Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
UM 30 manns fórust þegar hús, sem
talið var aðsetur íraskra uppreisnar-
manna, var sprengt upp í Bagdad í
gær. Meðal hinna látnu eru að
minnsta kosti sex lögreglumenn en
líklegt þykir, að þeir hafi verið ginnt-
ir á staðinn.
Húsið var sprengt upp þegar lög-
reglumennirnir voru komnir inn í
það og svo öflug var sprengingin, að
sex nærliggjandi hús hrundu til
grunna. Segir talsmaður lögreglunn-
ar, að húsið hafi augljóslega verið
sprengjugildra og líklega hafi verið
notuð allt að 800 kg af sprengiefni.
Uppreisnarmenn í Mosul
sprengdu í gær nokkrar sprengjur
og kom þar til átaka við bandaríska
hermenn sem felldu minnst 25 menn.
Í fyrradag féllu 54 Írakar í árásum
uppreisnarmanna, aðallega lög-
reglumenn og þjóðvarðliðar.
Talsmenn Íraksstjórnar segja, að
skæruliðar, sem eru flestir súnnítar,
reyni að koma af stað átökum milli
súnníta og sjíta, sem eru um 60%
landsmanna og vonast til, að kosn-
ingarnar í næsta mánuði muni færa
þeim völdin í hendur. Hafa þeir lengi
verið kúgaðir af minnihluta súnníta.
AP
Rústir hússins, sem sprengt var í Bagdad í gær. Um 30 manns létust í því og nærliggjandi húsum.
Leiddir í sprengjugildru
Bagdad. AP, AFP.
55 ára bandarísk kona, sem gekk
með þríbura fyrir dóttur sína, varð
léttari á þriðjudag. Voru börnin
þrjú, tveir drengir og ein stúlka,
tekin með keisaraskurði á sjúkra-
húsi í Richmond í Virginíu.
Konan, sem heitir Tina Cade og
er deildarstjóri hjá Richmond-
háskóla, gekk með börnin fyrir
elstu dóttur sína, sem þjáist af sjúk-
dómi sem gerir barneignir ill-
mögulegar.
Dóttirin, Camille Hammond, og
Jason eiginmaður hennar, sem
bæði eru læknar við John Hopkins-
sjúkrahúsið í Baltimore, höfðu
reynt í fjögur ár að eignast barn.
Cade fékk hugmyndina um að
ganga með barn þeirra og hóf
hormónameðferð sl. vetur, en hún
var komin úr barneign. Nokkrum
mánuðum síðar var þremur fóst-
urvísum komið fyrir í legi hennar.
Ekki var von á börnunum fyrr en
í febrúar en læknar ákváðu að gera
keisaraskurð á Cade vegna þess að
þeir höfðu áhyggjur af því að
hjarta hennar þyldi ekki meðgöng-
una. Einnig þjáðist hún af miklum
bólgum.
Börnin eru á gjörgæsludeild. Þau
vógu 7–9 merkur við fæðinguna.
Camille Hammond sagðist hafa
verið yfir sig glöð þegar hún sá
börnin. „Orðin þrjú sem lýsa til-
finningum mínum eru: Guð er góð-
ur,“ sagði hún.
Samkvæmt upplýsingum frá
bandarískum heilbrigðisyfir-
völdum eignuðust fjórar konur á
aldrinum 50–54 ára þríbura í
Bandaríkjunum árið 2002. Ekki
fengust upplýsingar um barneignir
kvenna sem eru 55 ára eða eldri.
AP
Camille Hammond (fyrir miðju) með eiginmanni sínum, Jason, eftir að móð-
ir hennar ól þeim þríbura. Foreldrarnir eru báðir læknar í Baltimore.
55 ára gömul
kona ól þríbura
fyrir dótturina
Richmond. AP.
NOTI ung börn leikföng sem kenna
þeim ákveðna færni geta áhrifin
orðið varanleg og gert þau snjallari
en ella á fullorðinsárum, að sögn
fréttavefjar BBC. Vitnað er í rann-
sóknir sem vísindamenn við Stan-
ford-háskóla í Kaliforníu hafa gert á
námsgáfum hjá uglum. Hefur komið
í ljós að þær muna það sem þær hafa
lært mjög ungar og geta notfært sér
slíka kunnáttu síðar.
