Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 24
D ýrleif Skjóldal, Dilla eins og hún er jafnan kölluð, er leiðbeinandi í Glerárskóla á Akureyri og sund- þjálfari hjá Sundfélaginu Óðni en hún er líka sjúkraliði og nuddari. Hún og eiginmaður hennar, Rúnar Arason, eiga þrjá stráka, Sindra Snæ, Steinar Loga og Sæv- ar Inga, 13, 15 og 17 ára. Eins og gefur að skilja þarf að kaupa dálítið inn á stórt heimili. „Þeir eru allir í íþróttum, strákarnir, og borða alltaf mikið,“ segir hún og giskar í fljótu bragði á að hún kaupi inn matvörur til heimilisins fyrir um 20 þúsund krónur á viku. „Þá þýðir ekkert annað en vera í tvöfaldri vinnu, en ég er ánægð með að strákarnir skuli vera duglegir í íþrótt- um og að þeir borði mikið, ég tel peningunum vel varið,“ segir Dilla þar sem hún þeytist um verslun Bónuss við Lyngholt á Akureyri en þar og í Nettó kaupir hún helstu matvörur til heim- ilisins nokkuð jöfnum höndum, „en svo finnst mér mjög gaman að fara í Hagkaup, geri það stundum á sunnudögum, mér til skemmtunar.“ Hún tínir ofan í körfuna, léttmjólk í tveggja lítra fernum, lætur sig hafa það þó að hún sé dýrari hlutfallslega en sú sem pökkuð er í einn lítra, „til að minnka sorpið,“ segir hún og verð- ur töluvert mikið niðri fyrir þegar hún grípur tvær dósir af skyri niður úr hillunni. Bendir á plastlok ofan á dósunum, „þetta er algjör óþarfi, tekur 350 ára að eyðast úti í nátt- úrunni.“ Velur oft vörur með tilliti til um- búðanna og þar er sem minnst best. Finnur líka til brauð, stórt oststykki. Svo þarf rjómaost og hakk, það á að bjóða upp á lasagna þá um kvöldið á heimilinu. Hún tekur ekki með sér minnismiða í búðir, „það er ágæt- isleikfimi fyrir heilann að reyna bara að muna það sem þarf að kaupa,“ segir hún. Hamborgarar á þriðjudögum „Ég fer út fyrir kl. 8 á morgnana, er í skól- anum fram eftir degi og fer svo að þjálfa krakk- ana í sundlauginni, er þar í tvo tíma. Eftir það fer ég oftast í búð og svo heim að elda,“ segir hún en bætir við að eiginmaðurinn komi heim um fimmleytið „og þá byrjar hann oft á að taka til í matinn, þvo upp eða finna sér eitthvað ann- að til dundurs. Hann er húsbóndi á sínu heimili og ræður því alveg sjálfur hvenær hann skúrar gólfið.“ Dilla segir enga sérstaka reglu á því hvað sé í matinn hverju sinni, „nema við höfum alltaf hamborgara á þriðjudagskvöldum og svo bý ég til pítsu á föstudagskvöldum. Þeir geta nú ekki verið samstiga í því hvað þeim þykir gott að borða, drengirnir, það sem einum þykir gott líkar öðrum ekki,“ segir hún. Hún hafi þó ekki komið þeim upp á sérrétti, „þeir verða bara að borða það sem í boði er, annars bendi ég bara á ávexti og grænmeti og þá láta þeir sig hafa það að borða það sem er í kvöldmatinn í það og það skiptið.“ Dilla segir mikilvægt fyrir börn og ungmenni að borða ávexti og grænmeti og hún hvetur sundkrakkana sína til að borða mikið af slíku. „Ég reyni að fá þá til að taka með sér banana eða epli á æfingar, sem þau geta borðað á leiðinni heim, þá fara þau ekki strax að rífa í sig kex þegar heim er komið og hafa svo ekki lyst á kvöldmatnum.“ Hvað sína stráka varðar sagðist hún hafa reynt margar leiðir til að koma ofan í þá græn- meti, m.a. maukað það og sigtað í súpu, „sem þeim fannst svo bara ágæt.