur af túnfisksteikum
Goðarvogi 44 • Sími 588 8686
Glæný línuýsa
Ný lúða
Hrogn og lifur
Stór humar
Hörpuskel
Rækjur
Nýlagað sushi frá Maru
BRAUTSKRÁNING nemenda á
haustönn í Iðnskólanum í Hafnar-
firði fór fram í skólahúsinu 18.
desember sl. Brautskráðir voru 35
nemendur. 30 luku burtfararprófi
í löggiltum iðngreinum, þar af 1
sem lauk jafnframt burtfararprófi
í tækniteiknun, einnig luku prófi 5
nemendur til viðbótar námi í
tækniteiknun.
Verðlaun frá Samtökum iðn-
aðarins komu í hlut Daníels Bald-
urssonar fyrir hæsta burtfarar-
próf iðnnáms og Önnu Maríu
Snorradóttur sem fékk hæsta próf
tækniteiknara. Svo skemmtilega
vildi til að eini eftirlifandi af
fyrstu nemendum skólans sem hóf
nám við stofnun hans 11. nóvem-
ber 1928, Kristinn Guðjónsson, er
afi Önnu Maríu og var hann við-
staddur skólaslitin og kom með
henni til að taka við viðurkenning-
unni.
Einnig fékk Tinna Dögg Ragn-
arsdóttir viðurkenningu fyrir best-
an árangur á burtfararprófi í hár-
snyrtingu. Hennar verðlaun voru
gjöf frá ISON heildverslun. Gunn-
ar Guðmundsson skólameistari
þakkaði nemendum og kennurum
fyrir sýninguna „Má ég opna“ í
Hafnarborg, en þar sýna nem-
endur verk sín sem eru jólagjafir
til þjóðþekktra Íslendinga, og
einnig fyrir að aðstoða við að gera
upp bíl Jóhannesar J. Reykdals,
Ford árgerð 1930. Sá bíll stendur í
anddyri Hafnarborgar fyrir fram-
an sýningu nemenda vegna sýn-
ingar í tilefni 100 ára afmælis raf-
magns á Íslandi.
Iðnskólinn í Hafnarfirði brautskráir 35
Anna María Snorradóttir ásamt afa
sínum Kristni Guðjónssyni sem var
viðstaddur útskrift hennar en
Kristinn var einn af fyrstu nem-
endum skólans sem hófu nám við
stofnun hans, 11. nóvember 1928.
BÓKABÚÐIN Iða við Lækjargötu í
Reykjavík og Bóksala stúdenta taka
við öllum skilabókum sem enn eru í
söluumbúðum, innheimta ekkert
skilagjald og ekki er sérstakur skila-
frestur á bókum. Inneignarnótur
vegna skilabóka gilda við kaup á öll-
um vörum í verslununum. Þetta virð-
ist vera reglan varðandi skilabækur
en skilagjald Pennans-Eymundsson-
ar er undantekningin.
Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eig-
andi Iðu, segir að viðskiptavinir hafi
verið mjög ánægðir með að ekki sé
skilagjald á bókum, hvort sem þær
eru keyptar annars staðar eða ekki og
að inneignarnótan skuli ekki renna út.
Hjá Pennanum-Eymundssyni er 250
króna skilagjald á bókum sem keypt-
ar eru annars staðar. Ekkert skila-
gjald er þó innheimt af bókum sem
kosta minna en 1.500 krónur. Í sam-
tali við Morgunblaðið í gær benti
framkvæmdastjóri verslunarsviðs
Pennans á að fyrirtækið yrði fyrir
ýmsum kostnað vegna skilabóka. „Við
berum sama kostnað en við teljum
þetta vera sjálfsagða þjónustu við
okkar viðskiptavini,“ segir Arndís.
Inneignarnótur vegna skilabóka gilda
í bóka-, ritfanga- og gjafavöruversl-
uninni á 1. hæð. Aðspurð segir Arndís
að yfirleitt skipti fólk bók fyrir bók.
Undarleg rök fyrir skilagjaldi
Ekki er heldur tekið skilagjald í
Bóksölu stúdenta. Kristín Gísladóttir,
innkaupastjóri íslenskra bóka hjá
Bóksölunni, segir að það sé sjálfsögð
þjónusta að taka við skilabókum og
segist ekki skilja rökin fyrir skila-
gjaldi. Engin áform séu um að taka
slíkt upp hjá Bóksölunni. Það kosti
ekkert meira fyrir Bóksölu stúdenta
að skila bókum sem keyptar voru
annars staðar og þá megi væntanlega
búast við að mörgum bókum sem
keyptar voru þar verði skilað í öðrum
bókabúðum. Það tilheyri rekstri
bókabúða að taka við skilabókum og
það sé gert allt árið um kring, ekki
bara eftir jól.
Inneignarnóta fæst fyrir skilabók
og er hægt að nota hana til að kaupa
hvað sem er í bókabúðinni. Enginn
sérstakur skilafrestur er á bókum svo
lengi sem forlagið tekur við henni.
Inneignarnótan gildir í eitt ár.
Margar bókabúðir
taka ekki skilagjald
ATVINNA mbl.is