Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Su 2/1 kl 20, Fö 7/1 kl 20,
Fö 14/1 kl 20, Su 16/1 kl 20
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna
Jónssonar eftir vesturfarasögum
Böðvars Guðmundssonar
Aðalæfing fi 6/1 kl 20 - UPPSELT
Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT
Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT- UPPSELT
Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING - UPPSELT
Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT
Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT
Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT
Lau 22/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, Su 30/1 kl 20
LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI
NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 2/1 kl 14, Su 9/1 kl 14,Su 16/1 kl 14
Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Fö 14/1 kl 20, Fi 20/1 kl 20
AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR
eftir Ionesco - Í samstarfi við LA
Frumsýning í kvöld kl 20 - UPPSELT
Lau 8/1 kl 20, Su 9/1 kl 20
GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ
Áramótaglaðningur við allra hæfi
Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin
Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins
Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins
Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is
Þjóðleikhúsið sími 551 1200
• Stóra sviðið kl. 20:00
DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner
Í dag fim. 30/12 kl. 14:00 80. sýning uppselt, sun. 9/1 kl. 14:00,nokkur sæti laus,
sun 16/1 kl. 14:00.
EDITH PIAF – Sigurður Pálsson
Í kvöld fim. 30/12 uppselt, sun. 2/1 uppselt, lau. 8/1 uppselt,
sun. 9/1 örfá sæti laus, lau. 15/1 örfá sæti laus, lau. 22/1 örfá sæti laus,
ÖXIN OG JÖRÐIN – Ólafur Gunnarsson/leikgerð Hilmar Jónsson
3. sýn. mið. 5/1 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 6/1 örfá sæti laus,
5. sýn. fim. 13/1 örfá sæti laus.
ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur
Fös. 7/1 nokkur sæti laus, fös. 14/1, nokkur sæti laus, fim. 20/1.
• Smíðaverkstæðið kl. 20:00
NÍTJÁNHUNDRUÐ – Alessandro Baricco
fös. 7/1, lau. 15/1.
Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin.
• Litla sviðið kl. 20:00
BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson
Fös. 7/1, nokkur sæti laus, fös. 14/1, fim. 20/1.
DÝRIN Í HÁLSASKÓGI
80. SÝNING Í DAG!
☎ 552 3000
ALLRA SÍÐASTA SÝNING
• Laugardag 15. janúar kl 20
eftir LEE HALL
Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18
KÓNGURINN KVEÐUR!
í samstarfi við LEIKFÉLAG AKUREYRAR
Ekki missa af Elvis! Ein vinsælasta sýning ársins kveður sviðið.
www.loftkastalinn.is
LOKASÝNING Í KVÖLD
UPPSELT
Hárið þakkar frábærar móttökur!
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
ÓLIVER!
Tryggðu þér
miða
Óliver! Eftir Lionel Bart
30.12 kl 16 Aukas. UPPSELT
30.12 kl 21 3. kortas. UPPSELT
02.01 kl 14 Aukas. UPPSELT
02.01 kl 20 4. kortas. UPPSELT
06.01 kl 20 5. kortas. UPPSELT
08.01 kl 20 6.kortas. UPPSELT
09.01 kl 20 7.kortas. Örfá sæti
13.01 kl 20 Örfá sæti
15.01 kl 20 Örfá sæti
16.01 kl 20 Nokkur sæti
Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir
Jólasöngvar Kórs
Menntaskólans í Reykjavík
Kór Menntaskólans í Reykjavík heldur
sína árlegu jólatónleika fimmtudaginn
30. desember kl. 20.30 í Dómkirkjunni.
Aðgangur er ókeypis
LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU
Hátíðarhljómar
við áramót
Festive Sounds at New Year
Gamlársdag 31. desember 2004
kl. 17:00
New Year’s Eve 31st December 2004 at 5 PM
Ásgeir H. Steingrímsson, trompet
Eiríkur Örn Pálsson, trompet
Hörður Áskelsson, orgel
Verk eftir / Works by:
Bach, Vivaldi, Holloway, Albinoni og Pezel
Aðgangseyrir / Admission: 1.500 kr.