Niðurstöðurnar eru birtar á vef-
síðu vísindatímaritsins Nature
Neuroscience. Margir foreldrar
gefa ungum börnum sínum þroska-
leikföng sem talin eru ýta undir ým-
iss konar færni, til dæmis læra þau
að greina á milli ólíkra forma og lita.
Prófessor Eric Knudsen, sem stjórn-
aði rannsókninni, segir að ákveðnar
heilastöðvar verði virkari ef þær fái
örvun í æsku. Þótt genaforritin stýri
miklu um uppbyggingu heila og
tauga geti börn á vissu þroskastigi
auðveldlega brugðist við ýmsum
ábendingum frá umhverfinu.
Taugafrumurnar noti tækifærið
til að byggja upp tengingar sem nýt-
ist síðar og gott sé að börnin fái leik-
föng sem gefi frá sér hljóð og hægt
sé að sveigja. Einnig sé gott að barn-
ið þurfi að pota í leikfangið eða
kreista það til að fá svörun.
„Leikföng hvetja [börnin] og ýta
undir að þau læri. Mikilvægt er að
leika við þau meðan heilinn er mjög
ómótaður vegna þess að honum lík-
ar vel að gera eitthvað sem hann
getur lært af,“ segir Knudsen.
Varanlegt
gagn að
leikföngum
RAMSEY Clark, sem var
dómsmálaráðherra Banda-
ríkjanna í forsetatíð Lyndons
B. Johnsons,
hefur bæst í
hóp þeirra
lögfræðinga,
sem munu
verja Saddam
Hussein, fyrr-
verandi
Íraksforseta,
í væntanleg-
um réttar-
höldum yfir honum á næsta
ári.
Clark, sem kom í fyrradag
til Jórdaníu, þar sem verj-
endur Saddams hafa aðsetur,
hefur getið sér orð sem
vinstrisinnaður lögfræðingur
og harður andstæðingur ut-
anríkisstefnu Bandaríkjanna.
Sótti hann Saddam heim í
Bagdad í febrúar 2003, rétt
fyrir innrásina, og hann hefur
líka komið að vörn Slobodans
Milosevic, fyrrverandi forseta
Júgóslavíu, en hann svarar nú
til saka fyrir stríðsglæpi hjá
Alþjóðasakamáladómstólnum
í Haag.
Clark segir að Bandaríkja-
menn eða hernámsyfirvöldin í
Írak hafi skipað dómstólinn,
sem eigi að dæma Saddam,
og því sé hann ólöglegur.
Ramsey
Clark ver
Saddam
Ramsey Clark
Amman. AFP.
HUNDRUÐ úkraínskra stjórnar-
andstæðinga sátu í gær um stjórnar-
ráðið í Kíev til að koma í veg fyrir að
Viktor Janúkovítsj forsætisráðherra
gæti haldið þar fund með stjórn sinni.
Talsmaður stjórnarinnar sagði að
hætt hefði verið við fundinn vegna
umsátursins. Viktor Jústsjenko, for-
setaefni stjórnarandstöðunnar, hvatti
stuðningsmenn sína til að sitja um
bygginguna eftir að Janúkovítsj neit-
aði að játa sig sigraðan í forsetakosn-
ingunum á sunnudaginn var. For-
sætisráðherrann kærði framkvæmd
kosninganna til hæstaréttar Úkraínu
og sakaði andstæðinga sína um kosn-
ingasvik.
Fréttaskýrendur töldu þó mjög
ólíklegt að dómstóllinn féllist á að
ógilda kosningarnar. Kosningastjóri
Janúkovítsj forsætisráðherra var á
sama máli. „Allt hefur verið ákveðið
fyrir fram, engar ákvarðanir verða
okkur í vil,“ sagði hann.
