Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 21
MINNSTAÐUR
AUSTURLAND
Djúpivogur | Þær Ásdís Heiðdal,
Sara Dís Tumadóttir, Ragnhildur
Kristjánsdóttir og Karen Sveins-
dóttir úr tíunda bekk Grunnskóla
Djúpavogs tóku sig til á milli há-
tíða og buðu upp á gluggaþvott
gegn vægu verði. Full þörf var á að
þrífa glugga eftir óveðrið dagana á
undan og tóku margir stúlkunum
fegins hendi. Ágóðinn rennur í
ferðasjóð nemenda í tíunda bekk
sem stefna að því að fara í
skemmtiferð erlendis eftir að skóla
lýkur í vor.
Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir
Dugmiklar stúlkur
Djúpivogur | Það hefur ríkt sannkall-
aður jólafriður á Djúpavogi nú á milli
hátíðanna. Eftir óveðrið um jólin datt
allt í dúnalogn og veðrið hefur verið
stillt og fallegt síðan.
Gömul hús hafa alltaf sinn sjarma
og það gildir um Triton, gamalt versl-
unar- og útgerðarhús sem stendur
við Voginn á Djúpavogi. Húsið var
byggt árið nítján hundruð tuttugu og
fjögur af norskum manni, Tanke
Hjemgaard, sem kom frá Seyðisfirði
og setti upp verslun. Húsinu hefur
verið haldið ágætlega við og tók sig
sérstaklega vel út í tunglskininu á fal-
legu kvöldi milli jóla og nýárs.
Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir
Friðsælt á Djúpavogi
Vopnafjörður | Þor-
steinn Jósef Stef-
ánsson á Vopnafirði
varð 100 ára annan
jóladag.
Þorsteinn fæddist á
Rauðhólum í Vopna-
firði og voru foreldrar
hans Stefán Stef-
ánsson og Aðalbjörg
Þorsteinsdóttir. Þor-
steinn var yngstur
þriggja barna þeirra
Stefáns og Aðal-
bjargar, sem upp
komust. Eldri systk-
ini hans voru Sigurjón
og Valborg Stefanía,
sem bæði eru látin.
Þorsteinn stundaði
vinnumennsku, en
starfaði síðar einkum
við smíðar, m.a. brúarsmíðar í
mörg ár. Hann var vigtarmaður á
bílavog á vegum hreppsins í nokk-
ur ár og ennfremur vann hann á
skrifstofu Kaupfélags Vopnfirð-
inga. Þorsteinn sat í hreppsnefnd í
fjögur ár, í mörg ár
var hann í skólanefnd
Vopnafjarðarskóla og
sömuleiðis í sókn-
arnefnd Vopnafjarð-
arkirkju. Þá söng
hann um árabil í
kirkjukór Vopnafjarð-
arkirkju. Hann var
einn af stofnendum
Kiwanisklúbbsins
Öskju og var gerður
að heiðursfélaga
klúbbsins.
Þorsteinn er tví-
kvæntur. Fyrri kona
hans var Sigrún Guð-
mundsdóttir og eign-
uðust þau tvær dætur.
Sigrún lést 1945. Síð-
ari kona Þorsteins var
Þuríður Jónsdóttir frá
Læknesstöðum á Langanesi. Hún
lést árið 1993. Þorsteinn átti
lengst af heima á Jaðri í Vopna-
fjarðarkauptúni, en það er eitt
elsta hús í Vopnafirði, byggt árið
1880.
Aldargamall Vopnfirðingur
Aldinn heiðursmaður
Þorsteinn Jósef Stef-
ánsson hélt upp á
hundrað ára afmælið á
annan dag jóla.
Afgrei›slutímar Vínbú›a
yfir hátí›irnar
Höfu›borgarsvæ›i› Fimmtudagurinn 30.12. Föstudagurinn 31.12.
Opnar Lokar Opnar Lokar
Austurstræti 10:00 20:00 10:00 13:00
Dalvegur 11:00 20:00 10:00 14:00
Ei›istorg 10:00 20:00 10:00 13:00
Gar›abær 12:00 20:00 10:00 13:00
Hafnarfjör›ur 10:00 20:00 10:00 13:00
Hei›rún 09:00 20:00 09:00 13:00
Holtagar›ar 11:00 20:00 09:00 13:00
Kringlan 10:00 20:00 09:00 13:00
Mjódd 11:00 20:00 10:00 13:00
Mosfellsbær 11:00 20:00 09:00 13:00
Smáralind 11:00 19:00 09:00 13:00
Spöngin 11:00 20:00 09:00 13:00
Landsbygg›in Fimmtudagurinn 30.12. Föstudagurinn 31.12.
Opnar Lokar Opnar Lokar
Akranes 11:00 19:00 10:00 13:00
Akureyri 11:00 20:00 9:00 13:00
Blönduós 11:00 19:00 9:00 12:00
Borgarnes 11:00 19:00 10:00 13:00
Bú›ardalur 16:00 19:00 9:00 12:00
Dalvík 13:00 19:00 9:00 12:00
Djúpivogur 16:00 19:00 9:00 12:00
Egilssta›ir 11:00 19:00 10:00 12:00
Fáskrú›sfjör›ur 16:00 19:00 10:00 12:00
Grindavík 11:00 19:00 10:00 12:00
Grundarfjör›ur 16:00 19:00 9:00 12:00
Hólmavík 16:00 18:00 10:00 12:00
Húsavík 13:00 20:00 9:00 12:00
Hvammstangi 16:00 18:00 9:00 12:00
Hvolsvöllur 14:00 19:00 10:00 12:00
Höfn 11:00 19:00 10:00 13:00
Ísafjör›ur 11:00 19:00 9:00 12:00
Keflavík 11:00 19:00 9:00 12:00
Kirkjubæjarklaustur 16:00 19:00 10:00 13:00
Neskaupsta›ur 11:00 19:00 9:00 12:00
Ólafsvík 11:00 19:00 10:00 12:00
Patreksfjör›ur 13:00 19:00 10:00 12:00
Sau›árkrókur 11:00 19:00 9:00 12:00
Selfoss 11:00 19:00 9:00 12:00
Sey›isfjör›ur 16:00 19:00 9:00 12:00
Siglufjör›ur 10:00 19:00 9:00 12:00
Stykkishólmur 14:00 18:00 9:00 12:00
Vestmannaeyjar 11:00 19:00 9:00 12:00
Vík í M‡rdal 16:00 19:00 9:00 12:00
Vopnafjör›ur 16:00 19:00 9:00 12:00
fiorlákshöfn 16:00 19:00 10:00 12:00
fiórshöfn 16:00 19:00 9:00 12:00
Nánari uppl‡singar um afgrei›slutíma er a› finna á vinbud.is