“ Dilla seg- ist aldrei þreytast á því að predika um gildi þess að borða hollan mat, hvort heldur sem er heima eða heiman. Mandarínutíminn er runninn upp, hún tekur vænan slurk og set- ur í poka, kippir bananaknippi niður af ban- anatrénu og fer því næst að skoða papr- ikurnar. Þuklar vel. „Ætli það sé ekki af því ég er nuddari, ég þarf að þukla þetta allt saman voða vel áður en ég vel það sem fer ofan í körfuna.“ Kaupi helst bara íslenskt kex Þá er komið að kexinu, „ég kaupi nú helst bara íslenskt,“ segir hún og viðurkennir að vera dálítið gamaldags þegar að því kemur. Tekur mjólkurkex, 20% meira stendur á pakkanum, og stingur í körfuna. „Ég segi það ekki. Af og til slæðist einn og einn súkkulaðikexpakki með.“ Ef fjölskyldan ætl- ar að gera sér dagamun er boðið upp á ís, „og auðvitað reyni ég þá að koma ávöxtum með ofan í liðið, brytja niður þá ávexti sem til eru í það og það skiptið í salat og ota því að fólkinu.“ Helgarmaturinn er oftast á laugardags- kvöldum, en færist yfir á sunnudaga ef fólk- ið er ekki heima við. Allir meira og minna í keppnisferðum hingað og þangað um helgar og stundum fátt heima við. „Það er engin regla á því hvað er í matinn um helgar, oft- ast eltist ég við tilboðin. Vel svo það sem er á besta verðinu,“ segir Dilla og bætir við að strákarnir sínir vilji helst kjöt. „Fiskur er bara fiskur, kjöt er matur. Þetta segja þeir, en ég reyni nú samt að vera með fisk einu sinni í viku að minnsta kosti.“ Segist gjarn- an kaupa töluvert magn þegar hún detti nið- ur á góð tilboð í verslunum, „ég tek þá fjóra fimm skammta og geymi í frysti til síðari nota.“ Hún segist sjaldan notast við upp- skriftir, helst þá bara einhvern grunn og oft noti hún það sem til er í ísskápnum. „Þegar maðurinn minn fær ekki gott að borða, segir hann stundum að þetta fái hann aldrei aftur, ég muni ekki hvað ég hafi sett í matinn.“ Dilla segist ekki baka mikið, helst þá „eitthvað sem hverfur eins og skot,“ eins og hún orðar það og á við skúffukökur og ann- að sætabrauð sem staldrar stutt við á eld- húsborðinu þar sem oft er gestkvæmt, strákarnir taki félagana gjarnan með heim. „Ég baka helst ef ég er í vondu skapi, það er mjög gott ráð að hella sér í hnoða deig þegar þannig stendur á, þá smitar maðurinn ekki fýlunni út frá sér!“ Og sem fyrr segir, það er sjaldan bakað á heimilinu sem er við Arnarsíðu. „Ég er orðin svo geðprúð nú orð- ið, ætli það fylgi ekki ört fjölgandi gráum hárum.“  HVAÐ ER Í MATINN? | Dýrleif Skjóldal á Akureyri þarf að kaupa heilmikið inn Eltist oftast við tilboðin Morgunblaðið/Kristján Dýrleif Skjóldal í verslunarferð. 24 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Starfsfólk ÍSPAN sendir viðskiptavinum sínum hugheilar jóla- og nýárskveðjur á komandi ári.                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% F lestar verslanir byrja með út- sölu í janúar og á milli jóla og nýárs er fólk að koma og skipta þeim gjöfum sem pöss- uðu kannski ekki eða voru ekki að smekk viðkomandi. En í nokkrum stórum verslunum hófust útsölurnar strax daginn eftir annan í jólum. Dressmann á Íslandi eru verslanir sem hafa þennan háttinn á og ástæðuna segir Heiða Ösp Guðmundsdóttir, verslunar- stjóri í verslun þeirra við Laugaveg, vera þá að þetta tíðkist í Dressmann-búðum um allan heim og það sé ekkert mál fyrir við- skiptavini að koma með skiptivörur þó að