Jústsjenko virðist einnig viss um að
dómstóllinn staðfesti úrslit kosning-
anna og hann býr sig nú undir að taka
við forsetaembættinu. Hann ræddi í
fyrradag við helstu ráðgjafa sína um
forgangsverkefnin fyrstu hundrað
dagana eftir valdatökuna.
„Innganga í Evrópusambandið
verður meginmarkmið stjórnar minn-
ar,“ sagði hann en lagði þó áherslu á
að hún þyrfti einnig að reyna að
tryggja góð samskipti við stjórnvöld í
Rússlandi.
Setið um stjórnarráðið uns
ný stjórn verður mynduð
Júrí Lútsenko, þingmaður Sósíal-
istaflokksins, sem styður Jústsjenko,
sagði að mótmælendurnir við stjórn-
arráðið hefðu verið fullvissaðir um að
forsætisráðherrann myndi ekki reyna
að komast á skrifstofu sína í dag.
Um 1.000 stjórnarandstæðingar
tóku þátt í umsátrinu um stjórnarráð-
ið, héldu á appelsínugulum borðum
og fánum og kröfðust þess að for-
sætisráðherrann segði af sér.
„Janúkovítsj ætti að skammast sín
fyrir að ríghalda í völdin,“ sagði einn
mótmælendanna.
Lútsenko sagði að stjórnarand-
staðan hefði fengið upplýsingar um að
forsætisráðherrann hygðist halda
ríkisstjórnarfund utan höfuðborgar-
innar en ekki yrði reynt að hindra
hann. „Við höfum ekki í hyggju að
elta Janúkovítsj út um allt land,“
sagði hann.
Þing Úkraínu samþykkti tillögu
um vantraust á stjórn Janúkovítsj 1.
desember. Samkvæmt stjórnar-
skránni getur stjórnin starfað í allt að
tvo mánuði eftir atkvæðagreiðsluna.
Stjórnarandstaðan segir að forsætis-
ráðherrann hefði átt að afhenda for-
setanum afsagnarbeiðni en hann neit-
aði að gera það.
Einn mótmælendanna, félagi í
hreyfingu úkraínskra þjóðernissinna,
sagði að umsátrinu um stjórnarráðið
yrði haldið áfram þar til ný stjórn yrði
mynduð.
Janúkovítsj hóf störf að nýju sem
forsætisráðherra á þriðjudag eftir að
hafa verið í leyfi frá störfum vegna
forsetaframboðsins. Hann kvaðst
hafa lagt fram nær 5.000 kvartanir
vegna framkvæmdar kosninganna og
sagði að 4,8 milljónir manna hefðu
ekki getað kosið, aðallega aldrað eða
fatlað fólk. Munurinn á fylgi fram-
bjóðendanna tveggja var 2,3 milljónir
atkvæða.
Þing Úkraínu samþykkti reglur,
sem takmörkuðu rétt fólks til að kjósa
heima hjá sér, og voru þær settar til
að koma í veg fyrir að fólk gæti kosið
oftar en einu sinni. Stjórnlagadóm-
stóll landsins ógilti hins vegar regl-
urnar daginn fyrir kjördag og stuðn-
ingsmenn Janúkovítsj forsætisráð-
herra segja að margir, sem komust
ekki á kjörstað, hafi ekki vitað af þeim
úrskurði.
Vestrænir kosningaeftirlitsmenn
segjast ekki hafa orðið varir við nein
stórfelld svik. Rússneskir eftirlits-
menn gagnrýndu hins vegar skipu-
leggjendur kosninganna og vestrænu
eftirlitsmennina fyrir „skort á hlut-
lægni“.
Hindruðu ríkis-
stjórnarfund í Kíev
Jústsjenko býr sig
undir að taka við
forsetaembættinu
Kíev. AP, AFP.
AP
Stuðningsmenn Viktors Jústsjenkos, forsetaefnis stjórnarandstöðunnar í
Úkraínu, fyrir utan stjórnarráðið í höfuðborginni Kíev þar sem um þúsund
manns komu saman í gær til að hindra ríkisstjórnarfund Janúkovítsj.