Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
TALA látinna eftir náttúruhamfar-
irnar í Asíu á sunnudag var í gær
komin yfir 80 þúsund og segja emb-
ættismenn í löndum við Indlandshaf
að hin raunverulega tala sé vafalaust
mun hærri, yfir 100.000. Að auki er
ljóst að yfir hálf milljón hefur slas-
ast, sumir illa, og vaxandi hætta er á
sjúkdómum vegna óhreins drykkjar-
vatns. „Við erum að fást við náttúru-
hamfarir sem eru svo umfangsmikl-
ar að þær eiga sér ekki fordæmi,“
sagði Simon Missiri, yfirmaður sam-
starfs Alþjóða Rauða krossins og
Rauða hálfmánans í Kyrrahafshluta
Asíu. „Manntjónið er ægilegt.“
Enn berast samt sem áður fregnir
af giftusamlegri björgun. Fílatemj-
ari á Phuket-eyju í Taílandi greip til
þess ráðs að koma hópi barna fyrir á
baki fíls og láta dýrið skokka með
þau frá ströndinni áður en flóðbylgj-
an skall á staðnum.
Talsmaður stjórnar Indónesíu
sagði að ljóst væri að minnst 45 þús-
und manns hefðu farist þar í landi, að
minnsta kosti 22.500 manns létu lífið
á Sri Lanka og nærri 11 þúsund á
Indlandi. Um 5.000 manns er saknað
í Taílandi, þar af er staðfest að um
1800 eru látnir, flestir þeirra erlend-
ir ferðamenn. Fjöldi flugvéla með
hjálpargögn lenti í gær í löndunum
þar sem þörfin er mest aðkallandi, á
Sri Lanka og í Indónesíu, en Ind-
verjar sögðust hins vegar ekki þurfa
erlenda aðstoð.
Sendifulltrúi Alþjóða Rauða
krossins, Peter Rees, sagði í gær að
tala látinna í löndunum öllum gæti
farið yfir 100 þúsund þegar búið væri
að kanna ástandið á litlum, afskekkt-
um eyjum í Indlandshafi. Óttast er
að tugir þúsunda manna hafi farist á
Andaman- og Nicobareyjum sem til-
heyra Indlandi.
Mesta manntjónið varð í Indónes-
íu. „Skemmdirnar eru gríðarlega
umfangsmiklar,“ sagði Endang Suw-
arya, hershöfðingi í Aceh-héraði.
„Um 75% vesturstrandarinnar eru
rústir einar og á sumum stöðum er
eyðileggingin alger. Þetta fólk er
einangrað og við munum reyna að
veita því hjálp,“ sagði hann.
Svæðið í kringum hafnarborgina
Meulaboh, þar sem búa um 40.000
manns, varð verst úti af völdum jarð-
skjálftans og flóðbylgjunnar í kjöl-
farið á sunnudag.
Fréttamenn flugu yfir vestur-
strönd Súmötru í gær og sáu hvar-
vetna þorp sem voru þakin aur eftir
flóðið. Lítið lífsmark sást, aðeins
nokkrir þorpsbúar sem leituðu að
mat í brakinu.
Fundu 3.000 á lífi í Ampara
Bílar og flutningavélar flytja nú
mat, vatnshreinsitæki, drykkjarvatn
og sjúkragögn til hjálparmiðstöðva á
Sri Lanka en í stöðvunum dvelst nú
um ein milljón manna eftir flóðið
sem skall á suður- og austurströnd
landsins. Um 3.000 manns í af-
skekktu héraði, Ampara, sem óttast
var að hefðu farist, fundust í gær,
heilir á húfi, er vél flughersins flaug
yfir héraðið. Hefur þegar verið varp-
að hjálpargögnum úr lofti til fólks-
ins.
Fregnir hafa borist af því að sum-
um hjálparsendingum, sem áttu að
berast fórnarlömbunum, hafi verið
rænt. Einnig var skýrt frá umfangs-
miklum þjófnaði í ferðamannabæj-
um á flóðasvæðinu í Taílandi.
