Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 53
Kristján í miðið, fremstur meðal jafningja í sveitinni Delicia Mini sem vakið hefur athygli í Danmörku undanfarið. KRISTJÁN Eggertsson fann lítið hljómborð af gerðinni „Delicia Mini“ á för sinni um Tékkland árið 1999. Árið eftir kom hann „heim“ til Árósa í Danmörku, þangað sem hann hafði flutt frá Íslandi árið 1997, og stofn- aði þá hljómsveit með þessu nafni, Delicia Mini. Sveit sú hefur fengið afbragðs dóma fyrir fyrstu skífu sína, Skuggi. Meðal annars fékk platan fimm stjörnur af sex mögulegum í einu helsta tónlistarblaði Dana, Gaffa, og sömu einkunn hjá danska ríkis- útvarpinu, DR. Þá hefur hún verið ofarlega á árslistum í Danaveldi; m.a. valin fjórða besta danska plata ársins hjá Musikprogrammet á DR. Einnig var Delicia Mini „nafn mán- aðarins“ hjá DR í nóvember. Delicia Mini er á mála hjá einu framsækn- asta og umtalaðasta útgáfufyrirtæki Danmerkur, Morningside Records. Arkitekt að mennt Kristján er menntaður arkitekt og í fullu starfi sem slíkur. „Þetta byrjaði eiginlega árið 1997, þegar ég hitti trommuleikarann, sem var líka að læra arkitektúr í Árósum. Við byrjuðum á því að vinna með „instrúmental“ tónlist, sem dúett. Árið 2000 fengum við svo gítar- og bassaleikara til liðs við okkur og þá bættust söngur og textar við lögin,“ segir Kristján, sem spilar á gítar og hljómborð, auk þess að syngja. Áður en nýja platan, Skuggi, kom út, hafði Delicia Mini sent frá sér tvær stuttskífur, aðallega á Netinu, þannig að Skuggi er í raun fyrsta „alvöru“ útgáfa hljómsveitarinnar, en sem fyrr segir gefur Morningside Records plötuna út. „Þetta er lítið, „óháð“ fyrirtæki, u.þ.b. tveggja ára gamalt, og hefur fengið mikla og já- kvæða umfjöllun að undanförnu,“ segir Kristján. Gengur framar vonum Hann segir að gengi plötunnar sé framar vonum, en hún kom út í byrj- un nóvember. „Við fengum í raun miklu betri viðtökur en við höfðum vonast til. Eitt lagið fór beint í ann- að sætið á stærsta óháða vinsælda- listanum hér í Danmörku og komst svo á toppinn. Annað lagið á plöt- unni var smáskífa vikunnar hjá Dan- marks Radio og svona má áfram telja.“ Kristján segir að sölutölur liggi ekki fyrir, „við gáfum hana bara út í 1.000 eintökum til að byrja með og ég veit að platan var uppseld hér í Árósum fyrir jól.“ Spilar með Teiti hinum færeyska Áður en Kristján fluttist til Dan- merkur var hann í hljómsveitinni Neol Einsteiger, sem sendi frá sér plötuna Heitur vindur til minningar um vin hans, Pétur Inga Þorgilsson, árið 1994. Þeir höfðu verið saman í hljómsveitinni Invictus, en Pétur Ingi lést af slysförum ári áður en platan kom út. Delicia Mini er að fara í stutta tónleikaferð um Danmörku í febr- úar, þar sem sveitin spilar m.a. með Teiti hinum færeyska. „Svo erum við að vonast til þess að geta gefið Skugga út á Íslandi; viðræður standa yfir við dreifingarfyrirtæki um það,“ segir hann. Vonir standa einnig til þess að hægt verði að gefa plötuna út í Englandi, með tilheyr- andi tónleikahaldi, „en það er ekkert fast í hendi með það,“ segir Krist- ján. Aðspurður segist Kristján ekki ætla að hætta starfi sínu sem arki- tekt, þótt velgengnin hafi knúið dyra í tónlistinni. „Ætli ég gefi samt tón- listinni ekki aðeins meiri tíma en áð- ur. Vonandi hefjum við upptökur á nýrri plötu seinna á árinu. Það er al- veg þess virði að láta á þetta reyna.“ Tónlist | Hljómsveit Kristjáns Eggertssonar, Delicia Mini, fær afbragðs dóma í Danmörku Skuggi kemur í ljós Hljómsveit Kristjáns Eggertssonar, Delicia Mini, hefur gert það gott hjá frændum okkar Dönum með frumburð sinn, plötuna Skugga. Danska ríkisútvarpið valdi hana m.a. fjórðu bestu dönsku plötu ársins. Ívar Páll Jónsson sló á þráðinn til Kristjáns á heimili hans í Árósum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 53 FM957 og EGO kynna í samvinnu við Concert BEINT FRÁ ÍRLANDI Í KVÖLD 30. DES. Michelle, Tom & friends DUBLINER SPILAR KL. 21:00 -                  : :        :     !             1( 1( 9/ 9/ 1( 9/ 1( 9/ 9/ 9/ 9/ 9/ 9/ 2/ 9/ 9/ 9/ 9/ 9/ 1(          ! "   #$% &'    (' )) (*  +,)-*    . /' )0  &  ,. ' ./ 1, ),) ,  ) 0 )  ",- "2 3 )*  3 3(  , + % - 4,    . ,' ",) 1, -5  ,) 5 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.