Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 355. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Skugginn lýsir skammdegið Kristján Eggertsson gerir það gott hjá Dönum | Menning Viðskipti | Umboðsskrifstofa í útrás  Actavis fyrst á markað með nýtt samheitalyf Úr verinu | Surimimarkaðurinn að verða mettaður Íþróttir | Valið vekur góðar minningar hjá Arnóri MIKLIR fagnaðarfundir urðu þegar finnski drengurinn Hannes Berg- ström, sem fannst einn og yfirgef- inn á götu í Phuket eftir hamfar- irnar í Asíu á sunnudag, hitti föður sinn að nýju í gær á sjúkrahúsi á eyjunni. Hannes, sem er tæplega tveggja ára gamall, virtist raunar undrandi á hamaganginum en faðir hans, Marko Kärkkäinen, gat hins vegar ekki haldið aftur af gleðitár- unum. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær náði frændi Hann- esar í hann á sjúkrahús í Phuket eftir að hafa séð frásögn af drengnum og mynd af honum á vefsíðu blaðsins Phuket Gazette. Var Hannes síðan fluttur á sjúkra- hús til föður síns, annars staðar á Phuket-eyju, í gær. Herma fréttir að taílensk prinsessa hafi greitt þann kostnað sem féll til er þyrla flaug með Hannes á fund föður síns. Kärkkäinen sagðist hafa heyrt af því að taílensk prinsessa hefði bjargað syni hans. „Ég hef komið til Taílands sjö sinnum og þessi heimsókn hefur einfaldlega staðfest það sem ég vissi fyrir um íbúa Taí- lands; hversu gjafmildir þeir eru og hjartagóðir,“ sagði hann hrærður. Það varpaði þó miklum skugga á endurfundi feðganna í gær að móð- ir Hannesar, Suzanne Bergström, er í hópi þeirra sem saknað er. AP Hannes Bergström í fangi föður síns. Fagnað- arfundir í Phuket HJÁLPARGÖGN voru tekin að berast til hamfarasvæðanna í Suð- ur-Asíu í gær en öruggt þykir að neyðaraðstoð vegna hörmunganna, sem nú er vitað að kostuðu 80.789 manns lífið, verður sú umfangs- mesta í sögunni. Fréttir eru loks farnar að berast frá svæðum vest- arlega á eyjunni Súmötru sem næst eru upptökum jarðskjálftans sem varð á sunnudag og olli því að öflugar flóðbylgjur gengu á land í mörgum löndum við Indlandshaf með hörmulegum afleiðingum. Hefur orðið gífurleg eyðilegging í vestasta og afskekktasta hluta Indónesíu. Fréttamenn sem flugu yfir sögðu raunar að sums staðar væru fá merki um líf. Peter Rees, embættismaður Rauða krossins, sagði að það myndi ekki koma sér á óvart ef tala látinna færi yfir 100.000. Vöruðu erindrekar Rauða krossins við því að 30 þúsund manns kynnu að hafa farist á indversku eyjaklösunum Andaman og Nicobar en erfiðlega hefur gengið að fá fréttir þaðan. Manntjón varð mest í Indónesíu, raunar fórust 45.268 í Aceh einu og sér, en Aceh er vestast í Indónesíu. Hafa heitið 15 milljörðum Auðugustu ríki heims hafa heitið samanlagt meira en 250 milljónum dollara, um 15 milljörðum ísl. króna, til neyðaraðstoðar. Samein- uðu þjóðirnar hafa boðað ríkjaráð- stefnu vegna hamfaranna 6. janúar nk. og sagðist Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ, vona að þar létu þjóðir heimsins fé af hendi rakna. George W. Bush Bandaríkjafor- seti tilkynnti í gær að Bandaríkin, Indland, Ástralía og Japan hefðu myndað bandalag um að skipu- leggja hjálpar- og uppbyggingar- starf á hamfarasvæðunum. Hann varði jafnframt framlög Banda- ríkjastjórnar til neyðaraðstoðar- innar en upphaflega tilkynntu bandarísk stjórnvöld að þau hygð- ust láta 15 milljónir Bandaríkja- dala af hendi rakna. Tuttugu milljónum dollara hefur nú verið bætt við þá upphæð og Bush sagði í gær ósanngjarnt að tala um að auðugari ríki heimsins hefðu sýnt „nísku“ í þessum efn- um. Hjálpargögn tekin að berast á hamfarasvæðin  Tala látinna komin í 80.789  Heildarmanntjón gæti farið vel yfir 100.000  Þjóðir heimsins heita fé til neyðaraðstoðar Reuters Íbúar í Cuddalore, 180 km suður af Madras á Indlandi, hópuðust að flutningabílum hjálparstofnana sem í gær voru að dreifa mat og fatnaði til þeirra sem eiga um sárt að binda af völdum náttúruhamfaranna á sunnudag.  Sjá bls. 6, 14–15, 30–31 ÞAÐ hefur vakið nokkra furðu á Sri Lanka, að ekki er að sjá, að villt dýr á hamfarasvæðunum þar í landi hafi orðið flóðbylgjunni að bráð. Túlka margir það þannig, að þau hafi skynjað hættuna í tíma og forðað sér. Þyrla flaug yfir Yala-þjóðgarðinn á austurströnd Sri Lanka í gær og var hvergi að sjá dauða skepnu þótt flóðið hefði upprætt skóginn næst ströndinni. Mikið var þar hins vegar af sprelllifandi fílum, bufflum og alls konar hjartardýrum. „Þetta sýnir kannski það, sem sagt er, að dýrin búi yfir sjötta skilningarvitinu,“ sagði Gehan de Silva Wijeeyeratne en hann rak hótel í þjóðgarðinum. Er það nú rústir einar. Skynjuðu dýrin hættuna? Yala-þjóðgarðinum. AP Viðskipti, Úr verinu og Íþróttir MARK Viravan, vararæð- ismaður Íslands í Taílandi, heimsótti hamfaraslóðir á Phuket-eyju í gær. Hann fór m.a. á sjúkrahús þar sem dvelja 4–5 þúsund manns og fullvissaði sig um að þar væru engir Íslendingar. Viravan heimsótti einnig Phang-Nga-svæðið á megin- landinu, sem varð verst úti, og telur að mun fleiri hafi farist þar en taílensk stjórn- völd hafa áætlað opinberlega. Þota Loftleiða Icelandic lenti í gær á Phuket-eyju. Flutti vélin m.a. níu tonn af vatni og teppi til hjálpar- starfsins. Áætlað var að hún flygi með 200 sænska ferða- menn í nótt til Stokkhólms. Vísbendingar þykja komn- ar fram um að fimm Íslend- ingar sem leitað hefur verið að í Taílandi séu ekki í hættu. Utanríkisráðuneytið mun þó ekki taka fólkið af lista yfir týnda, né heldur fimm manna fjölskyldu sem talið er að hafi farið til Balí, fyrr en náðst hefur samband við fólkið. Friðrik Árnason prent- smiður og fjölskylda eru enn ásamt fleiri Íslendingum á Phuket-eyju. Þau voru ekki farin á ströndina morguninn sem flóðið kom og kann það að hafa orðið þeim til bjarg- ar. Vísbendingar hafa komið fram um að Íslendingar sem leitað hefur verið að séu úr hættu Morgunblaðið/Sverrir Friðrik Árnason og kona hans Díana Lanthom ásamt syni sínum Tómasi Pálma Friðrikssyni virða fyrir sér staðinn á Patong-ströndinni þar sem þau voru vön að liggja í sólbaði. Engir Íslendingar á sjúkrahúsum í Phuket
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.