Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Heilsukoddar Heilsunnar vegna DANSKI stórmeistarinn Henrik Danielsen hafði í nógu að snúast þegar hann tefldi fjöltefli við gesti Kringlunnar í Reykjavík, sem voru á öllum aldri, í gær. Tefldi Henrik 40 skákir og bar hann sigur úr býtum úr 38. Örvari Karls- syni og Jóhanni Gunnarssyni tókst hins vegar að ná jafntefli. Henrik er því með 39 vinninga á móti einum vinningi Kringlugesta. Í dag heldur Henrik fjölteflinu áfram við verslun Bónuss í Kringlunni milli 14 og 18. Að því stendur taflfélagið Hrókurinn í samstarfi við Bónus. Morgunblaðið/Ómar Vann 38 manns í fjöltefli í Kringlunni FIMM ára gömul stúlka var flutt á sjúkra- hús með heilahristing eftir að keyrt var á hana á Ísafirði um klukkan átta í gærkvöld. Stúlkan var að renna sér á sleða í brekku of- an við Seljalandsveg þegar hún rann niður á veginn og lenti á vinstra framhorni bifreiðar sem ók hjá. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði var stúlkan látin gista yfir nótt á sjúkrahús- inu á Ísafirði þar sem fylgst var með líðan hennar. Fimm ára stúlka varð fyrir bíl BANKARÁÐ Íslandsbanka hefur verið boðað til aukafundar í dag í kjölfar ákvörðunar Bjarna Ár- mannssonar, forstjóra bankans, um að vísa aðstoðarforstjóranum, Jóni Þórissyni, úr starfi. Jón yfirgaf bankann í gær og kvaddi samstarfs- menn sína til fjölda ára. Í tilkynn- ingu bankans til Kauphallarinnar segir að ágreiningur hafi komið upp milli Bjarna og Jóns sem ekki verði brúaður, eins og það er orðað. Í viðtali við Morgunblaðið í dag rekur Jón Þórisson það sem hann telur vera aðdraganda að brott- rekstrinum. Hann telur ákvörðun Bjarna hafa fyrir löngu legið fyrir og ráðning á nýjum útibússtjóra við Lækjargötu sé eingöngu tylli- ástæða fyrir brottrekstrinum. Tel- ur Jón sig ekki hafa borið skylda til þess að bera ráðninguna undir Bjarna. Að mati Jóns má rekja ástæðuna til ummæla sem hann lét falla í fjöl- miðlum í haust um að sameining Ís- landsbanka og Landsbanka væri vel möguleg. Þetta hafi vakið upp „ólund“ hjá forstjóra og formanni bankaráðs Íslandsbanka. Einar Sveinsson, formaður bankaráðsins, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að aukafundurinn hefði verið boðaður í dag. Hvaðan sú ósk kom sagði Einar að það hefði verið „sameiginleg niðurstaða okk- ar“ að halda fund. Aðspurður sagði hann Bjarna hafa tilkynnt sér um brottrekstur aðstoðarforstjórans, áður en hann var gerður opinber. Hvort öðrum bankaráðsmönnum hefði verið greint frá ákvörðun for- stjórans vildi Einar ekki svara til um. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, sagðist í samtali við Morgunblaðið engu hafa við yfirlýs- ingu bankans að bæta sem send var Kauphöll Íslands í gær, en þar segir eingöngu: „Ákveðið hefur verið að Jón Þór- isson, aðstoðarforstjóri Íslands- banka, hætti störfum í bankanum. Ágreiningur varð milli forstjóra og Jóns sem ekki varð brúaður. Ís- landsbanki vill þakka Jóni fyrir vel unnin störf á starfstíma hans hjá bankanum.“ Brottreksturinn löngu ákveðinn, segir aðstoðarforstjóri Íslandsbanka  Ummæli/11 VEGINUM um Óshlíð og Súðavíkurhlíð var lokað vegna snjóflóða sem féllu skömmu eftir hádegi í gær. Ekki urðu slys á fólki. Fyrsta flóðið, sem jafnframt var hið stærsta, féll á Óshlíðarveg um klukkan 13 og var það veg- farandi sem tilkynnti atburðinn lögreglunni á Ísafirði. Talið var að flóðið hefði verið allt að 4 metra hátt. Í kjölfarið féllu tvö önnur flóð og um svipað leyti féllu flóð á veginn undir Súðavíkurhlíð. Umferð um veginn var lokað á meðan Vegagerðarmenn könnuðu að- stæður. Um klukkan rúmlega 17 var Súða- víkurhlíðin opnuð aftur og stuttu síðar var vegurinn við Óshlíð opnaður. Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla lokaðist sömuleiðis vegna snjóflóðs sem þar féll um sexleytið í gærkvöldi. Enginn slasaðist en björgunarsveitin Dalvík var á staðnum og beindi umferð frá svæðinu. Vegurinn var svo ruddur og opnaður á nýjan leik fljótlega. Mikil hálka var á vegum víða um land í gær og lagði Vegagerðin áherslu á hálku- varnir. Víða voru vegir ófærir, t.a.m. var ófært um Öxnadalsheiði, Fjarðarheiði milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða og ófært var um Breiðdalsheiði. Umferð gekk þó stórslysa- laust fyrir sig þrátt fyrir fljúgandi hálku. Búist er við vestlægum áttum víða á land- inu í dag með vindstyrk á bilinu 8–15 m/s. Hiti verður víða í kringum frostmark. Snjóflóð í Óshlíð og Ólafsfjarð- armúla MIKLAR líkur eru á því að fisk- neyzla í Bandaríkjunum eigi eftir að aukast verulega á næstu árum. Skýringin er sú að „Manneldisráð“ Bandaríkjanna mun að öllum lík- indum leggja til að hvert manns- barn borði tvær fiskmáltíðir í viku. Opinberir aðilar munu þá líklega fylgja þessum ráðleggingum í mötuneytum sínum, en þar matast daglega tugir milljóna manna. Ráðgjafarnefnd fyrir þá stofnun kemur með ráðleggingar um mat- aræði og leggur þetta til á grunni hollustu fiskáts. Opinberar viðurkenningar á hollustu fiskáts liggja fyrir og því að omega-3 fitusýrurnar geti dregið úr hættunni á hjartasjúk- dómum. Árlega deyr um hálf milljón manna úr hjartasjúkdóm- um í Bandaríkjunum. Gangi þetta eftir munu að öllum líkindum 26 milljónir skólabarna ustan ræður mun minna. Það er þess vegna undir okkur fisksöl- unum komið að bjóða neytendum ferskan, frosinn og ófrosinn, og bragðgóðan fisk. Við teljum okkur náttúrlega vera að gera það, en það má sjálfsagt alltaf gera betur. Það má vissulega búast við auk- inni fiskneyzlu í kjölfar þessa, en sú aukning sem verið hefur und- anfarin ár, er nánast öll úr rækt- uðum fiski og svo verður vafalítið áfram,“ segir Magnús. fá fisk eða aðrar sjávarafurðir í matinn tvisvar í viku og milljónir hermanna og opinberra starfs- manna. Þá má gera ráð fyrir auk- inni fiskneyzlu almennings á grunni þess hve lítið fitandi fisk- urinn er en mjög margir Banda- ríkjamenn eiga við offitu að stríða. „Þetta eru góðar fréttir og hjálpa svo sannarlega til við að selja fiskinn,“ segir Magnús Gúst- afsson, forstjóri Icelandic USA í Bandaríkjunum. „Hins vegar er það svo að þegar fólk kaupir mat, ræður bragðið langmestu. Holl- Leggja til tvær fiskmáltíðir á viku  Yfirvöld/Úr verinu EIÐUR Smári Guðjohnsen, knatt- spyrnumaður hjá Chelsea og fyrirliði ís- lenska landsliðsins, var í gærkvöldi út- nefndur íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafrétta- manna. Eiður Smári er fimmti knattspyrnumað- urinn sem hlýtur þennan titil en styttan sem honum fylgir var nú afhent í 49. sinn. Eiður Smári hlaut 329 stig af 400 mögu- legum, Þórey Edda Elísdóttir frjáls- íþróttakona varð önnur með 246 stig og Rúnar Alexand- ersson fimleikamaður þriðji með 162 stig. Síðast var knattspyrnumaður valinn fyrir 17 árum þegar faðir Eiðs Smára, Arnór Guðjohnsen, var valinn, þá 26 ára gamall, jafngamall Eiði Smára. Áður höfðu Guðni Kjartansson (1973), Ásgeir Sigurvinsson (1974 og 1984) og Jóhannes Eðvaldsson (1975) verið valdir. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa verið fyr- irliðar íslenska landsliðsins./Íþróttir Eiður Smári íþróttamaður ársins Eiður Smári Guðjohnsen ♦♦♦ ♦♦♦ Jón ÞórissonBjarni Ármannsson Bankaráðið boðað til aukafundar í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.