Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ RagnheiðurMagndís Guðrún
Finnbogadóttir ljós-
móðir fæddist á Þið-
riksvöllum í Stranda-
sýslu 7. september
1915. Hún andaðist á
Heilbrigðisstofnun
Bolungarvíkur 19.
des. síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Finnbogi Jón Guð-
mundsson, f. 17. sept.
1884, d. 2. sept. 1948,
og Steinunn Magnús-
dóttir frá Hrófbergi í
Steingrímsfirði, f. 10.
júní 1883, d. 18. apríl 1938. Systkini
Guðrúnar: Bernódus, f. 1911, d.
1998, Sigurvin, f. 1918, d. 2001, Sig-
urgeir, f. 1922, d. 1993, Steinunn, f.
1924 og Magnús, f. 1927.
Guðrún giftist 14. júní 1941
Gunnlaugi Halldórssyni, sýsluskrif-
ara á Ísafirði, f. 28. nóv. 1906, d. 16.
júlí 1962. Börn þeirra: Steinunn
Finnborg, Ármann, Sigríður, Elísa-
bet María og Pétur Yngvi. Fyrri
kona Gunnlaugs var Anna Guðrún
Jónsdóttir, f. 1909, d. 1952 og eign-
uðust þau einn son, Halldór, f. 1930,
d. 1977, maki Sigrún Óskarsdóttir
og eiga þau sex börn og átta barna-
börn.
Afkomendur Guðrúnar og Gunn-
laugs eru: 1) Steinunn Finnborg
skrifstofumaður, f. 1939, maki Árni
Guðjónsson lögfræðingur, f. 1928,
d. 2003, börn: A) Sigríður, f. 1959,
fyrri maki Þorsteinn Pálsson, f.
1955, börn: a) Steinunn, f. 1977,
1966, börn: Sigurbjörn, f. 1994 og
Petra Ísold, f. 2000. C) Ingvar Örn,
f. 1973, maki Eyrún Rafnsdóttir, f.
1971, barn: Gunnlaugur Rafn, f.
2003. 4) Elísabet María leikskóla-
kennari, f. 1945, maki Finnbogi Jó-
hann Jónasson harðfiskframleið-
andi, f. 1940, börn: A) Gunnlaugur
Ármann, f. 1965. B) Guðrún Anna,
f. 1970, maki Steinar Ríkharðsson,
f. 1973, börn: Finnbogi, f. 1999 og
Ríkharður Ingi, f. 2003. C) Jónas
Hallur, f. 1971, barnsmóðir: Bettina
Kristiansen, f. 1977, barn: Grímur
Dion, f. 1997. D) Grímur Freyr, f.
1972. 5) Pétur Yngvi prentsmiður,
f. 1948, fyrri maki Helga Játvarð-
ardóttir, f. 1940, barn: A) Rósa, f.
1973, maki Eiríkur Sigurðsson, f.
1974, barn: Heimir Yngvi, f. 2004,
seinni maki Ágústína Guðmunds-
dóttir meinatæknir, f. 1945, barn:
B) Finnbogi Jökull, f. 1988.
Guðrún ólst upp í Bolungarvík.
Hóf nám 1935 í Ljósmæðraskóla Ís-
lands og lauk námi 30. sept. 1936.
Strax að loknu námi var hún skipuð
ljósmóðir í Bolungarvík. Fluttist til
Ísafjarðar 1941 og sinnti búi og
börnum auk þess að leysa ljósmæð-
ur á Ísafirði af 1941–1965. For-
stöðumaður Sjúkraskýlisins í Bol-
ungarvík og ljósmóðir þar
1965–1968; ljósmóðir á Sólvangi,
Hafnarfirði 1970–74. Forstöðumað-
ur Elliheimilis Ísafjarðar 1974–
1981. Formaður barnaverndar-
nefndar Ísafjarðar 1956–1960 og
formaður mæðrastyrksnefndar þar
um skeið. Hún starfaði í Kvenfélag-
inu Hlíf, með Leikfélagi Ísafjarðar
og Átthagafélagi Strandamanna.
Guðrún var félagi í Sósíalistafélagi
Ísafjarðar.
Guðrún verður jarðsungin frá
Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
maki Garðar Örn Ró-
bertsson, f. 1977, börn:
Þorsteinn Orri 1998 og
Þórunn Harpa 2002. b)
Guðjón Örn, f. 1979,
maki Drífa Gunn-
björnsdóttir, f. 1979,
barn: Árni Páll, f.
2004. c) Anna, f. 1989,
seinni maki Sigríðar
Ari Gunnarsson, f.
1963, börn: d) Þórey
Björk, f. 1996 og e)
Guðrún Gígja, f. 1998.
B) Elísabet, f. 1960,
fyrrverandi maki Ás-
geir Vilhjálmsson, f.
