Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 29 UMRÆÐAN UM ÞESSI áramót eru 30 ár síðan Hitaveita Suðurnesja (HS) var stofnuð. Margs er að minnast á þessum tímamótum, sem ber að láta öðrum eftir. Það ber þó að geta þess að eitt af því mikilvægara sem stendur upp úr er hin jákvæða umgjörð fyr- irtækisins. Stjórn- endur og starfsfólk hafa á umliðnum ár- um byggt upp fram- sækið orkufyrirtæki sem teygir anga sína út um allt land, tilbú- ið til frekari verk- efna. Framsýni og metnaður starfs- manna hefur skilað fyrirtækinu á umliðn- um árum mörgum beinum og óbeinum viðurkenn- ingum vegna starfseminnar. Í byrjun einskorðaðist athafna- svæði fyrirtækisins við Suður- nesjasvæðið, enda var tilgangur fyrirtækisins sá að virkja jarðhita í Svartsengi við Grindavík eða annars staðar á Reykjanesi ef hagkvæmt þótti. Reisa þar varma- skiptastöðvar og leggja aðveituæð- ar til þéttbýliskjarna á Suð- urnesjum, leggja dreifikerfi og annast sölu á heitu vatni til not- enda. Fyrir fjórum árum síðan urðu nokkuð viðamiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins þegar HS og Rafveita Hafnarfjarðar samein- uðust sem Hitaveita Suðurnesja hf. Ljóst var að þessi breyting rekstrarforms í hlutafélag varð til þess að skilgreiningar í starfsemi fyrirtækisins styrktust til muna og gerðu fyrirtækinu kost á frek- ari útvíkkun. Með aðkomu Hafn- arfjarðar að fyrirtæk- inu opnuðust nýir möguleikar í orkusölu á einum stærsta neyt- endamarkaði höf- uðborgarsvæðisins. Með þeim breytingum sem taka gildi um áramótin í raf- orkusölu, með nýjum orkulögum, er ný sóknarfæri sköpuð til enn frekari sölu á raf- magni. Víst er það svo að saga rafvæðingar á landinu hófst í Hafnarfirði, en all- margir hafa komið að umgjörð 100 ára afmælisins nú í desember. Það ber að þakka öllum sem að því verki hafa komið. þeim efnum er mikilvægt að geta stuðnings HS vegna end- urbyggingar á virkjun Jóhannesar Reykdals í Hamarskotslæk, sá stuðningur er þakkarverður, hann skiptir Hafnfirðinga miklu máli. Rannsóknarverkefni HS víða á Reykjanesi, á Trölladyngjusvæð- inu og til framtíðar í Brennisteins- fjöllum gefa fyrirheit um enn frek- ari orkuöflun og nýtingu á jarðvarma. Þau gæfuspor að ná sölusamningnum við Norðurál í tvígang á sl. tveimur árum svo og að horfa til enn frekari raf- orkusölu til stóriðju, t.d. með stækkun álversins í Straumsvík, skjóta fastari rótum undir 30 ára gamalt fyrirtækið. Þetta eru þó einungis nokkur af fjölmörgum framtíðarverkefnum fyrirtækisins sem eru til umræðu. Fleiri sveitarfélög gerast hluthafar Vissulega er HS að uppruna sam- starfsverkefni sveitarfélaga á Suð- urnesjum og ríkisins. Það eru hins vegar ekki margir sem gera sér grein fyrir því að á sl. árum hafa auk Hafnarfjarðar nokkur önnur sveitarfélög ákveðið að ganga til samstarfs. Fyrir utan ríkissjóð, sem er þriðji stærsti hluthafinn, eru sveit- arfélögin nú 10 sem fylla eig- endahópinn. Hér eru þau talin upp í eign- arhlutarröð: Reykjanesbær, Hafn- arfjarðarbær, Grindavíkurbær, Vestmannaeyjabær, Sandgerð- isbær, Garður, Vatnsleysustrand- arhreppur, Árborg, Kópavogsbær og Álftanes. Það dylst engum sem lítur á listann að fyrirtækið sækir hratt fram og 30 ára afmælið er einn áfanginn í þróunarferli þess, neyt- endum og eigendahópnum til heilla. Til hamingju með afmælið. Hitaveita Suðurnesja, Hafnarfjörður og jarðvarminn Gunnar Svavarsson fjallar um raforkumál í Hafnarfirði ’Það dylst engum semlítur á listann að fyrir- tækið sækir hratt fram og 30 ára afmælið er einn áfanginn í þró- unarferli þess, neyt- endum og eigendahópn- um til heilla.