það sé útsala. Þá fær viðkomandi inneign- arnótu fyrir því verði sem varan var keypt á og getur verslað fyrir upphæðina á útsöl- unni eða seinna. Hún segir viðskiptavini mjög ánægða með þetta því þá fæst meira fyrir peningana, kannski tvær flíkur í stað einnar. Jóhannes Rúnar Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Ikea á Íslandi, segir að eng- in ástæða sé til að bíða fram í janúar með útsöluna, enda hafi þær byrjað strax eftir jól undanfarin ár, svo þetta er engin ný- lunda hjá Ikea. Jóhannes segir sömu reglu með skilavörur gilda á þessum árstíma eins og öðrum, skilafrestur sé 60 dagar og ef varan er í upprunalegum umbúðum og fólk hafi kassakvittun í höndum, þá fáist það verð fyrir vöruna sem hún var keypt á. En ef ekki fylgir kassakvittun gildir það verð sem er á vörunni þegar henni er skilað. Annars segir hann skilun á hlutum vera frekar litla í Ikea, það sé til dæmis ekkert í líkingu við það sem gerist í bókabúðum. Hulda Hauksdóttir, eigandi verslunar- innar Flash á Laugavegi, segir ástæðu þess að hún fer með útsöluna strax af stað eftir jól, vera þá að hún sé að fylgja nýjum straumum. Erlendis sé sá háttur á að út- sölur hefjist fyrsta virka dag eftir jól og hérlendis sé það einnig að aukast. Hún segir vöru sem fólk kemur að skila að sjálf- sögðu halda sínu fulla verðgildi en ekki sé hægt að taka út vörur á útsöluverði, heldur á fullu verði. Þetta sé regla sem gildi allan ársins hring. Fólk geti þá ýmist skipt vör- unni út fyrir aðra vöru á fullu verði eða komið með inneignarnótuna í janúar þegar nýju vörurnar koma í búðina. Morgunblaðið/Jim Smart Fylgja nýjum straumum  VERSLUN | Útsölur Í Smáralindinni hefjast útsölur formlega 2. janúar, í Kringlunni hefjast þær 6. jan- úar og á Laugaveginum í fyrstu vikunni í janúar. ÞEGAR Dilla var beðin um uppskrift datt henni í hug að deila með lesendum mein- hollum og góðum mat, sem ekki er nú- orðið á hvers manns borðum. Sjálf kynnt- ist hún þessu fæði sumar eitt fyrir löngu í Ártúni, skammt frá Hofsósi, hjá börnum hjónanna þar og hefur fylgt henni síðan. Innihaldið er haframjöl, kakó, sykur og mjólk. Tilvalinn morgunmatur segir Dilla eða sem máltíð milli mála í staðinn fyrir kex og safa. „Það góða við þessa uppskrift er að öll börn ráða við hana án teljandi erfiðleika og læra í leiðinni að nýta eigið bragðskyn til að fá fram réttu blönduna. Það er undirstaða þess að verða góður kokkur,“ segir hún. Uppskriftin er nokkurn veginn svona: Haframjöl sett út á djúpan disk, u.þ.b. 2–3 dl. Út á er bætt kakói, u.þ.b. 1 tsk., „en Haddý systir er nokkuð ríflegri, not- ar nærri því 1 msk.“ Þá bætir maður við sykri eftir smekk, þetta frá tveimur mat- skeiðum. „Svo blandar maður þessu saman með fingrunum og hellir passlega mikilli mjólk út á og skóflar þessu í sig.“ Galdurinn segir hún vera að byrja ekki með of mikið kakó eða sykur og fikra sig áfram þar til rétta blandan er manni orð- in svo töm að hægt er að gera hana blind- andi. „Ég hvet alla til að prófa þetta, þetta er meinhollt.“ Sólgrjóna- sveifla „Ég baka helst ef ég er í vondu skapi, það er mjög gott ráð að hella sér í að hnoða deig þegar þannig stendur á, þá smitar maður ekki fýlunni út frá sér,“ segir Dýrleif Skjóldal. En það er sjaldan bakað á heimili hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.