1957, börn: Árni Stefán, f. 1982,
Rebekka Dagmar, f. 1986 og Vil-
hjálmur, f. 1988. C) Guðjón, f. 1964,
maki Sólveig Pétursdóttir, f. 1965,
börn: Hulda, f. 1985, Árni, f. 1988,
Ingi Freyr, f. 1991 og Þórey, f.
1996. D) Árdís Gunnur, f. 1966,
barnsfaðir: Einar Sverrir Einars-
son, f. 1944: a) Einar Ágúst, f. 1984,
maki Árdísar Stefán Jóhann Bald-
vinsson, f. 1953, börn: b) Atli Steinn,
f. 1988 og Sigurður Árni, f. 1993. E)
Halldór, f. 1970. 2) Ármann bifvéla-
virki, f. 1942, maki Katrín Eyjólfs-
dóttir skrifstofumaður, f. 1943,
börn: Eyjólfur, f. 1965 og Ragnheið-
ur Jóna, f. 1969, maki Trond Are
Schelander, f. 1973, börn: Ármann,
f. 1998 og Knut Egil, f. 2000. 3) Sig-
ríður skrifstofumaður, f. 1943,
maki Sigurbjörn Bjarnason bif-
reiðasmiður, f. 1942, börn: A) Gunn-
laugur, f. 1963, d. 1996. B) Bjarni, f.
1966, maki Sóley Jakobsdóttir, f.
Stormur og snjókoma.
Norðanbálið nístir í gegnum merg
og bein. Ung kona með stóra tösku á
bakinu brýst áfram í óveðrinu. Rúm-
lega tvítug ljósmóðir í Bolungarvík
vestur.
Sumar sem vetur gengur hún í hús-
in í þorpinu og tekur á móti börnum.
Svo er hún líka kölluð til ef eitthvað
annað bjátar á.
Þessi stúlka er hún mamma okkar.
Við munum eftir ljósmóðurtöskunni –
dýrgrip sem lendir síðar suður í Afr-
íku. Auðvitað lætur hún töskuna af
hendi þegar á þarf að halda.
Það er hennar stíll.
Ungur maður á Ísafirði rennir hýru
auga til léttfættu ljósmóðurinnar í
Víkinni og áður en við er litið hafa þau
sett saman bú og börnin koma hvert
af öðru.
Hún stendur við eldavélina, hellir
upp á könnuna, brosir að sprellinu í
pabba.
Þau eru svo oft skemmtileg,
mamma og pabbi.
Pabbi veikur.
Við vitum minnst um það litlar
manneskjur.
Það vantar hjúkrunarfólk á spítal-
ann en mamma – með yngsta soninn í
fanginu segir við lækninn:
„Ég get komið og hjúkrað honum.“
Pabbi fær pláss á spítalanum og við
krakkarnir hjá fólkinu okkar.
Það eru nokkrir dagar til jóla.
Við rúmgaflinn eru pressuð pils og
peysur til að vera í á litlu jólunum.
Mamma hefur vakað alla nóttina til
að ljúka við fötin á litlu stelpurnar.
Glaði góði pabbi okkar er dáinn.
Mamma missir manninn sinn, hún
grætur ekki. Sárið blæðir inn.
Hennar kynslóð ber harm sinn í
hljóði.
Og samt er hún svo viðkvæm, hún
mamma.
Fjörutíu og átta ára orðin ekkja.
Lætur ekki deigan síga.
Ræður sig í vinnu út í Bolungarvík.
Vinnur sem forstöðukona og ljós-
móðir.
Fer fræga ferð til sængurkonu á
vélsleða milli Ísafjarðar og Bolungar-
víkur.
Ein af fyrstu ferðunum sem farin
er á þvílíku tæki á Vestfjörðum.
Í minnum er hafður útbúnaðurinn
á frúnni þegar hún var bundin á sleð-
ann.
Árin líða, mamma flytur suður um
tíma og vinnur á ýmsum stöðum.
En römm er sú taug – stendur ein-
hvers staðar og á áttunda áratugun-
um er hún aftur komin vestur. Nú
sem forstöðukona Elliheimilisins á
Ísafirði og þar lætur hún hendur
standa fram úr ermum í endurbótum.
Skellir sér í málningargalla, lagar til á
lóðinni, gerir það sem gera þarf eins
og henni einni er lagið. Starfsdegi lýk-
ur snögglega þegar hún dettur í
hálku, hún brotnar illa og nær sér
aldrei eftir það.
Hugurinn er samt mikill og nú fara
kraftarnir í keramik og ýmiskonar
hannyrðir og málun. Hvort sem hún
er sunnan lands eða vestan er hún óð-
ar komin á námskeið.