‘ Gunnar Svavarsson Höfundur er forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og situr í stjórn Hita- veitu Suðurnesja. Á DÖGUNUM skýrði Sjónvarpið frá því að skattrannsóknarstjóri hefði vísað máli Baugs til ríkislög- reglustjóra. Frétt um mál sem und- anfarin misseri hefur verið til um- fjöllunar yfirvalda – raunar alltof lengi. Hreinn Loftsson, stjórn- arformaður Baugs, brýndi raustina og sakaði embættismenn um að rjúfa trúnað og leka upplýsingum til þess að skaða félagið sem stæði í kaupum á matvælakeðju í Bret- landi. Fjölmiðlar tipluðu í kringum Baugsmálið og gættu þess að láta lítið fyrir sér fara til að styggja ekki við- skiptaveldið. Fréttin um samsæri gegn Baugi varð viðfangs- efnið fremur en rann- sókn yfirvalda. Og rit- stjóri DV sagði fullum fetum að „ … við séum farin að trúa því blá- kalt að aðilar þar inn- andyra kunni að starfa ekki síður í þágu and- stæðinga Baugs en blindrar réttvísinnar.“ „Við“ er væntanlega DV og „aðilarnir“ embætti skatt- rannsóknarstjóra og ríkislög- reglustjóra. Þarna fer stór- blaðamaður. Þetta er flott. Skatturinn og löggan í samsæri gegn Baugi og öllu „stjórnað af valdamiklum aðilum“. Auðvitað lýsir þetta því heljartaki sem Baugur hefur á fjölmiðlum og umræðu í landinu. Eftir að lögregla gerði húsleit í Baugi sumarið 2002 hefur félagið safnað fjölmiðlum. Fyrst varð það Fréttablaðið, svo DV og loks Norðurljós. Í stað þess að fjölmiðlar fjalli um efni rannsóknar, snýst umræðan um samsæri. Allar götur frá því lögregla fór inn í Baug hefur því verið haldið að þjóð- inni að um samsæri sé að ræða. Samt var það bísnessfélaginn Sull- enberger sem kærði og var tilefni aðgerða lög- reglu. Hann dró kær- una til baka eftir „sam- komulag“. Svo var það Jónína sem settist við skriftir og ætlaði að „segja allt“ en fór til út- landa. Korteri fyrir kosningar 2003 reyndi Hreinn Loftsson að skipta um forsætisráð- herra á Íslandi. Gamli aðstoðarmaðurinn! Aðgerðir Baugs – damage kontról – hafa frá öndverðu miðað að því annars vegar, að freista þess að snúa rannsóknina niður, og hins vegar ná tökum á umræðunni, fréttum. Hnútukast Hreins og samsöngur um samsæri eru hrein opinberun um áætlun sem fylgt er út í hörgul. En þeir hafa sett þjóðina í herkví og múlbundið fjölmiðla. Það er alvar- legt mál og ógn við lýðræði. Því verður að andmæla. Þó í lokin: Ég vona að kaup Baugs í Bretlandi gangi eftir og trúi að landsmenn séu því sammála. Baugur hefur farið fyrir útrás íslenskra fyr- irtækja og á hrós skilið. Hrein opinberun Hallur Hallsson fjallar um Baug og fjölmiðla Hallur Hallsson ’Auðvitað lýsirþetta því helj- artaki sem Baugur hefur á fjölmiðlum og umræðu í land- inu.