Opinberir starfsmenn á Sri Lanka
segja að enn sé verið að draga lík
upp úr braki, ám og lónum. Ljóst er
að yfir 800 farþegar fórust þegar
flóðbylgjan skall á járnbrautarlest
við smáþorpið Hikkaduwa og var
enn verið að finna lík í brakinu í gær.
Lestin var á leið frá höfuðstaðnum
Colombo til hafnarborgarinnar Galle
í suðurhluta landsins. Ekki er alveg
ljóst hve margir voru í lestinni, sem
nefndist Drottning hafsins, en seldir
voru um 1.000 miðar. Hinir látnu
voru grafnir í fjöldagröf við braut-
arteinana. „Við gátum ekki gert ann-
að,“ sagði búddamunkur á staðnum.
„Líkin voru farin að rotna.“
Yfir 1.000 Þjóðverja saknað
Ljóst er að minnst 26 Þjóðverjar
fórust og um 1.000 er saknað eftir
hamfarirnar, að því er Gerhard
Schröder, kanslari Þýskalands,
skýrði frá í gær. Schröder bætti við
að líklega hefðu nokkur hundruð
Þjóðverjar farist af völdum hamfar-
anna. Þýskar ferðaskrifstofur hafa
greint frá því að um 380 Þjóðverja
sem staddir voru í Phuket og Khao
Lak í Taílandi væri saknað.
Schröder sagði að hann myndi
leggja til við auðugar þjóðir sem til-
heyra hinum svonefnda Parísar-
klúbbi bjóði tveim fátækum ríkjum,
Indónesíu og Sómalíu, að fresta
greiðslu erlendra lána svo þau geti
látið meira fé renna til neyðaraðstoð-
ar og uppbyggingar.
Lítil efnahagsáhrif
Eignatjónið við Indlandshaf nem-
ur milljörðum dollara en áhrifin á
efnahagslífið í löndunum virðast ekki
ætla að verða mikil. Í Taílandi er tal-
ið að hagvöxtur muni aðeins minnka
um 0,1–0,3% vegna hamfaranna. Þar
er ferðaþjónusta mikilvægasta
tekjulindin og voru yfirvöld sökuð
um að hafa sleppt því að vara við
hugsanlegri flóðbylgju af ótta við að
ferðamenn myndu þá hika við að fara
til landsins. Ríkisstjórnin hefur nú
fyrirskipað rannsókn á málinu.
Flest innlendu fórnarlömbin við
Indlandshaf voru fátæklingar sem
eru meira eða minna á jaðri sam-
félagsins, hafa lítil áhrif á hagtölur
og tryggja ekki eigur sínar. Geng-
isvísitalan hækkaði á mörkuðum í
Indónesíu eftir að ógæfan reið yfir
og hefur sjaldan verið hærri. Mun
ástæðan vera að ljóst þyki að trygg-
ingafélög hafi ekki orðið fyrir mikl-
um skelli. Einnig rauk gengi í bygg-
ingafyrirtækjum og sementsverk-
smiðjum upp.
Talið líklegt að meira
en 100.000 hafi farist
Vesturströnd Súmötru rústir einar Hátt í þúsund fórust með
lestinni á Sri Lanka Fílatemjari bjargaði hópi barna í Phuket
Banda Aceh, Colombo. AP, AFP.
Reuters
Tvær konur í Banda Aceh í Indónesíu gráta og bíða eftir að fá meðhöndlun á herspítala í gær. Tugir þúsunda
manna fórust í hamförunum í Aceh-héraði sem er á Súmötru. Blóðug átök hafa verið síðustu árin í Aceh.
BJÖRGUN hinnar þriggja vikna
gömlu S. Tulasi þykir ganga
kraftaverki næst. Flóðbylgjan á
sunnudag hreif barnið frá foreldr-
unum sem voru við vinnu sína á
veitingastað á eynni Penang í Mal-
asíu. Tulasi fannst á lífi í fyrradag
á fljótandi dýnu og mun ekki hafa
slasast.