Miðasala í Hallgrímskirkju Box Office in Hallgrímskirkja
MEÐ þessum tónleikum slógu flytj-
endur á strengi gleði, hátíðleika og
angurværðar í brjóstum tónleika-
gesta, sem troðfyllt höfðu Dalvík-
urkirkju. Bljúgir hörpustrengir
slegnir í fyrsta lagi í samræmi við
boðun texta í sálmi Bach og síðar
strengir kátínu í bland við glit minn-
inga. Efnisskráin var í stórum drátt-
um tvískipt; fyrir hlé voru lög tengd
hátíðleik og andakt jóla í bland við
léttar jólaglettur.
Síðari hluti efnisskrárinnar var
tengdari nálægum áramótum með
minningakvæðum, tímamótahugleið-
ingum og leikrænum frásögnum.
Hinn bráðgóði tenór, Hlöðver Sig-
urðsson, hafði sungið fallega með
kórnum fyrir hlé, bæði Ave Maríu
Kaldalóns og Hljóða nótt eftir
Adams. Hann hóf raust sína eftir hlé
með Í fjarlægð eftir Karl O. Runólfs-
son við píanóleik Daníels Þorsteins-
sonar. Síðan þrjú önnur einsöngslög,
reyndar fjögur ef Draumalandið,
sem hann söng sem aukalag er talið
með. Mér fannst Hlöðver ekki í sínu
besta formi fyrr en í lokalaginu Sjá
dagar koma, en það fluttu hann, kór
og einleikari á stórglæsilegan og
hrífandi hátt. Mér fannst La donna e
mobile ekki eiga heima í efnisskránni
og var fremur illa sett á þessum stað.
Hlöðver, sem nú syngur og nemur
í Salzburg, er án nokkurs vafa prýð-
issöngvari og hefur einkar fallega
tenórrödd með létta og fína tónhæð
og það sem gerir útslagið er einlægni
hans í túlkun og smekkvísi.
Guðmundi Óla hefur tekist mjög
vel upp við þjálfun síns kórs. Hann
er reyndar lánsmaður að vera í
„raddparadís“ á Dalvík, en það er
ekki nóg. Ekki er til það gæðings-
efni, sem ekki þarf að temja! Þarna
liggur galdurinn, hann er sá að bæta
það góða. Tveir af mörgum kostum
kórsins eru: þanþolið úr veikasta
söng til hins sterkasta, þannig að
einstakar raddir aðgreinast ekki,
sbr. lag Guðmundar Óla, Mál er í
meyjarhvílu, og einnig einstök takt-
vísi og nákvæmni í áherslum, eins og
í Þjóðlífsmyndum eft-
ir Jón G. Ásgeirsson.
Framsögn texta er
enn sem fyrr með
ágætum.
Guðmundur Óli
samdi þrjá söngva er
fluttir voru, auk fjöl-
margra útsetninga
sem hann hafði gert.
Það er mikill styrkur
fyrir kór að eiga
stjórnanda sem getur
jöfnum höndum stýrt,
samið og útsett. Út-
setningar Guð-
mundar Óla eru bæði
vandaðar og
skemmtilegar. Út-
færsla fjórhents píanós í lögunum:
Þá nýfæddur Jesús og Það á að gefa
börnum brauð (lag Jórunnar Viðar)
var mjög áhrifamikil áheyrnar. Við
vöggu dóttur minnar, ljóð Hjalta
heitins Haraldssonar, hljómaði
þarna í fyrsta skipti með nýju lagi
stjórnandans og var einkar ljúft og
flutt af miklu næmi. Áhrifamest af
lögum Guðmundar Óla fannst mér
vera fyrrnefnt lag, Mál er í meyjar-
hvílu. Þriðja lagið Ljúflingsmál er
einkar vel samið og útsett, en mjög
viðkvæmt og vandasamt í flutningi
og naut sín ekki sem skyldi.
Daníel Þorsteinsson er ekki ein-
asta einstaklega góður píanóleikari,
því hann er líka píanóskáld. Í lagi
Sigfúsar Vegir liggja til allra átta
náði hann með eigin píanóforspili og
píanórödd að gæða lagið nýju suð-
rænu tangólífi. Það er gott að horfa
til áramóta eftir svona tónleika.
Karlakór Dalvíkur
slær á jólastrengi
TÓNLIST
Dalvíkurkirkja
Sönglög eftir: J.S. Bach, Praetorius, W.J.