‘ Höfundur er fréttamaður. ÞAÐ VAR friðsæld yfir jólahátíð- inni á aðfangadagskvöld hjá okkur Íslendingum eins og oft áður. Engin styrj- öld í landinu, engin átök milli hags- munahópa né yfirvof- andi hætta á nátt- úruhamförum. Veðrið var að vísu afar slæmt víða á landinu og und- anfarna daga hafði snjóað og færðin víða spillst. Við eigum því láni að fagna að vakt vísindamanna á veðri og jarðumbroti er með ágætum hér og við búum því við mik- ið öryggi, miðað við aðrar þjóðir sem sum- ar eiga nú um sárt að binda, sökum nátt- úruhamfara. Í landinu er öflugt net björg- unarsveita sem skip- aðar eru sjálf- boðaliðum sem af fórnfýsi og áhuga, hafa sérhæft sig í hjálparstarfi. Þeir eru alltaf vakandi og til- búnir til að fara í út- köll sama á hvaða tíma árs eða sól- arhrings útkallið er. Eitt útkall var á aðfangadagskvöld. Einhver ógæfumaður í Reykjavík hafði í ölæði rokið fáklæddur út í fimb- ulkuldann sem geisaði í Reykjavík, út frá fjölskyldu sinni, á meðan flestir Íslendingar nutu þess að vera í faðmi sinna nánustu. Fjöl- skyldu þessa manns var ekki sama um hann, þrátt fyrir að hann hafi með framferði sínu skyggt á frið jólahátíðarinnar og bað um aðstoð við að finna hann svo hann færi sér ekki að voða. En hverjir voru reiðu- búnir til að fara út frá fjölskyldum sínum til þess að leita þessa ógæfu- sama manns? Jú, það voru allir þeir fjölskyldumenn og -konur sem starfa í björgunarsveitum okk- ar lands, félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þeir fengu útkall á miðju jóla- kvöldinu og sinntu því strax með giftu- samlegum endi sem allir þekkja. Þeir fóru út frá fjölskyldum sín- um til leitar. Þessir einstaklingar eru hlekkirnir í örygg- iskeðjunni sem umlyk- ur landið. Fyrr um daginn hafði fjöldi björgunarsveitarmanna verið úti, við að að- stoða þá sem þurftu að komast á milli staða m.a. á Akureyri og víð- ar á Norðurlandi en gátu ekki hreyft sig vegna fannfergis og ófærðar. Er ekki ástæða til þess að minnast þessa örygg- isnets sem við Íslend- ingar búum við vegna áhuga og sjálfboðaliðsstarfs ís- lensku björgunarsveitarmannanna okkar og styrkja starf þeirra með því að kaupa flugeldana hjá þeim því flugeldasalan er nánast eina fjáröflun þessara samtaka. Sýnum nú þakklæti okkar í verki. Megi þeirra góða og fórnfúsa starf blómstra í framtíðinni. Er einhver týndur? Pétur A. Maack fjallar um björgunarsveitir og fórnfúst starf þeirra Pétur A. Maack ’Í landinu eröflugt net björg- unarsveita sem skipaðar eru sjálfboðaliðum sem af fórnfýsi og áhuga, hafa sérhæft sig í hjálparstarfi.‘ Höfundur er faðir þriggja björg- unarsveitarmanna. 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 69 50 1 2/ 20 04 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 69 50 1 2/ 20 04 Landsbanki Íslands hf. Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Verðbréfamiðlun Landsbanka Íslands, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Skráningarlýsingu og önnur gögn sem vitnað er til í lýsingunni er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands Landsbanki Íslands 1.220.000.000 kr. 2. flokkur 2004 Nafnver› útgáfu: Heildarnafnverð flokksins er 1.220.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa: Skuldabréf 2. flokks 2004 eru gefin út til 3 ára og endurgreiðist höfuð- stóll í einu lagi á gjalddaga 10. desember 2007, auk greiðslu sem tengist hækkun körfu hlutabréfavísitalna. Skuldabréfin bera enga vexti og eru óverðtryggð. Skráningardagur: Kauphöll Íslands tók bréfin á skrá 23. desember 2004. Bankastjórn Landsbanka Íslands veitti heimild til skuldabréfaútgáfu þessarar 6. október 2004, og nam heimildin 1.220.000.000 kr. að nafnvirði. 2. flokkur skuldabréfa Landsbanka Íslands 2004 er lokaður skuldabréfaflokkur. Viðauki við skráningarlýsingu skuldabréfa 2. flokks 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.