Býr í íbúðinni sinni í Hamraborg í
Kópavogi um árabil og síðar í Reyni-
hvammi í Kópavogi þar sem hún býr
með yngsta syni sínum og tengda-
dóttur. En síðasti flutningur hennar
vestur á land er í mars 1992 þegar
hún flytur alfarin á Ísafjörð og kaupir
sé íbúð á Hlíf. Efri árin taka við og
eins og oft vill verða ríða áföll yfir fjöl-
skylduna. Það er henni þungt en
áfram stendur hún bein í baki.
Ellin sækir á og um síðir flytur hún
inn á Heilbrigðisstofnun Bolungar-
víkur, hún er komin á staðinn þar sem
hún undi forðum, full af starfsgleði og
þrótti. Og það er hugsað um hana af
sömu nærgætninni og alúðinni og hún
sýndi sjálf. Þar sofnar hún svefninum
langa hinn 19. desember sl. Við börn-
in hennar þökkum því frábæra fólki
sem hugsaði um hana.
Sérstakar kveðjur fyrir samveru á
aðventu til starfsfólksins á Heilbrigð-
isstofnun Bolungarvíkur með kærri
þökk.
Börnin.
Það er komið að leiðarlokum, mik-
ilhæf kona er gengin og margs er að
minnast. Guðrún Finnbogadóttir
tengdamóðir mín til yfir fjörutíu ára
var kjarnakona, vel gefin og fróð um
margt. Hún mundi tímana tvenna og
hafði ákveðnar skoðanir á lífinu og til-
verunni. Hún hafði stórt hjarta, sem
rúmaði mikla umhyggju og kærleika.
Hún þoldi ekki óréttlæti og bar hag
lítilmagnans sífellt fyrir brjósti og
gekk ótrauð fram fyrir skjöldu til
varnar og hjálpar skjólstæðingum
sínum. Hún var farsæl í starfi sínu
sem ljósmóðir og einnig í öðrum þeim
störfum sem hún gegndi, hvort sem
það var starf forstöðumanns á sjúkra-
GUÐRÚN
FINNBOGADÓTTIR
Elskuleg móðir okkar,
KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR
frá Þrasastöðum í Stíflu,
síðast til heimilis
á Ásvegi 15,
Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, þriðju-
daginn 28. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Börnin.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GYÐA KARLSDÓTTIR,
lést á Landspítala við Hringbraut mánudaginn
27. desember.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 5. janúar kl. 15.00.
Guðrún Þorvarðardóttir,
Helga Þorvarðardóttir,
Margrét Þorvarðardóttir,
Vilhelmína Þóra Þorvarðardóttir,
Þorvarður Karl Þorvarðarson
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR,
Brúarlandi,
Fellabæ,
lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað mánu-
daginn 27. desember.
Útför hennar fer fram frá Egilsstaðakirkju
mánudaginn 3. janúar kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir.
Brynjólfur Vignisson, Hanna Eiríksdóttir,
Sólveig Vignisdóttir, Einar Ólafsson,
Þóra V. Vignisdóttir, Guðmundur Þorgrímsson,
Gunnar F. Vignisson, Birna Jónasdóttir,
Vignir Elvar Vignisson, Björg Skúladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
MAGNÚS KRISTJÁNSSON,
Skipagötu 10,
Ísafirði,
lést á gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut
þriðjudaginn 28. desember.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardag-
inn 8. janúar kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hildur Jósefsdóttir,
Grétar Þór Magnússon, Jónína Þorkelsdóttir,
Edda Björk Magnúsdóttir, Steinþór Auðunn Ólafsson,
Hilmar Magnússon,
Árni Magnússon, Erna Fannbergsdóttir
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
HALLDÓRA G. MAGNÚSDÓTTIR,
Hávarðarkoti,
Þykkvabæ,
lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, þriðju-
daginn 28. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Gíslína Sigurbjartsdóttir, Hafsteinn Einarsson,
Hjördís Sigurbjartsdóttir, Páll Guðbrandsson,
Guðjón Ólafur Sigurbjartsson, Guðrún Barbara Tryggvadóttir.
Látinn er á Hrafnistu í Hafnarfirði
KRISTINN GUÐJÓNSSON
fyrrverandi skipstjóri
frá Sandgerði.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda,
Ragnheiður Magnúsdóttir.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ERLA HALLDÓRSDÓTTIR,
Hjallaseli 11,
Reykjavík,
lést á aðfangadag á gjörgæsludeild Landspítala í
Fossvogi.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, fimmtudaginn 30. desember, kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast Erlu er bent á félagið Alnæmisbörn, bankareikningur
1155-15-40733, kennitala 560404-3360.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gestur Gíslason,
Ragnar Gestsson,
Hildur Gestsdóttir, Oscar Aldred
og Unnur Aldred.