Kirkpatrick, Irvin Berlin, F. Bernard,
Autry, Jórunni Viðar, Sigvalda Kaldalóns,
A. Adam, Karl O. Runólfsson, Verdi,
Sigurð Þórðarson, Jón Ásgeirsson, Guð-
mund Óla Gunnarsson, Sigfús Hall-
dórsson og Gunnar Þórðarson.
Flytjendur: Karlakór Dalvíkur.
Einsöngur: Hlöðver Sigurðsson, tenór.
Píanóleikari: Daníel Þorsteinsson.
Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson.
sunnudaginn 27. des. 2004 kl. 20.30.
Hátíðartónleikar
Jón Hlöðver Áskelsson
Guðmundur
Óli Gunnarsson
Hlöðver
Sigurðsson
ÆVINTÝRI H.C. Andersens þarf
vart að kynna fyrir Íslendingum. Allt
frá því að Steingrímur Thorsteinsson
þýddi ævintýri hins danska rithöf-
undar í byrjun 20. aldarinnar, hafa
þau lifað með Íslendingum og hjálpað
okkur að sjá ýmsar hliðar á tilver-
unni. Síðan hafa margir lagt sig eftir
að þýða ævintýrin yfir á íslensku, og
nú bætist þýðing Sigrúnar Árnadótt-
ur við á tólf ævintýrum Andersens,
mörg hver meðal þeirra þekktustu og
vinsælustu.
Þýðingin á ævintýrunum er í flesta
staði vel heppnuð. Málfarið er yfir-
leitt bæði fallegt en þó lipurt, og oft á
tíðum mjög eðlilegt og nútímalegt. Þó
er ekki annað hægt en að hvá yfir
nýjum titli á því sem venjulega þekk-
ist sem Litla stúlkan með eldspýt-
urnar, núna heitir ævintýrið Litla
stelpan með eldspýturnar. Pælingin á
bakvið þessa breytingu gæti verið að
þýðandanum hafi þótt að Andersen
hafi fremur átt við stelpu en stúlku í
ævintýri sínu, og hafi viljað draga
fram þann blæbrigðamun sem felst í
þessum tveimur orðum. Það gæti líka
verið að hér sé á ferðinni almenn til-
raun til nútímavæðingar málfars bók-
arinnar, eða að gera það auðskilj-
anlegra fyrir börn. Eigi hið seinna
við, skýtur þó skökku við að í bókinni
er að finna ýmis önnur orð sem hefði
einmitt fremur mátt færa til auðveld-
ari íslensku, sbr. hnúðkörtuna á bls.
15 og aldinborann á bls. 20.
Brot bókarinnar er stórt og veg-
legt, og mjög fallega myndskreytt.
Það er danski myndskreytirinn
Svend Otto S. sem hefur málað vatns-
litamyndir og gert blýantsteikningar
við ævintýrin, sem eru sígildar og
hæfa sögunum vel. Myndirnar eru
vandaðar og klassískar, og einhvern
veginn alveg eins og maður ímyndar
sér að ævintýri séu myndskreytt.
Hins vegar bæta þær litlu við þá
mynd sem þegar hefur verið dregin
upp af H.C. Andersen-ævintýrunum
og ljá þeim enga nýja merkingu, eins
og hugsanlega væri auðvelt og jafnvel
æskilegt að gera. Þá leiddist mér að
letrið á kili bókarinnar, sem mér hafði
virst svo vönduð við fyrstu sýn, hafði
máðst af að hluta eftir sáralitla notk-
un.
Ekkert af ofangreindu breytir þó
þeirri staðreynd að þetta er eiguleg
bók, sem ég hefði sjálf gjarnan viljað
eiga sem barn og margir munu ef-
laust njóta þess að lesa og skoða. Það
er hið besta mál að út komi margar
og ólíkar útgáfur af ævintýrum H.C.
Andersens, bæði fyrir þær sakir að
200 ára afmælis hans verður fagnað
næsta vor og gott að nýta það tæki-
færi til að vekja aftur áhuga á höf-
undinum, og vegna þeirrar einföldu
staðreyndar að ævintýrin hans eru
bæði lærdómsrík og bráðskemmtileg.
Litla stelpan …?
BÆKUR
Ævintýri
Þýðandi: Sigrún Árnadóttir. Myndskreyt-
ingar: Svend Otto S. 224. bls. Vaka-
Helgafell 2004.
Úrvalsævintýri H.C. Andersens
Inga María Leifsdóttir