Fleiri komust af með ótrúlegum
hætti. Meghna Rajshekhar, 13 ára
stúlka, flaut á hurð í tvo daga eftir
að flóðbylgjan hafði lent á heimili
hennar á indversku eynni Car
Nicobar og síðan hrifið hana, fjöl-
skyldu hennar og marga aðra með
sér út í sjó.
Indverska dagblaðið Hindustan
Times sagði, að Meghna hefði 11
sinnum hrópað og reynt að vekja
athygli á sér þegar þyrlur flugu
yfir án þess að það bæri árangur.
Kvaðst hún alltaf hafa vitað í
hvaða átt landið var og að lokum
hefði sjórinn skilað henni upp á
ströndina.
Foreldrar Meghnu fórust ásamt
þúsundum annarra í Andaman- og
Nicobar-eyjaklösunum, sem eru
alls 572 eyjar og er Car Nicobar
ein þeirra.
AP
Malasíukonan Annal Mary, móðir
hinnar liðlega 20 daga gömlu S.
Tulasi, kyssir barnið sitt í gær.
Sorg en
líka nokkur
kraftaverk
!"#$
%
! " #
$
%
& '
(% ) $
&#*
&
'
(")
#
*
$
+ , ! -./0 *
$
#!
1
'$
$
+ 2
3 +
*
* 4 $
* (
+
5
#
%
,* ( + $
+ %
$
6
! "#"$%!&$
&
,**
5
$
, *
*(
&
-*
(
$ $
+ *
.
* /
+ ,
$, (
$
#/- %0/123453 /#4-67%(81
-67%(81 / JARÐSKJÁLFTAR, skriðuföll og
flóðbylgjur hafa valdið dauða og
eyðileggingu svo lengi sem sögur
kunna frá að greina. Átti sá mann-
skæðasti sér stað í Shensi-héraði í
Kína árið 1556 en talið er, að hann
hafi valdið dauða 830.000 manna.
Annar mannskæðasti skjálftinn
er líklega Antíokkíu-skjálftinn í
Sýrlandi árið 526, sem varð um
300.000 manns að bana, og sá
þriðji mannskæðasti varð í borg-
inni Tangshan í Kína 1976. Þá fór-
ust um 250.000 manns.
Í Mikla Kanto-jarðskjálftanum
árið 1923, sem átti upptök sín rétt
við Tókýó í Japan, fórust 142.800
manns og skjálftinn mikli í Lissa-
bon í Portúgal 1755 olli dauða um
100.000 manna, þar, annars staðar
í landinu og í Marokkó. Fylgdi
honum gífurleg flóðbylgja og síð-
an eldar, sem brunnu í marga
daga. Í Messína á Ítalíu fórust allt
að 100.000 manns 1908.
Um 66.000 manns fórust í
skriðuföllum af völdum jarð-
skjálfta í Perú 1970. Um 40.000
týndu lífi í miklum jarðhræringum
í héraðinu Gilan í Íran 1990 og fyr-
ir réttu ári hrundi íranska borgin
Bam til grunna. Fórust þá að
minnsta kosti 26.000 manns.
Jarðskjálftinn í Armeníu 1988
kostaði 25.000 manns lífið og
20.000 manns fórust í Gujarat-
héraði á Indlandi 2001.
Í jarðskjálfta í Tyrklandi 1999
fórust um 17.000 manns og í
Mexíkóborg 1985 og í Managva í
Níkaragva 1972 10.000 manns í
hvorri borg.
Tölur yfir mannfall í öðrum
skjálftum á síðustu öld og það,
sem af er þessari, eru lægri en
nefna má, að jarðskjálftinn í Kobe
í Japan 1995 kostaði 6.430 manns
lífið.
Hér hefur aðeins verið stiklað á
stóru og nefna má, að í tveimur
skjálftum í Kína á síðustu öld,
1920 og 1927, fórust samtals
400.000 manns.
Í öflugasta jarðskjálfta, sem vit-
að er um, sem var 9,5 á Richter-
kvarða og átti sér stað í Alaska
1964, fórust aðeins rúmlega 100
manns og í jarðskjálftanum fræga
í San Francisco 1906 var mann-
tjónið um 3.000.
Mannskæðustu jarðskjálftarnir