Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú færð innblástur í samtali við ótil- greinda manneskju. Umræðuefnið gæti verið stjórnmál, trúmál eða heim- speki og þú sekkur þér niður í það af öllu hjarta. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hugsanlegt er að þér berist til eyrna góðar fréttir í vinnunni. Kannski færð þú óvænt framlag eða aðstöðu til þess að sinna starfi þínu betur. Þú ert lukk- unnar pamfíll. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Forvitni er þér eðlislæg og þú fellur aftur og aftur fyrir hinu eilífa nýja- brumi. Samræður við náungann eru þér að skapi, enda bæði örvandi og spennandi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert uppfullur af hugmyndum um bætta aðstöðu á vinnustað núna, krabbi. Tillögur þínar eru hagnýtar en að sama skapi metnaðarfullar að stærð og gerð. Þú ert bjartsýnn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nú er lag að skipuleggja afþreyingu af einhverju tagi. Undirbúðu partí eða hvers kyns mannamót. Mæltu þér mót við vinina í hádeginu eða eftir vinnu og njóttu stundarinnar til hins ýtrasta. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Dagurinn í dag er kjörinn til þess að efna til gleðskapar með fjölskyldunni eða dunda sér heima og gera gagn. Þú hefur bætandi áhrif á umhverfi þitt í dag. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Fátt eða ekkert getur stöðvað þig í dag. Þú finnur fyrir bjartsýni, hress- leika og lífsgleði. Viðhorf þitt er já- kvætt og meira þarf ekki til. Ham- ingjan er hugarástand. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Einhverra hluta vegna ert þú upp- fullur af gróðavænlegum hugmyndum um þessar mundir. Allt sem þú snertir verður að gulli og þú hagnast bæði með því að eyða fé og afla. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bjartsýni og athafnasemi eru þér lífs- nauðsyn og þú býrð yfir báðum þess- um eiginleikum í dag. Þú ert jákvæður og hress og nýtur samvista við vini þína. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert andlega sinnuð í dag, steingeit, og finnur styrk í trúnni. Þessi innri sannfæring rennur frekari stoðum undir viðhorf þín til lífsins og veitir þér gleði. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vinur hvetur þig til þess að kynna þér möguleika til náms eða útgáfu- starfsemi. Hugsanlegt er að viðkom- andi veiti þér lögfræðiráðgjöf. Þú þakkar þennan jákvæða stuðning. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú gengur í augun á hvers kyns yfir- boðurum í dag. Tillögur þínar eru stórbrotnar og þú hikar ekki við að gera þær heyrinkunnar. Góð hugmynd selur sig sjálf. Stjörnuspá Frances Drake Steingeit Afmælisbarn dagsins: Þú ert raunsæismanneskja fyrst og fremst og tekst á við lífið á hagnýtan máta. Þú ert orðheppin og gagnorð og fljót að átta þig á annmörkum ríkjandi kerfis. Þú nýtur þín í góðra vina hópi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 æki, 4 spil, 7 svífur, 8 hræfugls, 9 álít, 11 hafa tíma til, 13 at, 14 ól, 15 heiður, 17 skell- ur, 20 amboð, 22 megnar, 23 fárviðri, 24 dreg í efa, 25 lagvopns. Lóðrétt | 1 ríki dauðra, 2 ójafnan, 3 aumt, 4 fið- urfé, 5 kona, 6 svarar, 10 bál, 12 skyldmenni, 13 gyðja, 15 mergð, 16 samkomurnar, 18 hagur, 19 koma skapi við, 20 fugl, 21 gaffal. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 hugarflug, 8 sýlar, 9 tíðum, 10 ætt, 11 múrað, 13 akrar, 15 farms, 18 hláka, 21 ker, 22 Eldey, 23 aular, 24 handfangs. Lóðrétt | 2 umlar, 3 afræð, 4 fatta, 5 Urður, 6 ásum, 7 smár, 12 aum, 14 kól, 15 flet, 16 rudda, 17 skyld, 18 hraka, 19 áflog, 20 arra. Skemmtanir Gaukur á Stöng | Síðasta fönkpartý árs- ins kl. 22. Jagúar og Gísli Galdur mæta til leiks. Miðaverð 1.500 kr. Kaffi Sólon | Grænn fimmtudagur Línudansarinn | Línudansæfing verður í Línudansaranum í kvöld kl. 21.30. Tónlist Café Victor | Dúettinn „Sessý og Sjonni“ heldur tónleika kl. 22.30. Grand Rokk | Jólarokktónleikar Rokk- arans kl. 23. Frítt inn. Fram koma: Sól- stafir, Solid I.V og Changer. Hressó | Brynjar Jóhannsson heldur út- gáfutónleika kl. 23 vegna hljómplötunnar Næstumþví maðurinn. Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sigurbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíu- málverk. Gallerí Banananas | Úlfur Chaka – Geim- dúkka og Fönix reglan/spacedol™ and the phoenix rule. Gallerí Tukt | Innrás úr Breiðholti. Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – Efnið og andinn. Ari Sigvaldason frétta- maður – mannlífsmyndir af götunni. Þetta vilja börnin sjá! – Myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar hafa verið út á árinu. Sýndar eru myndir úr nær fjörutíu bókum eftir tuttugu og sjö myndskreyta. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný ol- íumálverk. Hrafnista, Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist- insson sýnir málverk og tússmyndir í Menningarsal. Kaffi Espresso | Guðrún Eggertsdóttir – skúlptúrar og myndir. Klink og Bank | Carl Boutard – Inner Station – the heart of darkness. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verk- um Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Grafísk hönnun á Íslandi. Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Myndir úr Kjarvalssafni. Lóuhreiður | Sigrún Sigurðardóttir – Gróður og grjót. Norræna húsið | Vetrarmessa. Mannfagnaður Ketilsstaðaskóli | Jólaball kvenfélags Dyrhólahrepps verður í Ketilsstaðaskóla kl. 14. Allir velkomnir. Fréttir Björgunarsveitin Víkverji | Flugeldasala Víkverja verður kl. 12–20 og á gaml- ársdag kl. 10–14. Flugeldasýning gamlárs- kvöld. Ráðstefnur Askja – náttúrufræðihús HÍ | Ráðstefna um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvís- indum verður haldin í tólfta sinn 4. og 5. janúar í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Kynntar verða rannsóknir með 135 erindum og ríflega 100 vegg- spjöldum. Viðfangsefnin sem kynnt verða eru frá grunnvísindum til heilsufarskann- ana. Nánar á www.laeknabladid.is/fylgirit. Fundir GSA á Íslandi | Fundur í Tjarnargötu 20 kl. 20.30. Ef þú hefur reynt allt, en átt samt við átröskun að stríða, þá ert þú velkominn á fund. www.gsa.is. Kauphöll Íslands | Ráðstefna á Nordica Hotel á vegum Kauphallar Íslands kl. 13– 16. Á ráðstefnunni verða kynntar nið- urstöður greiningar Friðriks Más Bald- urssonar á sögu sjávarútvegsfyrirtækja og þróun viðskipta með hlutabréf þeirra í Kauphöll Íslands frá upphafi. Ráðstefnu- gjald er 4.900 kr. Lífeyrisþegadeild Landssambands lög- reglumanna | Fyrsti fundur deildarinnar á nýju ári verður haldinn sunnudaginn 9. jan. nk. og hefst kl. 10, í Brautarholti 30. (Ekki fundur 2. jan.) Útivist Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin fer kl. 18 frá bílastæðinu þar sem Skógrækt- arfélag Reykjavíkur var í Fossvogi. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos 60 ÁRA afmæli. Ídag, 30. des- ember, er sextugur Guðmundur Arin- björn Sæmundsson frá Eyri í Gufudals- sveit, Arnarsmára 26, Kópavogi. Hann tek- ur á móti vinum og vandamönnum í Smáraskóla, Dalvegi 1, frá kl. 17–21. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 50 ÁRA afmæli.Á gamlársdag, 31. desember, verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varafor- maður Samfylking- arinnar og fyrrver- andi borgarstjóri, 50 ára. Af því tilefni efnir hún til stefnumóts við vini og annað samferðafólk milli kl. 14 og 16 í Lista- safni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og vonast til að sjá þar sem flesta. ÁRBÆJARKIRKJA verður með bæna- og kyrrðarstund í hádeginu í dag, 30. desem- ber, þar sem sérstaklega er beðið fyrir að- standendum og látnum í náttúruhörm- ungunum í Indónesíu. Stundin hefst kl. 12 og stendur í hálftíma. Öllum er velkomið að koma og eiga stund í Árbæjarkirkju. Bænastund í Árbæjarkirkju Morgunblaðið/Jim Smart Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is  LISTAHÓPURINN Tími heldur í kvöld sína elleftu tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum. Tónleikarnir eru hugsaðir til að kynna út- gáfur Tíma og listamanna tengdra þeim og að fagna árinu sem er að líða. Á tón- leikunum koma fram tónlistarmennirnir Curver og Siggi Ármann auk sveitarinnar Kimono. Allir hafa verið afar virkir í tón- listarlífi höfuðborgarinnar og staðið í út- gáfu. Þá munu Curver og Kimono leiða saman hesta sína um kvöldið í tilefni af útgáfu plötunnar Curver+Kimono, sem Tími gefur út í febrúar. Aðgangseyrir að tónleikunum eru 500 kr. en geisladiskar eru einnig seldir á til- boðsverði. Morgunblaðið/Þorkell Curver, Kimono og Siggi Ármann á Tímatónleikum Frumleg litaríferð. Norður ♠8432 ♥D5 ♦DG93 ♣843 Suður ♠ÁKD ♥ÁK ♦Á42 ♣Á10752 Suður verður sagnhafi í þremur grönd- um án afskipta AV af sögnum. Útspil vesturs er hjartagosi. Hvernig er best að spila? Suður horfir á sjö slagi á eigin hendi. Tígullinn gefur að minnsta kosti einn aukaslag og ef spaðinn fellur 3-3 þarf ekki að hafa frekari áhyggjur. Fyrsta verkið er því að taka ÁKD í spaða, en vestur á bara tvo og hendir hjarta í þriðja spaðann. Laufliturinn er út úr myndinni eftir útspilið, svo nú verður tígullinn að skila tveimur viðbót- arslögum. En hvernig á að spila litlum? Norður ♠8432 ♥D5 ♦DG93 ♣843 Vestur Austur ♠95 ♠G1076 ♥G10973 ♥8642 ♦1083 ♦K75 ♣K96 ♣DG Suður ♠ÁKD ♥ÁK ♦Á42 ♣Á10752 Ef blindur ætti innkomu til hliðar væri rétta íferðin að taka á ásinn og spila svo tvívegis að DGx. Með því móti gefur liturinn þrjá slagi í 78% tilvika. En blindur er sannarlega innkomulaus. Með því að taka á ásinn og spila svo litlu frá báðum höndum má ráða kóng blankan eða annan á báðum höndum (20%), en betri íferð er til. Hún felst í því að spila fyrst tígli á níuna. Við þessu á vörnin ekkert svar ef vestur á tíuna og austur kónginn. Austur verður að dúkka, en þá er tíguldrottningu næst spilað og svínað fyrir kónginn! Þessi frumlega íferð skilar líka ár- angri þegar kóngurinn er stakur eða annar, með einni hugsanlegri undan- tekningu – þegar vestur á Kx og austur 10xxx og báðir dúkka! En hver finnur slíka vörn? BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.